Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 19.–21. október 2012 Helgarblað Þ etta er barátta upp á líf og dauða,“ segir Guðmundur Gunnarsson og bætir því við „… allavega hvað varðar ís- lenska þjóð. Við þurfum að horfast í augu við ástandið hérna ef við ætlum að komast upp úr þeim hjólförum sem við erum föst í. Engu að síður er hér ákveðinn hópur sem reynir af öllu afli að halda okkur niðri af því að það hentar honum.“ Um árabil var hann leiðandi í verkalýðsbaráttunni, var formaður Rafiðnaðarsambandsins til átján ára og einn af talsmönnum ASÍ um tíma. Síðan tók hann sæti í stjórnlagaráði og er afar hugleikið að allir kosn- ingabærir menn mæti á kjörstað um helgina og skili sínu atkvæði. „Mér þætti einkennilegt ef hluti þjóðar- innar lætur það yfir sig ganga að hún eigi ekki að skipta sér af þessu og sýna það í verki að hún vill taka þátt í því að móta þetta samfélag sem við búum í.“ Stjörnurnar Guðmundur tekur á móti mér á heimili sínu í Grafarvoginum, rauðu timburhúsi í botni götunnar þar sem hann býr ásamt eiginkonunni, Hel- enu Sólbrá Kristinsdóttur, elsta synin- um, Kristni Þór og Sólveigu kærustu hans. Í forstofunni eru ljósmyndir og málverk, sem prýða reyndar alla veggi inni í stofunni líka og mörg hver eftir móður Guðmundar, olíuverk, vatns- litamyndir og útsaumsverk. Þar er líka niðjatal þeirra hjóna en hópur- inn er þegar orðinn ansi myndarleg- ur. Enda er hægt að ganga úr stofunni út á sólstofu sem Guðmundur byggði til þess að koma öllum börnum og barnabörnum ellefu í sæti þegar svo stendur á. Hann er ríkur maður, fimm barna faðir og á að auki stjúpdóttur sem hefur fylgt honum í 25 ár eða frá því að hann kynntist henni Helenu sinni. Hann býður mér til sætis við borð- stofuborðið, sest á móti mér og segir ekkert fyrr en ég spyr hvar hans stað- ur í húsinu sé og bendir þá á sætið sem ég sit í, það er hans staður. Eða heimaskrifstofan sem er hér í næsta herbergi. Hann er allavega ekki mik- ið í sólstofunni að skoða stjörnurnar með stjörnukíkinum sem stendur þar í fullri reisn. „Björk gaf mér hann í af- mælisgjöf,“ útskýrir hann, „en ég nota hann lítið. Hún hefur alltaf haft áhuga á stjörnufræði og ætlaði að verða stjörnufræðingur á tímabili þegar hún var svona sextán ára. Hún er mikill og góður stærðfræðingur og gekk feiki- lega vel á því sviði en svo datt hún inn í músíkina,“ segir Guðmundur. Björk, dóttir hans, er farsælasta söngkona landsins og ein sú þekktasta í heimi. Það kom honum ekki á óvart að hún skyldi snúa sér að tónlistinni. „Það var reyndar alltaf fyrirséð því hún var afburðamúsíkölsk og spilaði á öll hljóðfæri um leið og hún var far- in að ganga, klifraði upp á píanóið hjá mömmu tveggja ára gömul og spilaði lög sem hún hafði heyrt í útvarpinu. Hún hóf tónlistarnám þegar hún var fjögurra ára og hélt því áfram þar til hún var komin í menntaskóla og nán- ast komin með kennararéttindi.“ Harðir dómar Þá hætti hún í menntaskóla og fór að sinna tónlistarferlinum. Með tím- anum varð hún sjálf stjarna, en hún hefur alltaf skorið sig úr fjöldanum og varð fyrir vikið á milli tannanna á fólki. Það gat verið óþægilegt fyrir föð- ur hennar að fylgjast með því þegar henni var hallmælt. „Hún varð fyrst þekkt með hópnum sem hún til- heyrði, Kuklinu og ungskáldunum. Ég heyrði mjög neikvæða umræðu um þennan hóp, það var sagt að þau væru á kafi í dópneyslu, þetta væri bara ruglað lið og fleira í þeim dúr. Það er oft þannig á Íslandi að