Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 86
86 Afþreying 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Kutcher leikur Jobs
n Stefnt að mynd á undan Sony
Í
maí hefjast tökur á sjálf-
stæðri mynd sem gerð
er fyrir lítinn pening um
fyrrverandi forstjóra og
hugmyndasmið Apple,
Steve Jobs. Það verður
Ashton Kutcher sem leikur
Jobs en hann er ótrúlega lík-
ur ungum Steve Jobs. Ráðist
verður í tökur þegar Kutcher
er kominn í frí frá þáttunum
Two and a Half Men.
Það er hinn lítt þekkti
handritshöfundur og leik-
stjóri Joshua Michael Stern
sem gerir myndina og verður
mikið kappsmál hjá honum
að koma myndinni út áður
en kvikmyndaver Sony gefur
út sína mynd.
Síðasta haust keypti Sony
kvikmyndaréttinn af ævi-
sögu Steve Jobs sem kom út
aðeins fáeinum vikum eft-
ir andlát hans, þann fimmta
október í fyrra. Myndin mun
eðli málsins samkvæmt
fylgja sögu Steve Jobs frá
róttækum hippa fram undir
ævilokin þegar hann stýrði
arðbærasta fyrirtæki Banda-
ríkjanna.
Sjónvarpsdagskrá Miðvikudagur 4. apríl
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Sægreifi vætir buxur í fýlukasti
Ferðasaga af Grænlandi
Nú er ég staddur á Grænlandi, að
kenna börnum þar skák. Látum ferða-
söguna tala sínu máli kæru lesendur.
Stórkostlegur dagur á Grænlandi
er að kveldi kominn: Ittoqqortoormiit
iðar af skáklífi og í dag heimsóttum
við grunnskólann og fórum yfir undir-
stöðuatriðin í 6. til 10. bekk. Í fyrra-
málið er röðin komin að yngri bekkjun-
um, og góðu fréttirnar eru þær að hér
um bil hvert einasta barn í þorpinu kann
mannganginn.
Síðdegis var svo efnt til fjölteflis þar
sem ég og Hrafn Jökulsson tefldum við
samtals 99 börn! Það þýðir að næstum
öll börn í afskekktasta þorpi norðurslóða
tóku þátt í fjölteflinu.
Gleðin var allsráðandi, og húrrahróp-
in voru eins og á heimsmeistaramóti
þegar einhverjum tókst að ná jafntefli
eða vinningi gegn íslensku gestunum. Hrafn gerði jafntefli við Ib, Daniel
og Seth en mátti lúta í gras gegn Sikkersoq. Ég var hins vegar fórnar-
lamb glæsilegrar mátfléttu hins 13 ára Jeremiasar Madsen.
Í kvöld vorum við leiðangursmenn boðnir í mat til Napatoq-fjöl-
skyldunnar, og þar var ljúffengt grænlenskt sauðnaut á borðum. Paulus
Napatoq, sem varð tvítugur á dögunum, er íslenskum skákáhugamönn-
um að góðu kunnur.
Hann er blindur, en lærði að tefla í fyrstu heimsókn Hróks-
manna til Ittoqqortoormiit fyrir fimm árum og tók þátt í Skákhátíð á
Ströndum árið 2008. Faðir hans, Jaerus Napatoq, er einn af frægustu
veiðimönnum Austur-Grænlands, og Nikoline kona hans matreiddi ljúf-
fengan sauðnautsrétt fyrir okkur.
Grænlendingar eru miklir höfðingjar heim að sækja og okkur er hvar-
vetna tekið af mikilli hlýju og vinarhug. Og náttúran sjálf er í hátíðar-
skapi: Veðrið er milt, stillt og kyrrt, og sólin er einráð á bláum himni. Svo
eru það hundarnir, hér eru sleðahundar í litlum kofum við hvert hús og
ekki einn einasta bíl að sjá.
Himnaríki á jörðu?
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
08.00 Morgunstundin okkar
08.01 Friðþjófur forvitni (3:10)
08.24 Húrra fyrir Kela (31:38)
08.47 Með afa í vasanum (7:14)
08.59 Herramenn (3:9)
09.10 Einmitt þannig sögur (3:9)
09.23 Múmínálfarnir (81:87)
09.47 Latibær (112:118)
10.11 Hrúturinn Hreinn (13:19)
10.18 Skólafjör (Campus Confidenti-
al)Skólastelpa hefur útgáfu á
blaði til að fletta ofan leyndar-
málum vinsælu krakkanna í
skólanum. Leikstjóri er Melanie
Mayron og meðal leikenda eru
Christy Carlson Romano, Keri
Lynn Pratt og Katey Sagal.
