Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Síða 44
É g heiti Dagmar Atlanta, en kynni mig vanalega bara með nafn- inu Atlanta. Ég er skírð í höfuðið á ömmu minni sem er færeysk og er sú eina sem heitir þessu nafni fyrir utan flugfélagið.“ Atlanta segist þurfa að endurtaka nafn sitt þegar hún kynnir sig og að oft vakni spurningar hjá forvitnum um nafnið. Stundum kemur hún sér hjá því. „Þegar ég er að panta mat og slíkt þá segi ég iðulega Dagmar, þannig kemst ég hjá vandræðum og misskilningi. Annars er ég afar vön því að endurtaka nafnið.“ Hún segist fá mikla og jákvæða athygli vegna nafnsins. „Fólki finnst nafnið fallegt en mörgum finnst það skondið og tengja það við flugfélagið. Það þekkja mig líka afar margir, það er kostur,“ segir hún og hlær. Það var aðeins í barnæsku sem ég var uppnefnd og þá eftir amerísku körfuboltaliði eða flugfélaginu. En það var saklaus stríðni og ég tók hana aldrei nærri mér. Þá reyndi ég að nota Dagmar til að bægja athygl- inni frá en Atlanta er svo sterkt nafn að það tókst ekki. Mér finnst gaman að heita öðruvísi nafni og mér þyk- ir verulega vænt um tenginguna við hana ömmu. Ég lét einnig breyta eft- irnafni mínu í Clothier og þá varð ég alnafna hennar.“ 44 Úttekt 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Nafnið fylgir einstaklingnum ævina alla og svo lengi sem hans er minnst. Margir telja að nafnið hafi víðtæk áhrif á sjálfsmyndina og það hvernig aðrir taka okkur. Júlía spurði sinn heittelskaða Rómeó hvað fælist í nafni og svaraði sjálf að bragði að það væri sáralítið. En er sú raunin? Kristjana Guðbrandsdóttir hitti að máli nokkra einstaklinga með sérstök og sjaldgæf nöfn og komst að því að allir eiga það sam- eiginlegt að enginn gleymir þeim eftir fyrstu kynni. Hv ð bi st við nafn? Dagmar Atlanta Clothier Uppnefnd eftir flugfélagi Þ angbrandur var prestur sem sendur var til Ísland af  Ólafi Tryggva syni  Noregs- konungi skömmu fyrir árið 1000 í þeim tilgangi að kristna landið. „Ég er skírður eftir þessum presti. Mamma las um hann og ákvað að skíra mig í höfuðið á honum.“ Sjálfum finnst Þangbrandi nafnið flott og kraftmikið. „Ég er bara mjög ánægður með nafnið mitt og langar til dæmis ekkert að breyta því. Kemur það ekki til hugar. Fólk hef- ur hins vegar gert grín að mér en ég tek því bara vel. Í æsku var ég oft uppnefndur Þangi hangikjöt, en mér var eiginlega alveg sama. Öllum er strítt hvort sem er.“ Hann segist lítið kippa sér upp við að endurtaka nafnið við fyrstu kynni. „Stundum þarf ég að endurtaka nafnið oft. En ég geri það bara og er mjög vanur því.“ Þangbrandur Húmi Sigurðsson Uppnefndur Þangi hangikjöt F rændi Uglu mætti á fæðingar- deildina þegar hún fæddist með lista með hugmyndum að nöfnum. „Hann stakk upp á nafninu við móður mína, hann hafði ætlað að skíra barn sitt Uglu, en svo varð það strákur. Mamma hafði lesið Atómstöðina og var hæstánægð með uppástunguna.“ Hún segist iðulega spurð hvort hún hafi lesið bókina. „Ég var spurð frá þriggja ári aldri og sagði þá auð- vitað: Nei, ég er þriggja ára! Mér fannst ég undir mikilli pressu að lesa bókina, jafnvel áður en ég lærði að lesa. Svo þrælaði ég mér loksins í gegnum hana þegar ég var 12 ára, án þess að skilja nokkuð í bókinni, ég vissi ekki einu sinni hvað komm- únisti var. En ég gerði það bara til að geta sagt: já, ég er andskotans búin að lesa hana.