Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 2
V
élhjólaklúbburinn S.O.D.
Suðurnes, sem hefur ver-
ið stuðningsklúbbur Hells
Angels (Vítisengla) undan-
farin ár, hefur nú sameinast
Vítisenglum. Samkvæmt heimildum
DV voru meðlimir S.O.D. um átta og
eru þeir nú orðnir fullgildir meðlimir
Hells Angels.
Með þessari fjölgun í samtökun-
um hefur Hells Angels styrkt stöðu
sína í undirheimum.
Nýr klúbbur á Ísafirði
Þetta eru ekki einu breytingarnar
sem hafa átt sér stað í undirheimun-
um að undanförnu því samkvæmt
heimildum DV er unnið að því að
koma upp nýjum klúbbi á Ísafirði
sem kallast 81 Crew
S.O.D. Suðurnes, sem stendur
fyrir Souls of Darkness, hefur verið
starfandi á Suðurnesjum síðastliðin
fjögur ár. Heimildir blaðsins herma
að alltaf hafi staðið til að S.O.D. gengi
inn í Hells Angels. Á meðan hafa
meðlimir S.O.D. verið í þjálfun sem
felst meðal annars í að meðhöndla
skotvopn, veita fyrstu hjálp, með-
höndla skotsár og keyra í verndar-
fylgd. Þjálfunin fer fram í sérstökum
þjálfunarbúðum í Danmörku þar
sem reyndir meðlimir Hells Angels
sjá um kennslu.
Fá vernd og stuðning
Hells Angels-samtökin eru skilgreind
sem glæpasamtök út um allan heim.
Á meðal þeirra glæpa sem meðlimir
klúbbsins hafa verið bendlaðir við og
dæmdir á heimsvísu fyrir eru morð,
fíkniefnabrot, líkamsárásir, hótanir,
vændi og mansal.
Auk þess að það eigi að þykja vera
heiður að fá að ganga í samtökin, sækja
margir í þann stuðning sem þeir fá frá
öðrum meðlimum. Margir þeirra sem
hafa áhuga á að ganga í slík samtök
hafa lifað og hrærst í undirheimum
samfélagsins. Með því að vera hluti af
Hells Angels eru þeir verndaðir af öðr-
um meðlimum auk þess að fjárhags-
lega aðstoð frá samtökunum ef í harð-
bakkann slær. Sem dæmi um það fær
meðlimur sem dæmdur er í fangelsi
borgaðan allan lögfræðikostnað sem
og fjölskyldunni er haldið uppi meðan
á afplánun stendur.
Eiga gamalt geðsjúkrahús í
Noregi
Samkvæmt heimildum DV fá með-
limir samtakanna fría gistingu í
hverju því landi sem þeir heim-
sækja, þeir eru sóttir á flugvöll
og ekið með þá um þá staði sem
eru heimsóttir. Sem dæmi keyptu
Hells Angels í Noregi gamalt geð-
sjúkrahús þar í landi og gerðu upp.
Spítalinn mun vera fleiri hundruð
fermetrar að stærð þar sem með-
limir alls staðar að úr heiminum
mega dvelja meðan á dvöl þeirra
stendur.
Í Reykjavík er starfandi klúbb-
ur sem áður var hluti af S.O.D.
Suðurnes. Það munu nú vera tveir
aðskildir klúbbar og notast Reykja-
víkurklúbburinn alfarið við nafnið
Souls of Darkness en ekki skamm-
stöfunina S.O.D. Það mun ekki vera
á dagskránni að samtökin hin síð-
arnefndu verði hluti af Hells Angels
heldur verði áfram stuðningsklúbb-
ur samtakanna. n
2 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað
Nemandi laminn
með járnröri
3 Nemandi í Menntaskól-
anum á Ísafirði
mátti þola grófa lík-
amsárás frá tveim-
ur samnemendum
sínum á mánudag.
Tveir piltar gengu í
skrokk á piltinum,
en allir málsaðilar eru undir lögaldri.
Pilturinn sem ráðist var á ætlar að
sögn föður síns ekki að láta atvikið
verða til þess að hann hætti í skólan-
um. Hann var dreginn inn á salerni
og hann barinn með járnröri, en ekki
járnplötu eins og ranglega var sagt,
sem annar árásarmanna hafði tekið
með sér úr smíðatíma. Árásarþolinn
var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en
er ekki alvarlega slasaður.
