Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 14
14 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað „Hann er ekki vonlaust tilfelli“ É g er stanslaust búin að vera að pressa og biðja um einhver úr- ræði fyrir hann en svörin sem ég fær eru bara: „Því miður, það eru engin úrræði til“. Þetta er barn með margar greiningar og hann er bara að flækjast,“ segir móð- ir 16 ára drengs sem hefur verið greindur með ofvirkni og athyglis- brest, mótþróaþrjóskuröskun, mál- skilningsröskun, hegðunarröskun og er tveimur árum á eftir í þroska. Móðirin kemur alls staðar að lokuð- um dyrum í kerfinu og drengurinn fær ekki þá aðstoð sem hann þarf til að geta fótað sig í lífinu. Vísað til Barnaverndar 14 ára Raskanirnar sem drengurinn hefur verið greindur með, gera það meðal annars að verkum að hann skilur ekki allt sem við hann er sagt, hann er ekki almennilega læs og lendir oft upp á kant við fullorðna. „En hann felur þetta bara allt bakvið töffaraskap. Hann er rosa töffari eins og margir þessara stráka sem verða undir þess- um stóru sem fara að stjórna þeim,“ segir móðir hans sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að sonur hennar loki alveg á hana. Hún gagnrýnir Barnavernd harð- lega fyrir úrræðaleysi gagnvart börn- um og unglingum sem eru að kljást við svipuð vandamál og sonur hennar. „Þetta gengur þannig fyrir sig að þegar barnið er með visst margar greiningar sem fara í gegnum BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) þá vísa þeir í raun barninu áfram á Barna- vernd,“ útskýrir hún. Sonur hennar fór síðast í greiningu 14 ára gamall og í kjölfarið var málum hans vísað áfram til Barnaverndar. Að mati konunnar hefur Barnavernd ekki staðið sig sem skyldi. Sonur konunnar á aðallega við hegðunarvandamál að stríða. Hann hefur einnig verið í einhverri neyslu en ekki að neinu ráði, að hennar sögn. Hún gerir sér þó grein fyrir að hann er í áhættuhópi og veit til þess að hann gistir gjarnan heima hjá vini sínum sem tengist mjög vafasömum félagsskap. Konan vill eðlilega reyna allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að sonur hennar leiðist út í heim fíkniefna og glæpa. Kemur stundum ekki heim í viku Hún hefur nánast þurft að berjast fyrir öllum þeim úrræðum sem syni henn- ar hafa boðist í gegnum tíðina og Barnavernd hefur ekki létt henni róð- urinn, nema síður sé. Með þrautseigju og elju hefur henni þó tvisvar tekist að koma honum inn á meðferðarheimil- ið Stuðla, sex vikur í senn. „Ég þurfti endalaust að biðja um að hann kæmist á Stuðla. Þau þurfa að vera búin að ganga ákveðið langt til að fá einhver úrræði, það er aldrei litið á þetta sem forvörn. Það er nátt- úrulega fáránlegt. Þetta ætti frekar að vera forvörn til að aðstoða barnið áður en það leiðist út einhver vand- ræði,“ segir konan sem er eðlilega orðin langþreytt á stöðunni. „Það er enginn í kerfinu sem ber ábyrgð á honum. Hann bara flækist og skilar sér stundum ekki heim í viku og sefur stundum ekki í marga sólarhringa.“ Á meðan drengurinn er eftirlitslaus tekur hann heldur ekki lyfin sín, þrátt fyrir að honum líði verr án þeirra. Viðurkenndi vandann á Stuðlum Konan ber starfsfólki Stuðla mjög vel söguna og segir að sonur hennar hafi náð góðum árangri þar. Hún segir hins vegar eftirfylgnina vanta og það hafi orðið til þess að hann hafi fljótlega far- ið aftur í sama farið. „Fyrst þegar hann kom á Stuðla var hann rosalega erfiður og starfsfólk- ið réð ekkert við hann. Honum lendir saman við alla fullorðna og af því hann er með þessa mótþróaþrjóskuröskun þá fer hann í svo mikla vörn. Það tók drjúgan tíma fyrir þau að komast að honum en það hafðist. Þau fengu hann til að átta sig á því að hann glímdi við vandamál. Ég hefði náttúrulega viljað hafa hann mun lengur á Stuðlum en það var ekki í boði.