Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn
U
mræðan um tillögur stjórn-
lagaráðs sem þjóðin á að
taka afstöðu til um helgina
hefur verið fremur lágvær.
Því ræður helst að stór hags-
munahópur er andvígur breytingum
í átt til umbóta og lýðræðis. Af óskilj-
anlegum ástæðum hefur forysta Sjálf-
stæðisflokksins beinlínis lagst gegn
flestu því sem lagt er til.
Saga stjórnlagaráðs hefur verið
þyrnum stráð. Hæstiréttur ógilti á sín-
um tíma kosningarnar vegna ómerki-
legra formsatriða. Þetta virðist eiga
sér sömu rót og á sér stað í afstöðu
Sjálfstæðisflokksins. Hagsmuna-
bandalag spillingar og sérhagsmuna
nær alla leið.
Það voru ákveðin klókindi af
meirihluta Alþingis að skipa einfald-
lega stjórnlagaráð og láta ekki eyði-
leggja þá vinnu sem hefur átt sér
stað af þeim hópi manna og kvenna
sem myndaði stjórnlagaþing. Með
því móti tókst að halda áfram þeirri
vinnu að endurskoða stjórnarskrána
og leggja til breytingar í samræmi
við þær kröfur sem eru uppi meðal
þjóðarinnar.
Mikilvægustu tillögurnar að
breytingum ganga í þá átt að tryggja
að auðlindir verði í sameign þjóðar-
innar allrar. Áratugadeilur hafa staðið
um séreign útgerðarmanna á fiski-
miðunum. Framsal kvótans í hendur
fárra er eitt af níðingsverkunum í ís-
lenskri þjóðarsögu. Með því að setja
ákvæði um þjóðareign í stjórnarskrá
tekst líklega að skapa nauðsynlegan
frið um sjávarútveginn. En þessu er
stærsti stjórnmálaflokkur landsins
andvígur. Bjarni Benediktsson for-
maður kallar tillögur stjórnlagaráðs í
þessum efnum fúsk.
Annað mikilvægt mál er að aflétta
leyndarhyggju sem tröllriðið hefur
samfélaginu. Svik og prettir hafa þrif-
ist í skjóli þess að sem minnst megi
vera uppi á borðum þar sem um er að
ræða fjármál fyrirtækja og einstak-
linga. Tillögur stjórnlagaráðs ganga
í þá átt að aflétta leyndinni og auka
gagnsæi. Þá er lagt til persónukjör
sem vissulega mun brjóta upp flokka-
kerfið. Andstaðan við tillögurnar eru
ekki síst vegna þess að þær brjóta
að hluta upp flokksræðið í landinu.
Þekkt er að þar liggur farvegur spill-
ingar. Pólitíkusar hafa skipað dóm-
ara með annarleg sjónarmið að
leiðarljósi. Og þeir hafa raðað sínum
mönnum inn í embættismannakerf-
ið. Flokksgæðingar menga allt ríkis-
kerfið. Íslenskt samfélag hefur verið
hlaðið þeim viðbjóði.
Loks er mikilvægt að skerpa á
hlutverki forsetans og skilgreina
vandlega verksvið og völd embættis-
ins. Allt er þetta starf unnið að kröfu
þjóðar sem gekk í gegnum hrun
vegna þess að siðrof hafði átt sér stað
í viðskiptum og stjórnmálum. Engin
mörk milli stjórnmála og viðskipta
voru virt. Stjórnmálamenn voru í eigu
viðskiptajöfra sem stýrðu þeim til
þeirra óhæfuverka að færa eigur al-
mennings í séreign.
Kosningarnar um helgina snúast
fyrst og fremst um það að gera samfé-
lagið betra og úthýsa spillingaröflun-
um. Það er nauðsynlegt að hver mað-
ur myndi sér skoðun á tillögunum og
láti hana í ljósi. Það er grafalvarlegt
mál ef einstakir stjórnmálaleiðtogar
ætla að beita sér í þessum kosning-
um þar sem unnið er að úrbótum
með því að skerða þeirra völd. Nú
má enginn láta blekkja sig til fylgilags
við sérhagsmunaöfl. Stjórnarskrá-
in kemur okkur öllum við og aðeins
á forsendum hvers og eins. Þetta er
stríðið um betra þjóðfélag.
Hólmganga
Tryggva
n Í Norðausturkjördæmi
rak menn í rogastans þegar
Tryggvi Þór Herbertsson al-
þingismaður
skoraði Krist-
ján Þór Júlíus-
son á hólm
og vildi fá
oddvitasætið.
Kristján Þór
nýtur vin-
sælda í héraði en efasemdir
eru um Tryggva sem á að baki
ýmislegt furðulegt eins og það
að vilja skeyta nafni Björgólfs
Guðmundssonar athafnamanns
við starfsheiti sitt sem prófess-
or. Talið er að hólmgangan
geti kostað Tryggva þingsætið.