Auðjöfur flúði
til Íslands
2 Rúmenskur viðskiptajöf-
ur að nafni Cristian
Sima lét sig hverfa
í byrjun október og
hafði með sér gíf-
urlegar fjárhæðir í
eigu viðskiptavina
sinna. Ekkert spurðist til Sima í tæp-
ar tvær vikur þar til rúmenskir fjöl-
miðlar greindu frá því um helgina
að hann væri í felum á Íslandi og
hefðist við í leiguíbúð í Reykjavík.
Málið hefur vakið mikla hneykslan
og er sagt áfall fyrir rúmenskt við-
skiptalíf. Sima er einn þekktasti við-
skiptamógúll Rúmeníu auk þess að
vera forseti næststærstu kauphallar
landsins, Sibex, sem sérhæfir sig í
afleiðuviðskiptum.
Skuldir Jakobs
hverfa
1 Eignarhalds-félag í eigu
bolvíska útgerðar-
mannsins Jakobs
Valgeirs Flosa-
sonar og Ást-
mars Ingvarssonar hefur verið tek-
ið til gjaldþrotaskipta vegna skulda
félagsins. Félagið heitir Ofjarl
ehf. og keypti 10 prósenta hlut í
eignarhaldsfélaginu Stími síðla árs
2007. Stím keypti sem kunnugt er
hlutabréf í FL Group og Glitni fyr-
ir um 25 milljarða króna með lán-
veitingum frá Glitni í nóvember
2007. Skiptastjóri félagsins er Jó-
hannes Árnason hdl. Félagið var
tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðs-
dómi Reykjavíkur þann 3. október
síðastliðinn.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Í vímu á leið
til Selfoss
Lögreglan á Suðurnesjum stöðv-
aði á fimmtudag ökumann um
tvítugt á Suðurstrandarvegi vegna
gruns um að hann æki und-
ir áhrifum fíkniefna. Maðurinn
viðurkenndi neyslu á amfetamíni
og kannabis. Með honum í bílnum
var rúmlega þrítugur karlmaður
og kváðust þeir félagar vera á leið
á Selfoss að sækja vin sinn. Öku-
maðurinn var færður á lögreglu-
stöð til sýna- og skýrslutöku. Hann
reyndist, auk fíkniefnaakstursins,
hafa verið sviptur ökuréttindum.
Annar ökumaður, sem lögreglan
hafði afskipti af sama dag, reyndist
einnig hafa verið sviptur öku-
réttindum.
Þá barst lögreglunni á Suður-
nesjum í vikunni tilkynning frá
öryggisgæslunni í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar þess efnis að flug-
vél í sjúkraflugi hefði þurft að
lenda á Keflavíkurflugvelli vegna
vélarbilunar. Vélin var að koma
frá Manchester og var á leið til
Kanada. Tveir voru í áhöfn hennar
og með henni voru sjúklingur, að-
standandi hans og læknir. Sjúkra-
flutningamenn sáu um að flytja
sjúklinginn á sjúkrahús.
Faldi dóp undir
tungunni
Íslenskur karlmaður var á þriðju-
dag stöðvaður í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar við hefðbundið eftirlit
tollgæslunnar vegna gruns um að
hann væri með fíkniefni í fórum
sínum. Maðurinn, sem er um fer-
tugt, reyndist hafa falið fíkniefn-
in í umbúðum undir tungunni.
Talið er að um kókaín sé að ræða.
Lögreglan á Suðurnesjum gerði
vettvangsskýrslu í málinu, hald-
lagði fíkniefnin og að því búnu
var maðurinn frjáls ferða sinna.
Hann á yfir höfði sér refsingu fyrir
brot sitt.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Fjölskylduklúbbur“
n DV greindi frá því í mars að S.O.D. væri
einn ellefu klúbba sem lögreglan fylgd-
ist með í tengslum við
skipulagða glæpastarf-
semi. Fram kom í úttekt
DV að meðlimir klúbbsins
S.O.D. væru forviða á
því að nafn þeirra væri bendlað við
glæpastarfsemi. Ástæðan fyrir því væri
sú að um væri að ræða fjölskyldumenn
sem hefðu fyrst og fremst áhuga á
mótorhjólum. Þeir ættu kunningja innan
Hells Angels, fyrst og fremst vegna
sameiginlegs áhuga á mótorhjólum.
S.O.D. gengur
í VítiSengla
n Vítisenglar styrkja stöðu sína n Nýr klúbbur í undirbúningi á Ísafirði
Hells Angels Meðlimir S.O.D., sem
áður var stuðningsklúbbur Hells Angels,
eru nú orðnir meðlimir í Hells Angels.