Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 46
46 Afþreying 19.–21. október 2012 Helgarblað Að gráta yfir matreiðsluþætti A ð ég myndi gráta yfir matreiðsluþætti er nokkuð sem ég hefði ekki búist við að gæti gerst. Þó að vissu­ lega verði það að viðurkenn­ ast að ég eigi það til að tár­ ast yfir sjónvarpinu á góðum stundum. Ég hafði komið mér fyrir í mestu makindum með kók og nammi fyrir fram­ an sjónvarpið á dögunum og vonaðist til þess að eitthvað skemmtilegt væri á skjánum. Þegar ég sá að þáttur með Jamie Oliver var að byrja þá ætlaði ég að fara skipta um stöð þar sem ég hef mjög lít­ inn áhuga á matreiðslu en ákvað nú að gefa þessu séns, líklega vegna þess að ekk­ ert annað var á dagskrá. Ég hafði ekki horft lengi þegar ég var orðin gjörsamlega heill­ uð af hetjulegri baráttu þessa manns við skóla yfirvöld í Los Angeles. Fljótlega fóru tárin að leka og nammið fékk að fjúka þegar ég fylgdist með Jamie fræða skólabörnin um það hvernig þau væru hægt og rólega að drepa sig með óhollu fæðuvali. Í hetjulegri baráttu sinni hefur Jamie mætt endalaus­ um hindrunum á vegi sínum enda vilja þröngsýn skóla­ yfirvöld þar í landi ekki viður­ kenna að maturinn sem er borinn fram í skólum undir þeirra stjórn sé í sumum til­ fellum hreinlega heilsuspill­ andi. Hann lætur þó ekkert stoppa sig, fær fólkið með sér í lið og finnur sífellt upp á nýjum aðferðum til þess að dreifa boðskapnum. Barátta Jamie er að sjálfsögðu krydd­ uð vel og matreidd að hætti bandarísks tilfinningakláms og er því vissulega drama­ tísk á stundum sem fellur vel í kramið hjá tilfinninga­ bolum eins og mér. Vonandi verður barátta Jamie til þess að eitthvað breytist í þessum efnum. Allavega hugsaði ég mig tvisvar um, hellti kókinu, henti namminu og náði mér í vatn. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 19. október Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Ekki stjórnarskrá flokksins Jón Viktor Gunnarsson Í gulum jakka með ljóst fagurt hárið mætti 17ára ungmenni frá Íslandi í Tívolíið í Kaupmanna- höfn árið 1997 og tefldi fjöltefli við gesti. Svipaði ungstirninu nokkuð til hins sókndjarfa Friðriks Ólafssonar er löngum skelfdi Danann heitinn Bent Larsen; bæði í útliti og skákstíl. Jón Viktor Gunnarsson er einn af mörgum sterkum skák- mönnum sem fæddir eru í kringum 1980 og voru aldir upp í Taflfé- lagi Reykjavíkur á níunda og tíunda áratugnum. Stóð Jón Viktor félaga sínum Braga Þorfinnssyni jafnan örlítið aftar á skáksviðinu í bernsku þeirra. Jón tók þó miklu framfaraskeiði þegar hann hafði stúderað skák vel og lengi, meðal annars tefldi hann við skáktölvu sína klukkutímunum saman. Eitt helsta afrek Jóns var án efa óopinber heimsmeistaratitillinn hans í hraðskák þegar hann var tíu ára gamall. Jón er og enda frábær hraðskákmaður og var fyrst Íslandsmeistari 1996. Fyrst var Jón svo Íslandsmeistari í skák árið 2000 og er það reyndar eina skiptið sem hann hefur hlotið þann titil. Síðan Jón varð Íslandsmeistari árið 2000 hefur hann gefið sig mismikið að skákinni. Oft hefur hann náð mjög góðum árangri og hefur hann einn stórmeistaraáfanga í fórum sín- um. Í þessari viku sigraði Jón Viktor á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Var sigur hans afar sannfærandi: fór taplaus gegnum mótið. Er það von margra að Jón tefli meir á næstunni og sýni sinn sanna styrk. Jón hefur einnig hjálpað mörgum skákmönnum við stúderingar undanfarin ár og hefur síðustu árin verið einn helsti aðstoðarmaður Hjörvars Steins Grét- arssonar sem náð hefur frábærum árangri. Megi skákstjarna Jóns Viktors Gunnarssonar rísa sem hæst á komandi misserum. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.15 Herstöðvarlíf (23:23) (Army Wives) Bandarísk þáttaröð um eiginkonur hermanna sem búa saman í herstöð og leyndarmál þeirra. Meðal leikenda eru Kim Delaney, Catherine Bell, Sally Pressman, Brigid Brannagh, Sterling K. Brown og Brian McNamara. 16.00 EM í hópfimleikum 17.18 Snillingarnir (63:67) 17.41 Bombubyrgið (9:26) 18.10 Táknmálsfréttir 18.20 Andri á flandri - Í Vestur- heimi (3:6) (Nýja Ísland) Andri Freyr Viðarsson flandrar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi, skoðar áhugaverða staði og heilsar upp á fólk. Með honum í för er tónlistarmaðurinn KK. