Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 20
B ashar al-Assad, forseti Sýr- lands, hafnar öllum kröfum um að hann segi af sér til þess að koma á friði í landinu. Hann segir Sýrland nú eiga í stríði og að stjórnarherinn verði að berja niður uppreisnina. „Við erum komin í stríð og öll okkar orka verður að fara í að vinna þetta stríð,“ sagði forsetinn í sjónvarps- ávarpi á þriðjudaginn. Rúmlega 15 mánuðir eru síðan uppreisnin gegn stjórn hans hófst. Assad hefur verið forseti frá ár- inu 2000 þegar hann tók við valda- taumunum af föður sínum Hafez al- Assad sem fór með öll völd í landinu frá árinu 1971 þegar hann komst til valda eftir vopnaða byltingu. Feðgarnir hafa því stjórnað Sýrlandi samanlagt í 41 ár. Stöðugt meira ofbeldi Ofbeldisverkum í Sýrlandi fjölgar stöð- ugt. Samkvæmt ríkissjónvarpsstöð landsins, Al-Ikhbaria, réðust vopn- aðir menn inn í höfuðstöðvar hennar og sprengdu sprengju sem grandaði þremur starfsmönnum stöðvarinnar. Assad sakar erlenda fjölmiðla um að birta brenglaða mynd af stöðunni í Sýrlandi, sem henti hagsmunum vest- urveldanna vel. Frelsisherinn sem berst gegn Assad hefur hins vegar sagt að Al-Ikhbaria segi aðeins fréttir sem eru hliðhollar málstað stjórnarhersins. Þannig hafi aldrei nokkru sinni verið sagðar fréttir af grófum ofbeldisverk- um stjórnarhersins á óbreyttum borg- urum. Að minnsta kosti 113 manns féllu í bardögum í Sýrlandi á þriðju- daginn. Víglínur hafa ekki breyst mik- ið í borginni Damaskus undanfarið og segja að bandarísk yfirvöld ómögu- legt að segja hvor fylkingin sé að vinna stríðið. Talsmaður Bandaríkjastjórn- ar segist þó fullviss um að Bashir al- Assad muni verða steypt af forsetastóli innan tíðar. Talið er að frelsisherinn, sem telur um 10 til 15 þúsund hermenn, sé betur skipulagður en áður. Þannig hafa fleiri árásir verið gerðar á stjórnarbyggingar og aðra staði sem eru ríkisstjórn Assad mikilvægir. Stjórnarherinn hefur svarað þess- um árásum af fullum þunga og hafa fregnir borist af sýrslenskum herþyrl- um á flugi yfir íbúðahverfi sem láta vél- byssukúlum rigna yfir fólk úti á götum. Burt með Assad Stjórn Assad á enga vini á Vestur- löndum lengur, aðeins Rússar hafa haldið yfir þeim eins konar hlífi- skildi í viðræðum leiðtoga stærstu ríkja heims um ástandið í landinu. „Vandamál okkar snúa alltaf að Vestur löndum,“ sagði Assad á fundi með ríkisstjórn sinni í vikunni. Utanríkisráðherra Frakkalands segir að Frakkar séu tilbúnir til þess að „stöðva harmleikinn í Sýrlandi.“ Hann segir að Frakkar og bandalags- þjóðir þeirra í Evrópu verði að beita stjórnina harðari þvingunum. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er á leið til fundar um ástandið í Sýrlandi sem Arababandalagið og Kofi Annan efndu til. Vilji hennar er skýr í mál- efnum Sýrlands: Forsetinn verður að fara frá völdum strax. Talið er að meira en 10.000 manns hafi fallið í átökum frá því uppreisn- in í Sýrlandi hófst í tengslum við arabíska vorið í mars 2011. Tals- menn frelsishersins segja hins vegar að meira en 15.000 manns hafi fallið og að flestir þeirra hafi verið óbreyttir borgarar. Shabiha-hermennirnir n Sýrlenski stjórnarherinn er sagður notast mikið við svokallaða Shabiha-her- menn, en það eru undirheimatuddar sem svífast einskins. Shabiha eru hrottalegir ofbeldismenn í borgaralegum klæðum sem styðja her Assad og eru sagðir notaðir þegar sýrlenski stjórnarherinn þarf að bæla niður andstöðu í ýmsum hverfum. Þeim hefur verið lýst sem „óvæntu her- mönnunum“, því þeir birtast skyndilega þungvopnaðir inni í íbúðahverfum. Það eru ekki formleg tengsl á milli þeirra og stjórnarhersins, en þeir eru yfirleitt klædd- ir í stuttermaboli og í buxur í hermannalit- um. Flestir þeirra eru útblásin vöðvatröll, aka um á hvítum pallbílum og eru alltaf þungvopnaðir. Þeir eru sakaðir um að myrða börn og konur með köldu blóði og eru sagðir fá um 25 þúsund krónur í laun á dag. n Fyrir utan hrottaleg ofbeldisverk þá njósna þeir fyrir stjórnina og eru stórtæk- ir í vopnakaupum á svarta markaðnum í Sýrlandi og í nágrannalöndunum, en það er einkum gert til þess að koma í veg fyrir að frelsishermenn geti keypt vopnin. Það kemur sér vel fyrir stjórnina að hafa þetta fyrirkomulag því ef átök brjótast út þá getur hún alltaf haldið því fram að engir hermenn hafi komið að málum. Shabiha Leiguhrottar á vegum Sýr- landsstjórnar eru sakaðir um hrottaleg fjöldamorð. Fiskmeti frá Fukushima n Kolkrabbar og sniglar seldust upp á fyrsta