Bandarísk sjónvarpsmynd frá
2005. e.
11.40 Hvaleyjar (5:12)
(Hvaler)e.
12.35 Hvaleyjar (6:12)
(Hvaler)e.
13.30 Hjálpið mér að elska barnið
mitt (2:2)(Help Me Love My
Baby)Heimildamynd í tveimur
hlutum um fæðingarþunglyndi.
14.15 Doktor Ása (1:8)(Dr. Åsa II)e.
14.45 Hvunndagshetjur (1:6)
(We Can Be Heroes)Áströlsk
gamanþáttaröð um leitina að
manni ársins. Aðalhlutverk leika
Jennifer Byrne, Chris Lilley og
Mick Graham. e.
15.55 Djöflaeyjan e.
16.40 Leiðarljós (Guiding Light)
17.25 Í mat hjá mömmu (3:6)
(Friday Night Dinner)Bresk
gamanþáttaröð um tvo bræður
sem fara alltaf í mat til foreldra
sinna á föstudagskvöldum.
Meðal leikenda eru Tamsin
Greig, Simon Bird og Paul Ritter.
e.
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.01 Finnbogi og Felix (55:59)
(Phineas and Ferb)
18.23 Sígildar teiknimyndir (26:42)
(Classic Cartoon)
18.30 Gló magnaða (49:52)
(Kim Possible)
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Kastljós
19.55 Útsvar(Ísafjarðarbær -
Garðabær)Spurningakeppni
sveitarfélaga. Ísafjarðarbær og
Garðabær mætast í átta liða
úrslitum. Umsjónarmenn eru
Sigmar Guðmundsson og Þóra
Arnórsdóttir.
21.00 Bræður og systur (100:109)
(Brothers and Sisters)
21.40 Meistaradeild í hestaíþrótt-
um
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Tommy Emmanuel
Ástralski gítarleikarinn Tommy
Emmanuel á tónleikum í Há-
skólabíói í janúar. Hann leikur
fjölbreytta tónlist og stundum
er eins og fleiri en einn maður
handleiki hljóðfærið. Stjórn
upptöku: Björn Emilsson.
Textað á síðu 888 í Textavarpi.
23.35 Góðan dag, Víetnam
(Good Morning, Vietnam)Hress
og fyndinn útvarpsmaður
kemur til starfa á stöð Banda-
ríkjahers í Víetnam og hristir upp
í hlutunum. Leikstjóri er Barry
Levinson og meðal leikenda
eru Robin Williams og Forrest
Whittaker. Bandarísk bíómynd
frá 1987. e.
01.35 Lokaspretturinn
(The Longest Yard)Fangar
stofna ruðningslið til að keppa
við fangaverðina. Leikstjóri
er Peter Segal og meðal
leikenda eru Adam Sandler,
Burt Reynolds og Chris Rock.
Bandarísk sjónvarpsmynd frá
2005. e.
03.25 Dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:15 Oprah
08:55 Í fínu formi
09:10 Bold and the Beautiful
09:30 Doctors (125:175)
10:15 60 mínútur (60 Minutes)
11:00 The Big Bang Theory (21:23)
11:25 How I Met Your Mother
(23:24)
11:50 Pretty Little Liars (14:22)
12:35 Nágrannar
13:00 Mike & Molly (1:24)
13:25 Til Death (5:18)
13:50 Ghost Whisperer (12:22)
14:35 The Deep End (5:6)
15:20 Barnatími Stöðvar 2
17:05 Bold and the Beautiful
17:30 Nágrannar
17:55 The Simpsons
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:11 Veður
19:20 Malcolm In the Middle (9:22)
19:45 Better With You (5:22)
20:10 New Girl (8:24)
20:35 Hannað fyrir Ísland (3:7)
21:20 Mildred Pierce (5:5)
22:40 A Walk In the Clouds 6,3
(Skýjum ofar)Rómantísk
ævintýramynd. Ungur hermaður
snýr aftur til átthaganna eftir
að hafa þjónað í síðari heims-
styrjöldinni. Fyrir tilviljun hittir
hann fagra dóttur vínekrueig-
anda sem er í mikilli úlfakreppu
og ákveður að hjálpa henni. Hún
er þunguð og þorir ekki að mæta
föður sínum ein og óstudd. Ungi
maðurinn ákveður því að fylgja
henni heim á búgarðinn og
þykjast vera eiginmaður hennar.
00:20 Mið-Ísland (2:8)
00:50 Alcatraz (8:13)
01:35 NCIS: Los Angeles (15:24)
Önnur þáttaröðin um starfs-
menn sérstakrar deildar innan
bandaríska hersins sem hafa
það sérsvið að rannsaka glæpi
sem tengjast sjóhernum eða
strangæslunni á einn eða annan
hátt. Með aðalhlutverk fara
meðal annars Chris O’Donnell
og LL Cool J.
