Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 44
Íslenska kvennalandsliðið Fyrri úrslitaleikur um helgina Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Úkraínu á laugardag í fyrri umspilsleik lið­ anna um laust sæti á Evrópu­ mótinu í knattspyrnu sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Leik­ ið verður heima og að heiman en sigurvegarinn kemst beint á EM. Fyrri leikur liðanna fer sem áður segir fram í Úkraínu og hefst klukkan 13.00 núna á laugardag. Síðari leikurinn fer fram á Laugar­ dalsvelli næstkomandi fimmtu­ dag, klukkan 18.30. Ísland missti naumlega af efsta sætinu í sínum riðli. Liðið tapaði með minnsta mun gegn Noregi, 2–1, á útivelli þann 19. september síðastliðinn. Fyrir vikið hafnaði Noregur í efsta sæti riðilsins með 24 stig en Ísland fékk 22 stig. Úkraína hafnaði einnig í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Finnum, en aðrar þjóðir í riðlinum voru Hvíta­Rússland, Slóvakía og Eist­ land. Úkraína vann alla leiki sína á útivelli í riðlinum en gekk ekki eins vel á heimavelli. Þar töpuðu þær fyrir Finnum og Hvít­Rússum og gerðu jafntefli gegn Slóvakíu. Það varð þeim að falli, ef svo má að orði komast. Fljótt á litið virðast Ísland og Úkraína svipuð að styrkleika. Úkraínsku stelpurnar eru í 23. sæti heimslistans en þær íslensku í 16. sæti. Þjóðirnar hafa fjórum sinnum mæst áður. Ísland vann í viðureign liðanna árið 1997, jafn­ tefli varð árið 1999 en Úkraína vann bæði árin 1998 og 2000. Bæði lið komust í fyrsta skipti á stórmót á EM í Finnlandi árið 2009 og því má segja að uppgang­ ur kvennaknattspyrnunnar í liðinu sé ekki ósvipaður því sem gerst hefur hér á landi. Sigurður Ragn­ ar Eyjólfsson þjálfari hefur úr öll­ um leikmönnum Íslands að velja og því ætti ekkert að vera góðum leikjum til fyrirstöðu. „Þær eru all­ ar heilar og í fínu standi og hlakka mikið til verkefnisins,“ sagði hann við DV í vikunni. 44 Sport 19.–21. október 2012 Helgarblað Liðin sem mætast í umspilinu n Skotland - Spánn n Úkraína - Ísland n Austurríki - Rússland baldur@dv.is Þ að verður sannkallað­ ur stórleikur í ensku knattspyrnunni þegar Tottenham tekur á móti grönnum sínum í Chelsea í hádeginu á laugardag. Chelsea trónir sem fyrr á toppi deildarinnar með 19 stig og er enn taplaust eftir sjö leiki. Tottenham byrjaði tímabil­ ið rólega en hefur heldur betur verið að rétta úr kútnum upp á síðkastið. Liðið náði ekki sigri í fyrstu þremur deildarleikjum sínum en hefur nú unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal magnaðan 3–2 sigur á Manchester United á Old Trafford. 15 í landsliðsverkefnum Flestir lykilmenn þessara liða hafa verið í verkefnum með landsliðum sínum undanfarna daga og því verð­ ur forvitnilegt að sjá hvort allir komi heilir heilsu til leiks. Sex leikmenn Tottenham, þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson, voru í eldlínunni með landsliðum sínum í vikunni á með­ an níu leikmenn Chelsea spiluðu fyrir landslið sín. Þessi lið mættust síðast þann 15. apríl í undanúrslit­ um enska bikarsins þar sem Chelsea vann stórsigur, 5–1, á Wembley. Báðir deildarleikir þessara liða á síðustu leiktíð enduðu hins vegar með jafntefli, 1–1 á White Hart Lane en 0–0 á Stamford Bridge. Marka­ hæstu menn þessara liða í deildinni á tímabilinu eru Fernando Torres og Jermaine Defoe en þeir hafa báðir skorað fjögur mörk til þessa. WBA unnið alla á heimavelli Englandsmeistarar Manchester City eiga erfiðan útileik í vændum gegn WBA sem hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína til þessa. WBA situr í 6. sæti deildarinnar með 14 stig en meistararnir í City eru með 15 stig í 3. sæti. Óvíst er hvort David Silva verði með City í leiknum en hann meiddist gegn Frökkum á þriðju­ dagskvöld. Sömu sögu er að segja af Jack Rodwell sem er tæpur. Nágrannar City, Manchester United, taka á móti Stoke City á Old Trafford á laugardag. United er í öðru sæti deildarinnar en Stoke er í 12. sæti með 8 stig. Aðeins topp­ lið Chelsea hefur fengið á sig færri mörk en Stoke og því mun mikið mæða á sóknarmönnum United að brjóta vörn Stoke á bak aftur. Liverpool sér tækifæri Liverpool hefur gengið illa í deildinni það sem af er tímabili og situr í 14. sæti deildarinnar með sex stig. Liðið fær þó kærkomið tækifæri til að ná í sinn annan sigur á tímabil­ inu – og þann fyrsta á heimavelli – þegar það mætir Reading. Reading er í 18. sæti með þrjú stig. Arsenal, sem er í 7. sæti með 12 stig, mætir Norwich á útivelli og ætti að vinna ef allt er samkvæmt bókinni. 