Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 73
Lífsstíll 73Páskablað 4.–10. apríl 2012
fyrir skerandi sársauka, sérstaklega
í hægri nára til þess að reyna að
halda í við fólkið mitt.
Sólin kom alltaf hærra og hærra
upp og ég fann hvað hitnaði í veðri
þrátt fyrir að vera komin í þessa
hæð. Stoppað var í 1.100 metra hæð
og tilkynnt að tekið yrði smá stopp –
og fólk hvatt til að fá sér bita, drekka
og pissa, því nú yrði raðað í línu.
Fyrsta línan var kölluð hraðlína og
svo koll af kolli til síðustu línu sem
var þá „hæglína“. Klukkan var um 10
og ég settist niður í fyrsta sinn síðan
klukkan 4.30 um morguninn og fór
loks úr ysta laginu sem var vind/
regnjakki sem þola átti 10.000mm.
Ég sótti drykkinn minn og var kom-
in vel á veg með lítra númer 2. Að
borða gat ég ekki hugsað mér enda
maginn í hnút og ég þurfti alls ekki
að pissa.
Ég sagði við fólkið mitt að ég
vildi vera í hægustu línunni taldi
að með því væri mesti möguleik-
inn á að komast alla leið með sem
minnstum sársauka og mæði. Mað-
urinn minn samþykkti það en son-
ur okkar og tengdadóttir völdu
sér miðjulínu. Eftir um það bil 30
mínútur var byrjað að raða fólki
á línubönd, þarna stóð ég íklædd
göngubelti með sólgleraugu, búin
að maka á mig sólarvörn, tilbúin í
þægilega aflíðandi göngu restina af
leiðinni.
Línustjórinn í hægustu línu var
maður á þrítugsaldri sýndist mér.
Mér fannst hann klæddur eins og
Clint Eastwood í ljósum útivistar-
fötum með hatt, tóbaksklút og sól-
gleraugu, rosalega flottur. Hann
kynnti sig: „Ég heiti Skúli.“ Hann var
ekkert að orðlengja það neitt frek-
ar og byrjaði að raða okkur á línuna
seinna frétti ég að Skúli væri dóm-
ari við EFTA-dómstólinn í Strasbo-
urg.
Skúli vildi hafa manninn minn
fyrir aftan sig, stóran og sterklegan,
það væri öryggi í því ef hann myndi
detta í sprungu. Á eftir mannin-
um mínum kom ég og á bak við
mig voru svo fimm í viðbót svo við
vorum átta í „hægu línunni“ hans
Skúla.
Niðurlægð og beygð
Það var steikjandi hiti en færi gott
þegar línurnar lögðu af stað hver
á fætur annarri, loks kom að okk-
ur þar sem við rákum lestina. Við
fengum fyrirmæli um að það mætti
alls ekki losa sig úr línunni nema
á öruggum stað og með leyfi línu-
stjóra vegna sprunguhættu. Leiðin
lá aflíðandi upp á við en mjög fljót-
lega fann ég fyrir kunnuglegum ein-
kennum, púlsinn upp, mæði, svita
og hrikalegum sársauka í náranum,
svo ég kalla „ekki fara svona hratt.“
Línustjórinn Skúli heyrir ekkert svo
ég reyni að snúa mér að mannin-
um mínum og hinum í línunni og
spyr: „Finnst ykkur þetta ekki vera
dálítið hratt gengið?“
En engin tók undir með mér. Í
raun var ekkert farið of hratt þetta
var bara ég. Línustjórinn kallaði:
„Við stoppum í 5 mínútur eftir 10
mínútur.“ Ég reyndi að harka af mér
en fann að ég varð að stoppa, svo
við stoppuðum.
