Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 54
54 Fólk 19.–21. október 2012 Helgarblað „Þú vera frá Keflavík“ n Johnny Naz fór til Tyrklands til að ná í börnin Þ að fyrsta sem Halim sagði þegar hann sá Johnny var „þú vera frá Keflavík“,“ segir Erpur Ey- vindarson en sjónvarpsmaður- inn Johnny Naz fór til Tyrklands þar sem hann hitti sjálfan Halim Al en þátturinn verður sýndur á Skjá Ein- um í næstu viku. „Johnny er náttúru- lega með aflitað hár og lítur út eins og handrukkari. Það er því ekkert skrít- ið að Halim hafi haldið að hann væri frá Keflavík,“ segir Erpur og bætir við að hann sé afar ánægður með viðtalið. „Johnny fór til Tyrklands til að ná í börnin og fara með þau heim. Við þurftum að ferðast lengst inn í kúrdíska hluta landsins til að komast að honum. Þar sem hann býr eru að- stæður allt aðrar en í Istanbúl og langt frá því að vera evrópskar. Allt mjög arabískt,“ segir hann en bætir þó við að hann hafi ekki fengið menningar- sjokk. „Alls ekki. Ég elska allt svona. Við enduðum bara á því að reykja vatnspípur einhvers staðar þar sem arabasverð héngu á veggjunum og það var borið í mann eitthvað Mið- Austurlandadöðlufjör. Þetta var rosa- leg reisa.“ Þetta er þriðja serían með hinum aðgangsharða sjónvarpsspyrli Johnny Naz en í þetta skiptið var ferðinni haldið út fyrir landsteinana. „Ég vildi ekki gera meira hér heima því hér vita allir hvað er í gangi. Þessi sería var því öll tekin erlendis; mikið á Ibíza, í Frakklandi, Hollandi, Tyrklandi, Þýskalandi og Póllandi. Johnny fer um heiminn að leysa öll þessi vandamál sem steðja að Íslandi og reynir meira að segja að leysa Icesave-deiluna. Halim var eini Íslendingurinn sem hann hitti fyrir utan Dag Sigurðsson. Það viðtal var líka hrikalega gott.“ Erpur segist alltaf eiga jafn erfitt með að túlka Johnny. „Þetta er það erfiðasta sem ég geri. Al- veg virkilega erfitt. Málið er að þegar fólkinu sem ég er að spjalla við finnst Johnny vera hálfviti er ég alveg sammála þeim. Oft á ég allt sameiginlegt með viðmælandanum en það á Johnny alls ekki.“ Hann segir aldrei að vita nema hann geri fjórðu syrpuna. „Það er allavega nóg eftir af heimin- um. Svo kemur þetta líka út á DVD um jólin.“ n indiana@dv.is F yrsti þátturinn í nýrri þáttaröð af Sönnum íslenskum saka- málum var frumsýndur í Bíó Paradís í hádeginu á fimmtu- dag fyrir nánast fullu húsi. Þættirnir eru átta talsins og verða sýndir á Skjá Einum í vetur. Í fyrsta þættinum er fjallað um morðið á Sri Rahmawati sem kom til Íslands frá Indónesíu árið 1997, þá 27 ára. Sex árum síðar varð hún fórnarlamb í einu hrottalegasta morðmáli seinni tíma hér á landi. Fyrrverandi sam- býlismaður hennar og barnsfaðir, Hákon Eydal, myrti hana þann 4. júlí 2004. Málið er rakið í þættinum skref fyrir skref og talað við bæði vitni og lögreglumenn sem komu að rann- sókninni. Áhorfendur í Bíó Paradís virtust kunna vel að meta fyrsta þátt- inn en mikið var klappað eftir að sýningunni lauk. Hann verður svo sýndur á Skjá Einum mánudaginn 22. október næstkomandi. Það var Ragnhildur Sverrisdóttir sem skrifaði handrit þáttarins en hún ritaði einnig sögu Sri, Velkomin til Íslands, sem kom út árið 2008. Tvær þáttaraðir af Sönnum ís- lenskum sakamálum voru sýndar á árunum 2001 til 2002 og nutu gífur- legra vinsælda. Það er að hluta til sama fólkið og stóð að eldri þáttun- um sem kemur að vinnslu nýju þátt- anna, sem framleiddir eru af Purki ehf. Sigursteinn Másson kemur þó ekki að dagskrárgerðinni í þetta skiptið en hann hefur verið framleið- endum innan handar og ljær þáttun- um rödd sína sem þulur, líkt og áður. Að handritsgerðinni koma ásamt Ragnhildi margir valinkunn- ir fjölmiðlamenn, þar á meðal Sölvi Tryggvason, Sigríður Dögg Auðuns- dóttir og Þór Jónsson. n n Margt var um manninnn á frumsýningu í Bíó Paradís Fékk bráða- oFnæmi S öngkonan Þórunn Antonía fékk bráða- ofnæmiskast við tökur á nýju myndbandi í vikunni og var flutt í flýti upp á bráða- móttöku þar sem hún fékk mótefni í æð. Hún greindi frá atvikinu á fésbókarsíðu sinni. Hún er ekki viss um hvað það var sem olli kastinu, en væntanlega var það eitthvað sem hún komst í tæri við meðan á tökunum stóð. „… endaði í hinu fín- asta kokteilboði uppá bráðamóttöku með nokkrar tegundir í æð. Er komin heim og er viss um að þetta hafi allt verið þess virði því að þetta myndband verði gargandi snilld!“ skrifaði söngkonan á fésbók. n n Þórunn Antonía tók upp nýtt myndband og endaði á bráðamóttökunni Fullt her- bergi af skóm Þ órunn Högnadóttir, ritstýra tímaritsins NUDE HOME, hef- ur ekki tölu á því hvað hún á mörg pör af skóm. Það dugir enginn skóskápur eða hilla undir safnið heldur þarf hún heilt her- bergi til að hýsa það. Hún opnaði skóherbergið í nýjasta tölublaði Séð og heyrt en flestar konur væru ef- laust ánægðar með að eiga aðeins brot af þeim fjölda skópara sem Þór- unn á. Veggirnir í herberginu eru þaktir skóm sem raðað er eftir litum og gerðum. Í samtali við Séð og heyrt segist hún meðal annars halda upp á skóhönnuðina Christian Louboutin, Steve Madden og Jimmi Choo. n Kynnti þættina Viðar Garðarsson, framleiðandi þáttanna, hélt stutta tölu áður en þátturinn fór í loftið, en hann verður svo sýndur á Skjá Einum mánudaginn 22. október. Töff teymi Viðar Garðarsson og Tobba Marinós, markaðsstjóri Skjás Eins, voru að vonum spennt að sjá fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð af Sönnum íslensk- um sakamálum. Spenntir Þórhallur og John skelltu skelltu sér í bíó í hádeginu. Glæsilegar Berglind og Þóra mættu í Bíó Paradís í haustblíðunni. Fræknar á frumsýningu Fanney, Anna og Arndís gáfu sér tíma í hádeginu til að fylgjast með sakamálunum.ný Sönn íSlenSk Sakamál Poppuð Kristín Ýr og Ágúst gæddu sér á poppi og kóki, líkt og flestir aðrir bíógestir. Með Halim Al Erpur fór til Tyrklands og tók viðtal við Halim Al sem Johnny Naz. Erpur Erpur segir hrikalega erfitt að túlka Johnny Naz. „Þetta er það erfiðasta sem ég geri n Þórunn Högna veit ekki hvað hún á mörg skópör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.