ef þú ert ekki í meðaltalinu, ferð út fyrir rammann og gerir eitthvað sem aðrir eru ekki að gera þá veitist fólk að þér og reynir að draga þig niður í meðal- talið aftur. Mér fannst það mjög áber- andi þegar Björk var á þessum aldri. Það er reyndar enn þannig að sum- ir halda að þeir hafa eitthvert vald til þess að pirrast voðalega yfir því að hún sé ekki að syngja eða dansa eins og Lady Gaga heldur að rembast við að skapa sína eigin stefnu. Fólk getur látið það fara í taugarnar á sér og ger- ir lítið úr henni fyrir vikið. Mér finnst það oft og tíðum mjög óþægilegt.“ Það er ekki það eina, það er ann- að sem honum þykir líka óþægilegt og stundum nánast óþolandi. „Nú hef ég unnið fyrir verkalýðshreyfinguna í hátt í tuttugu ár,“ segir hann, „og komið fram sem málsvari rafiðnað- armanna og verkalýðshreyfingarinn- ar. Samt var oft ekki talað um mig sem Guðmund formann Rafiðnaðarsam- bandsins heldur Guðmund pabba hennar Bjarkar. Ég hef stundum látið þetta fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta óþarfi af því að mér hefur gengið alveg prýðilega að byggja Rafiðnaðar- sambandið upp og finnst að fólk geti bara nálgast mig út frá þeim forsend- um. En þetta er bara svona og ég verð bara að sætta mig við það,“ segir hann auðmjúkur. „Þetta varð ekki svona fyrr en hún varð svona fræg.“ Hann er klæddur í ljósa skyrtu í fjólubláu og svartar buxur, nýkom- inn úr viðtali við breska ríkissjónvarp- ið þar sem hann ræddi hið íslenska efnahagsundur sem hér á sér stað um þessar mundir að mati sumra. Þetta er maður með skoðanir á samfélaginu og þekkingu á því hvernig það virkar. Og stundum hefur honum blöskrað. Ekki bara varðandi meðferðina á dóttur sinni en hann segir að hér á landi hafi ekki verið minnst á hana í fjölmiðlum fyrr en hún var búin að ná sér vel á strik í Evrópu, orðin þekkt þar og umtöluð. „Björk og það fólk sem var í þeim heimi sem hún lifði og hrærðist í voru bóhem- ar sem menn hristu hausinn yfir. Af því að hún var ekki klædd eins og fjöldinn í Lee-gallabuxur var hún ekki meðtekin fyrr en hún varð fræg erlendis.“ Frjálslegt uppeldi Í gömlu viðtali við hana kom fram að hún fékk mjög frjálslegt uppeldi og hún fór stundum að heiman dög- um saman til þess að spreyta sig úti í náttúrunni. Guðmundur segir að það sé rétt enda var hann sjálfur alinn þannig upp. Auk þess gat hann alltaf treyst henni hundrað prósent. „Ég þurfti aldrei að hafa neinar áhyggjur af henni. Þess vegna var henni treyst og hún hafði frelsi til þess að fara og gera það sem hún vildi gera. Ég var líka alinn svona upp. Mér var treyst til þess að fara og gera það sem ég vildi. Það var ekkert vanda- mál. Mamma sagði stundum að ef ég gerði einhverjar gloríur yrði ég að bera ábyrgð á þeim sjálfur, enda er það líka þannig.“ Sem ungur maður átti hann það líka til að stinga af út á land þegar hann var í því stuðinu. „Ég fór kannski nið- ur í kjallara og tók tjaldið frá mömmu og pabba og var nokkra daga á Þing- völlum. Eða fór niður á BSÍ og tók rútu austur í Þórsmörk eða eitthvað.“ Þar var hann bara að þvælast um og spóka sig í náttúrunni, með tjald sem var gert úr tveimur kústsköftum og tusku á milli. „Það var enginn botn eða ekki neitt,“ segir hann og hlær. Sendur í sveit Æskuheimilið var hinum megin við Elliðaárvoginn, í Vogahverfinu. Þar bjuggu foreldar hans þar til hann varð sautján ára en þar sem faðir hans átti ættir að rekja norður í Víðidal í Húna- vatnssýslu var Guðmundur mikið þar nánast öll uppvaxtarárin. Frá því að hann var níu ára gamall og þar til hann varð sautján fór hann í sveitina í byrjun maí og var þar þangað til skólinn byrjaði aftur í októberlok. „Þannig að ég var alltaf í sveitinni frá því fyrir sauðburð og fram yfir réttir.