Skúli snéri sér að mér og sagði:
„heyrðu, við erum rétt að leggja
af stað, höldum þessum hraða og
stoppum á 10 mínútna fresti, þá
gengur þetta vel hjá okkur og við
lendum í lítilli sólbráð.“ Svo allt í
einu gekk hann að mér, horfði á
svitastokkið andlitið og niður eft-
ir mér og sagði: „heyrðu góða,
við skulum nú bara byrja á því að
klæða þig úr!“ Hvað meinti mað-
urinn? Það skipti engum togum
að hann losaði af mér bakpokann
skipaði mér úr vindhelda ljósbláa
Cintamani-jakkanum mínum sem
mér fannst klæða mig svo vel áður
en ég lagði af stað. Hann byrjaði
að renna honum niður, ég reif mig
lausa og kláraði verkið. Þá kom í
ljós síðerma ullarbolurinn minn,
Skúli starði á mig og til himins þar
sem sólin skein og bakaði allt og
alla og spurði: „Ertu í einhverju
innan undir þessu?“ Ég játti því og
fór hálfpartinn hjá mér, hann sagði
mér að fara úr bolnum, ég gerði það
og stóð loksins á ullarstuttermabol
sem vart þarf að taka fram að var
rennandi blautur af svita eins og
hin fötin mín.
Pirraður fór hann að troða föt-
unum mínum í bakpokann minn,
tautandi að það væri nú tími til að
nota þessa fínu græju sem ég væri
með – nýja bakpokann minn.
Hann skipaði mér að drekka
svo ég fékk mér vænan sopa af lítra
númer 2. „Jæja, heldur þú að þetta
gangi nú ekki betur núna?“ spurði
Skúli og við héldum áfram.
Ég harkaði af mér beit vörina á
mér til blóðs einbeitti mér að því,
en allt kom fyrir ekki. Ég dróst aftur
úr svo línan milli mín og mannsins
míns strekkist með þeim afleiðing-
um að ég upplifði að hann væri allt-
af að kippa í mig svo nú beindust
allar tilfinningar mínar í reiði gagn-
vart honum sem og línustjóranum.
Ég reifst og skammaðist: „Hættu
að kippa í mig, þarf að labba svona
hratt, er ekki hægt að stoppa.“ Ég
tek það fram að maðurinn minn
gerði sitt besta til þess að róa mig og
hjálpa mér en ekkert dugði og aum-
ingja hitt fólkið í línunni sem starði
á mig eins og ég væri „geimvera“.
Allt í einu í sirka 1.500 metrum fer
ég svo í andnauð og byrja að grenja
ofsalega (líklega af móðursýki) þá
sá Skúli sína sæng útbreidda og
byrjar að kalla í talstöðina: „halló,
heyrið í mér! Ég er hér með eina
sem er orðin blá í framan, geri ráð
fyrir að snúa við, yfir.“
Sonur og tengdadóttir okk-
ar hjóna vissu með sjálfum sér að
þarna væri verið að tala um mig
og fylgdust með athygli með því
hvernig myndi fara. Mér leið öm-
urlega andlega og líkamlega það
stefndi í félagslega erfiðleika líka.
Þvílíkur ósigur! Ég var svo niður-
lægð og beygð. Ég heyrði farar-
stjórana byrja að leggja á ráðin um
að kannski væri hægt að sníkja far
með einhverjum hóp sem væri á
niðurleið fyrir mig, því það voru
margir hópar í fjallinu sem þegar
höfðu toppað.
Skúli, sem reynt hafði að hvetja
mig, lagði til við mig að halda
áfram, fá far með öðrum niður svo
línan þyrfti ekki að snúa við. Ég
samþykkti þetta, bara þessi mögu-
leiki að geta farið til baka fljótlega
styrkti mig, svo við héldum áfram,
en við mættum engum! Allavega
engum sem hann treysti til að taka
mig með sér. Ég fann hvernig hægt
og rólega færðist gríðarleg þreyta
yfir mig, ég varð ofboðslega and-
lega þreytt og svo þegar við vor-
um komin í sirka 1700–1800 metra
leysti ég mig rólega úr línunni labb-
aði til hliðar lagðist niður og lang-
aði bara til að sofa. Það þarf kannski
ekki að orða það en Skúla línustjóra
og manninum mínum varð mjög
illa brugðið. Þeir krupu hjá mér,
ég hafði tekið af mér sólgleraugun,
snéri krímóttu társtokknu andlitinu
að þeim og lofaði hátíðlega að vera
stillt og sofa bara rólega þar til þau
(línan) kæmu til baka. Þarna upp-
lifði ég hvernig er að örmagnast,
vilja bara sofa, þvílík vellíðan sem
helltist yfir mig.