“ Ugla hlær að því þegar hún rifjar þetta upp og segist ávallt hafa feng- ið jákvæða athygli vegna nafnsins. „Er ekki öll athygli jákvæð? Ég var rosalega stolt af nafninu alveg frá því ég var lítil. Fólki fannst nafnið skrýtið en mér fannst það svo fallegt sjálfri. Sú trú mín fékk fólk á sömu skoðun. Ég man aðeins eftir einu skipti sem viðbrögðin voru blendin. Ugla þótti sumum nefnilega ljótt af því að það er uppnefni, notað á nei- kvæðan hátt, svo sem eins og upp- nefnið karlugla. Ein frænka mín kom í skírnina og hafði orð á þessu. Hún sagðist aldrei myndu skíra sitt barn þessu nafni en hún myndi gjarnan vilja bera það sjálf.“ Ugla Egilsdóttir Undir þrýstingi um að lesa Atómstöðina Kapítóla Þórisdóttir Skírð í höfuð söguhetju úr bók N afn Kapítólu Þórisdóttur á rætur að rekja til skáldsögunn- ar Kapítólu eftir Emmu Sout- hworth. Hún birtist fyrst sem neðanmálssaga í Heimskringlu á ár- unum 1896–1897 í þýðingu Eggerts Jóhannssonar en kom síðan út í bók- arformi árið 1905 og varð afar vinsæl hér á landi. „Ég er skírð eftir ömmu minni sem bar sama nafn. Nafnið er fengið úr skáldsögunni Kapítólu, sú bók var víst lesin á hverju heimili eitt sinn.“ Henni hefur aldrei verið strítt eða fengið neikvæða athygli vegna nafns síns. „Ég hef aldrei fengið neikvæða athygli. Hitt þó heldur og ég er nokk- uð viss um að það hafi aldrei komið fyrir að mér hafi verið strítt alvarlega.“ Það tók þó á taugarnar að þurfa að útskýra nafnið í hvert skipti sem hún hitti nýtt fólk. „Já, það er eins og gengur. Það pirraði mig þegar ég var yngri en í dag finnst mér það rosalega fallegt. Það pirrar mig ekki lengur að útskýra nafnið, ég er stolt af því.“ Drengur Óla Þorsteinsson Stundum kallaður Stúlka N afnið mitt finnst mér skemmtilegt og ætli ég sé ekki sjálfur bara nokk- uð skemmtilegur. Merking nafnsins er sú í eldri skilningi, að vera heiðvirður maður. Ég er ætt- aður úr Dýrafirði og þaðan kem- ur nafnið. Ég er sá þriðji í fjöl- skyldunni sem ber það.“ Hann segist halda að viðmót fólks við sérstökum nöfnum hafi breyst síðustu ár með fjölbreyttara samfélagi og segir það af og frá að hann hafi fengið neikvæða athygli vegna nafnsins. „Það eru hetjur í handboltanum sem eru Drengssyn- ir sem hjálpa til við að halda nafninu hátt á lofti,“ segir hann og hlær. „Ég held reyndar að þær mann- eskjur sem heita sérstökum nöfnum séu upp til hópa einstaklega prúðar. Þú getur ekkert mætt eitthvert og rifið kjaft. Það muna allir eftir þér. Það er þrýstingur sem fylgir því að heita sér- stöku nafni, þú skerð þig úr hópnum.“ Drengur segir sögu frá því þegar hann réð sig fyrir mörgum árum í aukavinnu á Nonna-bita. Ég hringdi í hann Nonna og kynnti mig og hann hváði nokkuð oft og ég þurfti að endurtaka það. Hann féllst á að ráða mig eftir símtalið og ég mæti til vinnu. Hann var búinn að hengja upp vaktaplan og skrá mig þar á. Og þar stóð skýrum stöfum: Bring- ur! Svona eins og kjúklingabringur,“ segir hann og hlær. Annars sagði frændi minn, sem ber sama nafn, sögu af því þegar hann lá á sjúkrahúsi. Þessi frændi minn er fámáll og kjarnyrtur og hann lenti í því að við hliðina á honum lá maður sem þráspurði hann um nafnið og hvernig honum liði með það. Þá sagði hann: Það er betra að vera karl og vera kallaður drengur en vera karl og vera drengur.“ Drengur segist hafa verið strítt í æsku eins og gengur. „Eins og öllum krökkum er strítt. Ég var til dæmis stundum kallaður stúlka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.