Bandalag Möllers
n Á meðal samfylkingar-
manna í Norðausturkjördæmi
ríkir ólga og óvissa. Fullvíst
er talið að
Kristján Möll-
er haldi sæti
sínu sem odd-
viti þrátt fyrir
áhrifaleysi
innan for-
ystu flokks-
ins. Aftur á móti er Sigmundur
Ernir Rúnarsson alþingismaður
í vanda. Hermt er að Kristján
hafi gert bandalag við Ernu Ind-
riðadóttur, málsvara álversins
á Reyðarfirði, um að styðja
hana í annað sætið. Stuðn-
ingsmenn Sigmundar líta á
þetta sem svik við sinn mann.
Því er spáð að ef þingmaður-
inn fái ekki annað sætið fylgi
hann félaga sínum, Róbert
Marshall, í Bjarta framtíð.
Siðapostuli og
styrkþegi
n Framboð séra Halldórs
Gunnarssonar í Holti til
að leiða lista Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi fer
mjög fyrir brjóst þeirra
sem mynda skjaldborg um
Guðlaug Þór Þórðarson al-
þingismann. Halldór er sá
sem knúði fram samþykkt
landsfundar um að þeir
sem þegið hafi ofurstyrki
eigi að víkja. Hann hefur
einnig verið ákafur talsmað-
ur þess að flokkurinn iðrist
fortíðar sinnar undir stjórn
Davíðs Oddssonar. Sterk öfl
munu nú leggjast á eitt til að
stöðva sókn siðapostulans.
Páll skammar
yfirmann
n Páll Magnússon útvarps-
stjóri er ekki sáttur við þær
yfirlýsingar Elínar Hirst að
fréttastofa
Ríkisútvarps-
ins gangi er-
inda Sam-
fylkingar
og sé í raun
gjörspillt.
Páll svarar
þessu á Pressunni með því
að segjast verða fyrir árás-
um á Smugunni, vefriti VG,
sem lýsi hægri slagsíðu ein-
okunarrisans. Augljóst er að
Páll er þarna að snupra yfir-
mann sinn, Björg Evu Erlends-
dóttur, stjórnarformann RÚV
og sambýliskonu Þóru Krist-
ínar Ásgeirsdóttur ritstjóra.
Björg er áhrifamaður innan
VG og sem slík í útvarpsráði.
Þeir beygja hann
ekki svo glatt
Að eignast barn er ekki
sjálfsagður hlutur
Faðir drengs í Menntaskólanum á Ísafirði sem varð fyrir árás. – DV Úlfhildur Ösp Indriðadóttir hefur farið í fjölda tæknifrjóvgana. – DV
Herferð gegn umbótum„Þetta er
stríðið um
betra þjóðfélag
Í
baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
hefur mér verið mikil ánægja að því
að kynnast mörgu nýju fólki. Margt
af þessu góða fólki hefur engan sér-
stakan áhuga á stjórnmálum frá degi
til dags, ekki frekar en t.d. ég sjálfur.
En það hefur eigi að síður brennandi
áhuga á stjórnskipun landsins, áhuga,
sem kviknaði oftar en ekki eftir hrun.
Þetta fólk er nú að reyna að hjálpa til
við að tryggja, að grunnur þjóðarheim-
ilisins sé svo traustur sem verða má,
þótt það hafi hingað til ekki séð ástæðu
til að skipta sér af yfirbyggingunni og
innréttingum. Sjálfur hef ég aldrei
skipt mér af stjórnmálum og aldrei
komið nálægt neinum stjórnmála-
flokki.
Leiðsögn frá þjóðfundi
En þegar ég horfði á efnahagslíf lands-
ins hrynja af mannavöldum 2008 eft-
ir að hafa í fjölmiðlum ásamt mörg-
um öðrum varað oft við óstjórn og
veikluðum undirstöðum, þá var mér
nóg boðið. Ég afréð, þegar færi gafst
eftir hrun, að bjóðast til að reyna að
hjálpa til við að treysta grundvöllinn
með endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar, sem Alþingi hafði statt og stöðugt
lofað frá 1944, án efnda. Þjóðin lagði
sjálf grunninn að nýrri stjórnarskrá
á þjóðfundinum 2010 að frumkvæði
Alþingis. Þjóðfundurinn er hryggjar-
stykkið í endurskoðunarferlinu vegna
þess, að allir Íslendingar 18 ára og eldri
höfðu jafna möguleika á að veljast til
setu þar. Stjórnlagaráð, þar sem ég átti
sæti, gerði í reyndinni ekki annað en
að færa niðurstöður þjóðfundarins í
frumvarpsbúning. Frávik frumvarps-
ins frá niðurstöðum þjóðfundarins
eru smávægileg og helgast af þörfinni
fyrir innbyrðis samræmi í frumvarp-
inu. Þannig kveður frumvarpið t.d. á
um óbreyttan fjölda þingmanna til að
veikja ekki stöðu Alþingis gagnvart
framkvæmdarvaldinu, þótt þjóðfund-
urinn kallaði eftir fækkun þingmanna.
