Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 24
Hverjir eru skríllinn?
24 Umræða 19.–21. október 2012 Helgarblað
í
slendingar eru meðvirk þjóð. Það
gerir smæðin. Stundum á með
virknin við. (Ef frændi stelur millj
ónum úr fyrirtækinu ræðum við
það ekki í næsta boði.) En stund
um ekki. (Ef ráðherra brýtur lög erum
við alltof fljót að fyrirgefa.)
Gestabók reiðinnar
Fyrir Hrun þorði enginn að segja
neitt. Eftir Hrun þorðu allir að segja
allt. Áður þurfti að hvísla sannleik
ann í hornum en nú heyrist ekkert
þótt öskrað sé. Áður voru allir hrædd
ir við Dodo en nú er enginn hræddur
við neitt. Nú stendur Fésbókin, þessi
gestabók reiðinnar, opin dag og nótt,
alla daga ársins.
Og á fjórum árum hefur reiðiflóð
ið fundið sér tvo jafn stóra farvegi.
Annarsvegar fólkið sem enn er reitt út
í Hrunið og hinsvegar fólk sem er reitt
út í þau sem enn eru reið út í Hrunið.
Annar hópurinn vill refsa en hinn
vill gleyma. Annar hópurinn vill vera
heima að taka til en hinn vill aftur út
á djammið. Annar hópurinn talar um
„Hrunverja“ en hinn um „jú, eitthvað
efnahagshrun“. Annar hópurinn vill
nýja stjórnarskrá en hinum finnst það
algjört rugl. Og þar með er komið ör
lítið borgarastríð um Ísland, eins og
óperuleikstjórinn orðaði það í fréttum
liðna helgi, með orustu á laugardag.
Lög og þjóðlög
Sjónarmiðin virðast ósættanleg. Þótt
ástæðurnar séu mjög á reiki. Hér er
allt samkvæmt hefðbundnu sniði.
Fólk þjappar sér saman með sínu liði,
fólkinu sem það var með í mennta
skóla, fílar sömu tónlist eða situr í
samskonar jeppa á næstu ljósum.
Fólki líður betur í liði. Að baki hvoru
liði eru síðan hagsmunir. Við heyrum
bresta í fjöllum og snúning í gröf
um, þegar Þorvaldur Gylfason opnar
munninn. Ætlar maðurinn að skrúfa
Ísland í sundur? Og við heyrum fruss
að á skjái og fretað í hornum þegar
Brynjar Níelsson yddar blýantinn.
Er maðurinn brynjaður fyrir öllum
breytingum?
Og kollegar hans, lögfræðingarnir,
sem létu tattúera stjórnarskrána frá
1944 á bakið á sér, eftir lokadjammið
í lögfræðinni á sínum tíma, þeir koma
stökkvandi út úr sportbílum og „rífa
sig á kassann“ hrópandi ókvæðisorð
að hverju þenkjandi pilsi. Þeir þola
það ekki að „fólk útí bæ“ skrifi fyrir þá
stjórnarskrá. Hvað þá að almenning
ur, sá armi þrjótur, fái þar eitthvað um
að segja. Fyrir þeim er það eins og fyr
ir klassískt menntaðan hljóðfæraleik
ara að horfa á ómenntað fólk útí bæ
skrifa fyrir þá nótur. „Hvernig á ég að
geta túlkað þetta „tónverk“, samið af
fólki sem ekki kann að skrifa nótur?“
En sum lög þarf ekki að túlka. Sum
lög bara eru. Þjóðlög.
Og stundum spretta fram ný þjóð
lög. Sjaldnast þvert á þau gömlu.
Stjórnarskráin frá 1944 er byggð
á þeim frá 1920 og 1874. Og sú
nýja er á köflum samhljóða þeirri
gömlu. Menningin er samhangandi,
breytingar fæða breytingar. Og þegar
maður horfir á þessi gömlu ártöl sést
að endurnýjun stjórnarskrár er löngu
komin á tíma … Ísland er annað land
í dag en í gær. Með fullri virðingu fyrir
réttunum frá 1944 borða flestir annað
flesta daga.