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Á tali við Hemma Gunn (Guðrún Gunnarsdóttir) Hemmi Gunn og Þór- hallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma. Gestur þáttarins er Guð- rún Gunnarsdóttir. Dagskrár- gerð: Egill Eðvarsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.30 Útsvar (Seltjarnarnes - Vest- mannaeyjar) Spurningakeppni sveitarfélaga. Að þessu sinni mætast lið Seltjarnarness og Vestmannaeyja. Umsjónar- menn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. 21.40 Af annarri stjörnu (Nicht von diesem Stern) Arnold smíðar sér flugvél og ætlar út í geiminn til pabba síns sem hvarf 20 árum áður. Hann er lagður inn á geðdeild og læknirinn Wanda hefur mikla samúð með honum. Leikstjóri er Hardi Sturm og meðal leikenda eru Katja Riemann, Max Riemelt og Armin Rohde. 23.20 Endurómur úr fortíðinni (2:2) (4 garçons dans la nuit) Fimmtán árum eftir morðið á unglingsstúlkunni Rose er einn fjórmenninganna sem fundu líkið myrtur. Hina þrjá grunar að sami morðingi hafi myrt þau bæði. Frönsk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á sögu eftir Val McDermid. Leikstjóri er Edwin Baily og meðal leikenda eru Julien Baumgartner, Dimitri Storoge, Pascal Cervo, Antoine Hamel, Jean-Pierre Malo, Jean- Pierre Lorit og Sara Mortensen. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.55 Vegahótelið 6,2 (Vacancy) Hjón leita skjóls á gistihúsi á afskekktum stað eftir að bíll þeirra bilar. Þau finna faldar myndavélar í herbergi sínu og átta sig á því að takist þeim ekki að flýja verða þau næstu fórnarlömb hryllingsmynda- höfundar. Leikstjóri er Nimród Antal og meðal leikenda eru Kate Beckinsale, Luke Wilson og Frank Whaley. Bandarísk hryllingsmynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In The Middle (16:22) 08:30 Ellen (24:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (9:175) 10:15 Sjálfstætt fólk (23:30) 10:55 Cougar Town (18:22) 11:20 Hank (3:10) 11:45 Jamie Oliver’s Food Revolution (5:6) 12:35 Nágrannar 13:00 The Wedding Singer 14:45 Game Tíví 15:10 Sorry I’ve Got No Head 15:40 Barnatími Stöðvar 2 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (25:170) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (9:22) Tuttugasta og þriðja þáttaröðin í þessum langlífasta gaman- þætti bandarískrar sjónvarps- sögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektar- samari. 19:45 Týnda kynslóðin (7:24) Týnda kynslóðin er frábær skemmti- þáttur í stjórn Björns Braga Arnarssonar og félaga sem munu fá til sín landskunna gesti í skemmtileg og óhefðbundin viðtöl þar sem gestirnir taka virkan þátt í dagskrárgerðinni í formi innslaga af ýmsu tagi. 20:10 Spurningabomban (6:21) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum stórskemmtilega spurningaþætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppend- um hvort, sem allir eiga það sameiginlegt að vera í senn orðheppnir, fyndnir og fjörugir og þurfa að svara laufléttum og skemmtilegum spurningum um allt milli himins og jarðar. 21:00 The X-Factor 5,1 (11:26) Önnur þáttaröð af bandarísku útgáfunni af þessum sívinsæla þætti en talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dómefndinni en auk þeirra Simon Cowell og L.A. Reid hafa ný bæst í hópinn engin önnur en Britney Spears auk bandarísku söng- og leikkonunnar Demi Lovato. 22:25 Surfer, Dude Gamanmynd með Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlut- verkum. 23:50 The Walker 5,9 Spennandi morðgáta með Woody Harrel- son, Kristin Scott Thomas og Lauren Bacall í aðalhlutverkum. 01:35 Year One Stórskemmtileg gamanmynd um forfeður okkar með Jack Black og Michael Cera í aðalhlutverkum. 03:10 Couple’s Retreat 05:00 Simpson-fjölskyldan (9:22) 05:25 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 15:55 90210 (19:22) (e) 16:40 My Mom Is Obsessed (1:6) (e) 17:30 Rachael Ray 18:15 GCB (7:10) (e) Bandarísk þáttaröð sem gerist í Texas þar sem allt er leyfilegt. Presturinn í hverfinu fer sjaldnast troðnar slóðir. Að þessu sinni hvetur hann söfnuðinn til að stunda kynlíf daglega í heila viku til að styrkja hjónabandið. 