“ Á þessum tíma upplifði hann mikla umbrotatíma í íslensku sveitalífi. „Þegar ég fór fyrst í sveitina var ekki búið að vélvæða landbúnaðinn þannig að það var mikil þörf fyrir margt fólk. Á til- tölulega skömmum tíma gerðist það svo að það var farið að vinna allt með dráttarvélunum og allt í einu vildu sveitaheimilin sem áður þurftu á mönnum að halda í hey- skap og annað ekki fá aðra en sext- án, sautján ára unglinga. Aðallega vegna þess að það var mikið um slys í kringum dráttarvél- arnar fyrstu árin eftir að þær komu til landsins. Drifskaftið var óvar- ið og yfirleitt lenti einhver flík í því, það vatt upp á sig og sleit útlimi af fólki. Stundum urðu banaslys. Þetta varð til þess að þessi viðhorf breytt- ust mjög hratt, fólk varð hrætt og hætti að vilja fá þessa krakka sem voru hoppandi og skoppandi úti um allt tún.“ Fjarlægðist foreldrana Undanfarna mánuði og ár hefur verið umræða um það hvort það hafi jafnvel verið skaðlegt börn- um að fara svo ung að vinna und- ir svo miklu álagi eins og tíðkaðist á sumum bæjum á þessum tíma. Guðmundur varð var við þessa um- ræðu en tengir ekki við hana sjálfur. „Eins og ég heyrði í vor þá tók fólk svo djúpt í árinni að líkja því þegar börn voru send í sveit við mansal en ég kynntist ekki þessari hlið á sveita- lífinu. Vitanlega lærði ég að vinna og sjá um mig sjálfur og ég hafði gott af því. Á sveitaheimilinu var mér sagt að fara út á tún og þá gerði ég það. Ég lærði að vinna og ég lærði sjálfsaga, eins og aðrir sem lentu á þokkalega góðum heimilum.“ Auðvitað var það samt skrýtið og stundum erfitt fyrir svo ungan dreng að fara frá mömmu sinni og pabba og vera fjarri þeim marga mánuði á ári. „Vitanlega hafði það mikil áhrif á mig. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en töluvert seinna hvað það hafði mik- il áhrif á mig. Það er ýmislegt sem ég saknaði, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því,“ segir hann hugsi og heldur áfram, „ég fjarlægðist á vissan hátt foreldra mína og var ekki eins tilfinn- ingalega tengdur þeim eins og ég sá að margir aðrir voru. Fyrir vikið varð ég sjálfstæðari. Í dag eru almennt ákaflega sterk tengsl á milli foreldra og barna og lagt upp úr því að svo sé. Það er töluvert mikið öðruvísi en ég upplifði það sjálfur.“ Guðmundur Gunnarsson þolir ekki þegar hann er fyrst og fremst skilgreindur sem faðir Bjarkar. Enda hefur hann sjálfur sterkar skoðanir, hefur verið í for- ystu verkalýðsbaráttunnar um árabil, átti sæti í stjórn- lagaráði og hvetur alla til þess að kjósa um helgina, það sé sárt að horfa upp á hóp manna vinna gegn tækifæri þjóðarinnar til að móta samfélagið sem við búum í. Hann segir einnig frá því þegar hann var í sveit marga mánuði á ári og hvernig hann fjarlægðist for- eldra sína og félaga í kjölfarið, áreitinu sem hann þarf að þola vegna stöðu sinnar og því þegar þau hjónin voru hrakin af pöbbnum. Men rauna yfir mig Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Samt var oft ekki talað um mig sem Guðmund formann Raf- iðnaðarsambandsins heldur Guðmund pabba hennar Bjarkar. Ég hef stundum látið þetta fara í taugarnar á mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.