Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 26
26 Forsetakosningar 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað
Að baki grímunni
Hver er fyrsta minning þín úr æsku?
„Að leika mér í hvítum skóm og fjólubláum
galla á Þórsgötunni þar sem við bjuggum um
skeið – ég var mjög lítil, líklega á þriðja ári og
leikfélagarnir voru tveir þýskir strákar sem
bjuggu í sama húsi. Mamma þeirra var svo
snyrtileg að hún setti svuntur á þá þegar þeir
voru að drullumalla.“
Hvað varst þú að gera síðasta
laugardagskvöld? „Ég var að svara
spurningum svipuðum þessum – þær eru
endalausar í þessari baráttu.“
Hver var þín fyrsta hugsun í morgun?
„Hvort búið væri að senda út fréttatilkynn-
ingu þar sem við svörum þeirri vitleysu að
krafan um opið bókhald frambjóðenda fyrir
kjördag skipti ekki máli fyrir kjósendur.“
Hvað er það villtasta sem þú hefur
gert? „Við skulum ekki fara út í þá sálma …“
Við hvað ertu hrædd? „Hræddust um að
eitthvað komi fyrir börnin mín.“
Hefur þú reykt kannabis? „Nei.“
Hefur þú verið nakin í óbyggðum?
„Nei, því miður. Á það vonandi eftir.“
Hefur þú fengið innheimtubréf eða
höfnun á greiðslukorti? „Það hefur
hent mig.“
Hefur þú upplifað óendurgoldna
ást? „Já. Í fyrsta sinn þegar ég var í barna-
skóla og skrifaði bekkjarbróður bréf – hann
hafði misst mömmu sína og hjarta mitt var
barmafullt af væntumþykju. Honum fannst
lítið til bréfsins koma. Við höfum verið 9 ára.“
Hefur þú lent í klóm ræningja? „Já, þar
sem ég stóð eitt sinn fyrir framan málverkið
af Monu Lisu í Louvre-safninu í París – það
var sunnudagur og safnið öllum opið. Lipur
vasaþjófur náði veskinu mínu upp úr hliðar-
töskunni minni.“
Hefur þú verið tekin af lögreglunni?
„Lögreglan stoppaði mig á Sæbrautinni í maí
2011 og sagði að ég hefði ekki gefið stefnuljós
þegar ég fór út úr hringtorgi rétt hjá Krónunni
og Bónus úti á Granda. Ég fékk sekt.“
Ef þú þyrftir að velja annað land til
búsetu, hvaða land yrði það? „Hvar eru
góðar útisundlaugar með heitu vatni allan
ársins hring? Hvar eru bjartar sumarnætur og
stórfjölskyldan í nágrenninu? Hvar yfirgefur
maður aldrei heimili sitt án þess að rekast á ein-
hvern sem maður þekkir og getur spjallað við?
Ef ég ætti þess ekki kost að búa hér, þá Ítalía.“
Hvað er það sem þú myndir helst
vilja prófa? „Hestaferð um hálendið.“
Hvenær og hvern kysstir þú síðast?
„Ég kyssti og faðmaði Maríu Elísabetu, 19 ára
dóttur mína, síðast.“
Hefur þú gleymt afmælisdegi
einhvers sem skiptir þig máli?
„Nei, minnist þess ekki.“
Hver er uppáhaldssápuóperan þín?
„Þær eru allar jafn áhugaverðar – eða
þannig!“
Hver er einmanalegasta stundin
sem þú hefur upplifað? „Engin ein
sem stendur upp úr. Þegar ég var ein í námi
erlendis, rúmlega tvítug upplifði ég oft mjög
einmanalegar stundir. Núorðið þekki ég ekki
þessa tilfinningu.“
Hver er albesta máltíð sem þú hefur
fengið? „Allar máltíðir eru góðar ef félags-
skapurinn er góður. Minnist þess þó einu sinni
þegar bróðir spænskrar vinkonu minnar sem
var kokkur á fínum veitingastað í New York
eldaði handa okkur.“
Hver er sú versta? „Soðnar rófur þegar ég
var lítil. Gat ekki borðað þær.“
Hefur þú svikið einhvern? „Svik eru
stórt orð. Ekki vísvitandi.“
Biðst þú afsökunar á mistökum
þínum? Ef já, hvernig? „Já, alltaf þegar
mér verða þau ljós. Tala við viðkomandi og
biðst afsökunar.“
Hvað er það fyndnasta sem þú hefur
séð eða heyrt? „Það eru svör frambjóð-
enda sem neita að opna bókhald framboðs
síns fyrir kjördag svo að kjósendur sjái hverjir
eru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra en ætla
síðan að vera voða góðir nái þeir kosningu og
setja embættinu siðareglur!“
Hvað er það síðasta sem þú gerir
á kvöldin áður en þú ferð að sofa?
