Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað
Þ
egar ég er búin að kroppa
líður mér eins og ég sé
skítug. Ég er öll út í örum,
en ég get ekki hætt,“ seg-
ir kona um þrítugt sem
haldin er svokallaðri húðkropp-
unaráráttu.
Flestir kannast sjálfsagt við að
hafa kroppað í sár en þegar kropp-
ið er farið að valda einstaklingum
líkamlegum, sálrænum og félags-
legum vandkvæðum er hugsan-
legt að um húðkroppunaráráttu
sé að ræða. Húðkroppunarárátta
er skilgreind sem geðröskun en
einkenni hennar eru síendurtekið
kropp, kreist, klór, nudd og fikt í
húðinni.
Það er ekki að sjá á konunni að
hún sé haldin þessari undarlegu
röskun. Hún er gift, tveggja barna
móðir og er í góðu starfi. Konan
segist hafa kroppað í sár síðan hún
man eftir sér, en það hafi þó aldrei
verið talið neitt sérstakt vandamál.
„Mér var bara sagt að hætta að
kroppa.“ Kroppið hafi síðan ágerst
með aldrinum og í dag sé hún yf-
irleitt með fjölda sára í andliti og á
líkama sem hún reynir eftir bestu
getu að fela.
Fylgir þessu skömm
„Ég fer aldrei í sund og geng ekki í
flegnum bolum eða flíkum sem að
sýna húðina á bringu og baki og ég
nota meik og bólufelara á hverjum
degi til að hylja sárin í andlitinu.
Mér finnst þetta ömurlegt og ég
veit ekki hversu oft ég hef ákveðið
að nú muni ég hætta að kroppa,
en mér hefur aldrei tekist að hætta
þó að ég eigi góða tíma inn á milli.
Það fylgir þessu mikil skömm.
Einnig hefur ekkert verið talað um
þetta vandamál og manni líður
eins og maður sé eina manneskjan
í heiminum sem stundi þetta.“
Hún segir erfitt að útskýra
ástæðuna fyrir kroppinu og hvers
vegna hún geti ekki hætt. Kropp-
ið sé nokkurs konar fíkn og auk-
ist þegar hún er undir álagi. „Þetta
hljómar örugglega mjög undar-
lega í eyrum fólks sem er ekki
haldið þessari áráttu og mér líður
oft eins og einhvers konar viðrini,“
segir hún og hlær. „En ég myndi
segja að þetta sé einhvers konar
spennulosun. Þegar ég er búin að
kroppa af sári finn ég fyrir vellíðan,
nokkurs konar vímu, og verð ró-
legri. Það er ekki fyrr en ég er búin
að kroppa öll sár og lít út eins og
holdsveikisjúklingur að skömm-
in hellist yfir mig,“ segir hún og
bætir við að það hafi einnig verið
skömmin sem aftraði henni frá
að leita sér aðstoðar við áráttunni
lengi vel, en einnig segist hún ekki
hafa vitað hvert hún ætti að leita.
Horfði á sjónvarpið með
hanska
„Ég fór á sínum tíma til húðlækn-
is sem skrifaði upp á sýklalyf til
að ég losnaði við bólurnar sem ég
var að kroppa í en hann gat ekki
ráðlagt mér hvernig ég gæti hætt
að kroppa. Ég hef prófað að fara í
jóga, íhugun og um tíma prófaði
ég að vera með hanska þegar ég sat
fyrir framan sjónvarpið á kvöldin.
Það gekk í smá tíma en svo steypt-
ist ég eitt sinn öll út í bólum og þá
fór ég aftur í sama gamla farið.“
Hún segir eiginmann sinn ekki
skilja af hverju hún geti ekki bara
hætt, en hann sé farinn að meðtaka
að þetta sé vandamál sem hún hafi
ekki fulla stjórn á. „Hann skammar
stundum mig þegar hann sér mig
kroppa. Sem er gott, því oft geri ég
mér ekki grein fyrir að ég sé að því.