Blár og rauður búningur
Ég efast ekki um að flestir vilja breyta
stjórnarskránni. Fæstir eru svo fastir
á þúfunni að þeir sjái ekki þörfina
fyrir aðlögun að breyttum tíma. Hver
getur t.d. staðið gegn ákvæðum um
gagnsæi í stjórnsýslu og réttinn til
upplýsinga, aðgreiningu valdþátta,
aukið sjálfstæði dómstóla, auðlindir í
þjóðareign, eða skýrari reglur um fjár
mál stjórnmálaflokka, frelsi fjölmiðla,
verndun heimildarmanna o.s.frv?
Flestir eru líka sammála um að þjóð
in eigi að hafa rétt til aukinna þjóðar
atkvæðagreiðslna.
Vandinn er í raun ekki ný stjórnar
skrá, heldur hverjir að henni standa.
Sumir geta aldrei samþykkt neitt
sem sumir gera. Þannig er það bara.
Við getum ekki unað því að and
stæðingurinn hafi kannski rétt fyrir
sér og leggi fram hin mætustu mál.
Við einblínum á búninginn. Hún eða
hann er „í hinu liðinu“. Þess vegna
snýst baráttan um allt annað en inni
hald nýrrar stjórnarskrár. Hún snýst
um það hver lagði hana fram, hverjir
skrifuðu hana, og hvernig „ferlið“ var
í heild sinni. Það skipti til dæmis engu
máli hvernig kosningarnar í stjórn
lagaráð fóru, heldur að hæð kjörklef
anna skyldi skeika um nokkra milli
metra. Við einblínum á umbúðirnar.
Og hér er ég víst engin undan
tekning. Ég klíni andstöðunni á lög
fræðingana, á þá félaga Lex og Lexus,
á Brynjar Níelsson, á Sjálfstæðisflokk
inn, á sægreifana, á ÍNN, á AMX, á
litla Do og gamla Do, á Moggann, já,
á liðið í bláa búningnum með aug
lýsinguna frá LÍÚ á bringunni, LEX
á bakinu og Mbl.is á rassinum. Ég sé
í þessu öllu einn stóran andstæðing,
hina stóru meinsemd Íslands, karl
ana og ekkjurnar sem áttu landið og
þjóðfélagið og ætla sér að ná því aftur,
en eru nú hræddir um að missa það
um ókomin ár. Missa það í hendurn
ar á „hinu liðinu“, liðinu í rauða bún
ingnum með auglýsingunni frá BÍL
á bringunni, SANS á bakinu og DV á
rassinum.
„Ísfélagið“
En bíðið nú við. Eruð liðin sambæri
leg? Eru þau jafn sterk? Er leikurinn
jafn? Vissulega má segja að liðið í
rauða búningnum hafi ríkisstjórnina
með sér en getum við lagt að jöfnu
Landssamband íslenskra útvegs
manna og Bandalag listamanna? Eiga
grasrótarsamtök eins og SANS eitt
hvað í gullrammagræjuna LEX? Er
ekki Mogginn ennþá örlítið stærri en
DV? Og hversu lengir lafir svo stjórn
in?
Hér liggur meinsemdin. Við sem
aðhyllumst hugmyndina um nýja og
nútímalegri stjórnarskrá með lang
þráðum endurbótum í atkvæðavægi
og auðlindaákvæðum eigum við tröll
að etja: Bláu björgin standa ennþá
saman, þétt og há. Það mikla „Ísfélag“
virðist seint ætla að bráðna þrátt fyrir
talsverða hlýnun í samfélaginu. Þess
vegna verðum við að vanda okkur,
standa saman og kjósa. Nú eða aldrei.
Eftir næstu kosningar gætu allir slíkir
möguleikar gufað upp. Þá gæti Ísfé
lagið komist aftur til valda og allt fer
í frost á ný. Við erum svo fjandi með
virk.
Við gætum …
Við gætum alveg kosið til forsætis
ráðherra mann sem tók þátt í millj
arðasvindli til bjargar Glitni sáluga og
seldi öll sín bréf í bankanum daginn
eftir. Við erum svo fjandi meðvirk.
Við gætum alveg kosið á ráðherra
stól manninn sem reddaði 55 millj
ónum frá útrásarfyrirtækjum til að
flokkurinn myndi ekkert gera þeim
til hindrunar. Við erum svo fjandi
meðvirk. Við gætum alveg kosið til
ráðherra mann sem er nýbúinn að
keyra stórfyrirtæki í þrot. Við erum
svo fjandi meðvirk. Við gætum al
veg kosið til ráðherra manneskju sem
sótti flokksþing repúblikana og hyllti
með lófadansi öll þau kvenfjandsam
legu og hómófóbísku viðhorf sem þar
birtust. Við erum svo fjandi meðvirk.