„Slekk ljósið.“
Hvað er það versta sem þér hefur
tekist að fyrirgefa? „Það sem hefur sært
mig mest – en það er fyrirgefið.“
Hver er þinn æðsti draumur? „Að börn-
in okkar taki við betri heimi og haldi áfram að
reyna að hafa áhrif til góðs.“
Lipur vasaþjófur
rændi veskinu
Herdís Þorgeirsdóttir
„Lögreglan
stoppaði mig á
Sæbrautinni í maí 2011
Hver er fyrsta minning þín úr
æsku? „Að gömul amma mín var að gefa
mér sykurmola.“
Hvað varst þú að gera síðasta
laugardagskvöld? „Vinna við fram-
boðið.“
Hver var þín fyrsta hugsun í
morgun? „Búinn að sofa of lengi – kom-
inn með hausverk …“
Hvað er það villtasta sem þú hefur
gert? „Spurði konuna mína hvort hún
vildi giftast mér …“
Við hvað ertu hræddur? „Er myrk-
fælinn.“
Hefur þú reykt kannabis? „Nei.“
Hefur þú verið nakinn í óbyggðum?
„Já.“
Hefur þú fengið innheimtubréf eða
höfnun á greiðslukorti? „Já.“
Hefur þú upplifað óendurgoldna
ást? „Alveg örugglega einhvern tímann.“
Hefur þú lent í klóm ræningja?
„Nei.“
Hefur þú verið tekinn af lög-
reglunni? „Já, fyrir of hraðan akstur.“
Ef þú þyrftir að velja annað land
til búsetu, hvaða land yrði það?
„Ísland er alltaf í fyrsta sæti. Annars væri
gaman að prófa Ítalíu. Erum annars með
heimili í Noregi.“
Hvað er það sem þú myndir helst
vilja prófa? Sjá? Gera? „Vildi helst
prófa að vera forseti. Vildi sjá meira af
Ítalíu. Vil ganga á Mælifellshnjúk í Skaga-
firði (í sumar).“
Hvenær og hvern kysstir þú síðast?
„Kyssti konuna mína í morgun.“
Hefur þú gleymt afmælisdegi ein-
hvers sem skiptir þig máli? „Ef svo er
þá man ég ekki eftir honum ennþá …“
Hver er uppáhaldssápuóperan þín?
„Engin í uppáhaldi …“
Hver er einmanalegasta stundin
sem þú hefur upplifað? „Það að vera
staddur í fjölmenni og samt finna fyrir
einsemd er oft undarlegt.“
Hver er albesta máltíð sem þú
hefur fengið? „Köld svið.“
Hver er sú versta? „Salöt með agúrku
og tómat.“
Hefur þú svikið einhvern? „Sjálfsagt
hef valdið einhverjum vonbrigðum á
lífsleiðinni, vonandi þó engu alvarlegu.“
Biðst þú afsökunar á mistökum
þínum? Ef já, hvernig? „Reyni það
já – þegar ég átta mig á því að ég hef gert
mistök. Best er þá að koma hreint og beint
fram og tala um hlutina.“
Hvað er það fyndnasta sem þú
hefur séð eða heyrt? „Laddi er
stórkostlegur leikari. Öll hans gervi hafa
kætt mig.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir
á kvöldin áður en þú ferð að sofa?
„Kyssi konuna góða nótt.“
Hvað er það versta sem þér hefur
tekist að fyrirgefa? „Á ekki erfitt með
að fyrirgefa. Mikil viska liggur í bæninni
„Faðir vor“ en þar stendur „fyrirgef oss
vorar skuldir sem og vér fyrirgefum vorum
skuldunautum“.
Þannig að ef ég get ekki fyrirgefið – hvern-
ig á fólk þá að geta fyrirgefið mér?“
Hver er þinn æðsti draumur?
„Geta búið á Bjarnastöðum í Blönduhlíð
í Skagafirði, með fáeinar kindur og hross,
einhvern tímann áður en ég verð gamal-
menni.“
Hannes Bjarnason
Er myrkfælinn
DV fékk forsetaframbjóðendur til að setjast niður og svara persónulegum og að mörgu
leyti erfiðum spurningum um líf sitt. Spurningarnar kunna að hljóma léttvægar en margar
þeirra leyna á sér og svipta jafnvel hulunni af því hvaða mann þessir einstaklingar sem
sækjast eftir Bessastöðum hafa raunverulega að geyma. Ólafur Ragnar Grímsson, Þóra
Arnórsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson sáu sér ekki fært að svara spurningunum.
„Það að vera
staddur í
fjölmenni og samt
finna fyrir einsemd
er oft undarlegt