Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 45
Úttekt 45Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012 Hvað binst við nafn? Bestla Njálsdóttir Vildi skipta um nafn á unglingsárunum N afnið Bestla kemur úr nor- rænu goðafræðinni. Móðir Óðins hét Bestla og var hún Bölþórsdóttir. Faðir minn, sem var víðlesinn maður, fann þetta nafn í bók um norræna goðafræði,“ segir Bestla Njálsdóttir um eigin- nafn sitt. „Ég er sú fyrsta sem er skírð þessu nafni – en á nokkrar nöfnur í dag sem allar bera nafnið sem ann- að nafn. Ég hef aðallega fengið jákvæða athygli. Þegar ég var að alast upp voru ekki margir hér á landi sem báru erlend nöfn – yngra fólk í dag hváir síður er það heyrir nafnið en eldra fólk. Það var til dæmis upp- lifun þegar ég 17 ára fór til Banda- ríkjanna sem skiptinemi og sagði til nafns – þá var enginn sem hváði – það þótti mér merkilegt og sýndi að þjóðfélagið þar var vanara ýmsum nöfnum.“ Bestla þurfti oft að endurtaka nafnið og á unglingsárunum vildi hún skipta um nafn. „Hér áður (árin 1960–1980) var það í hvert skipti sem ég sagði til nafns að fólk náði ekki nafninu. Aftur og aftur þurfti ég að endurtaka nafnið. En eftir sem áður var það ekki borið rétt fram, það var ekki verið að uppnefna mig í þeim skilningi þess orðs heldur náði fólk bara ekki nafninu. Á unglingsárunum var ég þreytt á að bera nafnið því það var bara eins og enginn gæti náð því í fyrstu at- rennu – ég talaði við prestinn – en sami prestur skírði mig á sínum tíma og útskýrði fyrir honum að nú vildi ég skipta um nafn. Hann sagði það ekki vera vandamál – spurði mig um nýja nafnið sem ég sagði honum; þá hugs- aði hann sig um í smá stund og sagði svo að þetta gæti orðið flókið mál. Það varð ekkert úr þessu frekar og ég sátt við prestinn eftir góðar umræður. Ég hef alltaf verið ánægð með nafnið mitt – og er hæstánægð í dag að bera nafn sem er svo sjaldgæft.“ Drengur Óla Þorsteinsson Stundum kallaður Stúlka M óðir Neptúnusar er Birgitta Jónsdóttir þingkona. Hana dreymdi nafnið Neptúnus nokkrum sinnum þegar hann var í móðurkviði. „Því fannst henni hún verða að gefa mér þetta nafn.“ Hann segir fólk iðulega reka upp stór augu þegar það heyrir nafn hans í fyrsta sinn. Ein manneskja vildi ekki trúa honum. „Ég fæ al- mennt mjög mikla athygli. Þrátt fyrir að menn sjái oft skrýtin nöfn þá er ég ekki frá því að fólk taki meira eftir þessu nafni en mörgum öðrum. Ein manneskja þráspurði mig og hélt ég væri að stríða sér. Hún trúði mér hreinlega ekki.“ Hann segir stríðni í æsku vegna nafnsins hafa verið af saklausara taginu. „Ég varð alveg örugglega ekki fyrir meiri stríðni en hver annar. Ég var oft uppnefndur en það var sak- laust, – hei Satúrnus eða Plútó – eða álíka.“ Neptúnus er himinlifandi með nafn sitt. „Ég er rosalega ánægður með nafnið mitt. Ég hef leitað að fólki sem heitir sama nafni og veit að það er enginn Íslendingur sem heitir því. Mér finnst það að auki fara mér vel. Mér finnst nafnið hljóma vel. En það er forvitnilegt að segja frá því að ég mátti ekki alltaf heita þessu nafni. Ég hét því ekki fyrr en ég var orðinn sjö ára. Mamma sótti það hart og ég held að það mál sé í dag kennslu- efni í lögfræði. Þetta er nefnilega fullkomlega íslenskt orð og beygist samkvæmt öllum reglum og virkar sem nafn. Það er líka nafn á ákveðn- um guði. Ég þurfti vegna tregðu mannanafnanefndar að vera með leppnafn. Samskvæmt Þjóðskrá hét ég Sturla. Það fyndna er að það þekkti mig enginn sem Sturla,“ segir hann og hlær. „Ég á eftir að fara og taka út nafnið Sturla. Ég hef ákveðið að taka upp nafnið Karl í stað Sturlu. Það nafn er í minni föðurætt og í beinan karllegg í marga ættliði. Ég ætla líka að bæta við fjölskyldunafn- inu Hirt. Hugmyndin er að á end- anum muni ég heita, Karl Neptúnus Hirt.“ Neptúnus Egilsson Nafngiftin kennsluefni í lögfræði Benjamín Náttmörður Árnason Nafnið Náttmörður kom í draumi É g er skírður í höfuðið á honum afa mínum, Benjamín H. J. Ei- ríkssyni. En nafnið Náttmörður birtist mér í draumi og ég valdi það sjálfur.“ Benjamín segist vera nákvæm- lega sama hvað öðrum finnist um þetta óvenjulega nafn. „Æi, ég veit það ekki og mér er alveg sama. Ég er með þrjár síður undir mínu nafni og þar kemur nafnið ekki fram, benjamintonlist.is og benja- minarnason.com. Kannski fengi ég meiri athygli ef ég notaði natt- mardartonlist.is!“ Hann kynnir sig ekki með nafninu Náttmörður og notar það eingöngu til skrauts. „Mér finnst nafnið bara suddanett.“ Mannanafnanefnd: Mannanafnanefnd er nefnd sem ákveður og samþykkir íslensk manna- nöfn. Nefndin er skipuð þremur mönnum af dómsmálaráðherra Íslands til fjögurra ára í senn. Úrskurð- um hennar er ekki hægt að skjóta til æðra stjórnvalds. Nefndin hittist reglulega til að ákveða nöfn, en þau nöfn sem mannanafnanefnd samþykir verða að lúta íslenskum málfræðiregl- um um stafsetningu, endingu og kyn. Hins vegar eru til nöfn sem hafa verið leyfð sökum hefðar. Mest er heimilt að bera þrjú eiginnöfn. Hafnað Listi yfir eiginnöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað: Aðalvíkingur Anndrá Besti Blær Curver Deimian Dyljá Ektavon Íslandssól Fabio Finngálkn Grimmi London Þórsteinunn (sem karlmannsnafn) Örn (sem kvenmannsnafn) Satanía Hvernig má nafnið vera? n Nafnið þarf að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. n Það má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. n Það skal ritað í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. n Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama. n Stúlku má aðeins gefa kvenmanns- nafn og dreng aðeins karlmannsnafn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.