Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 19.–21. október 2012 Helgarblað
B
Björk Vilhelmsdóttir starfar
á Tjarnargötu þar sem
borgar fulltrúar hafa vinnu-
aðstöðu. Björk er í símanum
þegar blaðamann ber að
garði. Vinnustaðurinn virðist mann-
laus. Hann er í hreinskilni sagt frem-
ur lítilfjörlegur. Vatnsvél frammi á
gangi, lítil teikning eftir Flóka lífgar
aðeins upp á móttökuna. Það eru
slökkt ljósin á mörgum skrifstofum
þótt klukkan sé bara rétt um þrjú.
Björk útskýrir það seinna. Starf borg-
arfulltrúans fer að mestu fram á
fundum í Ráðhúsinu.
Björk er stór vexti. Stuttklippt og
með blá augu. Hún er klædd í bláa
hneppta lopapeysu, með bleika
nælu í barmi og með hálsfesti gerða
úr trékúlum í öllum regnbogans lit-
um. Hún býður upp á te. Oddný
Sturludóttir heilsar upp á hana inni
á kaffistofu og það virðist fara vel á
með þeim.
Björk er víst afar vel liðin innan
flokksins. Hún er sögð dugnaðar-
forkur og heil í samskiptum og nú
eftir að hafa látið til sín taka um
árabil í borginni ætlar hún sér á þing.
Ljósmóðirin bjargaði lífi
Björk er fædd í Reykjavík árið 1963 og
segist hafa komið með látum í heim-
inn. „Ég kom með miklum bægsla-
gangi í lífið. Ég kom með fæturna
fyrst og það var mikið mál að koma
mér í heiminn. Ljósmóðirin bjarg-
aði lífi mínu með því að gefa móð-
ur minni löðrung. Mamma varð svo
reið við hana að hún öðlaðist þann
aukakraft sem þurfti til að fæða mig,“
segir Björk og segir lætin hafa verið
vissan forboða.
Björk var þriðja barn foreldra
sinna á þremur árum. „Kannski ekki
að undra,“ segir Björk, „ef tekið er
mið af því að móðir mín þáði ráð um
getnaðarvarnir frá nunnum. Mamma
átti elstu systur mína á nunnuspítala
í Danmörku og þær sögðu við hana
að það eina sem hún þyrfti að vita
núna væri að hafa barnið á brjósti,
þá þyrfti hún ekki að hafa áhyggjur af
getnaðarvörnum. Nunnurnar höfðu
auðvitað ekki mikla lífsreynslu á
þessu sviði, en mamma fattaði það
sem betur fer ekki strax,“ segir Björk
og hlær. „Við erum fimm fædd á sjö
árum og heimilið stórt og ærslafullt.“
Uppreisn á unglingsárum
Björk bjó í Reykjavík í bernsku en
fluttist með fjölskyldunni til Blöndu-
óss 10 ára að aldri. „Mamma var
barnaskólagengin úr Staðarsveitinni
en pabbi lyfjafræðingur og hann
stofnaði apótek í bænum. Ég festi
fyrst rætur á Blönduósi, mér leið vel
þar og það er ekki fyrr en þá sem ég
fer að muna eftir æsku minni. Mér
gekk ekkert sérstaklega vel í skóla í
upphafi, varð seint læs og síðan voru
unglingsárin mér erfið. Ég var svo-
lítið óþekk og vildi stjórna, en hafði
samt sem áður mjög mikla minni-
máttarkennd yfir því hvað ég var stór.
Ég var nánast komin í mína stærð
fyrir fermingu. Ég er 183 sentimetrar
á hæð og nota skó númer 44 þannig
að ég er vel yfir meðalmanninn. Mér
leið oft einsog tröllskessu. Ég er ekki
eins viðkvæm fyrir þessu í dag, en
það skilja það allir að mér hafi liðið
illa sem unglingi í þessari líka yfir-
stærð. Ég gnæfði yfir alla jafnaldra
mína.“
Byrjaði snemma í óreglu
Björk segist reglulega stolt af ungviði
landsins. Sjálf var hún mikil ótemja á
unglingsárunum og skólaferill henn-
ar stormasamur. „Við Íslendingar eig-
um í dag bestu unglinga í heimi. Þeir
reykja minnst, þeir drekka minnst.
Flestir stunda mikið af tómstund-
um utan skóla og eru í samskiptum
við foreldra sína. En á þeim tíma sem
ég var að alast upp sem unglingur
vissu foreldrar ekki það sem mestu
máli skiptir. Að setja börnum sínum
mörk. Að segja nei, þú mátt þetta
ekki af því að ég elska þig. Segja bara
nei, mig langar bara að vera með þér,
þú mátt ekki fara út í kvöld.
Ég byrjaði snemma í óreglu sjálf-
sagt því mér leið illa – notaði áfengi
og tóbak og lifði kynlífi. Það endaði
á því að ég fékk stórt spark í rassinn
þegar ég var rekin úr 9. bekk grunn-
skóla. Ég var með sóðakjaft, reykti í
tímum og var bara í uppreisn.“
Henni finnst það hafa orðið sér
til gæfu að hafa verið rekin úr skóla.
