Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 56
Shaken, not
stirred!
Ingibjörg skoðar
Laugaveg 77
n Athafnakonan Ingibjörg Pálma-
dóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, skoðaði Laugaveg
77 á dögunum sem hýsir meðal
annars Valitor og útibú Lands-
bankans. Hermt er að Ingibjörg
hafi skoðað húsnæðið og boð-
ið í það með það fyrir augum að
koma þar upp hóteli en hún rek-
ur sem kunnugt er 101 hótel við
Hverfisgötu. Laugavegur 77, sem
er í heildina tæplega fimm þús-
und fermetrar, er í eigu Lands-
bankans. Húsnæðið er til sölu og
hefur þegar verið ósk-
að eftir tilboðum
í eignina. Óvíst
er hvar mál-
in standa eða
hvort af kaup-
unum verður
en Ingibjörg
virðist að
minnsta
kosti hafa
áhuga á hús-
næðinu.
Malar gull
á íslenskri ull
n Saxófónleikarinn Jóel Páls-
son og eiginkona hans, Bergþóra
Guðnadóttir, eru í hópi stærstu
kaupenda ullar á landinu. Þau
stofnuðu hönnunarfyrirtækið
Farmers Market árið 2005 og
voru þá með tvær hendur tóm-
ar. Í viðtali við nýjasta tölublað
Bændablaðsins segir Jóel
að Farmers Market
búi til tískumerki
fyrir innlendan og
erlendan markað
en stærsti mark-
aðurinn erlendis sé
í Japan. Fyrirtæk-
ið kaupir fleiri tonn
af íslenskri ull á
hverju ári og er
það nú með
400 vörunúm-
er á sínum
snærum. Er
nú svo kom-
ið að fyr-
irtækið er
orðið einn
stærsti við-
skiptavin-
ur íslenskra
framleiðslu-
fyrirtækja í
textíl.
Bond „hins hugs-
andi manns“
n Almannatengillinn síkáti
Andrés Jónsson er eins og margir
aðrir Íslendingar aðdáandi kvik-
myndanna um James Bond. Á
fimmtudag birti hann tölfræði-
upplýsingar um dráp, drykkju
og kvennafar Bond í myndunum
eftir leikurum sem tímaritið The
Economist tók saman. „ Treystir
mig í þeirri trú að Timothy
Dalton sé Bond „hins hugsandi
manns“,“ skrifaði almannateng-
illinn á Facebook. Í töl-
fræðinni kom fram að
í þeim myndum sem
Dalton lék njósn-
arann hafi að jafn-
aði verið minnst um
dráp, drykkju
og kvenna-
far.
Ö
ll góðgerða-, hjálpar- og líknar-
félög hafa ókeypis aðgang að
Kringlunni tvo daga á ári. Þar
sitja allir við sama borð. Þessir
tveir dagar miðast við að þú getir
verið með kynningu á tveimur stöð-
um í Kringlunni þann sama dag,“
segir Sigurjón Örn Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar við DV.
Fréttir bárust af því í vikunni að
Slysavarnarfélagið Landsbjörg þyrfti
að greiða 300 þúsund krónur til þess
að fá að selja Neyðarkall björgunar-
sveitanna í Kringlunni um þriggja
daga skeið í byrjun nóvember. Í kjöl-
farið voru uppi raddir um að þetta
gjald ætti að fella niður, enda sé um
góðgerðafélag að ræða.
„Nú þegar, er verið að gera vel við
þessa aðila, af því að við höfum skiln-
ing á því að þeir standa fyrir góðan
málstað og við höfum viljað leggja
okkar af mörkum í þeim efnum,“ seg-
ir Sigurjón. „Landsbjörg hefur óskað
eftir að vera á átta stöðum í húsinu
og að vera þrjá daga. Við urðum við
þeirri ósk og sögðum að allt umfram
það sem er frítt fyrir þessi félög þurfi
að greiða samkvæmt gjaldskrá með
50 prósenta afslætti,“ segir Sigurjón.
Hann segir það ekki vera ætlun
Kringlunnar að græða á þessu fyrir-
komulagi, rekstrarkostnaður hússins
sé hár og Landsbjörg fái pláss í hús-
inu sem annars væri selt í útleigu.
„Við erum ekki að hagnast á þessu.
Pláss sem fer undir Landsbjörg verð-
ur ekki selt öðrum á meðan á fullu
verði. Gatan hér í húsinu er eins og
húsið allt, selt til útleigu. Það er heil-
mikill kostnaður við rekstur svona
húss sem fólk verður að átta sig á. Og
sá kostnaður er borinn af rekstrar-
aðilum hússins.“
Hann segir að björgunarsveitirn-
ar greiði almennt fyrir þjónustu, og
að Kringlan sé engin undanteknin
hvað það varðar. n simon@dv.is
„Við erum ekki að hagnast á þessu“
n Framkvæmdastjóri Kringlunnar svarar gagnrýni
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 19.–21. októBer 2012 121. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Slegið af leigu „Nú
þegar, er verið að gera
vel við þessa aðila,“ segir
Sigurjón Örn Þórðarson.