Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 39
39Helgarblað 19.–21. október 2012
að morgni þann 9. ágúst, 1981, fannst Stephen Beattie, þá fyrrverandi lífvörður Elvis
Presley, látinn í fangaklefa sínum í ríkisfangelsi Flórída. Banamein Stephens var of stór skammtur fíkni-
efna og daginn eftir hófst rannsókn á því hvernig dauða hans bar að höndum. „Nokkrar“ pillur af ókunnri
tegund fundust í klefanum og eðli málsins samkvæmt vildu yfirvöld vita hvernig Stephen hafði komist
yfir þær. Reyndar var búið að úrskurða að Stephen skyldi mæta dauða sínum í rafmagnsstólnum.
L
íf Nicole Thornhill, 19 ára
stúlku í Flórída, hafði valdið
henni miklum flækjum og
kannski engin furða að á
endanum gæfi eitthvað und
an, sem það og gerði í apríl 2008.
Hún bjó hjá móður sinni Kristan,
sem glímdi við vímuefnafíkn, og
ofbeldisfullum stjúpföður, Gerald
Jensen, sem fyrirleit og hataði fyrir
að ganga í skrokk á móður sinni. En
Nicole nánast hataði móður sína
fyrir að búa með Gerald og umbera
ofbeldið.
Gerald hafði verið handtekinn
fimm sinnum fyrir heimilisofbeldi
frá árinu 1995 og fátt sem gaf til
kynna að hann myndi breytast til
batnaðar og Nicole leitaði logandi
ljósi að leið úr þessum aðstæðum.
Svarið fann Nicole á internetinu
þegar hún komst í samband við
Christopher nokkurn Tomlinson,
27 ára „klerk“ í heiðnum söfnuði
og sérfræðing í sjálfsvarnarlistum
sem hafði mikinn áhuga á sam
úræjasverðum.
Átök á heimilinu
Innan nokkurra vikna voru Nicole
og Christopher orðin elskendur og
brátt varð Nicole barnshafandi. Í
nokkra mánuði héldu þau til í Kali
forníu þar sem þau bjuggu hjá hin
um ýmsu vinum en þegar leið að
barnsburði sá þau engan annan
kost i stöðunni en að flytja inn til
móður og stjúpföður Nicole á Palm
Beach.
Slíkt návígi orsakaði innan tíðar
mikla spennu á milli paranna og
biturðin varð þess valdandi að
Kristan fékk ekki einu sinni að halda
á dóttursyni sínum, en þá hafði hún
sakað Christopher um að vera seið
karl vegna heiðinnar trúar hans.
Árekstrar á milli Christophers og
Heralds urðu heiftúðlegir enda báð
ir skapmiklir menn og grunnt á of
beldi hjá þeim. Má segja að um hafi
verið að ræða tifandi tímasprengur
hvað þá varðaði.
En í stað þess að flytja út komst
unga parið að þeirri niðurstöðu
að einfaldara væri að fyrirkoma
Gerald og Kristan og taka íbúðina
yfir og með það fyrir augum vöfr
uðu Nicole og Christopher um
netheima í leit að upplýsingum um
banvænt plöntueitur.
Svefntöflur og samúræjasverð
Leit að eitri bar ekki tilætlaðan ár
angur og blönduðu skötuhjúin því
svefntöflum í mjólk og tekíla hjón
anna í von um að svo virtist sem
þau hefðu framið sjálfsmorð – það
gekk ekki eftir.
En Nicole og Christopher voru
ekki af baki dottin og í apríl 2008
kom í ljós kom að Kristan átti bók
aða fjögurra daga dvöl á afeitrunar
stofnun. Nicole og Christopher
hugsuðu þau sér gott til glóðarinn
ar og sáu kjörið tækifæri til að kála
Gerald á meðan – eina sem þurfti til
var mikið af hreinsilegi og gúmmí
hanskar.
En Nicole vildi síður vera við
stödd morðið og fór því að heiman
með drenginn sinn, en Christopher
beið þess að Gerald snéri heim eft
ir að hafa skutlað Kristan á stofnun
ina.
Gerald gekk grunlaus inn á
heimili sitt þar sem Christopher
beið hans með samúræjasverð. Ger
ald vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr
ið þegar Christopher stakk sverðinu
á kaf í háls hans. Christopher fylgdi
stungunni eftir með tveimur öðrum
stungum; í kvið Geralds og bringu.