02:20 Rescue Me (7:22)(Slökkvistöð
62)Fimmta þáttaröðin um
slökkvuliðsmanninn Tommy
Gavin og dramatíska en þó
oft á tíðum spaugilega glímu
hans við lífið eftir skilnað sem
og hryðjuverkaárásirnar þann
11. september 2001. Í þessari
fimmtu þáttaröð verður
sjónunum einmitt talsvert
að aðdraganda árásanna og
afleiðingar þeirra fyrir aðal-
sögupersónurnar. Michael J.
Fox mætir til leiks í hlutverki
unnusta fyrrum eiginkonunnar.
03:05 One Night with the King
(Nótt með konungnum)
Stórbrotin mynd sem gerist í
ævintýralegum heimi fullum af
rómantík og ráðabruggi. Myndin
fjallar um unga og fátæka
stúlku sem fer gegn öllu sem
henni er kennt og sækist eftir
ást prinsins. Síðar verður hún
drottning Persíu og berst gegn
harðstjórum sem vilja brjóta
þjóð hennar niður.
05:05 New Girl (8:24)
05:30 Fréttir og Ísland í dag Fréttir
og Ísland í dag endursýnt frá því
fyrr í kvöld.
06:00 Pepsi MAX tónlist
07:35 Matarklúbburinn (8:8) (e)
08:00 Dr. Phil (e)
08:45 Dynasty (14:22) (e)
09:30 Pepsi MAX tónlist
12:00 Jonathan Ross (19:19) (e)
Kjaftfori séntilmaðurinn
Jonathan Ross er ókrýndur
konungur spjallþáttanna í Bret-
landi. Jonathan er langt í frá
óumdeildur en í hverri viku fær
hann til sín góða gesti.
12:50 Matarklúbburinn (8:8) (e)
13:15 Pepsi MAX tónlist
15:35 7th Heaven (22:22)
16:20 Hæfileikakeppni Íslands (1:6)
(e)Leitin að hæfileikaríkasta
Íslendingnum er hafin. Mynd-
bönd hafa verið send til mbl.
is, dómnefndin hefur sigtað
út þau bestu og því ekkert að
vanbúnaði að hefja sjónvarps-
thluta þessa magnaða þáttar.
Dómnefndina skipa Anna Svava
Knútsdóttir, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir og Þorvaldur
Davíð Kristjánsson. Þátturinn er
í umsjá fjöllistamannsins Sóla
Hólm.
17:15 Dr. Phil
18:00 Solsidan (8:10) (e)Nýr sænskur
gamanþáttur sem slegið hefur
í gegn á Norðurlöndunum. Hér
segir frá tannlækninum Alex og
kærustu hans Önnu og kynnum
þeirra af undarlegum fígúrum
hverfisins sem þau eru nýflutt
í. Fredde verður afbrýðiseminni
að bráð þegar Mickan vingast
við ítalskan mann í fæðingaror-
lofi og hyggur á hefndir.
18:25 Innlit/útlit (8:8) (e)
18:55 America’s Funniest Home
Videos (4:48) (e)
19:20 Everybody Loves Raymond
(24:24)
19:45 Will & Grace (8:24) (e)
20:10 Britain’s Next Top Model
(4:14)
20:55 The Firm (6:22)Þættir sem
byggðir eru á samnefndri
kvikmynd frá árinu 1993
eftir skáldsögu Johns Grisham.
Lögfræðingurinn Mitch sann-
færir dómara um að sleppa
skjólstæðingi sínum með lægri
refsingu en kemst svo að því að
dómarinn hafði duldar ástæður
sem eiga eftir að drag dilk á eftir
sér.
21:45 Law & Order UK (5:13)Bresk
þáttaröð sem fjallar um
störf rannsóknarlögreglu og
saksóknara í Lundúnum. Spilltur
fangavörður er myrtur og listi
þeirra sem hefðu viljað vinna
honum mein lengist og lengist.
22:30 Jimmy Kimmel
23:15 Prime Suspect (11:13) (e)
00:05 The Walking Dead (9:13) (e)
00:55 The Firm (6:22) (e) Þættir
sem byggðir eru á samnefndri
kvikmynd frá árinu 1993
eftir skáldsögu Johns Grisham.
Lögfræðingurinn Mitch sann-
færir dómara um að sleppa
skjólstæðingi sínum með lægri
refsingu en kemst svo að því að
dómarinn hafði duldar ástæður
sem eiga eftir að drag dilk á eftir
sér.
