Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 4
Þuklaði á systurdóttur sinni
n Hafði safnað barnaníðsefni í 11 ár
H
æstiréttur staðfesti á fimmtu
dag dóm Héraðsdóms Suður
lands yfir 24 ára karlmanni
sem dæmdur hafði verið í sex
mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðs
bundna, fyrir að áreita fjögurra ára
gamla systurdóttur sína kynferðis
lega með því að hafa girt niður um
hana og nuddað á henni kynfær
in þegar hann var að passa hana. Þá
fundust þrjú þúsund ljósmyndir með
barnaníðsefni á tölvu mannsins sem
hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa
safnað og skoðað síðan hann var 13
ára gamall. Sumar myndir voru af
stúlkum allt niður í 3–4 ára gamlar.
Viðurkenndi maðurinn að það hafi
verið orðin fíkn hjá honum að leita
að barnaníðsefni á netinu.
Fram kom í máli mannsins að
systir hans hefði hringt í hann daginn
eftir brotið. Hafði stúlkan þá sagt
móður sinni frá því sem gerst hafði.
Í kjölfarið sagði maðurinn að honum
hafi liðið „mjög illa, m.a. reynt sjálfs
morð þremur dögum síðar, og verið
undir læknishendi.“ Kvaðst maður
inn hafa glímt við þunglyndi í mörg
ár en hefði haft gott af starfsendur
hæfingu sem hann var í. Kvaðst hann
„eftir þennan atburð hafa misst allan
kynferðislegan áhuga á börnum en
sá áhugi hafi verið til staðar þegar
umrætt atvik átti sér stað.“
Í skýrslu sálfræðings fyrir dómi
segir að maðurinn sé haldinn barna
grind, hafi kynferðislegan áhuga á
stúlkubörnum og hafi haft í mörg
ár. Þá hafi hann kynferðislegar þrá
hyggjuhugsanir varðandi barna
níðsefni. Þrátt fyrir þetta metur sál
fræðingur það sem svo að „lítil til
miðlungs áhætta“ sé á að maðurinn
fremji aftur kynferðisbrot.
Ríkissaksóknari hafði skotið mál
inu til Hæstaréttar og krafist þyngri
refsingar en Hæstiréttur sá ekki
ástæðu til þess. Maðurinn þarf einnig
að greiða allan sakarkostnað. n
mikael@dv.is
4 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað
E
ignarhaldsfélagið Varnagli,
sem var í eigu Tryggva Þórs
Herbertssonar þingmanns,
hefur verið úrskurðað gjald
þrota. Þetta kemur fram í
Lögbirtingablaðinu. Félagið var
tekið til gjaldþrotaskipta þann 3.
október síðastliðinn. Félagið skuld
ar rúmar 800 milljónir króna og á
nánast engar eignir á móti þess
um skuldum – tæpar 400 þúsund
krónur. Skiptastjóri er Steinn Finn
bogason hdl. Ljóst er að kröfuhafar
Varnagla þurfa því að afskrifa um
800 milljónir af skuldum félagsins.
Varnagli var stofnað til að halda
utan um hlutabréfaeign Tryggva
Þórs í fjárfestingarbankanum Askar
Capital en hann var ráðinn sem
forstjóri hans árið 2006. Tryggvi
fékk 300 milljóna kúlulán frá Askar
og Glitni inn í félagið til að kaupa
hlutabréf í bankanum. Tryggvi Þór
fór í leyfi frá störfum sem forstjóri
Askar Capital um sumarið 2008
þegar hann var ráðinn sem efna
hagsráðgjafi ríkisstjórnar Geirs
Haarde. Í viðtali við DV í mars
2009, þegar blaðið greindi frá kúlu
láni Tryggva Þórs, sagðist hann
hafa selt félagið aftur til bankans
þegar hann gerðist ráðgjafi Geirs.
Þessi háttur var hafður á þar sem
kúlulánið var hluti af starfskjörum
Tryggva Þórs hjá Askar Capital.
Sagðist koma út á sléttu
Í því viðtali sagði Tryggvi Þór: „Ég
kem á sléttu út úr þessu persónu
lega. Ég tapaði engu og græddi
ekkert.“ Tryggvi hefði hins vegar
getað greitt mikið ef hlutabréfin í
Askar Capital hefðu hækkað í verði.
Engar persónulegar ábyrgðir voru
fyrir láninu en Tryggvi sagðist hafa
lagt fram 500 þúsund krónur til
að stofna eignarhaldsfélagið. Um
þetta sagði Tryggvi: „Þetta er bara
hefðbundið og eins og hlutirnir
gengu fyrir sig á þessum tíma.
Askar er einkahlutafélag en ekki al
menningshlutafélag þannig að ekki
var verið að svína á neinum. Hugs
unin er sú að hagsmunir mínir og
félagsins fari saman. Þetta er bara
það sem var gert og var fullkomlega
eðlilegt á þeim tíma þó setja megi
spurningarmerki við það í dag.“
Lánið til Tryggva
Í febrúar 2010 sagði DV svo frá því
að Tryggvi Þór hefði fengið rúm
lega 25 milljóna króna lán frá
einkafélaginu í erlendum mynt
um áður en hann seldi það aftur
til bankans. Lánið var veitt til að
fasteignakaupa – Tryggvi keypti
kjallara hússins sem hann bjó í við
Sörlaskjól – og var til þriggja ára.