19:05 An Idiot Abroad 8,5 (5:9) (e) Ricky Gervais og Stephen Merchant eru mennirnir á bakvið þennan einstaka þátt sem fjallar um vin þeirra, Karl Pilkington og ferðir hans um sjö undur veraldar. Mexíkó er næst í röðinni en þangað heldur Karl til að fagna páskunum. Hann próf- ar mexíkóska fjölbragðaglímu og heimsækir hof sem byggt var á níundu öld. 19:55 America’s Funniest Home Videos (22:48) (e) Bráð- skemmtilegur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin mynd- brot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:20 America’s Funniest Home Videos (32:48) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:45 Minute To Win It 21:30 The Voice 8,0 (6:15) Banda- rískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er hæfileikaríku tónlistarfólki. Dómarar þáttar- ins eru þau: Christina Aguilera, Adam Levine, Cee Lo Green og Blake Shelton. 23:45 Johnny Naz (4:6) (e) Johnny NAZ fer aftur á stjá eftir áralangt hlé frá kastljósi fjölmiðla og áreiti íslenskra unglinga. Johnny hefur ákveðið að taka til sinna ráða og vísa landanum veginn að varan- legra og betra lífi að ÍBÍZNESKRI fyrirmynd. Hann heimsækir sex lönd og dregur fram það besta frá hverju og einu. Johnny ræður sér pólskan aðstoðamann sem fer með hann um höfuðborg Póllands. En Johnny er ekki bara að skemmta sér á Pólska mát- ann. Hann hittir fólk frá hinum ýmsu löndum sem ýmisst er að fylgjast með Evrópumótinu í fótbolta eða undirbúa sig fyrir endurkomu Jésú Krists. Vel súrsaður þáttur að hætti heimamanna 00:15 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 00:45 CSI: New York (9:18) (e) Bandarísk sakamálasería um Mac Taylor og félaga hans í tæknideild lögreglunnar í New York. Dauði vitnis leggst þungt á Jo og hún veltir fyrir sér af hverju nauðgara var sleppt lausum á meðan hún starfaði hjá FBI. 01:35 House (5:23) (e) 02:25 A Gifted Man (7:16) (e) 03:15 CSI (1:23) (e) 04:05 Pepsi MAX tónlist 17:30 Unglingamótið í Mosfellsbæ 18:15 Enski deildarbikarinn 20:00 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 20:30 Spænski boltinn - upphitun 21:00 Feherty 21:45 UFC Live Events 124 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Dóra könnuður 08:25 Áfram Diego, áfram! 08:50 Doddi litli og Eyrnastór 09:00 UKI 09:05 Mörgæsirnar frá Madagaskar 09:25 Stubbarnir 09:50 Lukku láki 10:15 Stuðboltastelpurnar 10:40 Histeria! 11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími 17:00 Ofurhetjusérsveitin 17:25 Sorry I’ve Got No Head 17:55 iCarly (22:45) 18:20 Doctors (51:175) 19:00 Ellen (25:170) 19:40 Það var lagið 20:40 Idol-Stjörnuleit 21:40 Entourage (2:20) 22:10 Entourage (3:20) 22:40 Það var lagið 23:40 Idol-Stjörnuleit 00:40 Entourage (2:20) 01:10 Entourage (3:20) 01:35 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 ESPN America 08:00 The McGladrey Classic 2012 11:00 Golfing World 11:45 Inside the PGA Tour (41:45) 12:10 Presidents Cup 2011 (4:4) 18:00 The McGladrey Classic 2012 21:00 The McGladrey Classic 2012 00:00 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin. Jón Kristinn við stjórnvölinn 21:00 Randver Randver skyggnist í menningar og viðburðakistu eyjunnar bláu 21:30 Eldað með Holta Hreint ótrú- legt lostæti. ÍNN 11:05 Just Wright 12:45 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið Frábær kvik- mynd fyrir alla fjölskylduna um þá Sveppa, Villa og Góa og ævintýri þeirra. Að þessu sinni liggur leið þeirra á hótel þar sem dularfullir atburðir hafa átt sér stað. 14:05 500 Days Of Summer 15:40 Just Wright 17:20 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 18:40 500 Days Of Summer 20:15 The Adjustment Bureau 22:00 Traitor 23:55 The Edge 01:50 The Adjustment Bureau 03:35 Traitor Stöð 2 Bíó 15:40 Sunnudagsmessan 16:55 Liverpool - Man. City 18:40 Enska B-deildin 20:45 Enska úrvalsdeildin - upp- hitun 21:15 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:45 Being Liverpool 22:30 Ensku mörkin - neðri deildir 23:00 Enska úrvalsdeildin - upp- hitun 23:30 Enska B-deildin Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Grínmyndin Aðeins að kæla sig niður Þú veist að það er heitt úti þegar þegar þetta gerist. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Sjónvarp Jamie Oliveŕ s Food Revolution Stöð 2, mánudagar klukkan 20.05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.