Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 37
Menning 37Helgarblað 19.–21. október 2012 „Sögumaður af guðs náð“ „Hröð, skelfileg og grípandi“ Minning um óhreinan engil Henning Mankell Eldvitnið Lars Kepler „Vandamál Argentínu koma fram þegar ketinu sleppir“ Bestu leikararnir í dag LEIKARAR 1. sæti Ólafur Darri Ólafsson n „Framúrskarandi. Sýndi það og sannaði í Djúpinu að hann er einn besti leikari okkar Íslendinga.“ n „Stórleikari í öllum merkingum þess orðs. Líka stór í lítillæti sínu og auðmýkt gagnvart listgreininni. Fallegur leikari sem ávallt snertir áhorfendur.“ n „Býr yfir einstakri einlægni og ró í leik sínum. Sýnir viðfangsefn- um sínum vanfundna virðingu sem setur hann á stall með bestu leikurunum og þá ekki bara á Ís- landi. Það eru fáir leikarar starfandi í heiminum í dag sem geta haldið uppi heilli kvikmynd, en það gerir hann léttilega eins og leikur hans í kvikmyndinni Djúpið sannar.“ n „Búinn að vera frábær í mörg ár. Alveg frá því hann steig á svið í Valsheimilinu í Gettu betur hér í denn hef ég fylgst með honum. Frábær.“ n „Hefur einhvern frumkraft, eins og Dóra, sem gerir það að verkum að maður myndi horfa á hann lesa, eða jafnvel borða, símaskrána af sama áhuga og á frammistöðu hans í Djúpinu, fóstruna í Rómeó og Júlíu eða Þröst Hjört.“ n „Alltaf jafn magnaður að horfa á hvort sem er í bíómyndum eða leikhúsi. Einstakur kærleiksbjörn sem og heillandi leikari.“ 2. sæti Ingvar E. Sigurðsson n „Í einu orði sagt magnað- ur! Honum tekst auðveld- lega að kalla fram gæsahúð einungis með örfáum svip- brigðum. Mjög farsæll leikari og hefur unnið hvern leik- sigur á fætur öðrum. Hefur þennan fræga x-faktor sem ekki margir hafa.“ n „Yfirburðaleikari. Jafnvíg- ur á sviðinu og hvíta tjaldinu. Af því sem hann hefur gert þá stendur upp úr túlkun- in í einleiknum Djúpið eftir Jón Atla.“ n „Ingvar er eins og Mídas. Það verður allt að gulli sem hann snertir.“ n „Dýnamískur galdramað- ur.“ n „Einlægur, jarðbundinn og með þeim flottari sem við eigum.“ 3. sæti Björn Thors n „Jafnvígur á gamanleik og drama, með gríðarlega útgeislun og augljóslega húmor fyrir sjálfum sér.“ n „Það er ólgandi kvika inni í hverri taug, hverri æð Björns, sem gerir það að verkum að hann sogar til sín athygli og áhuga áhorfenda. Frábær leikari.“ n „Litar sínar persónur sterkum litum á oft mjög frumlegan hátt. Senuþjófur af guðs náð – auk þess að geta staðið undir burðarrullum.“ n „Hefur sama vald á gamanleik og alvarlegri hlutverkum, fjölhæfur leikari með margar hliðar.“ 4.–5. sæti Hilmir Snær Guðnason n „Ég fór nýverið á Með fulla vasa af grjóti og það var í einu orði sagt magnað. Stenst tímans tönn. Svo er hann góð skytta.“ n „Hilmir býr við þann vanda að vera ofnotaður; kastað nánast í hvaðeina bara af því að hann er Hilm- ir Snær. En, það er ekki bara vegna vinsælda meðal áhorf- enda sem margir leikstjórar hafa hann efst á blaði – ákaf- lega góður leikari.“ n „Það bara leikur enginn eins og hann. Á orðið svo fjölbreytilegt persónu gallerí að það er varla hægt að hampa einu hlutverki um- fram annað.“ 4.–5. sæti Þorsteinn Bachmann n „Leikari sem hefur ekki farið auðveldu leiðina. Smátt og smátt hefur hann náð að sannfæra alla um það sem hefði átt að vera fyr- ir löngu vitað, að hann er leikari sem býr yfir slíkum hæfileikum og innsæi í persónusköpun að hans er framtíðin. Svona leikarar verða bara betri og betri með aldrinum.“ n „Kominn á góðan stað. Virtist stefna í einhvern albesta B-leik- ara landsins en hefur rifið sig upp og er orðinn frábær. Er frábær í Pressu – nær karakternum sem hann á að leika yndislega.“ n „Engin íslensk bíómynd er full- komnuð nema Þorsteini Bach- mann bregði þar fyrir. Hann er alltaf flottur og alltaf fyndinn.“ 6.–7. sæti Hilmir Jensson n „Útskrifaðist fyrir tveimur árum. Besti leikari sinnar kynslóðar. Sýndi það sérstaklega með hlut- verki sínu í Gálmu sem Sómi þjóðar setti á svið í Norðurpólnum að það eru fáir sem standast honum snúning.“ n „Var alveg svakalega góður í leikritinu Gálma sem Sómi þjóðar setti upp í vetur. Verður skemmtilegt að fylgjast með honum þróast.“ 6.–7. sæti Arnar Jónsson n „Þvílík rödd! Arnar Jónsson er einstakur á sínu sviði. Frábær leikari og er einn af okkur bestu leikurum.“ n „Í Lé konungi tók hann geðveik- ina á hærra plan. Þegar maður hélt að ekki væri hægt að taka hana lengra. Alveg hreint stórkostlegur leikari.“ n „Einn albesti skapgerðarleikari okkar fyrr og síðar. Fer létt með Lé konung og ámóta létt með að kitla hláturtaugar leikhúsgesta með gam- anleik. Arnar er þungavigtarmaður.“ ÞEIR VORU LÍKA NEFNDIR: Þröstur Leó Gunnarsson „Kiddi beikon, pabbi Nóa albínóa er einhver alflottasti karakter sem skapaður hefur verið í íslenskri bíómynd. Þröstur er þar ógleymanlegur, en honum lætur einkar vel að leika ógæfulega menn.“ Steinn Ármann Magnússon „Vegna ferils hans, til dæmis sem standtrúður eða að hafa lengi verið með lúkuna í rassi kattarins Kela, er hann vanmetinn en hann er líklega einn besti kvikmyndaleikari landsins og mjög öflugur á sviði.“ Valur Freyr Einarsson „Hefur verið lengi á leiðinni en eftir Tengdó er ljóst hversu sjaldgæfir hæfileikar eru þarna á ferð.“ Kjartan Guðjónsson „Hefur allt til brunns að bera sem góður leikari þarf: Ein- lægni og óskeikula tímasetningu.“ Hilmar Jónsson „Alltaf spennandi að sjá hvað hann gerir á leiksviði. Þungavigtarmaður.“ Jón Páll Eyjólfsson „Nær að skapa forvitnilegar og mennskar persónur sem maður þorir samt ekki alveg að snúa baki í.“ Benedikt Erlingsson „Klárlega einn besti leikari landsins. Hans helsti styrkur er hvað hann er góð- ur sögumaður, sem er stór hluti af því að vera leikari. Gerir einfaldlega allt vel.“ Argentína Veitingastaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.