Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 70
70 Menning 4.–10. apríl 2012 Páskablað SKÍRDAGUR Sinfó og Sæunn Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands halda Stórtónleika í menningarhúsinu Hofi ásamt einleikaranumSæunni Þor- steinsdóttur. Sæunn Þorsteinsdóttir, sem hefur getið sér gott orð víða um heim með sellóleik sínum, flytur Sellókonsert í e-moll eftir Edward Elgar. Á efnisskrá verður einnig Sinfónía nr. 5 eftir Shostakovich. Eins og nafnið á tónleikunum bendir til mega áheyrendur búast við kraftmiklum og glæsilegum konsert. Tónleikarnir verða á skírdag klukkan 16.00 í Hofi og kostar miðinn 4.900 krónur. Blús í Reykjavík Blúshátíðin vinsæla sem haldin hefur verið í Reykjavík undanfarin ár fer fram um páskana. Þar koma stórgóðir blúsarar fram á borð við John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitina, Marel Blues Project, Vintage Caravan og marga fleiri. Hátíðin verður á miðvikudaginn 4. apríl og á skírdag en veislan hefst á miðvikudaginn á Hilton Hótel Reykjavík. Þar koma fram John Primer og Tregasveitin. Miðinn kostar 4.990 krónur og er hægt að kaupa einn slíkan á miði.is. FÖSTUDAGURINN LANGI Ingimar heiðraður Tónleikar til heiðurs Ingimari Eydal sem hefði orðið 75 ára í október síðastliðnum en þá slógu tónleikarnir í gegn og verða nú endurteknir á föstudaginn langa kl. 20. Tónlistar- og hljómsveitarstjóri verður Karl Olgeirsson og með honum verður sannkallað stórskotalið eða þeir Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson, Sigurður Flosason, Hannes Friðbjörnsson og Jón Elvar Hafsteinsson. Það eru svo þau Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán Hilmarsson sem sjá um söng ásamt Ingu Eydal og Ingimari Birni Davíðssyni. Tónleikarnir verða á föstudaginn langa klukkan 20.00 í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri. Miðinn kostar 4.990 krónur. LAUGARDAGUR Óskar fær gesti Söngvarinn stórskemmtilegi Óskar Pétursson tekur á móti landsþekktum listamönnum við undirleik hljómsveitar skipaðrar norðlensku tónlistarfólki í Hofi á laugardaginn. Þar verður söngur og óbeisl- aður húmor í fyrirrúmi. Tónleikarnir fara fram á laugar- daginn og kostar miðinn 4.200 krónur. Tónævintýri fyrir fjölskylduna Á laugardaginn verður tónævintýrið um herra Pott og ungfrú Lok sýnt í Kaldalónssal Hörpu klukkan 11.30. Ævintýrið um herra Pott og ungfrú Lok er draumur lítils drengs um að áhöldin í eldhúsinu lifni við. Ástir herra Potts og ungfrúar Loks fara nánast út um þúfur vegna afbrýðisemi daður- drósarinnar Kvarnar. Pörupilturinn Klútur og hinn reglufasti herra Sópur dragast inn í atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Tónlistin segir einnig sögu, en það er saga djass, tangó, charleston og foxtrott. Miðinn kostar 1.800 krónur en einnig er sýning klukkan 13.00. Miða má kaupa á miði.is. PÁSKADAGUR Söngfuglarnir í Salnum Jana María tekur á móti frábærum gestum í Salnum í Kópavogi á tónhátíð söngfuglanna en þetta eru fjórðu tónleikarnir í þessari tónleikaröð. Nú verður farið í áhugavert ferðalag aftur til fortíðar með söng og sögum. Gestir Jönu Maríu eru þau Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Orri Huginn Ágústsson, Bjarni Snæbjörnsson og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Það verða þau Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir sem verða í forgrunni á þessum tónleikum. Söngfuglarnir hefja leik klukkan 15.00 en miðinn kostar 2.500 krónur og er hægt að kaupa slíkan á miði.is. R okkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verð- ur haldin um páskana eins og ár hvert. Þrjátíu hljóm- sveitir munu koma fram í ár en hátíðin fer auðvitað fram á Ísafirði eins og alltaf. Það er enginn skortur á frábærum hljómsveitum frekar en fyrri ár en á Aldrei fór ég suður í ár munu leika bönd á borð við: Dúkkulísur, Sykur, Pollapönk, Retro Stefson, Skálmöld, Jón Jóns- son, Legend, Pál Óskar, Vintage Caravan, Gísli Pálmi, Ham, Reykja- vík!, Snorri Helgason, Þórunn Ant- onía og auðvitað óskabarn þjóð- arinnar, heimamaðurinn sjálfur Mugison. 5 Apr 6 Apr 7 Apr 8 Apr Páskahelgin Dagskráin Skírdagur n 21.00–00.00 Upphitunarkvöld í Ísafjarðarbíói Uppistand og tónlist n 20.00–00.00 Stuð í Edinborgar- húsinu á Ísafirði. Kvöldstund um tónlist með Dr. Gunna. Saga íslenska rokksins og poppsins 1950–2010. Föstudagurinn langi n 18.00–01.00 Rokkhátíð alþýðunnar hefst og stendur fram á nótt. Laugardagurinn n 16.00–01.00 Tónlist og aftur tónlist frá miðjum degi og fram á nótt. n Aldrei fór ég suður verður bæði í beinni netútsendingu á heimasíð- unni aldrei.is og á Rás 2. 6 Apr 5 Apr 7 Apr Barnabíó um páskana Það verður fjölskyldustemning í Sambíóunum alla páskana en bíóhúsin verða opin alla há- tíðina. Sambíóin bjóða aftur á móti upp á sýningar fyrir börn og fjölskyldur á besta tíma alla páskana fyrir aðeins 450 krónur miðann. Fyrstu sýningar hefjast klukkan 13.30 og þær síðustu 15.40. Nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á sam- bio.is. Myndirnar sem í boði eru: Dýrafjör 3D á íslensku Fjörfiskarnir á íslensku Fríð og Dýrið í 3D á íslensku Hugo Journey 2: The Mysterious Island Prúðuleikararnir Aldrei fór ég suður Fjöldi viðburða Enginn skortur á frábær um hljómsveitum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.