Sverðið var blóðugt upp að hjölt
um.
Hálftíma síðar kom Nicole
heim, setti barnið í rúmið og tók
ásamt Christopher til óspilltra
málanna við að koma líkinu fyrir
niðri í ruslageymslu og þrífa vett
vanginn.
„Klerkurinn“ kjaftar af sér
Þegar Kristan kom heim úr af
vötnun var hún hissa á að Gerald
skyldi ekki hafa sótt hana. Nicole
og Christopher sögðu henni að
hann hefði lent í hávaðarifrildi
við einhvern í símanum og síð
an rokið út.
Kristan leist ekki á blikuna og
hafði samband við lögregluna og
sagði eiginmann sinn horfinn.
Daginn eftir hafði hún orð á því
að íbúðin lyktaði af hreinsilegi og
sagði að eitthvað af skartgripum
hennar væri horfið. Krista fékk
þær skýringar að einhver hefði
látið greipar sópa um íbúðina og
því hefði verið nauðsynlegt að
þrífa hana hátt og lágt.
Þegar lögreglan ræddi við
unga parið um hvarf Geralds
var spjallað við Christoph
er úri í lögreglubíl og spjallaði
hann á vinalegum nótum um
trúarskoðanir sínar og hve mik
ið hann langaði til að vinna í lottói.
En þegar talið barst að Gerald
breyttist tónninn og í ljós kom hið
mikla hatur sem hann hafði alið
á gagnvart honum – og til að bæta
gráu ofan á svart talaði hann alltaf
um Gerald í þátíð og grunsemdir
lögreglunnar vöknuðu.
Þremur dögum síðar rak starfs
maður á landfyllingu í Palm Beach
augun í handlegg sem stóð út í loft
ið og síðar staðfesti lögreglan að um
væri að ræða líkið af Gerald.
Nicole og Christopher voru
handtekin og Nicole viðurkenndi
að hafa aðstoðað við að þrífa vett
vang morðsins og að losna við það.
Hún viðurkenndi einnig að hafa
eitrað fyrir móður sinni. Christo
pher viðurkenndi að hafa myrt Ger
ald, en um sjálfsvörn hefði verið að
ræða því Gerald hefði ráðist að hon
um í forstofuganginum. Þegar hann
var spurðu hví hann hefði verið
með samúræjasverð í höndunum
breytti hann sögunni og sagði Ger
ald hafa hótað sér líkamsmeiðing
um og hann hafi verið að bíða þess
að hann kæmi út úr herbergi sínu.
Móðir styður dóttur
Þrátt fyrir að Nicole hefði reynt
að eitra fyrir henni og tekið þátt í
morðinu á Gerald sýndi Kristan
henni skilning og veitti henni stuðn
ing við réttarhöldin. Krista sagði
meðal annars að Nicole hefði verið
auðvelt fórnarlamb fyrir Gerald og
hún hefði bara fest í aðstæðum með
vondum og hættulegum manni,
Gerald, sem hún var hrædd við.
Dómarinn sýndi orðum Kristan
lítinn skilning og sagði Nicole jafn
seka og Christopher því ef hún óttað
ist Gerald af hverju reyndi hún þá að
myrða móður sína með svefnlyfjum.
Það tók kviðdóm aðeins þrjár
klukkustundir að komast að niður
stöðu um sekt Christophers og fékk
hann lífstíðardóm og 60 ára dóm að
auki.
Um miðjan júní 2010 féll dómur
í máli Nicole og fékk hún fimmtíu
ára dóm fyrir sitt hlutverk í morðinu
á Gerald Jensen.
Þess má geta að Kristan tókst
ekki að fá forræði yfir dóttursyni
sínum og hann elst upp hjá fóstur
fjölskyldu. n
„Nicole og
Christopher hugs-
uðu þau sér gott til
glóðarinnar og sáu kjör-
ið tækifæri til að kála
Gerald á meðan – eina
sem þurfti til var mikið
af hreinsilegi og gúmmí-
hanskar.
10.58
Vondi
Veginn
n Stjúpfaðir Nicole var ofbeldisseggur n Nicole
og kærasti hennar komu honum fyrir kattarnef
stjúpinn
Var í nöp við stjúpföður sinn Nicole Thornhill
aðstoðaði kærasta sinn við morð á stjúpföður sínum.
Kunni að beita
samúraæjasverði
Christopher Tomlin
son var vel að sér í
sjálfsvarnarlistum.