Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 18
„Ég sakna hans“ 18 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað Þ etta er auðvitað erfitt en ég gefst aldrei upp,“ segir Jaroslava Davíðsson. Blaða- maður mælti sér mót við Jaroslövu á 19. hæð í Turnin- um í Kópavogi. Staðinn þekkir hún vel enda vann hún hér fyrir nokkrum árum þegar eiginmaður hennar, Ás- geir Þór Davíðsson, var enn á lífi. Hún kann vel við sig í Kópavogin- um en hún býr skammt frá Turnin- um ásamt dóttur þeirra Geira, Al- exöndru Katrínu, 13 ára. Auk þess rekur hún staðinn Goldfinger sem þau Geiri ráku saman en hann er líka staðsettur í Kópavogi. Ekki mikið fyrir glauminn Undanfarnir sex mánuðir hafa verið erfiðir. Geiri varð bráðkvaddur að- faranótt 20. apríl síðastliðinn og var það henni mikið áfall að eigin sögn. Jaroslava og Geiri höfðu verið gift í tæp 14 ár en þau kynntust í Eistlandi. Stuttu áður en Geiri lést höfðu þau ákveðið að skilja. „Við vorum skil- in að borði og sæng. Við höfðum ákveðið að skilja til þess að athuga hvað við ættum að gera. Við skild- um í febrúar en var bara nýfluttur út þegar hann dó,“ segir hún. Geiri var áberandi karakter og margir höfðu skoðun á honum, bæði góðar og slæmar. Hann var þekktur fyrir að hafa gaman að því að skemmta sér og vera áberandi í íslensku skemmt- analífi. Jaroslava segist þó hafa verið ólík Geira því hún hafi aldrei verið mikið fyrir að vera úti á lífinu og hélt sig heima við þegar að Geiri fór út að skemmta sér. „Ég hef aldrei þolað að fara út og láta taka myndir af mér fyr- ir blöðin. Geira fannst það gaman. Hann var svolítið mikið fyrir að fara út og sýna að hann væri Geiri á Gold- finger,“ segir hún hlæjandi. „Það var alltaf gaman í kringum Geira.“ Hún segist vera heimakær og kunna bet- ur við sig heima en úti á galeiðunni. „Ég var bara heima og sá um allt hitt.“ 22 ára aldursmunur Jaroslava kom til landsins fyrir 14 árum. Hún vann í spilavíti í Eistlandi, heimalandi sínu, þegar hún kynnt- ist Geira. Hún ákvað að elta hann til Íslands. „Það eru margir sem halda að ég hafi gifst honum út af pening- um en þetta snerist ekki um það,“ segir hún. 22 ára aldursmunur var á þeim hjónum. „Þegar ég hitti hann fyrst hélt ég að hann væri rússneskur. Það héldu margir að hann væri rúss- neskur,“ segir hún brosandi. Hún segir fólk oft hafa velt því fyrir sér hvað hún væri að gera með svona mikið eldri manni. „Ég var oft spurð hvað ég væri að gera með honum og eitthvað svona. Ég hlustaði bara ekki á það. Ég lifi lífinu á minn hátt og mér er alveg sama hvað aðrir gera. Margir héldu að ég hefði gifst honum út af peningunum, það var ekki þannig. Ég þarf heldur ekki að útskýra fyrir fólki af hverju ég giftist honum, ég má hafa mitt einkalíf.“ Þegar Jaroslava kom til lands- ins í júlí 1998 rak Geiri Hafnarkrána í Hafnarstræti. Þar steig Jaroslava sín fyrstu skref á íslenskum vinnu- markaði og lærði nýtt tungumál af fastagestum staðarins. „Ég lærði ís- lensku á því að tala við gestina,“ seg- ir hún hlæjandi. Hún segist vissulega hafa verið hissa á landinu fyrst þegar hún kom hingað. „Þetta var auðvit- að skrýtið fyrst en samt eru Ísland og Eistland ekki svo ólík lönd.“ Ekki vændi á stöðunum Stuttu eftir að hún kom heim þá breyttu þau Hafnarkránni í Maxim´s nektardansstað. Í kjölfarið fylgdi annar nektardansstaður, Goldfinger, sá er lifir enn. Staðirnir hafa mikið verið gagnrýndir í gegnum tíðina og því meðal annars verið haldið fram að þar þrífist vændi. Jaroslava gefur lítið fyrir slíkar fullyrðingar. „Það er bara rugl. Það er ekkert vændi á Goldfinger. Fólk talar meira á svona litlu landi en það er ekki vændi hjá okkur. Ég hef rekið þennan stað í 14 ár og er í miklu sambandi við stelpurnar. Þær eru ekki í vændi, þær myndu ekki hafa tíma í það. Þetta er erfiðisvinna,“ segir hún. „Geiri var alltaf mjög góður við stelpurnar og hugsaði vel um þær. Þær koma þegar þeim hentar og fara þegar þeim hentar. Það er bara rugl að við tökum af þeim vegabréfin og eitthvað svona eins og var einhvern tímann talað um. Þær eru frjálsar.