Tryggvi Þór sagði lánið ekki vera
óeðlilegt: „Það er ekkert óeðlilegt
við þetta … Þetta er bara venjulegt
lán.“ Tryggvi Þór sagðist þá ætla að
endurgreiða lánið árið 2010.
Í viðtali við DV um sumarið
2011 vildi Tryggvi Þór ekki greina
frá því hvort hann hefði greitt lán
ið til baka. Meira en þrjú ár voru þá
liðin frá því að hann fékk lánið frá
eigin einkahlutafélagi. „Eina sem
ég vil segja er að ég gaf ykkur upp
lýsingar á sínum tíma en annars lít
ég á þetta sem mitt einkamál.“
Greiddi lánið í fyrra
Þegar DV spurði Tryggva Þór um
stöðu lánsins árið 2011 lá fyrir að
veðið fyrir umræddu láni hefði
ekki verið í húsi Tryggva í Vestur
bænum, miðað við veðbandayfir
lit hússins. Í ársreikningi félagsins
fyrir árið 2009 kom fram að stærsta
eign Varnagla væru útistandandi
lán upp á tæpar 38 milljónir króna.
Í ársreikningi félagsins fyrir árið
2010 kom fram að þessi útistand
andi lán stæðu í 0 krónum og fór
eignastaða félagsins úr rúmum
38 milljónum árið 2009 og niður í
rúmlega 390 þúsund árið 2010.
Tryggvi Þór segist hafa greitt
lánið frá Varnagla í fyrra. „Já, ég er
búinn að greiða þetta. Ég greiddi
þetta fyrir ári síðan.“ Miðað við
þetta mun lánið til Tryggva ekki
lengur vera ein af útistandandi
kröfum félagsins við gjaldþrota
skipti þess.
Varnagli er í dag í eigu eignar
haldsfélagsins Hrímbaks sem er
í eigu fyrrverandi forstjóra Mile
stone, fyrrverandi eiganda Askar
Capital. Sá heitir Guðmundur Óla
son. Varnagli endaði því sem eign
Hrímbaks eftir að Tryggvi Þór hætti
hjá Askar Capital. n
SegiSt hafa greitt
kjallaralánið
n Um 800 milljónir af skuldum Varnagla verða afskrifaðar
„Þetta
er bara
venjulegt lán
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Greiddi lánið
Tryggvi Þór segist
hafa greitt Var-
naglalánið í fyrra.
24 fá sekt
Brot 24 ökumanna voru mynd
uð í Rofabæ í Reykjavík á mið
vikudag. Fylgst var með öku
tækjum sem var ekið Rofabæ
í vesturátt, við Árbæjarskóla.
Á einni klukkustund, eftir há
degi, fóru 84 ökutæki þessa
akstursleið og því ók hátt í
þriðjungur ökumanna, eða 29
prósent, of hratt eða yfir af
skiptahraða. Meðalhraði hinna
brotlegu var 43 kílómetrar á
klukkustund en þarna er 30
kílómetra hámarkshraði.
Vöktun lögreglunnar í Rofa
bæ er liður í umferðareftirliti
hennar á höfuðborgarsvæðinu,
en ábendingar höfðu borist um
hraðakstur á þessum stað.
Helgi Þór Bergs dæmdur:
Endurgreiðir
642 milljónir
Helgi Þór Bergs, fyrrverandi fram
kvæmdastjóri hjá Kaupþingi, þarf
að endurgreiða slitastjórn bank
ans tæplega 642 milljónir króna
vegna ábyrgðar á tveimur lán
um sem hann fékk hjá vinnuveit
anda sínum fyrir hrun til hluta
bréfakaupa í bankanum. Ábyrgðin
hafði verið felld niður af stjórn
bankans í umdeildum aðgerðum
hennar skömmu fyrir hrun.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði í maí í fyrra dæmt slitastjórn
Kaupþings í vil en hún hafði gert
þær kröfur að ráðstöfun stjórn
ar Kaupþings frá 25. september
2008 um að fella niður persónu
lega ábyrgð Helga Þórs á greiðslu
lánanna. Héraðsdómur dæmdi
einnig Helga Þór til að endur
greiða 641.875.606 krónur með
dráttarvöxtum frá 25. september
2008. Hæstiréttur staðfesti dóm
inn úr héraði á fimmtudag.
Sýknukrafa Helga í málinu
byggði á því annars vegar að kröf
ur slitastjórnarinnar hafi hvorki
verið réttmætar né lögmætar
þegar persónuleg ábyrgð hans var
felld niður. Helsta röksemdin, sem
Helgi færði fyrir þessu samkvæmt
dómi Hæstaréttar, var að hon
um hefði verið lofað skaðleysi af
kaupum á þeim hlutum sem hann
keypti fyrir lánin tvö. Ekki var hins
vegar kveðið á um slíkt skaðleysi
í lánssamningunum. Hæstiréttur
sagði ljóst að með niðurfellingu
ábyrgða hafi verið um gjafagern
ing að ræða hjá fyrrverandi stjórn
endum Kaupþings.