“ Konunni finnst vanta að börn og unglingar komist inn í einhvers konar verndað umhverfi eftir að þau koma út af Stuðlum. Að þeim sem sé boðið upp á raunhæfar lausnir þar sem unnið sé betur úr þeirra málum. Vantar meira aðhald Eftir að sonur hennar kom út af Stuðl- um komst hann í Fjölsmiðjuna, sem er vinnustaður fyrir ungt fólk sem geng- ur illa að fóta sig í lífinu. Hann entist þó ekki lengi þar. Hún segir Fjölsmiðj- una ágætis úrræði út af fyrir sig, en hún henti syni hennar ekki. Ekki sé um að ræða meðferðarstofnun skipaða fag- aðilum sem veiti honum það aðhald sem hann þarfnast. „Hann fær bara leið á þessu, það er ekkert verið að vinna með hann.“ Þá bauðst drengnum jafnframt að fara í sálfræðiviðtöl á Stuðlum eftir að vistinni lauk en hann sá ekki til- ganginn í því. „Strákur eins og son- ur minn er ekkert að fara að gera það, hann ræður ekkert við að mæta í svo- leiðis.“ Með hnúajárn og hnífa í herberginu „Þeir vita alveg eins og ég benti á að á Stuðlum virkar þetta á hann. Það er alveg hægt að vinna með hann, hann er ekkert alveg vonlaust tilfelli, en samt gera þeir það ekki.“ Þar á kon- an við Barnavernd, en það er þeirra að taka ákvörðun um dvöl á Stuðlum, líkt og með önnur úrræði. „Það hefur sýnt sig á Stuðlum að það er hægt að vinna með hann, en ég get það ekki sjálf. Ég hef ekki sérfræði- þekkingu eða menntun til þess. Mað- ur er endalaust að finna vopn í her- berginu hans, eins og til dæmis hnífa, hnúajárn og einnig kúbein.“ Þrátt fyrir að konan hafi ávallt staðið keik í bar- áttunni fyrir son sinn má heyra að hún er orðin þreytt á því að það þurfi að vera svona erfitt að fá réttu úrræðin fyrir hann. Og álagið á fjölskylduna er gríðarlegt. „Þetta er endalaust og hvíl- ir endalaust á manni. Svo veit mað- ur ekki hvar hann er. Þegar hann var í neyslu þá var hann með ógnandi hegðun og fleira á heimilinu en þeir vildu ekki gera neitt fyrir hann. Mér finnst þetta alveg fáránlegt hvernig kerfið virkar hérna.“ Plumar sig aldrei án aðstoðar „Aðalmálið er að hann er aldrei að fara að pluma sig úti í samfélaginu án aðstoðar. Hann bara getur það ekki. Hann er með það margar raskanir að hann ræður ekki við það. Það er þess vegna sem ég er að gagnrýna þetta. BUGL hefur engin úrræði fyrir hann fyrir utan sálfræðiviðtöl líkt og hann fær á Stuðlum. En hann sér engan hag af þessu af því raskanirnar eru það miklar hjá honum að hann áttar sig ekki á því.“ Hún bendir á að það sé mikil hætta á því að börn eins og sonur hennar verði „kerfiskrakkar“ sé ekki gripið í taumana í tæka tíð. Þurfi að lifa á ríki og sveitarfélögum alla ævi og verði jafnvel inn og út úr meðferð- um eða fangelsum stóran hluta af líf- inu. Það hljóti að vera hagkvæmara þegar til lengri tíma er litið að reyna að koma í veg fyrir að þessir krakkar leiðist út á ranga braut í lífinu. „Ég á mjög erfitt með að trúa að það séu ekki til nein úrræði. Ég veit alveg að Barnavernd getur búið til úrræði við hæfi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þeir eru oft með óvænt úrræði sem maður vissi ekki einu sinni að væru til. Þannig að maður veit alveg að það er hægt að finna úrræði. Svo er þetta kannski bara spurning um metnaðinn hjá tengiliðnum þínum og hans yfir- manni hjá Barnavernd,“ segir konan sem vill sjá eitthvað gerast sem fyrst, enda styttist í að sonur hennar kom- ist á fullorðinsaldur. Þá verður jafn- vel enn erfiðara að aðstoða hann. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Maður er enda- laust að finna vopn í herberginu hans, eins og til dæmis hnífa, hnúajárn og einnig kúbein. n Móðir 16 ára drengs með margar hegðunarraskanir fær engin úrræði fyrir hann H elga Jóna Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur og staðgengill framkvæmdastjóra, segir að meðferðarúrræði barna og unglinga hjá Barnavernd strandi aldrei á fjár- skorti. „Ef þessi drengur þyrfti að fara í einhverja vistun á okkar vegum þá er það ekki spurning um fjármagn. Það er bara faglegt mat sem ræður því hvað þarf að gera. Við göngum ekki á neina veggi ef úrræði kalla á kostnað.“ Helga tekur þó fram að hún þekki mál drengsins ekki mikið. Hún hafi aðeins kíkt á það þegar blaðamaður óskaði eftir svörum frá Barnavernd. Hún segir þó að í öllum tilfellum sé reynt eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að barn þurfi vistun utan heimilis þrátt fyrir að hegðunarvandi sé alvarlegur. Eitt úrræði sem mik- ið er notað inni á heimilum kallast MST. Um er að ræða fjölkerfameðferð sem felst í að efla hæfni, bjargræði og tengslanet foreldra til að takast á við hegðunarvanda unglingsins. MST meðferð var einmitt beitt í tilfelli son- ar konunnar en af henni var enginn árangur. „Ef það gengur ekki þá er reynt við Stuðla sem er góður kostur. Börn eru þar í sex vikur og svo fáum við skýr- slu með einhverjum tillögum þar sem mælt er með einhverjum lausn- um og það er einhver niðurstaða. Og ef það dugar ekki þá er það náttúru- lega langtímameðferð sem er næst skoðuð eða stutt fóstur. En þá erum við komin að því að vista barn utan heimilis.“ Helga bendir þó á að þegar börn ná 15 ára aldri þá eru þau sjálf orðin aðilar máls. Ef þau eru ekki samstarfsfús um eitthvað úrræði þá þarf að úrskurða um það hjá Barna- vernd. Barnið fær þá sinn eigin lög- mann og ef úrræðið kallar á lengri tíma en tvo mánuði þá þarf málið að fara yfir dóm. Til að þessum úrræð- um sé beitt þarf barnið þó að hafa verið í miklum útigangi, neyslu og af- brotum. „Það er leiðinlegt að heyra ef þessari móður finnst hún koma hérna að lokuðum dyrum því það er ekki okkar markmið,“ segir Helga um mál drengsins. „Ef mál er opið hérna notum við öll úrræði sem við getum. Ég geri ráð fyrir að það verði farið að sækja um langtímameðferð ef hann uppfyllir þau skilyrði sem þarf. Sem hann ætti náttúrulega að gera ef hann er búinn að fara í MST og Stuðla og það er enginn árangur. Við verðum bara að skoða það.“ Helga segir það hugsanlega geta hentað drengnum að fara á Lækjar- bakka sem er meðferðarheim- ili á Suðurlandi fyrir unglinga sem kljást við ýmis hegðunarvandamál. Hún segir ekki nauðsynlegt að ung- lingarnir hafi afbrotasögu til að kom- ast þangað inn og úrræðið sé bæði fyrir stelpur og stráka. Þetta er ekki alveg í samræmi við þau svör sem móðir drengsins hefur fengið hingað til. Hún hef- ur margsinnis óskað eftir því við tengilið sinn hjá Barnavernd að sonur hennar fari á Lækjarbakka, en ávallt fengið þau svör að hann sé ekki nógu illa staddur til þess. Hún hefur undir höndum tölvupósta sem staðfesta þessi samskipti sín við tengiliðinn. „Beitum öllu því sem við getum“ n Ætti að uppfylla öll skilyrði um langtímameðferð Vill úrræði Móðir drengsins segir hann hafa náð árangri á Stuðlum. Eftirfylgnina vanti hins vegar og þess vegna fari hann aftur í sama farið. Faglegt mat Úrræði fyrir unglinga stranda ekki á fjárskorti samkvæmt deildarstjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.