Við gætum alveg kosið til ríkisstjórn
ar flokkinn sem stýrði ferð okkar inn
í Hrunið og hefur enn ekki beðist af
sökunar á því eða hugsað sitt dæmi
upp á nýtt. Við erum svo fjandi með
virk. Við gætum alveg kosið fullt af
„ungum“ þingmönnum sem ekki eru
meiri bógar en svo að enginn þeirra
þorir að yrða á fortíðina. Við erum svo
fjandi meðvirk. Og af því enginn þorir
í fortíðina gætum við alveg kosið aftur
til valda þann gamla góða Dodo sem
ekkjunauturinn Óskar skenkir með
virknihluta þjóðarinnar á hverjum
morgni í boði Ísfélags Vestmanna
eyja, Skagfirsku kaupfélagsmafíunn
ar og LÍÚ.
Mikið verður gaman þá.
Á móti öllu
Sjálfstæðisflokkurinn er og verður
helsta ógn íslensks samfélags. Með
honum frýs allt fast. Án hans er allt
hægt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun
tekið við gamla neikvæðnikeflinu,
sem VG geymdi forðum. Sjálfstæðis
flokkurinn í dag er eins og VG var: Á
móti öllu. Hann er á móti nýrri stjórn
arskrá, á móti samningaviðræðum
við Evrópusambandið, á móti endur
skoðun kvótakerfisins, á móti þjóðar
atkvæði um nýja stjórnarskrá, á móti
nýjum lausnum í gjaldeyrismálum …
you name it.
Virkjun athugasemdanna
Og nú hefur nátttröllið hafið barátt
una gegn „nettröllunum“ … Þótt ég
reyni eins og ég get að lifa Mogga
lausu lífi eru nokkrir meðvirknifíkl
ar í vinahópi mínum á Facebook og
þeir lauma stundum Moggagreinum
á fréttafæribandið; fyrr en varði hefur
maður í ógáti gleypt tilvitnun í Reykja
víkurbréf eða hluta af Moggagrein eft
ir Jón Steinar Gunnlaugsson. Það var
þannig sem ég varð fyrir því óláni á
dögunum að renna yfir lista af fúk
yrðum sem hæstaréttardómarinn
nýhætti hafði fundið um sig á netinu
og fylgdu með óskir hans um að fólk
léti af slíkum sóðaskap. Hér var góð
ábending á ferð sem við getum flest
tekið undir, við sem förum oftar en
ekki í skítagallann áður en við trítlum
inn á netið, og satt að segja átti mað
ur von á lengri lista. En óneitanlega
háði það greininni, sem hét „Virkur í
athugsemdum“, að hún skyldi birtast
í sjálfri „Virkjun athugasemdanna“,
Morgunblaðinu. Ég gerði mér þegar
í stað ferð niður á Borgarbókasafn
til að taka saman lista af öllum þeim
fúkyrðum og fautastimplum sem fólk
af ýmsu tagi hefur hlotið í þeim Stak
steinum og Reykjavíkurbréfum sem
biturðin hefur birt á liðnum misser
um, en fékk strax ónot af þeim miklu
flettingum og eftir að hafa rekið aug
un í „skopmynd“ af Þorvaldi Gylfa
syni á klósettinu, skeinandi sér á
stjórnarskránni frá 1944, ákvað ég
að láta blaðið síga, og allar endur
birtingar eiga sig.
Gekk hálf miður mín út.
Fjármagnaður skríll
En að loknum þeim sáru flettingum
sat þó eftir orðið „skríll“ sem ritstjór
inn hugumprúði hafði notað á fólk
ið sem mótmælti því að hann sjálfur,
þá sem seðlabankastjóri, ráðherrar
Hrunstjórnar, fjármálaeftirlitsstjóri
og fleiri, gætu setið áfram þótt landið
væri komið á hvolf og efnahagurinn í
gjörgæslu hjá AGS. Að auki ýjaði hann
að því að auðjöfrarnir illu á Túngötu
6 hefðu „fjármagnað“ mótmælin.