01:45 Everybody Loves Raymond
(24:24) (e).
02:10 Pepsi MAX tónlist
07:00 Þorsteinn J. og gestir -
meistaramörk
15:50 Meistaradeild Evrópu
17:35 Þorsteinn J. og gestir -
meistaramörk
18:00 Þorsteinn J. og gestir - upp-
hitun
18:30 Meistaradeild Evrópu
20:45 Þorsteinn J. og gestir -
meistaramörk
21:10 Meistaradeild Evrópu
23:00 The Masters
01:00 Meistaradeild Evrópu
02:50 Þorsteinn J. og gestir -
meistaramörk
19:00 The Doctors (84:175)
19:40 American Dad (13:18)
20:05 The Cleveland Show (5:21)
20:30 Mið-Ísland (2:8)
21:00 Fréttir Stöðvar 2
21:25 Ísland í dag
21:50 Modern Family (18:24)
22:15 Two and a Half Men (6:24)
22:45 White Collar (5:16)
23:30 Exile
01:00 The Daily Show: Global
Edition
01:35 Malcolm In the Middle (9:22)
02:00 Better With You (5:22)
02:25 American Dad (13:18)
02:50 The Cleveland Show (5:21)
03:15 The Doctors (84:175)
03:55 Fréttir Stöðvar 2
04:45 Tónlistarmyndbönd frá
Nova TV
Stöð 2 Extra
06:00 ESPN America
07:10 Shell Houston Open 2012
(3:4)
11:20 Golfing World
12:10 Golfing World
13:00 Shell Houston Open 2012
(3:4)
18:00 Golfing World
18:50 Inside the PGA Tour (13:45)
19:20 LPGA Highlights (6:20)
20:40 Champions Tour - Highlights
(5:25)
21:35 Inside the PGA Tour (14:45)
22:00 Golfing World
22:50 PGA Tour - Highlights (13:45)
23:45 ESPN America
SkjárGolf
20:00 Björn Bjarnason RÚV í fram-
boðsstellingum?
20:30 Tölvur tækni og vísindi Nýtt
fersk og spennandi og á manna-
máli.
21:00 Fiskikóngurinn Fiskikóngurinn
og Viðar Freyr í Danaveldi
21:30 Bubbi og Lobbi Höftin eins og
dóp segir Már,félagarnir ekki par
hrifnir
ÍNN
08:00 Wedding Daze
10:00 School of Life
12:00 Happily N’Ever After
14:00 Wedding Daze
16:00 School of Life
18:00 Happily N’Ever After
20:00 The International
22:00 X-Men Origins: Wolverine
00:00 Delta Farce
02:00 Prête-moi ta main (Kona til
leigu)
04:00 X-Men Origins: Wolverine
06:00 Slumdog Millionaire
Stöð 2 Bíó
14:40 Tottenham - Swansea
16:30 Everton - WBA
18:20 Wolves - Bolton
20:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin
21:05 Sunnudagsmessan
22:25 Ensku mörkin - neðri deildir
22:55 Man. City - Sunderland
Stöð 2 Sport 2
Líkur Steve Jobs Þetta er risaverkefni fyrir Kutcher.
Jobsbók í leikritsformi og
íslenskum búningi Helga
Hálfdanarsonar verður
páskaleikritið í ár á vegum
Útvarpsleikhússins.
Þetta fræga verk er hér flutt
i íslenskum búningi Helga
Hálfdanarsonar og var það
eitt síðasta stórvirki hans
sem þýðanda. Tónlist semur
og flytur Áskell Másson,
Sveinn Einarsson leikstýrir
og er sögumaður, Arnar Jóns-
son leikur öll hlutverkin, en
leikgerðin er í raun sameigin-
legt verk þeirra þriggja.
Jobsbók er ein frægasta frá-
saga Biblíunnar. Þar segir frá
því þegar Satan fékk Guð til
að leggja á einn sinn dygg-
asta þjón, Job, og fjölskyldu
hans, alls kyns hörmungar
og óáran til þess að reyna á
trúfesti hans. Þessi saga hefur
orðið mörgum að yrkisefni
en er hér flutt í upphaflegri
framsetningu Biblíunnar
sjálfrar.
Jobsbók er með þekktustu
bókum Biblíunnar og hefur
orðið mörgum umhugsunar-
og rannsóknarefni, jafnt guð-
fræðingum, heimspekingum,
bókamenntafræðingum sem
öllum almenningi enda er
þar fjallað um innstu rök trú-
ar og atferlis.
Jobsbók
Jobsbók á Páskadag Arnar
Jónsson fer með hlutverk Jobs.