Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 2
V élhjólaklúbburinn S.O.D. Suðurnes, sem hefur ver- ið stuðningsklúbbur Hells Angels (Vítisengla) undan- farin ár, hefur nú sameinast Vítisenglum. Samkvæmt heimildum DV voru meðlimir S.O.D. um átta og eru þeir nú orðnir fullgildir meðlimir Hells Angels. Með þessari fjölgun í samtökun- um hefur Hells Angels styrkt stöðu sína í undirheimum. Nýr klúbbur á Ísafirði Þetta eru ekki einu breytingarnar sem hafa átt sér stað í undirheimun- um að undanförnu því samkvæmt heimildum DV er unnið að því að koma upp nýjum klúbbi á Ísafirði sem kallast 81 Crew S.O.D. Suðurnes, sem stendur fyrir Souls of Darkness, hefur verið starfandi á Suðurnesjum síðastliðin fjögur ár. Heimildir blaðsins herma að alltaf hafi staðið til að S.O.D. gengi inn í Hells Angels. Á meðan hafa meðlimir S.O.D. verið í þjálfun sem felst meðal annars í að meðhöndla skotvopn, veita fyrstu hjálp, með- höndla skotsár og keyra í verndar- fylgd. Þjálfunin fer fram í sérstökum þjálfunarbúðum í Danmörku þar sem reyndir meðlimir Hells Angels sjá um kennslu. Fá vernd og stuðning Hells Angels-samtökin eru skilgreind sem glæpasamtök út um allan heim. Á meðal þeirra glæpa sem meðlimir klúbbsins hafa verið bendlaðir við og dæmdir á heimsvísu fyrir eru morð, fíkniefnabrot, líkamsárásir, hótanir, vændi og mansal. Auk þess að það eigi að þykja vera heiður að fá að ganga í samtökin, sækja margir í þann stuðning sem þeir fá frá öðrum meðlimum. Margir þeirra sem hafa áhuga á að ganga í slík samtök hafa lifað og hrærst í undirheimum samfélagsins. Með því að vera hluti af Hells Angels eru þeir verndaðir af öðr- um meðlimum auk þess að fjárhags- lega aðstoð frá samtökunum ef í harð- bakkann slær. Sem dæmi um það fær meðlimur sem dæmdur er í fangelsi borgaðan allan lögfræðikostnað sem og fjölskyldunni er haldið uppi meðan á afplánun stendur. Eiga gamalt geðsjúkrahús í Noregi Samkvæmt heimildum DV fá með- limir samtakanna fría gistingu í hverju því landi sem þeir heim- sækja, þeir eru sóttir á flugvöll og ekið með þá um þá staði sem eru heimsóttir. Sem dæmi keyptu Hells Angels í Noregi gamalt geð- sjúkrahús þar í landi og gerðu upp. Spítalinn mun vera fleiri hundruð fermetrar að stærð þar sem með- limir alls staðar að úr heiminum mega dvelja meðan á dvöl þeirra stendur. Í Reykjavík er starfandi klúbb- ur sem áður var hluti af S.O.D. Suðurnes. Það munu nú vera tveir aðskildir klúbbar og notast Reykja- víkurklúbburinn alfarið við nafnið Souls of Darkness en ekki skamm- stöfunina S.O.D. Það mun ekki vera á dagskránni að samtökin hin síð- arnefndu verði hluti af Hells Angels heldur verði áfram stuðningsklúbb- ur samtakanna. n 2 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað Nemandi laminn með járnröri 3 Nemandi í Menntaskól- anum á Ísafirði mátti þola grófa lík- amsárás frá tveim- ur samnemendum sínum á mánudag. Tveir piltar gengu í skrokk á piltinum, en allir málsaðilar eru undir lögaldri. Pilturinn sem ráðist var á ætlar að sögn föður síns ekki að láta atvikið verða til þess að hann hætti í skólan- um. Hann var dreginn inn á salerni og hann barinn með járnröri, en ekki járnplötu eins og ranglega var sagt, sem annar árásarmanna hafði tekið með sér úr smíðatíma. Árásarþolinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en er ekki alvarlega slasaður. Auðjöfur flúði til Íslands 2 Rúmenskur viðskiptajöf- ur að nafni Cristian Sima lét sig hverfa í byrjun október og hafði