Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 74

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 74
74 Lífsstíll 4.–10. apríl 2012 Páskablað Gott kynlíf þrátt fyrir spik og skalla n Kynlífsfræðingur varar fólk við því að vera of meðvitað um líkama sinn M argir telja að gæði og magn kynlífs fari dalandi með aldrinum. Hinn heimsfrægi kynlífsfræðingur dr. Marty Klein er ekki þeirrar skoðunar. Klein hefur þriggja áratuga reynslu í faginu og hefur nú skrifað sína sjöundu bók, Sexual Intelligence - What We Really Want From Sex And How To Get It. Að sögn Klein skiptir það sem við gerum ekki mestu máli þegar kemur að kynlífi heldur það sem við hugs- um. „Flest okkar eru með ungan og hraustan líkama þegar hugmynd- ir okkar um kynlíf þróast. Sá líkami endist hins vegar stutt. Ef við viljum njóta kynlífs áfram – þrátt fyrir húðs- lit, aukakíló, skalla og hrukkur – verðum við að þróa kynverundina, væntingar okkar og það sem okkur finnst kynþokkafullt,“ segir Klein sem heldur því fram að ef okkur tekst að hrekja þær mýtur að kynlíf sé fyrir þá ungu þá getum við lifað fullnægj- andi kynlífi, líkt og við værum nýgift, fram eftir öllum aldri. „Líkami þinn er ekki eins og hann var en hann er sá eini sem þú átt,“ segir Klein sem segir ómögulegt að ætla að kynda upp í ástríðunum ef við erum sífellt að gagnrýna eigin þokka. „Fátt skemmir stemninguna eins og það að vera of meðvitaður um sig í rúminu. Sama hversu óánægð/ ur þú ert með líkamann máttu ekki láta óánægjuna trufla ástarleikinn.“ Annað mikilvægt atriði sé að gefa sér tíma fyrir kynlíf. „Við setjum öll ákveðnar kröfur þegar kemur að ást- arleikjum. Við viljum hafa næði, góð- an tíma og enga truflun né óuppgerð rifrildi – listinn gæti verið endalaus. Sumt er óumsemjanlegt en annað ekki. Flest okkar erum afar upptekin í hinu daglega lífi en viljum samt njóta kynlífs. Oftast þurfum við að sætta okkur við ófullkomnar aðstæð- ur – við getum ekki alltaf verið í París um vor,“ segir Klein sem leggur til að við segjum já við kynlífi eins oft og við getum. „Löðumst að já-inu nema þegar óumsemjanlegum skilyrðum er ekki mætt,“ segir Klein sem legg- ur einnig til að hjón setji kynlíf inn í stundaskrána sína. Hægt er að lesa meira um fræði dr. Marty Klein á vefsíðunni martyklein. com. Kynlíf á dagskrá Dr. Klein segir að þar sem flestir séu afar uppteknir þurfi hjón að setja kynlíf inn í dagskrána sína. H in handlagna Bergrún Íris Sævarsdóttir, önnur um- sjónarkona þáttarins Inn- lits/Útlits á Skjá Einum seg- ist engin skreytiskjóða og skreytir ekki heimilið hátt og lágt fyrir páska. Henni finnst skemmti- legast að sýsla með tveggja ára syni sínum. „Mér finnst skemmtilegast að nota skrautið sem sonur minn kemur með heim úr leikskólanum. Eða þá að sýsla með honum því mér finnst hátíðir eins og jól og páskar snúast um börnin.“ Bergrún málaði kanínur og fugla með syni sínum með vatnslitum og hengdi upp á þráð. „Mér finnst þetta fínlegt og fallegt skraut. Ég hengdi fuglana á grein.“ Litrík egg Í fjölskyldu Bergrúnar er óþol fyrir sælgæti og öðru slíku jukki og því ákvað hún að útbúa nokkur páskaegg sem eru með óvenjulegu sniði. „Þau eru skærlit og í óvenjulegum formum,“ segir Bergrún og skellir upp úr. „Inni í eggjunum eru hnetur og rúsínur og að sjálfsögðu málsháttur. Allir verða að fá málshátt þótt þeir fái ekki sælgæti. Þau lífga upp á umhverfið og vekja eftirtekt. Því er ekki að neita.“ Hún skreytir líka með pappaeggjum og þá í hefðbundinni lögun. „Ég klippti eggin út úr scrap- pappír og hengi á þráð. Svo lími ég þráðinn á vegg eða hengi upp, allt eftir smekk. Mér finnst þessi form auðvitað ómissandi um páska þótt ég hafi farið aðra leið hvað varðar hin gómsætu hnetu-egg.“ Bergrún er teiknari og myndlistarkona og segist vera áhugamanneskja um fallega hönnun. Hún byrjaði feril sinn sem innanhússhönnuður með því að blogga. „Netið gefur mér innblástur á hverjum degi og ég sjálf byrjaði á því að miðla mínum hugmyndum á netinu. Ég er nú með síðuna bergruniris.com þar sem ég blogga og birti nýleg verk eftir mig.“ Bergrún deilir nokkrum góðum síðum með lesendum sem hún segir óþrjótandi uppsprettur góðra hugmynda. Er engin skreyti- skjóða n Bergrún Íris gefur lesendum DV góðar hugmyndir fyrir heimilið Innblástur af netinu: 4 góðar vefsíður fyrir hugmyndasnauða pinterest.com Geggjuð síða til að fá sýnishorn af fullt af hönnunarsíðum. apartmenttherapy.com Frábær síða sem ég fer alltaf aftur og aftur á. Með mikið af leiðbeiningum. designsponge.com Virkilega fersk síða þar sem straumar og stefnur sjást vel. systraseidur.blogspot.com Íslensk síða í algjöru uppáhaldi. Stelpurnar sem eru með þessa síðu eru mjög virkar í að finna hugmyndir héðan og þaðan á netinu. Með gott auga Bergrún Íris Sævars- dóttir er annar um- sjónarmanna Innlits/ útlits á Skjá Einum og hefur gott auga fyrir fal- legum smáatriðum. Fagrir fuglar Bergrún hengdi vatnslitaða fugla á grein. Öðruvísi páskaegg Skærir litir og sterk form höfða til Bergrúnar Írisar. Þessi form eru reyndar páskaegg og inni í þeim eru hnetur og rúsínur. Egg á vegg Egg á vegg eru skemmtileg skreyting sem lífga upp á heimilið með litlum tilkostnaði. Frumlegt páskaskraut Bergrún Íris mælti með vefsíðunni Apartment Therapy til innblásturs. Þar er að finna frumlegar hugmyndir að skemmtilegu páskaskrauti sem er bæði nútímalegt og óvenjulegt. Lömb Þessi ljósmynd eftir Elizabeth Soule minnir fallega á páska. Stílhreint og skemmtilegt. Kartonblóm Grá kartonblóm úr eggjabökkum. Falleg hvort sem þau eru hengd upp eða notuð með ljósum. Viðaregg Falleg og einföld skreyting. Þau eru ætluð til föndurgerðar en má vel nota sem skraut. Skemmtilegt úr pappír Það má hengja upp málshætti eða klippa til greinar með þessum skemmtilega hætti eins og hér sést. Eggjaskurn Þessir kertastjakar eru eins og eggjaskurn. Það má vel nota venjulega eggjaskurn og setja inn í þau lítil kerti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.