Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 94

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 94
Þ etta verður líklega síð­ asta Sálarballið í Sjall­ anum,“ segir Stefán Hilmarsson söngv­ ari en sveitin spilar í Sjall­ anum á Akureyri á föstudag­ inn langa. „Það lítur út fyrir að Sjallinn sé að renna skeið sitt á enda en ég hef heyrt að kauptilboð hafi verið sam­ þykkt. Tilvonandi kaupend­ ur hyggjast breyta húsinu í hótel og mér skilst að fram­ tíð þess sé aðeins undir bæj­ aryfirvöldum komin,“ seg­ ir Stefán sem telur mikinn missi að Sjallanum. „Svo virðist sem stærri samkomuhús eins og Sjall­ inn og Nasa séu að týna töl­ unni. Þetta er athyglisverð þróun og kannski fyrir ein­ hvern fræðing til að skoða. Að mínu mati er sérstaklega slæmt að missa Nasa því það mun vanta samkomuhús af þeirri stærð í miðbæinn, til dæmis fyrir hátíðir eins og Iceland Airwaves. Vissulega er Harpa til staðar en það eru allt öðruvísi samkomur sem hæfa því húsnæði.“ Stefán segir Sálina hafa spilað lengi og oft Sjallan­ um og að böllin hafi jafnan verið vel sótt. „Við höfum spilað þarna annað slagið frá stofnun sveitarinnar 1988 og oftast hafa þetta verið fjör­ ugar samkomur. Norður­ ferðum okkar hefur þó fækk­ að nokkuð hin seinni ár, enda bandið ekki eins aktíft og áður var. Ég hygg reynd­ ar að ballstemmingin eins og hún þekktist sé á undan­ haldi. Fólk virðist dreifa sér meira en áður, enda sífellt verið að opna smærri staði og bari, það á við nyrðra eins og hér syðra. Kannski er tími samkomuhússins hrein­ lega liðinn. En við lofum allavega miklu fjöri í Sjallan­ um á föstudaginn og mun­ um flytja öll okkar þekktustu lög,“ segir Stefán sem mun syngja á fleiri stöðum á Akur­ eyri um páskana. „Við Eyjólfur Kristjáns­ son höldum tónleika á Hótel KEA á fimmtudags­ og laug­ ardagskvöldið, þar sem sér­ stakur gestur verður Jón Ólafsson. Auk þess tek ég þátt í heiðurstónleikum um Ingimar Eydal í Hofi á föstu­ deginum áður en ég fer í Sjallann, sem á ágætlega við, því fáir hafa troðið oftar upp í Sjallanum en Ingimar gerði. Síðan heldur Sálin til Selfoss á sunnudaginn, þannig að það má segja að við förum bæði norður og niður þessa páska,“ segir Stefán og að­ spurður segir hann páskana ekki beint frí fyrir tónlistar­ fólk. „Allavega ekki í sama skilningi og flestir leggja í orðið frí. Yfirleitt er maður á ferðinni á þessum tíma. Ég man varla eftir öðru.“ indiana@dv.is 94 Fólk 4.–10. apríl 2012 Páskablað Fróður um boltann Bryddað var upp á þeirri nýjung í íþróttaútvarpsþættinum Boltan­ um á X­inu síðastliðinn þriðjudag að blaðamenn Séð og heyrt ræddu þar um sportið. Ritstjóri og blaða­ maður tímaritsins fengu með sér fjölmiðlamanninn Sölva Tryggva­ son til að ræða um það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Þótti Sölvi koma skemmtilega á óvart þegar hann var að ræða um bolt­ ann og fór yfir Meistaradeildina í fótbolta eins og sérfræðingur. Þá viðurkenndi hann einnig í léttum tón að hann þoldi ekki Alexand­ er Petersson því hann væri svo myndarlegur. Flytja í júní Ofurparið Tobba Marinós, mark­ aðsstjóri Skjásins og rithöfundur, og borgarfulltrúinn Karl Sigurðs­ son flytja inn í nýja íbúð sem þau hafa fest kaup á 1. júní. Þetta kemur fram á vefsíðunni eirikur­ jonsson.is en þar segir Tobba: „Við flytjum 1. júní og byrjum þá á því að brjóta niður veggi í íbúðinni – og í sambandinu um leið.