með sér gíf- urlegar fjárhæðir í eigu viðskiptavina sinna. Ekkert spurðist til Sima í tæp- ar tvær vikur þar til rúmenskir fjöl- miðlar greindu frá því um helgina að hann væri í felum á Íslandi og hefðist við í leiguíbúð í Reykjavík. Málið hefur vakið mikla hneykslan og er sagt áfall fyrir rúmenskt við- skiptalíf. Sima er einn þekktasti við- skiptamógúll Rúmeníu auk þess að vera forseti næststærstu kauphallar landsins, Sibex, sem sérhæfir sig í afleiðuviðskiptum. Skuldir Jakobs hverfa 1 Eignarhalds-félag í eigu bolvíska útgerðar- mannsins Jakobs Valgeirs Flosa- sonar og Ást- mars Ingvarssonar hefur verið tek- ið til gjaldþrotaskipta vegna skulda félagsins. Félagið heitir Ofjarl ehf. og keypti 10 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stími síðla árs 2007. Stím keypti sem kunnugt er hlutabréf í FL Group og Glitni fyr- ir um 25 milljarða króna með lán- veitingum frá Glitni í nóvember 2007. Skiptastjóri félagsins er Jó- hannes Árnason hdl. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðs- dómi Reykjavíkur þann 3. október síðastliðinn. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Í vímu á leið til Selfoss Lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði á fimmtudag ökumann um tvítugt á Suðurstrandarvegi vegna gruns um að hann æki und- ir áhrifum fíkniefna. Maðurinn viðurkenndi neyslu á amfetamíni og kannabis. Með honum í bílnum var rúmlega þrítugur karlmaður og kváðust þeir félagar vera á leið á Selfoss að sækja vin sinn. Öku- maðurinn var færður á lögreglu- stöð til sýna- og skýrslutöku. Hann reyndist, auk fíkniefnaakstursins, hafa verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður, sem lögreglan hafði afskipti af sama dag, reyndist einnig hafa verið sviptur öku- réttindum. Þá barst lögreglunni á Suður- nesjum í vikunni tilkynning frá öryggisgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þess efnis að flug- vél í sjúkraflugi hefði þurft að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna vélarbilunar. Vélin var að koma frá Manchester og var á leið til Kanada. Tveir voru í áhöfn hennar og með henni voru sjúklingur, að- standandi hans og læknir. Sjúkra- flutningamenn sáu um að flytja sjúklinginn á sjúkrahús. Faldi dóp undir tungunni Íslenskur karlmaður var á þriðju- dag stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn, sem er um fer- tugt, reyndist hafa falið fíkniefn- in í umbúðum undir tungunni. Talið er að um kókaín sé að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum gerði vettvangsskýrslu í málinu, hald- lagði fíkniefnin og að því búnu var maðurinn frjáls ferða sinna. Hann á yfir höfði sér refsingu fyrir brot sitt. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Fjölskylduklúbbur“ n DV greindi frá því í mars að S.O.D. væri einn ellefu klúbba sem lögreglan fylgd- ist með í tengslum við skipulagða glæpastarf- semi. Fram kom í úttekt DV að meðlimir klúbbsins S.O.D. væru forviða á því að nafn þeirra væri bendlað við glæpastarfsemi. Ástæðan fyrir því væri sú að um væri að ræða fjölskyldumenn sem hefðu fyrst og fremst áhuga á mótorhjólum. Þeir ættu kunningja innan Hells Angels, fyrst og fremst vegna sameiginlegs áhuga á mótorhjólum. S.O.D. gengur í VítiSengla n Vítisenglar styrkja stöðu sína n Nýr klúbbur í undirbúningi á Ísafirði Hells Angels Meðlimir S.O.D., sem áður var stuðningsklúbbur Hells Angels, eru nú orðnir meðlimir í Hells Angels.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.