En börnin mín eru farin að spyrja
mig af hverju ég sé með þessi sár
og ég vil ekki ljúga að þeim. Ég er
nú loksins búin að panta mér tíma
hjá sálfræðingi og vonast til þess
að ég geti loksins hætt.“ n
„Líður oft eins og ein-
hvers konar viðrini“
n Húðkroppunarárátta getur valdið mikilli vanlíðan„Það er ekki fyrr
en ég er búin
að kroppa öll sár og lít
út eins og holdveiki-
sjúklingur að skömmin
hellist yfir mig.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Húðkroppunarárátta
Í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2012 og
rituð var af Ívari Snorrasyni, doktorsnema í sál-
fræði, og Þresti Björgvinssyni sálfræðingi undir
heitinu Greining og meðferð hárplokkunar- og
húðkroppunaráráttu kemur fram að húðkropp-
unarárátta sé náskyld hárplokkunaráráttu og
einkennist af endurteknu kroppi á húð. Þar kem-
ur einnig fram að þekking fagfólks á húðkropp-
unar- og hárplokkunaráráttu sé afar takmörkuð
þrátt fyrir að þær séu tiltölulega algengar og í
mörgum tilvikum alvarlegt vandamál.
Algengara meðal kvenna en karla
Samkvæmt greininni eru konur í miklum meirihluta þeirra sem leita sér hjálpar vegna
hárplokkunar- eða húðkroppunaráráttu og stór hluti þeirra sem leita sér hjálpar glíma við
aðrar geðraskanir. Bent er á að fagfólk ætti ekki að vanmeta hversu mjög fólk getur verið
þjakað af hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu og að margir sjúklingar lýsi slæmri vanlíðan
vegna þessara vandamála. Lítið sjálfsálit, óánægja með útlitið, vonleysi og sjálfsvígshugs-
anir séu algengir fylgifiskar og einnig sé algengt að fólk einangrist félagslega og flosni upp úr
vinnu. Loks fylgi þessu ýmis læknisfræðileg vandamál, svo sem sýkingar í húð, sinaskeiða-
bólga og stífla í meltingarvegi hjá þeim sem borða hárin. Stífla í meltingarvegi af völdum
hárbolta getur verið lífshættuleg og því sé ráð að vera vakandi fyrir þeim vanda, jafnvel þótt
hann sé ekki algengur.
Samkvæmt greininni hafa verið gerðar rannsóknir með ýmis lyf á fólki sem haldið er
röskununum en svo virðist sem þau hjálpi ekki að neinu ráði. Þau lyf sem mest hafa verið
rannsökuð í tengslum við meðferð á hárplokkunaráráttu eru SSRI-lyf en illa hefur gengið að
sýna fram á árangur þeirra. Samanburðarrannsóknir benda til þess að lyfin geri ekki meira
gagn en lyfleysa og þær rannsóknir sem hafa sýnt fram á árangur benda til þess að áhrifin
séu bara til skamms tíma. Margs konar sálfræðimeðferð hefur verið beitt gegn hárplokkun-
ar- og húðkroppunaráráttu. Má til dæmis nefna dáleiðslu, sálgreiningu, hugræna meðferð
og atferlismeðferð ýmiss konar. Aðeins ein tegund sálfræðimeðferðar hefur verið athuguð
í samanburðarrannsóknum. Það er atferlismeðferð sem kallast á ensku „habit reversal“.
Samkvæmt greininni hafa rannsóknir sýnt að sú meðferð sé árangursrík leið til að draga úr
bæði hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu og að meðferðin virðist gera meira gagn en þau
lyf sem í boði eru. Þó sé algengt að fólk hrasi eftir HR, sérstaklega ef það nær ekki fullum
bata í meðferðinni.
Sár Fólk
sem
haldið er
húðkropp-
unaráráttu
er oft með
mikið af
sárum og
örum á lík-
amanum
23. október kl. 14:00
Jón Gnarr svarar spurningum
lesenda DV.is á Beinni línu.
Opnað verður fyrir spurningar
að morgni 23. október.
á Beinni línu DV.is
Jón Gnarr
d v . i s / b e i n l i n a
Sv
ið
Se
t
t
m
y
n
d
S
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i