Það þurfi að stöðva fólk þegar það er í
vondri stöðu sem það kemur sér ekki
út úr. „Ég átti þetta hreinlega skilið og
ég er talskona þess að fólk fái spark í
rassinn þegar það er komið í ógöng-
ur. En maður gekk undir manns
hönd í viðleitni til að leyfa mér að
taka samræmdu prófin. Það varð
úr og kennarinn sem uppreisn mín
bitnaði mest á var helsti talsmaður
þess að ég fengi tækifæri.“
Missti 16 ára vinkonu
Vinir eru gulls ígildi. Björk er svo
heppin að eiga góðan vinkvennahóp
sem hefur ræktað vináttuna síðan
í æsku. Ein vinkvenna hennar lést í
bílslysi aðeins sextán ára og þær sem
eftir lifa passa sig á því að lifa lífinu
lifandi.
„Allir mínir bestu vinir eru frá
Blönduósi. Við höfum staðið mjög
vel saman. Við vorum saman fimm
vinkonurnar sem bjuggum allar uppi
á Holti og vorum reyndar kallaðar
Holtahórurnar,“ segir hún og skelli-
hlær. „Það var mikið stuð á okkur og
uppnefnið í mesta gríni. Ein okkar dó
sumarið sem við urðum 16 ára. Hún
dó í bílslysi og það var okkur auðvit-
að erfið lífsreynsla. Við hinar héldum
hópinn þétt eftir þetta og raunar all-
ur 63 árgangurinn á Blönduósi.
Nú búa hinar allar á Blönduósi og
þar er ég í saumaklúbbi. Við njótum
lífsins. Söfnum í ferðasjóð og skoð-
um heiminn. Á næsta ári þegar við
verðum fimmtugar stendur mikið
til, þá stefnum við vestur um haf til
Seattle. En fyrir um 8 árum fórum við
og lærðum matreiðslu og gengum á
fjöll í Ítalíu.“
Matarsendingar frá mæðrum
Það kom í ljós að Björk átti auð-
velt með að læra. Rússíbanareið
unglings áranna tók enda og hún
fann sína fjöl í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti. „FB er dásamlegur skóli
og þar fór ég fyrst að blómstra,“ segir
Björk. „Ég átti auðvelt með að læra
og varð virk í félagslífinu. Ég skar mig
ekki lengur mikið úr hópnum, í skól-
anum var alls konar fólk. Við bjugg-
um saman vinkonurnar og þegar
við byrjuðum að búa, þá voru ekki
til neinir skyndibitastaðir í bænum.
En pabbi einnar var langferðabíl-
stjóri og mömmur okkar skiptust á
að senda með honum kassa með alls
kyns kræsingum og efni í mat. Þarna
lærðum við að elda hver af annarri
því hver tók sína matarmenningu af
sínu heimili og deildi með hinum.
Þetta var fjórfaldur og frábær skóli
sem leiddi til þess að ég gat orðið
kokkur á sjó,“ segir hún og hlær.
Réð sig á bát
Björk réð sig á línu og net á Horna-
firði eftir menntaskólann. Hana vant-
aði sárlega fé og hafði eytt of miklu í
útskriftarferðinni. Skipstjórinn var
ekki á því að ráða konu á bátinn en
Björk var nógu sannfærandi. „Ég sá
bara að það var auglýst eftir kokki á
bát og ég hringdi. Skipstjórinn sagð-
ist ekki vilja ráða konu. En ég sagði:
En ég er alveg tveggja manna maki,
þú hefur ekki séð mig. Ég get alveg
ráðið við þetta. Hann féllst á þetta
með semingi og ég var í fjóra mánuði
á vetrarvertíð frá Hornafirði.“
Á sjónum fæddist
stjórnmálakona
Um borð kviknaði eldheitur áhugi
á stjórnmálum en skipstjórinn, Páll
Dagbjartsson, sótti í að fá hana upp
í brú til rökræðna. Hún rifjar upp að
samræðurnar hafi vakið hana til um-
hugsunar. „Það var hann sem gerði
mig pólitíska. Þegar ekki var mikið
um veiði, en ég vann uppi á dekki
á milli þess sem ég matreiddi ofan í
skipverja var ég uppi í brú hjá karl-
Björk Vilhelmsdóttir er hörkutól og hefur átt
viðburðaríka ævi. Hún hefur verið á sjó, gætt fanga
og hirt svín. Henni er umhugað um að sem flestir taki
ábyrgð á sjálfum sér og eigin lífi og segir aumingja-
gæsku til lítils. Björk ætlar sér á Alþingi og velferðar-
málin eru henni hjartans mál. „Okkar ást er sterk og
það er alltaf þessi neisti á milli okkar,“ segir Björk um
samband hennar og eiginmannsins.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
Vill á þing Björk segir margt ógert í velferðarmálum sem glatist verði farið í
skattalækkanir. Meðal þess sem hún vill koma í framkvæmd er að styðja betur
við barnafjölskyldur. Hún hefur kynnst því í starfi sínu hjá borginni að vandi
efnalítilla barnafjölskyldna er víðtækur. MyndiR sigtRyggUR aRi
„Okkar
ást er
sterk“