“ Íbúðin sem parið keypti er á Ránargötu. Gaf tvær treyjur Landsliðsmarkvörðurinn í hand­ bolta, Björgvin Páll Gústavsson, var staddur hér á landi í byrjun vikunnar ásamt strákunum okkar sem voru að undirbúa sig fyrir átökin í undankeppni Ólympíu­ leikanna. Eins og fyrir heims­ meistaramótið gaf Björgvin árit­ aðar landsliðstreyjur af sér á Facebook en hann bað um að fólk sendi sér línu eða skrifaði á vegg­ inn sinn tillögur um hver ætti að fá treyjurnar og af hverju. „Takk innilega fyrir viðtökurnar á treyj­ unni sem ég ætla að gefa. Frábært að sjá áhugann fyrir henni. Er bú­ inn að velja tvo einstaklinga sem ég ætla að gefa treyju og eru það einstaklingar sem eiga treyjurnar virkilega skilið og tel ég að þær komi til með að gleðja þá ein­ staklinga mikið,“ sagði Björgvin á Facebook eftir að hann hafði valið þá tvo heppnu. F aðir minn leyfði mér stund­ um að leika mér með eðal­ steinana sína,“ rifjar for­ setafrúin Dorrit Moussaieff upp úr æsku sinni í stóru við­ tali í glæsilegu riti Verslunarskólans. Dorrit talar þar opinskátt um æsku sína, kynni sín af Ólafi Ragnari og hversu náin hún er orðin Íslandi eftir þrettán ára dvöl hér á landi. Dorrit, sem er 62 ára, er fædd í Jerúsalem þar sem faðir hennar seldi eðalsteina. „Hann sagði mér að steinarnir væru metnir eftir því hversu hreinir þeir væru. Önnur minning er að pabbi tók mig oft á háhest og ég hélt fyrir augun á hon­ um án þess að átta mig á því að hann gæti misst jafnvægið og dottið,“ segir Dorrit frá í viðtalinu. Forsetafrúin viðurkennir að hún hafi enga formlega menntun og vildi kennari hennar í barnaskóla losna við hana úr skólanum. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans vær heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki sjálf með heldur trufl­ aði hún líka hina nemendurna,“ segir Dorrit. Ástæðan var þó ekki sú að Dorrit væri einhver slugsi eða vandræða­ gemsi. Í ljós kom síðar að hún átti við alvarlega námsörðugleika að stríða. „Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði ung að vinna í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun,“ segir forsetafrúin. Aðspurð hvað hún hafi vitað um Ís­ land áður en hún kom hingað í fyrsta sinn segir Dorrit: „Ég hafði heyrt um landið vegna þess að góður vinur minn hafði komið hingað á hverju ári til þess að veiða. Kynni mín af landinu voru þó mjög takmörkuð.“ Hún hitti síðan verðandi eigin­ mann sinn, forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrst í mars 1999. „Ég kom hingað fyrst í júlí það ár. Í rauninni var það mjög skondin saga. Ég var í New York á úrslitaleik á tennis­ móti með vinum mínum. Þau spurðu mig hvort ég vildi borða með þeim um kvöldið. Ég sagðist ekki vera viss því ég væri að hugsa um að skella mér til Ís­ lands, forseti landsins hefði boðið mér út að borða. Ég var bæði einhleyp og vön að ferðast svo það vafðist ekki fyrir mér. Vinir mínir hvöttu mig til að fara, ég lét slag standa og sé sannarlega ekki eftir því,“ segir Dorrit sem segist ekki hafa verið með neinar væntingar til landsins fyrst. „Í rauninni ekki. Ég vissi ekki hvað ég hafði komið sjálfri mér út í. Ég hef raunar mjög takmarkaðar væntingar um framtíðina. Frekar bíð ég eftir að hlutirnir gerist. Ég reyni að lifa algjör­ lega í augnablikinu,“ segir hún. En eftir þrettán ár vill Dorrit hvergi annars staðar vera en á Íslandi. „Eftir að ég náði fullorðinsaldri hef ég búið lengur á Íslandi en á nokkrum öðr­ um stað, í þrettán ár. Hjarta mitt og sál eru á Íslandi og hvergi annars staðar. Þó að hugurinn hvarfli stundum ann­ að, vinna mín sé á Englandi og pabbi minn í Ísrael, þá er Ísland heimili mitt. Og hér vil ég ala manninn,“ segir Dorrit Moussaieff í viðtali við blað Verslunar­ skólans. tomas@dv.is n Forsetafrúin Dorrit Moussaieff segir hjarta sitt og sál vera á Íslandi Síðasta Sálarball Sjallans n Stefán Hilmarsson segir Sálina fara norður og niður um páskana Vinsæl meðal fólksins Dorrit hjálpar konu með vörur í fjölskylduhjálpinni. Elskar Ísland Dorrit vill ala manninn hér á landi. Mun sakna Sjallans Stebba Hilmars sýnist tími stærri samkomuhúsa að líða en hann segir líta út fyrir að Sjallanum verði breytt í hótel. „Ísland er heimili mitt“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.