Hvað þurfti eiginlega að fjármagna?
Í hvaða heimi búa menn sem spyrja
slíkra spurninga? Halda þeir að fólk
hafi fengið greitt fyrir mótmælastöð
una? Greitt samkvæmt mótmæla
stöðumæli? Sumir halda að enginn
geri neitt af fríum og frjálsum huga,
launalaust. Það hlálegasta við þess
ar aðdróttanir er þó sú staðreynd að
þegar hér var komið sögu var hátt
virtur flokkur ritstjórans orðinn nær
mállaus af mútum, uppstoppaður
upp í kok af framlögum einmitt auð
jöfranna á Túngötu 6 í kosningasjóð
Valhallar.
Spurningin er því áleitin: Hver var
hinn fjármagnaði skríll sem ritstjór
anum göfuglynda er svo hugleikinn?
„Musterið“
Í alvöru? Skríll? Hvað átti fólk að gera?
Taka stærsta efnahagshruni heims
ins með þegjandi þögninni og mæta
prúðbúið til fundar í Valhöll til að
hlýða á notalegar útskýringar ráða
manna?
En viti menn. Daginn sem ég sat
á bókasafninu mætti fyrrverandi yfir
lögregluþjónn einmitt í það hús og fór
yfir upplifun sína af eftirhrunsmót
mælunum, nefndi þau „Aðför að Al
þingi“, en Valhöll „musterið“, fór
háðsorðum um lögfræðing nímenn
inganna, og niðrandi orðum um
dóminn í því máli, sagðist hafa bjarg
að lífi forsætisráðherrans fyrrverandi,
hvorki meira né minna, og fór loks
með brandara: „Hvað sögðu menn þá
þegar hér var komið? Jú, menn sögðu:
Það versta sem gæti gerst væri að VG
færi í ríkisstjórn! Þá væri þetta endan
lega búið!“
Allt þetta gefur að sjá og heyra á
myndbandi sem Lára Hanna Einars
dóttir klippti til og aðgengilegt er á
Youtube undir heitinu „Aðför að Al
þingi – Geir Jón Þórisson í Valhöll“.
Lögregla allra landsmanna?
Látum vera þótt Dodo deleri í með
virknimálgagn sitt en þegar lög
reglan er mætt í Valhöll til að tala við
„sitt fólk“ fer óneitanlega hrollur um
mann. „Er þetta ekki rétt hjá mér,
Snorri?“ kallaði Geir Jón úr pontu
og átti þar væntanlega við Snorra
Magnússon, formann sambands lög
reglumanna. Hér var því ekki aðeins
mættur fyrrverandi lögreglumaður
heldur einnig núverandi fulltrúi
þeirra allra. Báðir komnir á fund í Ís
félaginu.
Einhvern veginn hefur maður
alltaf staðið í þeirri trú, þrátt fyrir
allt, að lögreglan starfaði í þágu allra
landsmanna, en ekki sumra og liti
niður á aðra. En hér hvarf sú góða
til finning og kemur vart aftur í bráð.
Geir Jón gerir sér væntanlega ekki
grein fyrir því hversu mjög hann skað
ar sinn gamla vinnustað með því að
ata hann pólitískum lit, með því að
sletta blárri málningu á Lögreglustöð
ina við Hlemm.
Öll stöndum við í þeirri meiningu
að íslensku knattspyrnulandsliðin
leiki í nafni okkar allra. Hvernig tæki
fólk því ef fyrirliði knattspyrnulands
liðsins hlypi upp í Valhöll beint eftir
leik og sakaði áhorfendur um að vera
of vinstrisinnaða, erfitt væri að leika
knattspyrnu fyrir framan stúku fulla
af VGfólki, og uppskera hlátur Val
hellinga.
Ísfólkið
Tilfinningin sem eftir sat við fyrir
lestur Geirs Jóns var áþekk niðurstöðu
Reykjavíkurbréfs. Fyrir lögreglu
manninum voru mótmælendur skríll.
Staddur í „musteri“ samspillingar
fjármagns og valda datt honum ekki í
hug að leita að ástæðu „ skrílslátanna“
Aðsent
Hallgrímur
Helgason
„Þá gæti
ísfélagið
komist aftur til
valda og allt fer
í frost á ný