Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 41
Ungt blóð hægir á öldrun n Hafa vampírur rétt fyrir sér? V ampírur hafa vitað það frá örófi alda og nú eru tilrauna- mýs að læra það líka. Rann- sóknir á músum hafa sýnt að það er hægt að yngja dýrin með því að gefa þeim blóð yngra dýrs. Þetta kemur fram í niðurstöðum rann- sóknar Stanford-háskólans. Blóð frá yngri músum virð- ist snúa við þróun sem hefur orðið vegna áhrifa öldrunar á heilann, bæta námsgetu og minni svo svipi til yngri dýra. Þetta kemur fram í Guardian. Vísindamaðurinn Saul Villeda, við Stanford, vonast til þess að niðurstöðurnar muni hjálpa í bar- áttunni við Alzheimers í framtíðinni en Villeda kynnti niðurstöðurnar á árlegri ráðstefnu Society for Neuro- science í New Orleans í vikunni. Villeda tengdi saman blóðrásir gamalla og ungra músa svo blóð þeirra blandaðist. Þegar hann skoð- aði gömlu mýsnar fann hann ýmis merki þess að hægt hefði á öldrun- inni. Stofnfrumum í heila hafði fjölg- að og tengingar milli heilafruma höfðu aukist um 20 prósent. Vísindamaðurinn Andrew Randall segir að þótt það hljómi ekki vel að sprauta blóði unglinga í ömmur og afa þá gefi rannsókn Villeda vonir um að einhvern tímann muni takast að finna þessi „góðu efni“ í unga blóðinu svo hægt verði að gefa öldruðu fólki einungis mikilvægustu efnin. Sögusagnir þess efnis að hinn látni Kim Jong-il hafi sprautað sig með blóði ungra hreinna meyja í von um að hægja á öldrun voru langlífar. Kannski hafði einræðisherrann rétt fyrir sér. n Þ etta er ein besta máltíð sem ég hef fengið á æv- inni,“ sagði svili minn við mig eftir að við höfðum gætt okkur, við þriðja mann, á réttum á smökkunarseðli Fiskfé- lagsins fyrir skömmu. Tilefnið var afmæli. Um var að ræða svokallað- an heimsreisuseðil; fjölda rétta sem innblásnir eru og kenndir við hin ýmsu lönd heimsins. Í máltíðinni fengum við meðal annars langtíma- eldaða bleikju kennda við Ísland, túnfisk frá Tahítí, blakkeraðan lax með lynghænu eggjum sem bend- laður var við Venesúela, ribeye frá Bandaríkjunum og svínakjöt með chorizo-pylsu frá Spáni. Með hverj- um rétti fylgdi „sérvalið“ léttvín. Verðið á seðlinum er 17.900 krónur sem vissulega er ekki lítið en þegar litið er á gæðin á matnum þá er mál- tíðin hverrar krónu virði. Fiskfélagið er rúmlega þriggja ára gamall veitingastaður sem mér persónulega finnst einn sá besti hér á landi. Síðastliðin þrjú ár hef ég far- ið um það bil einu sinni á ári á Fisk- félagið og fengið mér smökkunar- seðil staðarins. Þar utan hef ég farið þangað alloft í hádeginu og fengið mér annað hvort sushi eða fisk dags- ins. Verðlagið er eðlilega annað í há- deginu, sushi og fiskur dagsins kosta í kringum 2.000 krónur og aðrir fisk- réttir aðeins meira. Alltaf er matur- inn á staðnum jafngóður og frum- lega fram borinn, sama hvort farið er þangað í hádeginu eða á kvöldin. Að- eins einu sinni man ég eftir að hafa fengið fiskrétt á staðnum, karfa, sem bragðaðist eins og hann væri ekki nýr. Stundum er birt umfjöllun um besta sushi borgarinnar; mér finnst það vera þarna. Einu sinni man ég eftir að hafa fengið kalda hámeri á staðnum að kvöldi til en hún er þó ekki alltaf á boðstólum. Kynlegri fisk- tegundir reka því inn nefið eftir at- vikum. Einn af kostunum við Fiskfélagið að mínum dómi er að kokkarnir á staðnum missa sig ekki í að leika sér of mikið með matinn, líkt og og stundum vill verða á dýrari og metn- aðarfyllri veitingahúsum. Diskarnir eru ekki gjörningar þar sem matur- inn sjálfur verður að aukaatriði í sýndarmennskunni. Ég man eftir einum slíkum stað hér á landi sem átti að vera voða fínn en olli alltaf vonbrigðum af því maturinn var eitt- hvert fusion-flipp – þjónarnir voru allir