degi S jávarfang sem veitt var undan ströndum japönsku borg- arinnar Fukushima selst nú eins og heitar lummur eftir að hafa ekki sést á markaði frá því í mars í fyrra. Eftir slysið í Fukus- hima-kjarnorkuverinu í kjölfar öflugs jarðskjálfta í landinu, hef- ur ekkert sjávarfang frá borginni verið sett á markað vegna meng- unar, fyrr en nú. Enn sem komið er er aðeins hægt að fá kolkrabba og snigla frá Fuku shima, vegna þess að aðrar tegundir eru taldar of mengaðar til manneldis. Meng- un frá kjarnorkuverinu eyðilagði fiskimið norðaustur af borginni og hafði það í för með sér mikið fjár- hagstjón og atvinnumissi á svæð- inu. Viðtökur við sjávarfanginu hafa verið miklu betri en nokkur þorði að vona. Hirofumi Konnu fisksali segir að margir hafi keypt vörurnar til þess að sýna sjávarútvegnum í borginni stuðning og samhug, en sjávarútvegurinn hefur verið lamaður frá kjarnorkuslysinu. „Ég var vongóður en ég vissi ekki við hverju ég átti að búast í dag, en ég var svo ánægður þegar ég komst að því að allt hefði klárast í kjör- búðinni minni fyrir klukkan þrjú á fyrsta degi,“ segir hann við AP- fréttastofuna. Ítarlegar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á lífríkinu í sjónum við Fukushima og fundust engar leifar af geislavirkni í kolkröbbunum og sniglunum sem nú eru komnir á markað. Vonir standa til að fljót- lega verði hægt að byrja að veiða og selja krabba, þar sem geisla- virkni mælist heldur ekki í þeim. Óljóst er hins vegar hvenær hægt er að byrja að selja ýmsar tegund- ir af fiski, þar sem hann er enn mengaður samkvæmt mælingum. Það gætu liðið nokkur ár þar til óhætt er að borða hann. 20 Erlent 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Óhugnanlegar árásir í Nepal Afhöfðað lík 23 ára konu frá Belgíu sem hugðist fara í sex daga göngu- ferð í Himalaja-fjöllunum við landamæri Kína og Nepal, fannst í Nepal á dögunum. Konan, sem hét Debbie Maveau, hafði verið myrt á hrottafenginn hátt og skilin eftir úti í náttúrunni. Ekki er vit- að um ástæðu árásarinnar, henni hafði ekki verið nauðgað og hún var með seðlaveski á sér þannig að ólíklegt er talið að um rán- morð eða morð af kynferðislegum toga hafi verið að ræða. Enginn er grunaður um morðið, en það sem vekur mikinn óhug er að hún er alls ekki fyrsta konan sem ætlar að ganga um Himalaja-fjöll sem ráð- ist er á. Lena Sessions, 23 ára kona frá Bandaríkjunum, var ein í göngu í Langtang í Nepal í desem- ber þegar maður vopnaður hnífi réðst á hana og reyndi að nauðga henni. Hún komst undan. Viku áður hafði suðurkóresk kona orðið fórnarlamb sams konar árás- ar. Fyrir tveimur árum hvarf ung stúlka frá Bandaríkjunum, Aubrey Caroline Sacco, á sama svæði. Hún hefur aldrei fundist. Keyptu lúxus- villu til að láta rífa hana Hjón í San Francisco festu kaup á lúxusvillu fyrir 530 milljón- ir króna, til þess eins að láta rífa hana þar sem hún hindraði út- sýni þeirra. Hjónin, sem greini- lega eiga fyrir salti í grautinn, búa sjálf í lúxusvillu sem metin er á 2,4 milljarða króna skammt frá. Það hafði pirrað þau að geta ekki horft á skýjakljúfa borgarinnar og hina frægu Golden Gate-brú út um stofugluggann. Um leið og kaupin voru frágenginn, fengu bankamaðurinn Clark Winslow og kona hans leyfi til þess að láta rífa villuna. Þegar húsið var farið létu þau planta runnum, trjám og öðrum gróðri á lóðina og tengdu við garðinn sinn. Belvedere, bær- inn sem hjónin búa í, er griða- staður milljarðamæringa, en laun á hvern íbúa þar eru hærri en í nokkrum öðrum bæ í Bandaríkj- unum. Fukushima Þó ekki séu liðin tvö ár frá slysinu í Fukushima er sjávarfang frá borginni nú komið aftur á markað. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Vanda- mál okkar snúa alltaf að Vesturlöndum „Við erum komin í stríð“ n Bashar al-Assad segir að herinn verði að berja niður uppreisnina Stríð! Forseti Sýrlands segir að leggja verði höfuð- áherslu á að vinna stríðið gegn frelsishernum. Enginn bónus Breski bankinn Barclays hef- ur verið sektaður um samtals 57 milljarða króna fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á vaxtakjör. Brot bankans þykir hafa verið bæði skipulegt og mjög alvar- legt. Í kjölfar þess hefur einn hæst launaði bankamaður heims, Bob Diamond forstjóri bankans, ákveðið að hann ætli ekki að þiggja neinar bónus- greiðslur fyrir árið 2012. Hann hefur jafnframt heitið því að bankinn sýni meiri samfélags- lega ábyrgð í framtíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.