„Þú ert að verða búin að eyði-
leggja Hnjúksgönguna okkar!“
Að sofna var að sjálfsögðu ekki kost-
ur, svo ég varð að gera svo vel að setj-
ast upp.
Nú var komið að samningaviðræð-
um. „Sko, það sem er í boði fyrir þig
Jóna, er að við breytum röðinni, þú
verður fyrir aftan mig, maðurinn þinn
á bak við þig og í sameiningu komum
við þér upp þessa síðustu brekku áður
en við tekur askja Öræfajökuls. Ég geri
ráð fyrir að þú hafir það yfir öskjuna
yfir að Hnjúknum, þar getur þú svo
beðið meðan línan fer upp síðustu
200 metrana.“ Svo horfði hann ögr-
andi á mig og sagði: „Nema þú viljir að
við snúum við hérna?“
Ég horfði til línufélaga minna
og sá vonbrigðin skína úr hverju
andliti, úr augum þeirra mátti
lesa: „Þú ert að verða búin að eyði-
leggja Hnjúksgönguna okkar!“ Ég
stóð upp hafði styrkst við vökvann
og var komin í þokkalegt jafnvægi,
fann hrokann í mér stigmagnast og
sagðist að sjálfsögðu halda áfram.
Þannig var það, ég var fest á bak við
línustjórann og maðurinn minn á
bak við mig og í sameiningu komu
þeir mér upp síðustu löngu brekk-
una fyrir öskjubrúnina með því að
Skúli togaði og maðurinn minn ýtti
á rassinn á mér. Án þess að skamm-
ast mín drakk ég meira og minna
allan vökva línufélaga minna og
saug meira að segja úr slöngu línu-
stjórans Skúla þar til vatnspokinn
hans var tómur. Gangan yfir öskj-
una var frekar auðveld, nokkrir
kílómetrar og lítil hækkun. Þar náði
ég þokkalegum styrk og hraða og
var farin að anda eðlilega. Þegar við
komum undir Hnjúkinn þar sem
margar línur voru saman komnar,
annaðhvort á leiðinni upp eða að
koma niður eftir að hafa toppað,
nú eða í hvíld, var komið að því að
leysa mig úr línunni þannig að fé-
lagar mínir gætu „toppað“.
Lífsmörkin fóru batnandi
Þarna var komin upp sú staða að
maðurinn minn hvatti mig til þess
að klára ferðina og toppa með þeim
enda sá hann að lífsmörk mín fóru
batnandi. Skúli, sem hafði verið í
reglulegu sambandi við hina farar-
stjórana til þess að upplýsa þá um
þau vandamál sem stöðugt herj-
uðu á þessa hægu línu, kom nú
og horfði ögrandi á mig og sagði
hvasst: „Þú getur þetta ekki.“ Bara
þessi sálfræði espaði upp í mér
reiðina svo ég rétti úr mér og sagði:
„Jú, víst,“ og bætti svo við, „ef þið
hjálpið mér,“ og ég leit niður. Línu-
félagarnir fundu þarna til mikillar
ábyrgðar enda höfðum við tengst
innilegum tilfinningaböndum í öll-
um þessum hremmingum og þeir
sögðu: „Auðvitað klárar þú ferðina
eins og við.“ Svo það varð úr, mað-
urinn minn spennti á mig brodd-
ana, allir tilbúnir og allt byrjaði upp
á nýtt. Mæði, aukinn púls, hrika-
legur sársauki í hverju skrefi, ég
argandi og gargandi, biðjandi um
stopp og að fá að bíða. Aumingja
Skúli togaði og togaði og maðurinn
minn ýtti og ýtti þessa 200 metra.
