Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 19.–21. október 2012 Lenti í einelti Það breyttist ekkert þegar heim var komið, það var ekkert hægt að byggja nándina upp á vetrarmánuðunum og hverfa svo frá á vorin. „Það leiddi til þess að ég varð mikill einfari þótt ég hafi unnið mikið í félagsstörfum. Ég missti líka töluvert tengslin við leikfélagana. Á þessum tíma voru Vogarnir fjölmennasta barnahverfið á landinu og þar sem það var ekkert sjónvarp og engar tölvur til staðar þá voru allar götur fullar af krökkum sem voru úti að leika sér. En þar sem ég var svona lengi í burtu á hverju ári þá var ég ekki innarlega í klíkunum, frekar utan á þeim. Ég þekkti strákana og var stundum með þeim og stundum ekki. Þeir hleyptu mér aldrei alveg inn því ég var ekki einn af þeim. Ég þekkti ekki það sem var vinsæl­ ast og kunni ekkert á það og ég var ekki eins flinkur í fótbolta því ég var ekki að spila fótbolta heldur að vinna stóran hluta ársins en mér var næst­ um sama. Ég lenti í einelti en ég tók það ekki inn á mig því ég var orðinn svo sjálfstæður að ég sætti mig bara við það og fór að gera eitthvað annað.“ Oftar en ekki sótti hann reiðhjólið sitt og hjólaði út fyrir bæjarmörkin. „Þetta var bara svona. Ég gat alveg höndlað það og tók það ekkert inn á mig.“ Eftir á að hyggja hefur hann oft íhugað það hvort þessi reynsla hafi raunverulega verið til góðs eða ekki en hann treystir sér ekki til að leggja mat á það. „Það er allavega ljóst að þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á mig og ég held að það hafi að mörgu leyti verið til góðs. En kannski var ég óþarflega sjálfstæður. Ég var ekkert að eltast við klíkurnar. Ég man til dæmis eftir því að þegar við fluttum niður á Háaleitisbraut og ég fór í Gaggó Aust þar sem ég lenti í nýrri strákaklíku þá var stundum sagt að þar væru tvær klíkur, í annarri klíkunni væri Guð­ mundur og í hinni væru allir hinir strákarnir,“ segir hann og bætir því við að það hafi verið allt í lagi. Sundur og saman Það var reyndar þar, í Gaggó Aust, þar sem krakkarnir mynduðu klúbb sem starfaði um nokkurra ára skeið. „Við fengum stuðning frá Reykjavíkur­ borg og fengum lánað húsnæði í kjall­ aranum á Fríkirkjuvegi 11. Þetta var næstum því eins og æskulýðsmið­ stöðvarnar í dag, við vorum með böll og skipulögðum rútuferðir út á land og alls kyns uppákomur,“ segir Guðmundur en klúbburinn hafði líka annað og stærra hlutverk. „Þetta varð nú eiginlega að hjónamiðlun. Það urðu mörg hjónabönd til upp úr þessu.“ Sjálfur kynntist hann konu, Hildi Rúnu Hauksdóttur, móður Bjarkar. „Við vorum sundur og saman eins og gerðist gjarna á þessum tíma. Ég var að rjúka burt og fara í ferðalög. Síð­ an varð hún ófrísk og þá fylgdum við reglunum og fórum niður í kirkju og giftum okkur. Síðan kom það í ljós þegar við vorum búin að búa saman í nokkra mánuði að við vorum hvor­ ugt undir það búin að vera í sambúð og kvöddum hvort annað þegar Björk var tveggja ára, en höfum alltaf verið góðir vinir.“ Guðmundur flutti aftur heim til foreldra sinna þar sem hann fékk stuðning til þess að ljúka námi og vinna með. „Þar sem við vorum bæði að vinna og í skóla var Björk mikið hjá mömmu. Mamma, eða Día eins og hún var alltaf kölluð, dó fyrir nokkrum árum en þær voru mjög samrýmdar, enda Björk mjög lík mömmu. Mamma var nákvæmlega svona karakter eins og hún. Hún hafði yfir­ burða tóneyra, lærði söng og var í óp­ erukórnum í Þjóðleikhúsinu. Hún var mikill tónlistarunnandi og fór á alla tónleika sem voru haldnir nema kannski rokktónleika, og spilaði mik­ ið á píanó, reyndar spilaði hún á öll hljóðfæri og átti bæði píanó og gítar. Svo tapaði hún verulega heyrn um fertugt og hætti þá. En þá fór hún að mála. Málverkin sem eru hérna í kringum okkur eru mörg hver eftir hana,“ segir Guðmundur og bendir á nokkur. Mamma Í einu horninu hanga tvær myndir af Snæfellsjökli, þær hanga saman og eru báðar eftir móður hans. Sjónar­ hornið er það sama en aðferðirn­ ar eru ólíkar. Önnur er olíuverk og abstrakt, hin er fínlegt vatnslitaverk. „Hún skellti sér í fullt nám í Mynd­ listarskólanum um fertugt. Á þeim tíma þótti eitthvað að þeim sem gerðu svona. En hún var þar í þrjú ár með tvítugum krökkum að ná tök­ um á þessu og það reyndist henni Menn hrauna yfir mig M y n d ir S ig tr y g g u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.