Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 28
Sitjandi forSeti í koSningabaráttu 28 Forsetakosningar 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Þ að setur þessar kosningar í sérflokk að sitjandi forseti er í framboði og samt fær hann svona mörg mótframboð,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um baráttu forsetaframbjóðenda. Stefanía segir kosningarnar nú vera lið í uppgjöri hrunsins. „Það er allavega þannig í hugum margra. Það hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna. Sumir eru að gera upp hrunið og aðrir virðast vera að gera upp Icesave-ákvörðun forsetans.“ Stefanía segir baráttuna þó ekki mikið harðari en áður. Fólk sé fljótt að gleyma. „Það hefur alltaf fylgt forsetakosningum að hart er tekist á. Það sem er í gangi núna er ekkert sérstaklega svæsið í sögu- legu samhengi. Það fylgir svona bar- áttu þar sem er verið að kjósa fólk að dregið er fram í dagsljósið ýmislegt sem einhverjir telja að varpi ljósi á persónu frambjóðanda.“ Leikhússtjórinn og stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson kom eins og stormsveipur inn í kosningabarátt- una til embættis forseta Íslands árið 1996. Stjórnmálaferillinn var heldur á undanhaldi. Árið áður hafði Sjálf- stæðisflokkurinn myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og því ljóst að Ólafs biði ekki frekari frami í stjórnmálum að sinni. Hann hafði setið á Alþingi síðan 1978 og verið fjármálaráðherra 1988–1991. Síðustu misserin fyrir forsetakosningarnar beindist athyglin helst að Ólafi fyrir reiðikast sem hann tók í ræðustól Al- þingis, þegar hann talaði um skítlegt eðli Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Vigdís Finnbogadóttir tilkynnti um framboð sitt í janúar árið 1980. „Óttastu ekki að sú staðreynd að þú ert kona geti háð þér í forsetaemb- ætti?“ var fyrsta spurningin í viðtali Dagblaðsins við hana í tilefni af til- kynningunni um framboð hennar. Um mitt ár 1979 kvisaðist að Kristján Eldjárn þáverandi forseti ætlaði sér ekki áframhaldandi setu í forseta- stól. Vigdís sigraði í kosningunum með naumum meirihluta atkvæða en 1.906 atkvæði skildu á milli henn- ar og Guðlaugs Þorvaldssonar ríkis- sáttasemjara. Mótvægi við ríkisstjórnina „Sögulega séð þá leggst stuðningur almennings með aðila sem litið er á sem mótvægi við ríkisstjórnina eða ráðandi öfl. Þess vegna er hættulegt fyrir Þóru að vera tengd við Samfylk- inguna í þessum kosningum,“ segir Stefanía um tilhneigingu til að leitast eftir því að tengja forsetaframbjóð- endur flokkum. „Þóra hefur kallað þetta elsta bragðið í bókinni. Þegar Ólafur var kosinn þá var hann bara nýhættur sem formaður Alþýðu- bandalagsins og það mældist ekk- ert sérstaklega hátt. Samt er hann kosinn með 40 prósent. Gegnum tíðina hafa kjósendur heldur lagst í andstöðu við ríkjandi stjórn. Þegar Ólafur var kosinn þá var Davíð búinn að vera forsætisráðherra í fimm ár.“ Stefanía bendir þó á að kjör Vig- dísar hafi ef til vill orðið fyrir annars konar áhrifum. „Vigdís er kjörin með ofboðslega tæpum meirihluta þegar mjög óvenjuleg ríkisstjórn er við völd. Vigdís var líka studd að ein- hverju leyti af kvennahreyfingunni,“ segir Stefanía og bætir við að fleira hafi komið til og ýtt undir stuðning með Vigdísi til að mynda kvennafrí- dagurinn og sú hreyfing sem honum hafi fylgt. Fjölmiðlar gagnrýndir Gagnrýni á fjölmiðla er meiri í kosn- ingabaráttunni núna að mati Stef- aníu en í kosningum 1996 og 1980. „Ég myndi segja að það væri partur af uppgjörinu við hrunið. Það hefur dregið úr trausti stofnana samfélags- ins. Þáttur fjölmiðla fyrir hrun hefur verið gagnrýndur og hefur sú um- ræða átt sér stað í nokkur ár. Þetta er eðlilegur partur af uppgjöri og áskor- un til fjölmiðla og álitsgjafa um að passa sig og vera málefnalegir. Það er ef til vill ákveðið heilbrigðismerki í þessari umræðu enda er enginn óskeikull,“ segir Stefanía. n OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS n Ólafur fyrsti forsetinn sem verst n Kosningabaráttan ekki svæsnari en áður 33,8% 32,3% 19,8% 14,1% 41,4% 29,5% 26,4% 2,7% 1 Vigdís Finnbogadóttir 2 Guðlaugur Þorvaldsson 3 Albert Guðmundsson 4 Pétur J. Thorsteinsson 1 Ólafur Ragnar Grímsson 2 Pétur Kr. Hafstein 3 Guðrún Agnarsdóttir 4 Ástþór Magnússon Fyrri forsetakosningar 1980 1996 Hvorki gjalda né njóta „Hún skal hvorki njóta þess eða gjalda að vera kona.“ – Sigur- björn Einarsson biskup við setningu Vigdísar 1. ágúst 1980. Stakk af Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi formaður Alþýðubandalagsins, var kjörinn með rúmlega 40 prósent atkvæða árið 1996 þótt ekki hafi flokkurinn höfðað til jafn margra. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ekki svæsnari en áður Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir kosningaslaginn núna ekkert sérstaklega svæsinn í sögulegu samhengi. Sögulegur slagur Í fyrsta sinn er sitjandi forseta ógnað af mótframbjóðanda. „Það er langbest að hafa Ólaf áfram sem forseta. Hann veit alveg hvað er að ske. Það þýðir ekkert að vera ræða um þetta hrun og hans hlutverk í því; við þurfum stöðugleika. Ólafur veitir stöðugleika.“ Óskar Ellert Karlsson „Ég hugsa að ég kjósi ekki. Ég hef bara ekki áhuga á þessu og ég er ekkert spennt fyrir þessum frambjóðendum. Síðan er það líka þannig að sá fram- bjóðandi sem ég er hvað spenntust fyrir á lítinn möguleika þannig að ég held ég sleppi þessu bara. Forsetaembættið er líka úrelt.“ Björk Guðnadóttir „Þóru. Það er kominn tími á breytingar. Ég vil henda einhverjum ferskum inn á Bessastaði.“ Sunna Wiium „Ég er búin að kjósa; kaus Ólaf. Hann er yndisleg persóna með mikla reynslu. Síð- an var bara ein kona sem á séns í hann en Ólafur er miklu frambærilegri en hún.“ Sólveig María Svavarsdóttir Hvern ætlar þú að kjósa?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.