Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 69

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 69
H vað gerir maður ef maður á engan pabba? Og eng- inn veit hver pabbi manns er né hvar hann er niðurkominn? Og maður er þar á ofan allt öðru vísi en hin börnin í litla þorp- inu? Jú, ef eitthvað er í mann spunnið, berst maður fyrir til- veru sinni; maður leitar jafnvel uppi pabba sinn, eins þótt það taki alla ævina. Um þetta fjallar í allra stærstu dráttum leikrit Vals Freys Einarssonar, Tengdó, sem var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í síðustu viku. Þar er lýst ákveðnum þætti í lífsferli tengdamóður hans, Magneu Reynaldsdóttur, sem er móðir listakonunnar Ilmar Stefánsdóttur. Magn- ea er fædd snemma árs 1945; hún er „ástandsbarn“, eins og þjóðin orðaði það af alkunnri og margreyndri elskusemi í garð smælingjanna. Ilmur hef- ur teiknað leikmynd og bún- inga í sýninguna, myndgert verkið. Aðeins tveir leikarar eru á sviðinu, Valur Freyr sjálf- ur og Kristín Þóra Haralds- dóttir; þau rekja söguna og bregða sér á víxl í gervi Magn- eu á ólíkum aldursskeiðum; reyndar kemur móðir hennar einnig við sögu, af skiljan- legum ástæðum. Það var ekki laust við að andrúmsloftið á frumsýningunni væri nokkuð sérstætt, jafnvel rafmagnað, með söguefnið sjálft sprell- lifandi í salnum; alltént dró það ekki úr tilfinningamætti stundarinnar sem varð býsna mikill um það er lauk. Tengdó er eitt af þessum leikritum og ein af þessum sýn- ingum sem manni finnst varla taka því að skrifa um krítík. Fyrir kemur að sýningar séu svo misheppnaðar að næsta tilgangslaust virðist að segja á þeim kost og löst, en svo er ekki í þessu tilviki, það er öðru nær. Þegar sest er niður við að skrifa um jafn gott verk og vandað, eru það í rauninni aðeins ein skilaboð sem maður vill koma á framfæri við væntanlega les- endur: þetta er sýning sem þið megið alls ekki missa af. Því að hún varðar okkur öll, bæði sem Íslendinga og sem manneskj- ur. Hún flytur okkur, án allra minnstu predikunartilburða, boðskap sem við þurfum öll að heyra. Boðskap, sem hún vefur inn í hlýlega kómík og setur fram með þaulhugsuðum list- rænum tækjum. Hér vinnur allt saman: gott handrit, leikur, leik- stjórn, tónlist og hljóð, og síð- ast en ekki síst leikmyndin og þær myndrænu skírskotanir sem hún felur í sér. Mér hefur stundum fundist Ilmur full „skapandi“ leikmyndateikn- ari, eiga til að bera leikverkin ofurliði með sjónrænum til- þrifum sínum, en að þessu sinni nýtist sköpunargáfa hennar til fullnustu í þjón- ustu verksins sjálfs, þeirrar kómísku tragedíu – eða trag- ísku kómedíu, eftir því hvern- ig við viljum líta á það – sem borin er fram. Hún lyftir með afburða smekkvísi og hug- kvæmni undir hin ólíku plön verksins, þá hreyfingu sem það lifir og hrærist í: frá hinu persónulega, yfir í hið þjóð- lega, og þaðan yfir í hið sam- mannlega (svo vísað sé í fleyg orð sem ég man ekki í svipinn hvaðan eru ættuð). Því að þetta er verk sem leynir á sér, er ekki líklegt til að láta allt uppi við fyrstu kynni, tæpir á ýmsu sáru sem hvikul og svikul orðin eru ekki alltaf best fallin til að tjá. Og er það ekki einmitt þess vegna sem leikhúsið hefur orðið til – og heldur áfram að vera til: af því að það er ekki alltaf nóg að mæla fram textann af blaðinu til þess að miðla því sem þarf að miðla – eins þótt vel sé lesið og vel flutt? Ég ætla ekki að fara frekar í saumana á þessu verki, en leyfa ykkur, sem eigið eftir að kynnast því, að njóta þess á þess eigin forsendum. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á frammistöðu leik- endanna tveggja. Val Frey hef ég aldrei séð njóta sín betur þau líklega fimmtán ár sem hann hefur verið á svið- inu, og er sérstök ástæða til að nefna hnitmiðaða, skýra og þróttmikla textameð- ferð hans sem hitti ítrekað beint í mark. Mér fannst í upphafi Kristín Þóra ekki mega ganga lengra í því að leika barnið, en þegar á leið sættist ég fullkomlega við aðferð hennar, og samleikur þeirra Vals Freys í drama- tíkinni undir lokin var með því besta sem hér hefur sést á sviði í vetur. Leikstjórn var á heildina litið mjög styrk, svo að þar sá hvorki blett né hrukku á. Þessi sýning er öllum til sóma, sem að henni koma, og ég endurtek: þið skuluð ekki missa af henni. 