Ákvæði frumvarpsins um jafnt vægi
atkvæða, persónukjör, beint lýðræði,
auðlindir í þjóðareigu, aukin mann-
réttindi og margt fleira eru í sam-
ræmi við leiðsögn þjóðfundarins. Við
bætist, að stjórnlagaráð starfaði fyr-
ir opnum tjöldum og bauð fólkinu í
landinu að gera athugasemdir við störf
ráðsins frá degi til dags. Mörg hundruð
manns víðs vegar að tóku áskoruninni
og veittu kærkomna hjálp – bændur,
eftir launaþegar, hjúkrunarfræðingar,
kennarar, læknar og löggur, sjómenn,
skrifstofumenn og margir aðrir. Ég
þekki ekkert dæmi um stjórnarskrá,
sem stendur á lýðræðislegri grunni en
frumvarp stjórnlagaráðs.
Umsagnir erlendra sérfræðinga
Þrír af helztu stjórnarskrárfræðingum
heims á vegum Chicago-háskóla (pró-
fessorarnir Zachary Elkins, Tom Gins-
burg og James Melton) taka í sama
streng í glænýrri skýrslu um frum-
varpið (sjá sans.is). Þar segir (í þýð-
ingu minni): „Endurskoðunarferli
stjórnarskrár Íslands hefur verið ákaf-
lega nýstárlegt og lýðræðislegt. Þótt
frumvarpið standi traustum fótum í
stjórnskipunarhefð landsins frá 1944,
speglar frumvarpið umtalsvert fram-
lag almennings til verksins og markar
skýrt uppgjör við liðna tíð. Frumvarpið
er einnig í fremstu röð varðandi aðild
almennings að ákvörðunum stjórn-
valda, og slík aðild hefur stuðlað að
langlífi stjórnarskráa í öðrum löndum.“
Áður hafði Jon Elster, prófessor í
Columbia-háskólanum í New York og
einn helzti sérfræðingur heimsins í
evrópskum stjórnarskrám, haft þetta
að segja í Silfri Egils 13. maí 2012 (sjá
sans.is): „Mér sýnist inntak tillögunn-
ar, upp að því marki sem ég er dómbær
á það, vera afbragðsgott. Nýja kosn-
ingafyrirkomulagið er vel heppnað,
ákvæðið um að náttúruauðlindir séu
þjóðareign er mjög gott, að efla að-
skilnað valdsins, t.d. með tilliti til skip-
unar dómara, er mjög gott. Að mínu
mati er margt gott í tillögunum, og ég
sé enga áberandi meinbugi á skjalinu.
… Ég held að nýja stjórnarskráin sé
gott plagg sem ætti að taka gildi í nán-
ast óbreyttri mynd, eða kannski með
dálitlum lagfæringum.“
Leiðsögn handa Alþingi
Alþingi hefur óskað eftir leiðsögn
kjósenda með því að biðja þá að
segja til um, hvort frumvarp stjórn-
lagaráðs skuli lagt til grundvallar
nýrri stjórnarskrá, já eða nei. Alþingi
óskar líka eftir leiðsögn um fimm
tiltekin ákvæði frumvarpsins um
auðlindir í þjóðareigu, þjóðkirkju,
persónukjör, jafnt vægi atkvæða og
beint lýðræði, já eða nei. Upphafsorð
frumvarpsins lýsa anda þess og bók-
staf: „Við, sem byggjum Ísland, vilj-
um skapa réttlátt samfélag, þar sem
allir sitja við sama borð.“ Frumvarpið
býður þeim, sem hafa setið að ýms-
um forréttindum, t.d. í kjörklefanum
í alþingiskosningum og við úthlutun
aflaheimilda, að taka sér sæti við
sama borð og aðrir landsmenn með
almannahag, sátt og sameiningu að
leiðarljósi.
Öllum þykir okkur sjálfsagt að
leggja rækt við heimili okkar, hús og
híbýli. Við þurfum nú eftir allt, sem á
undan er gengið, að leggja sömu rækt
við þjóðarheimilið og treysta grunn
þess eftir föngum.
Þjóðarheimilið
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 19.–21. október 2012 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Ég þekki
ekkert
dæmi um stjórn-
arskrá, sem
stendur á lýð-
ræðislegri grunni
en frumvarp
stjórnlagaráðs