8 af 12 stigum Arsenal hafa komið á úti­ velli en á sama tíma hefur Norwich enn ekki unnið heimaleik og raun­ ar enn ekki unnið leik á tímabilinu. Á sunnudag verður svo áhugaverður leikur á milli erkifjendanna Sunder­ land og Newcastle. Þessi félög hafa lengi eldað grátt silfur saman og þurfa í raun bæði á sigri að halda. Newcastle situr í 10. sæti með 9 stig en Sunderland er í 13. sæti með 7 stig. n Slagur erkifjenda í enska boltanum n Tottenham mætir Chelsea n Liverpool eygir fyrsta heimasigurinn Vissir þú … … að Michael Carrick hjá Manchester United á flestar sendingar fram völlinn það sem af er tímabili, eða 200. … að Chelsea hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku deildinni. … að Manchester City er ósigrað í síðustu þrettán leikjum sínum í deildinni. … að Tottenham hefur unnið fjóra leiki í röð í deildinni. … að West Ham hefur fengið flest gul spjöld það sem af er tímabili, eða 18. … að Steven Fletcher hefur skorað öll mörk Sunderland á tímabil- inu, eða 5 talsins. … að leikmenn Everton skjóta oftast að marki, eða 20,1 sinni að meðaltali í leik. Laugardagur Tottenham – Chelsea „Tottenham vinnur þennan leik og stjórinn, Villas-Boas, fær uppreisn æru. Hann mun gera allt til fá þrjú stig á móti liðinu sem fór illa með hann. Gylfi nýtir sér pirringinn eftir leikinn gegn Sviss og skorar.“ WBA – Manchester City „WBA hefur komið á óvart en verður ekki áfram svona ofarlega í töflunni. City er að komast í gang og vinnur þetta.“ West Ham – Southampton „Ég er hrifinn af þessu Sout- hampton-liði og spái því sigri. Þetta verður sigur fótboltans.“ Swansea – Wigan „Ég set 1 á þennan leik. Swansea hefur gengið illa upp á síðkastið en réttir úr kútnum um helgina. Þetta Wigan-ævintýri hlýtur að fara enda.“ Fulham – Aston Villa „Ég set X á þennan leik. Það verður lítið af mörkum og steindautt jafntefli.“ Liverpool – Reading „Hér ætla ég að gleðja Liverpool-menn og spá þeim öruggum sigri. Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem ég þori að veðja á sigur Liverpool.“ Manchester United – Stoke „Þetta verður öruggur heimasigur. Stoke hef- ur alltaf náð úrslitum og náð að stríða flestum liðum en það gerist ekki í þessum leik.“ Norwich – Arsenal „Ég set X á þennan leik. Maður myndi ætla að Arsenal ynni en ég vona að nágrannar Tottenham missi þetta niður í jafntefli.“ Sunnudagur Sunderland – Newcastle „Þetta hlýtur að verða jafntefli. Ég held að þetta verði dæmigerður nágrannaslagur, mjög jafn og mjög blóðugur – Alan Pardew á jafn- vel eftir að lemja einhvern.“ QPR – Everton „Ég held að QPR nái í sinn fyrsta sigur og set 1 á þennan leik. Everton er búið að vera á góðu skriði en ég spái því að þeir misstígi sig.“ Gylfi skorar gegn Chelsea DV fékk skemmtikraftinn og fjölmiðlamanninn Björn Braga Arnarsson til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar. Björn Bragi er grjótharður stuðningsmaður Tottenham og spáir sínum mönnum sigri gegn Chelsea. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hart tekist á Baráttan verður væntanlega í fyrirrúmi þegar Tottenham tekur á móti Chelsea í hádeginu á laugardag. Mynd ReuteRS Milan og Juve vilja fá Nani Ítalíumeistarar Juventus og AC Milan hafa áhuga á portúgalska vængmanninum Nani hjá Manchester United. Nani mun nánast örugglega yfirgefa herbúðir United á nýju ári og er Ítalía lík­ legur áfangastaður fyrir þennan 25 ára leikmann. Ítalskir fjölmiðl­ ar greina frá því að forráðamenn Juventus séu reiðubúnir að greiða tólf milljónir punda fyrir leik­ manninn en forráðamenn United eru hins vegar sagðir vilja fá tutt­ ugu milljónir punda – sömu upp­ hæð og félagið greiddi fyrir hann þegar hann kom frá Sporting Lissabon árið 2007. Auk Juventus er AC Milan sagt hafa áhuga og munu þessir fornu fjendur vænt­ anlega berjast um þjónustu væng­ mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.