“ Saknar Geira Síðan Geiri lést þá hefur Jaroslava rekið Goldfinger með hjálp starfs- manna staðarins. Hún segist þó ekki vita hvað verður og enn sé óvissa um það hvernig búinu verði skipt. „Skiptastjóri sér um þessi mál og við vitum ekki neitt. Ég er bara að bíða,“ segir hún og viðurkennir að biðin geti verið erfið en það sé óþarfi að stressa sig á því. Undanfarnir mánuðir hafa þó verið erfiðir. Hvernig er lífið án Geira? „Skrýtið,“ segir hún hikandi og horfir niður. „Erfitt,“ bætir hún við og röddin brestur. Hún þurrkar tárin pent og segir það reynast henni erfitt að ræða þetta. „Ég sakna hans.“ Eftir að Geiri dó hefur hún þurft að vera sterk út á við og halda and- liti. Hún segir það hafa hjálpað sér að hafa nóg að gera. „Ég hef unnið mik- ið og það hefur hjálpað mér,“ segir Jaroslava sem vinnur sem snyrti- fræðingur auk þess að vera í stjórn Goldfinger og sjá um reksturinn. Það er því nóg að gera og hún kann því vel þó að hún viðurkenni að þetta hafi verið hart á stundum. Hún út- skrifaðist sem snyrtifræðingur frá Snyrtiakademíunni fyrir tveimur árum og hefur haft nóg að gera. Hún tók alþjóðapróf í snyrtifræði sama dag og Geiri var jarðaður. „Ég varð að taka prófið því það er bara einu sinni á ári. Það var ótrúlega erfitt. En mér tókst það. Og gekk bara vel,“ segir hún brosandi. Gefst ekki upp Hún segist gera sitt besta til þess að komast af. „Ég er með dóttur mína sem skiptir mig öllu máli í mínu lífi og ég mun aldrei gefast upp.“ Hún segist hafa verið vön að standa að baki Geira en sé í framlínunni eft- ir að hann lést. „Þetta er meiri ábyrgð eins og er en ég hef gert þetta undanfarin 14 ár. Geiri hjálp- aði mikið og ég var á bak við. Þetta er auðvitað skrýtið en ég ætla samt að gera þetta. Ég fæ mikla hjálp frá fólkinu sem hefur unnið með okk- ur undanfarin ár. Sem betur fer hef ég það. Svo veit maður ekkert hvernig þetta fer allt saman, það kemur bara í ljós hvað skiptastjór- inn segir.“ Sjálf vinnur hún ekki mikið á staðnum á kvöldin. „Ég er ekki mikið við á kvöldin en ég kíki við, fylgist með og heilsa upp á stelpurnar.“ Fyrst eftir andlát Geira var lítið að gera á Goldfinger. „Það var mjög rólegt fyrst því fólk hélt að stað- urinn væri lokaður. Geiri var bara Geiri á Goldfinger og fólk hélt að fyrst að hann væri farinn þá væri Goldfinger lokaður. En það hef- ur breyst og nú er nóg að gera. Ég reyni að halda áfram í anda Geira,“ segir hún og tárin leka niður kinn- ina. Hún segist ekki búast við að Goldfinger verði lokað þó Geiri sé farinn af þessari jörð. „Nei, það gengur vel og það er nóg að gera þannig að ég held að það verði ekki í bili.“ n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Margir héldu að ég hefði gifst honum út af peningunum, það var ekki þannig. Hún er hagfræðimenntaður snyrtifræðingur sem rekur nektardansstað en líklega er hún þekktust fyrir að vera ekkja Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Goldfinger, eins og hann var gjarnan kallaður. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir í lífi Jaro­ slövu Davíðsson. Fyrir sex mánuðum varð Geiri bráðkvaddur en þá höfðu þau nýlega ákveðið að skilja að borði og sæng. „Við höfðum ákveðið að skilja til þess að athuga hvað við ættum að gera Heldur áfram Jaroslava sér um rekstur Goldfinger eftir andlát Geira. Hún bíður þess þó að vita hvert framhaldið verður en hún situr enn í óskiptu búi. mynD SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.