í hvítum strigaskóm sem átti að vera svo hipp og kúl. Í þeim skilningi er framreiðslan lágstemmdari en á sambærilegum veitingahúsum. Þar að auki eru skammtastærðir hæfi- legar, ekki oggulitlar, eins og stund- um vill vera á fínum veitingahúsum hér heima og erlendis. Matargestin- um líður ekki eins og hann hafi verið hafður að fífli en þarf að sama skapi ekki að leifa neinu af krásunum sök- um ofgnóttar. Útlit og hönnun staðarins er í sama stíl og maturinn: Laust við láta- læti og stæla. Fiskfélagð er dimm- ur staður og þægilegur þar sem ytri þættir og yfirborð dómínera ekki dýrindis matinn. Síðast sátum við að borðum frá sjö að kvöldi til eitt eft- ir miðnætti og vorum langsíðustu gestirnir. Starfsfólkið rak samt ekki á eftir okkur og leyfði okkur að ljúka málsverðinum á okkar hæga hraða. Ég farið á nokkra Michelin-staði í útlöndum. Einn sá besti sem ég hef farið á er hálfíslenski veitingastað- urinn Texture í London – þar fékk ég einu sinni lúðu sem var ógleyman- leg. Fiskfélagið er ekki langt frá þess- um stöðum í gæðum, og raunar betri en sumir þó látlaus sé. n Dýri Dis ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Veitingastaður Fiskfélagið Staðsetning: Vesturgata 2a, 101 Rvk. „Fiskfélagið er dimmur staður og þægilegur þar sem ytri þættir og yfirborð dómín­ era ekki dýrindis matinn. Látlaus og dimmur Fiskfélagið er látlaus og dimmur staður á Vestur­ götunni í Reykjavík. Maturinn á staðnum er hreint afbragð. Púðursykur í örbylgjuofninn Það kannast flestir við það þegar pakkningar utan um púðursyk- urinn eru ekki nógu vel lokaðar og sykurinn verður harður sem steinn. Það þekkja eflaust flest- ir einnig það ráð að setja brauð- bita ofan í pakkninguna og sykur- inn verður aftur mjúkur. Á care2. com má finna annað og fljót- legra ráð en þar segir að hægt sé skella sykrinum í örbylgjuofninn í 20 sekúndur til að mýkja hann. Þá skuli setja hann í ílát sem þol- ir örbylgju en passa þurfti að hafa hann ekki of lengi í ofninum því þá geti hann bráðnað. svona vernd- ar þú hárið Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári. Á síðu Mind Body Green er að finna nokkur ráð sem varða hvernig við getum varið hárið og gefið því fyllingu og mýkt: 1 Notaðu sjampó sem er búið til úr náttúrulegum efnum. Venjulegt sjampó getur innihaldið skaðleg efni sem bæði eyða nátt- úrulegri olíu í hárinu og geta verið skaðleg fyrir líkamann. Skoðaðu vel inni- haldslýsingar á umbúðum. 2 Ekki bursta hárið á meðan það er blautt. Hárið er mun viðkvæmara þegar það er blautt og slitnar frekar við burstun. Reyndu frekar að renna fingrunum í gegnum það á meðan þú ert í sturtu. Þvoðu það eins og venjulega og láttu svo hárnæringuna vera í hárinu í nokkrar mínútur. Eftir það ætti að vera auðvelt að bursta hárið með fingrunum á meðan það er blautt. 3 Vikulega skaltu setja kókosolíublöndu í hárið en hún er búin til úr þremur matskeiðum af kókosolíu saman við eina af ólífuolíu og eggi bland- að út í. Bleyttu hárið áður en þú ferð í sturtu og berðu olíuna í hár- ið. Settu hárið upp í hnút og láttu olíuna liggja í því í 30 mínútur. E- vítamín í kókosolíunni og prótein í egginu gefa hárinu fyllingu og mýkt. 4 Sofðu með hárið í lausum hnút. Hárið getur orðið ansi flókið yfir nóttina og það fer því betur með það að því sé haldið að- eins í skefj- um á nótt- unni. 5 Haltu hár-inu frá heit- um tækjum, hvort sem það er sléttu- eða krullujárn því hitinn fer illa með það. Ef þú kemst alls ekki hjá því að nota slík tæki þá er mikilvægt að nota þau sem eru með hitavörn. Blóð Vísindamenn vonast til þess að hægt verið að einangra „góðu efnin“ í ungu blóði. Lífstíll 41Helgarblað 19.–21. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.