Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 16
Æ gir Geirdal, listamaður og fyrrverandi fram­ bjóðandi til stjórnlaga­ ráðs, mætti í Héraðs dóm Reykjaness á fimmtu dag til að taka afstöðu til þeirra sakarefna sem á hann eru borin. Ægir er ákærð­ ur fyrir blygðunarsemisbrot eða brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveð ur á um að „hver sem með lostugu athæfi særir blygðunar semi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en varðhaldi eða sektum ef brot er smá­ vægilegt.“ Þar sem ákæruefnið felst undir kynferðisbrot, fást ekki nánari upplýs­ ingar um eðli brotsins hjá saksóknara. Nágrannar kvarta undan áreiti Þann 23. september síðastliðinn greindi vefmiðillinn Pressan frá því að Ægir hefði verið kærður til lög­ reglu fyrir að bera sig fyrir framan nágranna sína í Vogunum og leiða má líkur að því að það sé málið sem nú er tekið fyrir. Þá átti nágranni Ægis, sem á að hafa átt í erjum við Ægi, að hafa sak að hann um að hafa farið út fyr­ ir dyr á húsi sínu í skyrtu einni fata og hrist kynfæri sín í átt að hon­ um. Það athæfi var talið tengjast nágranna erjum sem Ægir á að hafa átt í en nágrannar hans vildu meina að þeir yrðu fyrir stöðugu áreiti frá Ægi og brugðu á það ráð að taka upp á myndband einkennilega hegðun hans gagnvart þeim að því er Pressan greindi frá. Tapaði meiðyrðamáli Talið er að upphaf erjanna megi rekja til ásakana tveggja systra um að Ægir hafi misnotað þær í æsku. Systurnar opinberuðu sögu sína um það leyti sem Ægir bauð sig fram til stjórnlagaráðs. Eiga nágrannar Ægis að hafa tekið afstöðu með systrun­ um gegn Ægi. Ægir neitaði ávallt sök og sagði konurnar vera á höttum eftir pen­ ingum og hótaði að kæra þær fyrir rógburð. Ekkert virðist þó hafa orðið úr þeirri málsókn. Þá kærði Ægir einn nágranna sinn fyrir að hafa lagt á sig hendur en málið var látið niður falla. Ægir fór í meiðyrðamál í október á síðasta ári við Steingrím Sævars­ son, þáverandi ritstjóra Pressunn­ ar, og krafðist þess að sex ummæli sem rituð voru í frétt um meint kyn­ ferðisbrot yrðu dæmd ómerk. Ægir krafði Steingrím Sævar um eina milljón króna í miskabætur og 200 þúsund krónur að auki til að kosta birtingu dómsins. Héraðsdómur Reykja víkur sýknaði Steingrím í málinu og dæmdi Ægi til að greiða Stein grími 180 þúsund krónur í málskostnað. Ekki náðist í Ægi við vinnslu fréttar innar. deilur nágranna leiða til dómsmáls n Ægir Geirdal ákærður fyrir blygðunarsemisbrot n Sagður hafa hrist kynfæri sín í átt að nágrönnum Hátíð um helgina að BORG Í GRÍMSNESI UPPSELT „… sakað hann um að hafa farið út fyrir dyr á húsi sínu í skyrtu einni fata og hrist kynfæri sín í átt að honum. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ákærður Ægir Geirdal, listamaður og fyrrverandi frambjóðandi til stjórnlagaráðs, er ákærður fyrir blygðunarsemisbrot. 16 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.