Allt í einu stoppaði Skúli, snéri
sér snöggt að mér og sagði: „Nú
mátt þú Jóna losa þig úr línunni og
bíða, þú þarft ekki að fara lengra.“
Ég horfði undrandi á hann, heyrði
hann svo segja við hópinn að nú
væru bara 10 metrar eftir og þá
værum við komin á toppinn. „Þið
megið losa ykkur úr línunni og
taka myndir og fagna rosalega.“
Ég horfði á hann og strunsaði af
stað. Hann er algjör...! hugsaði ég.
Þarna var ég svo komin um klukk-
an 14.00 á topp Hvannadalshnjúks
og fannst það frekar óraunveru-
legt. Eftir stutt stopp á toppnum,
myndatökur og húrrahróp vorum
við fest aftur í línu og snúið við. Það
er mér mjög minnistætt að þeg-
ar við vorum komin nokkra metra
niður til baka af Hnjúknum var smá
stopp í brekkunni, ég og Skúli línu-
stjóri stóðum næstum hlið við hlið
þó það megi nú ekki, hann horfði
á staðinn þar sem ég stóð á brodd-
unum mínum og sagði: „Þú stend-
ur á sprungu.“ Ég leit niður og við
mér blasti himinblár litur í gegnum
þunnan ís. Ég leit á hann við horfð-
umst í augu og skellihlógum, það
var eins og þungu fargi væri af okk-
ur öllum létt.
Ætlaði aldrei að ganga aftur
Ég var stolt af mér að hafa klár-
að þetta þó ég hafi einnig fund-
ið til skammartilfinningar fyrir að
hafa verið svona mikil óhemja og
dramadrottning.
Næstu daga gekk ég eins og gam-
almenni með hrikalega mikla slit-
gigt. Vegna áreynslunnar og álags-
ins og vegna vökvaskorts þurfti ég
að leita læknis nokkrum dögum
seinna til þess að fá vatnslosandi
lyf. Ég missti allar táneglurnar af
hægri fæti og þrjár af þeirri vinstri,
en ég fékk ekki blöðrur á hælana
því ég hafði plástrað þá svo vel
nóttina góðu. Þrátt fyrir erfiða ferð,
skömmina og líkamlegu vanda-
málin fann ég, eftir því sem dag-
arnir liðu og ég jafnaði mig, hvað ég
var óumræðanlega stolt af mér! Ég
tók þá ákvörðun að fara að ári aft-
ur á Hvannadalshnjúk, manninum
mínum til mikillar gleði, en nú ætl-
aði ég að fara rétt að þessu.
Um leið og heilsan komst í lag
byrjaði að æfa, gekk á Esjuna og
Helgafell í Hafnarfirði þrisvar til
fjórum sinnum í viku allt sumar-
ið. Um veturinn hélt ég mér í formi
með því að stökkva upp á annað
hvort fjallið þegar veður leyfði. Svo
kom að hvítasunnuferð FÍ 2007 á
Hvannadalshnjúk, ég var jafnvel
enn spenntari en síðast og hlakkaði
gríðarlega mikið til og ég vissi að nú
var ég í góðu formi. Gangan gekk
vel, engin vandkvæði, og það gladdi
mig mjög þegar Haraldur Örn, for-
seti FÍ stoppaði í miðjum brekkum
Hnjúksins og óskaði mér til ham-
ingju með að hafa náð að þjálfa mig
upp og koma aftur. n
„Svo
hófust
hræðilegustu
klukkutímar
lífs míns „Vegna áreynslunn-
ar og álagsins og
vegna vökvaskorts þurfti
ég að leita læknis nokkr-
um dögum seinna til þess
að fá vatnslosandi lyf
Var ráðlagt að snúa við Fara
stjórar gerðu sér grein fyrir re
ynsluleysi Jónu og báðu
hana að snúa við. Margoft. E
n Jóna gaf sig ekki.
Óhemja og dramadrottning
„En ég var stolt af mér að hafa
klárað þetta þó ég hafi einnig
fundið til skammartilfinningar
fyrir að hafa verið svona mikil
óhemja og dramadrottning.“Fyrsta fjallgangan var
á Hvannadalshnjúk