69Páskablað 4.–10. apríl 2012 „Vel sungið á of stóru sviði“ „Banvænar brekkur, flottur leikur“ La Bohéme í Hörpu SSX Uppáhaldsveitingastaður? Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Tengdó Höfundur: Valur Freyr Einarsson. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikarar: Leikhópurinn ComonNon- sens. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Ljós: Aðalsteinn Stefánsson. Sýnt í Borgarleikhúsinu í samstarfi við CommonNonsense Þetta er sýning sem þið megið alls ekki missa af Engin venjuleg tengdó Sýning sem varðar okkur öll, bæði sem Ís- lendinga og sem manneskjur. „Ég borða nánast eingöngu tælenskt. Og þar eru Nana Thai í Skeifunni og Ban Thai á Hlemmi í sérflokki. Ef ég borða annað en tælenskan fer ég oft á Sjávargrillið og hið nýja Tapas hús.“ Hjörvar Hafliðason. – sparkspekingur og sjónvarpsmaður framlag, það hvernig ég skipti um kafla. Ef bókin er skoðuð sést að textinn færist ofar og ofar eftir því hvar hann er á síðunni. Þá afmarka ég hluta textans með sól og tungli til skiptis. Þetta hefur allt ákveðna þýðingu fyrir mig.“ Notar hún pendúlinn á hverjum degi? „Já, ég nota hann við hitt og þetta. Ég hef líka gert tilraunir með hann. Ég hef til dæmis látið hann elda og útkoman varð hreint út sagt dásamleg. Hann eldaði kjúkling í karrí með alls konar grænmeti. Hann fór með mér út í búð og valdi kryddið og keypti inn. Svo fórum við heim að elda.“ Hún notar hann líka til að spyrja um ástina. „Verst hvað hann afvegaleiðir mig í þeim efnum. Ég held stundum að hann sé vísvitandi að leiða mig í rangar áttir eða kannski er hann vísvitandi að leiða þig í rangar áttir? Hann hefur logið rosalega miklu. Svo kemur reyndar í ljós að þetta eru ekki lygar heldur bara afstæð svör. Hann var til dæmis alltaf að tala um að ég myndi hitta strákinn sem ég verð ástfang- inn af þetta eða hitt kvöldið. Svo leið kannski kvöldið og ekkert gerðist. En svo datt mér í hug að spyrja, hvað þýðir kvöld. Þá þýðir það síðasti fjórðungur tunglsins,“ segir hún og hlær. Spilar á harmonikkur og málar Þórdís leitar innblásturs víða. Hún er ekki bundin við ljóða- skrif eingöngu heldur málar og semur tónlist. „Ég hrífst af mörgu sem gefur mér innblástur. Ég sem tónlist og mála. Ég spila til dæmis á harmonikku,“ segir hún og brosir. „Ég er til dæm- is afar hrifin af heimspek- ingnum Gaston Bachelard. Hans kenningar eru svo fal- legar. Ein bókin hans heitir The Flame of the Candle og í henni fjallar hann um til- gang kertalogans og hvernig má horfa á hann. Bachelard er bæði skemmtilegur og pælingar hans fallegar, hann hefur líka talað um að við getum ferðast um í tíma. En í huganum, þá getum við farið á staði sem við höfum áður heimsótt. Þá las ég einhvern tímann hugleiðingar hans um kuðung, hvernig það væri að búa í kuðungi.“ Þórdís hefur atvinnu sína af listinni og hefur fyrir dóttur að sjá. Er mögulegt að lifa af því að semja ljóð? „Ég hef ekki tekjur af ljóð- listinni. Nei. Ég stend frekar straum af kostnaði vegna hennar ef eitthvað er,“ segir hún og hlær. „En ég hef ekki áhyggjur af peningum svo það er allt í lagi. Ekki nema það sé verulega erfitt hjá mér. En ég sé til núna hvernig gengur að selja þessa bók.“ Hvað með Zúrkof? Mun þetta samstarf halda áfram út ævina? „Já ég held það,“ segir Þórdís. „Það er eiginlega ekki annað hægt.“ Nötur gömlu nútíðarinnar er til sölu í verslunum og má einnig panta eintak í gegnum póstfangið uturymsu@gmail. com. Notar pendúlinn í matseld, ástarlíf og ljóðaskrif Þórdís hefur spurt pendúlinn út í ástina en líka einfaldlega um hvað hún eigi nú að hafa í matinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.