Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 14
Heiðar Már snupr-
aður í Hæstarétti
14 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað
F
járfestirinn Heiðar Már Guð-
jónsson tapaði meiðyrðamáli
gegn DV á fimmtudaginn.
Heiðar krafðist þess að þeim
Reyni Traustasyni, ritstjóra
DV, Jóni Trausta Reynissyni, fyrr-
verandi ritstjóra, og Inga Frey Vil-
hjálmssyni fréttastjóra yrði gert að
greiða honum skaðabætur, alls rúm-
lega fimm og hálfa milljón króna,
vegna fréttaflutnings árið 2010 af því
er hann áformaði að reyna vísvitandi
að fella krónuna á árunum 2006 til
2007. Dómurinn varð ekki við því.
Hæstiréttur telur að fréttaflutning-
ur Inga Freys af málinu sé byggður á
staðreyndum – hafi „nægileg tengsl
við staðreyndir“ – og eigi „brýnt er-
indi til almennings“.
Hafði áhyggjur af álitshnekki
Heiðar vildi fá fern ummæli dæmd
ómerk: „Plottaði árás á krónuna“,
„Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir
og fyrrverandi framkvæmdastjóri
hjá Novator […] tók stöðu gegn ís-
lensku krónunni á árunum 2006 og
2007“, „Krónuníðingurinn“ og „Heið-
ar hljómar eins og landráðamaður“.
Síðustu tvö ummælin birtust í leiðara
Jóns Trausta Reynissonar þáverandi
ritstjóra þann 20. október 2010, en
hin fyrri í fréttaumfjöllun blaðsins
þann 18. október. Heiðar taldi sem
svo að ummælin væru ósönn og fælu
í sér „aðdróttun í sinn garð“ og taldi
að virðing hans hafi beðið hnekki.
Niðurstaða dómsins var sú að
fréttaumfjöllunin væri réttmæt, sér-
staklega í ljósi þess að þar var fjallað
um ósiðlegt athæfi, þó það varðaði
ekki við lög. „Ummælin lúta ekki að
ætlaðri ólögmætri háttsemi aðaláfrýj-
anda, þótt þau varði að sönnu hátt-
semi sem gagnáfrýjendur telja sið-
ferðilega neikvæða í umfjöllun sinni.
Í ljósi eðlis háttseminnar og framan-
greindra gagna verður gagnáfrýjend-
um ekki gert að leiða frekari sönnur
að réttmæti ummælanna,“ segir með-
al annars í dómi Hæstaréttar.
„[M]er blaedir a hverjum degi“
Á meðal gagna sem vísað var til fyr-
ir dómi er tölvupóstur frá Heiðari
og minnisblað sem hann skrifar.
Þar kemur skýrt fram að Heiðar hafi
hitt fyrir erlenda fjárfesta í New York
þar sem lagt hafi verið á ráðin um
að ráðast á krónuna; að veikja hana
vísvitandi, svo hann mætti sjálfur
græða. „Thad freistar theirra ad rad-
ast a kronuna,“ skrifaði hann í ein-
um pósti. Í öðrum tölvupósti, frá
árinu 2007, tíundar Heiðar hvernig
hann væri að tapa gífurlega á ster-
kri krónu: „Eg hreinlega skil ekki
hvers vegna hun hangir,“ kom þar
fram. Kvaðst hann viss um að gengið
myndi lækka. „Islendingar, med sitt
gullfiskamynni, eru nuna ad endur-
fjarmagna husnaedi sitt erlendis.
Eg trui ekki odru en
thetta breytist en
mer blaedir a hverj-
um degi. Thetta er
eins og kinversk
pyntingaradferd.
2% tap a hverj-
um manudi, jafnt
og thett.“ Kemur í
einum tölvupósti
einnig skýrt fram
að Novator, sem
Heiðar Már stýrði
að hluta sem fram-
kvæmdastjóri en
er í eigu Björgólfs
Thors Björgólfs-
sonar, hafi veðjað
á fall krónunnar.
„Novator tekur skortstöðu fyrir tæp-
lega 50 milljarða króna.“
Reyndi að hafa áhrif á
fréttaflutning
Heiðar reyndi í sífellu að hafa áhrif
á fréttaflutning af málinu á sín-
um tíma. Fyrir dómi kvaðst hann
ósáttur við að fréttaflutningur hafi
haldið áfram, „þrátt fyrir ítrek-
uð andmæli og útskýringar“. Taldi
hann sig hafa „ítrekað hrakið“
hinar kærðu full-
yrðingar, en
dómurinn tók
það ekki gilt, enda
hrakti Heiðar ekk-
ert í málinu.
Þrátt fyrir fram-
lögð sönnunar-
gögn neitaði Heið-
ar að hafa tekið
skortstöðu gegn
krónunni og mál-
aði upp bjagaða
mynd af atburðum.
Heiðar fékk næg
tækifæri til þess
að svara fyrir sig,
en gerði það ekki
á annan hátt en að
neita aðild að mál-
inu. „Ég tók ekki stöðu á móti krón-
unni í nafni Novator eða annarra.
[…] Ég hef aldrei stjórnað hópi, eða
sett saman slíkan hóp, til að ráðast
á íslensku krónuna. Þetta svarar öll-
um þeim spurningum sem á eftir
koma,“ var svar hans við ítarlegum
lista spurninga, sem Ingi Freyr sendi
á hann, með tilvísunum í ofangreind
sönnunarögn. Dómurinn telur það
„ekki óeðlilegt að [Ingi Freyr] hæfi
þau skrif, sem mál þetta sprettur af,“
í kjölfar þessa samskipta.
Krónuníðingurinn
Heiðar Már vildi að ummæli sem látin
voru falla í leiðara Jóns Trausta þann
20. október árið 2010 yrðu dæmd
ómerk. Leiðarinn bar yfirskriftina
„Krónuníðingurinn“ og vildi Heiðar
fá þá nafngift ómerkta. Þess að auki
vildi hann að Jón Trausti yrði dæmd-
ur fyrir ummælin: „Heiðar hljómar
eins og landráðamaður“.
Dómurinn mat sem svo að þetta
væru gildisdómar, sem gefa aukið
svigrúm til ályktana. Þeir verða þó að
hafa „einhverja stoð í staðreyndum
málsins“ og úrskurðað var að þessi
ummæli væru byggð á staðreynd-
um. Taldi dómurinn að ummæl-
in væru „sett fram af smekkleysi og
með þeim djúpt tekið í árinni. Þrátt
fyrir það og þótt engin þörf hafi ver-
ið á svo ósmekklegu orðfæri í um-
ræðunni, verður fallist á að ummæl-
in hafi nægileg tengsl við staðreyndir,“
að því er segir í dóminum. Hreiðar
fékk því ekki nafngiftinni „krónuníð-
ingur“ hnekkt fyrir dómi. Báðir aðilar
þurftu að greiða eigin kostnað vegna
málsins. n
n Fréttirnar áttu brýnt erindi við almenning n Vildi að fern ummæli yrðu ómerkt
Stöðutaka
Að taka stöðu gegn gjaldmiðli gengur
meðal annars þannig fyrir sig að tekið
er lán í myntinni sem á að veðja gegn,
til dæmis íslenskum krónum, og keypt
fyrir það erlend mynt, til dæmis evrur. Ef
gengi myntarinnar sem lánið er í lækkar
á tilteknu tímabili, sem lántakandinn
hefur samið um við lánveitandann eða
eitthvert fjármálafyrirtæki, getur lán-
takandinn selt myntina sem hann keypti
í staðinn, borgað upp lánið og haldið því
eftir fyrir sig sem út af gengur.
Tökum sem dæmi. Ef lántakandi tekur
milljarð króna að láni til að kaupa evrur,
og það eru 100 krónur í evrunni, getur
hann hagnast umtalsvert ef gengi krón-
unnar lækkar í samanburði við evru, um
20 prósent á ákveðnu tímabili. Hann sel-
ur því tíu milljón evrurnar og fær til baka
1,2 milljarða króna og hagnast um 200
milljónir eftir að hafa borgað upp lánið.
Þetta er einfalda útgáfan af stöðutöku
gegn gjaldmiðli og lýsir hugsuninni á bak
við hana í grófum dráttum.
Svo dæmi sé tekið af fyrstu mánuðum
ársins 2006 þá hefði sá sem veðjað
hefði á lækkun krónunnar með skort-
stöðu frá því í lok janúar og fram í maí
getað ávaxtað fé sitt um 25 prósent.
Ástæðan fyrir þessu var sú að gengi
krónunnar lækkaði þegar þetta var.
Gengi krónunnar styrkist hins vegar
á fyrri hluta árs 2007 og náði styrkur
hennar hámarki um sumarið 2007. Því
er líklegt að þetta sé ástæða þess að
Heiðar sagði í tölvupóstinum að honum
blæddi: Gengi íslensku krónunnar hafði
haldist hærra en hann hafði veðjað á og
hann tapaði peningum á því.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Niðurstaða
dómsins var
sú að fréttaumfjöll-
unin væri réttmæt,
sérstaklega í ljósi
þess að þar var fjallað
um ósiðlegt athæfi
Forsíðan sem Heiðar kærði Heið-
ar vildi fá fern ummæli dæmd ómerk.
Honum varð ekki að þeirri ósk sinni.
„Aðdróttanir“ Heiðar
Már Guðjónsson fjárfestir
taldi að fréttaflutningur af
því er hann tók skortstöðu
gegn krónunnni vera
aðdróttanir í sinn garð.