Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 26
„Ég er rétt að volgna“ Sindri Jónsson Sæll Árni. Ættu Vestmannaeyjabúar að rísa upp; stofna nýtt lýðveldi og losna undan okinu sem Borgríkið Reykjavík-Ísland er orðið að?  Árni Johnsen Eyjamenn hafa um langan aldur skipt miklu máli í þjóðarbúinu; skilað um 10–12% af verðmætum sjávarafurða, sem er burðarás Íslands, en íbúar Vestmannaeyja eru u.þ.b. 1%. Eyja- menn, eins og þorri landsmanna, eru stoltir af því að vera sjálfstæðir Íslendingar. Við höldum því áfram en það er eitt klárt: Við förum aldrei í Evrópusambandið. Eyjólfur Guðmundsson Hver er afstaða þín gagnvart ESB-umsóknarferlinu?  Árni Johnsen Ég tel að við eigum ekkert erindi í ESB. Við njótum skynsamlegra samninga í gegnum evrópska efnahagssvæðið þar sem fullveldi okkar er varið. Það er mín skoðun að ESB sé í rauninni nútíma Sovét sem muni ekki standast tímans tönn, ekki síst vegna þess að aðaleigendur ESB eru Þjóðverjar og Frakkar. Bjarni Bergmann Finnst þér stóru stjórnmálaflokkarnir sem skulda margar miljónir eiga að fá að bjóða fram? Er rétt af flokkum að þiggja styrki frá fjármálafyrirtækjum? Fá þessi fyrirtæki þá ekki alltaf fyrstu hjálp?  Árni Johnsen Ég þekki ekki skuldamál flokkanna. En það getur verið eðlilegt að flokkar eins og aðrir sem standa í mikilvægum rekstri skuldi eitthvað. Mér finnst eðlilegt að stjórnmálaflokkar eins og önnur félög á almannavettvangi geti notið styrkja í hóflegum mæli. Friðjón Sigurðsson Ertu með kartöflugarð heima hjá þér?  Árni Johnsen Nei, ég var með kartöflugarð en nú fæ ég kartöflur úr Þykkvabænum og frá Hornafirði – aðallega. En ég hef Þykkvabæjarrokkið í hjarta mínu. Ólafur Högni Ólafsson Ert þú enn með þá hugmynd að bora jarðgöng til Eyja?  Árni Johnsen Það er engin spurn- ing að jarðgöng milli lands og Eyja eru hagkvæmasti kosturinn. Þau koma. Landeyjahöfn mun kosta á 30 árum um 50 milljarða með öllu. Þorlákshöfn myndi kosta um 60 milljarða með skipi, rekstri og öllu. Eilíf barátta við náttúruöflin. Ekkert afskrifast. Göng myndu kosta um 25 milljarða, hámark. Og afskrifast á 30 árum. Þetta eru viðskipti. Ævar Karlsson Á tímum siðferðisvakningar hafa margir eitthvað við þingsetu þína að athuga, þ.á.m. ég. Telur þú þingsetu þína og framboð flokknum til framdráttar?  Árni Johnsen Ég er alinn upp í kristilegum siðum og hef alltaf unnið í þágu almennings. Ekkert er 100% í lífinu en ég hef aldrei gert neinum illt. Ég get hafa gert mistök en af þeim lærir maður. Ég hef notið öflugs stuðnings til þingsetu. Það finnst mér svara spurningunni. Það er fólkið sem ræður hver er kosinn á þing. Níels Ársælsson Sæll Árni. Er eitthvað í gildandi lögum um stjórn fiskveiða sem þú ert ekki sáttur við og mundir vilja breyta?  Árni Johnsen Já. Sjávarútvegur á Íslandi fær ekki að njóta sín sem skyldi. Hann er í sjálfheldu. Með því að kippa grundvellinum undan eðlilegri uppbyggingu þá leiðir það bara í óefni fyrir alla. Sjávarútveg- urinn hefur byggst með mögnuðum hætti upp á undanförnum 20 árum. Ekki bara með veiðum og vinnslu eins og áður heldur með feikilega öflugri markaðssetningu og skipulagningu í afurðasölu um allan heim á dýrustu mörkuðum. Styrkur eða dugnaður sjávarútvegsins hefur leitt okkur í gegnum erfiðleika undanfarinna ára, umfram allt annað. Með því að skera á og rugla í ríminu þetta öfluga kerfi, eins og núverandi ríkisstjórn vill, þá erum við að blóðmjólka kúna, pissa í skóna okkar og gleyma því að við þurfum að eiga framtíð á Íslandi sem sjálfstæð þjóð en ekki þorp í Tyrklandi. Sveinn Hansson Hver er afstaða þín til samkyn- hneigðra?  Árni Johnsen Ég lít á samkyn- hneigða eins og venjulegt fólk. Skil ekki spurninguna. Hver hefur sinn stíl í lífinu og ég þekki ekkert nema gott til samkynhneigðra eins og annarra í okkar þjóðfélagi. Ég hef ferðast til á annað hundrað landa í heiminum og hef aldrei hitt neinn sem mér hefur líkað illa við. Að vísu misvel. Margir vinir mínir flokkast samkynhneigðir og eru yndislegt fólk. Guðlaugur Snorrason Er það satt að þú hafir farið frá Vestmannaeyjum til Færeyja á Zodiak?  Árni Johnsen Já, það er satt. Það var þoka og ég ætlaði að mæta á samkomu. Það var ekki flugfært svo ég fór á Zodiak. Var 23 tíma frá Hornafirði. Árni Árnason Sæll Árni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að tillögur stjórnlagaráðs séu fúsk. Í þeim er að finna dýraverndar- ákvæði. Telur þú að dýraverndarákvæð- ið sé fúsk.  Árni Johnsen Dýraverndarákvæð- ið er ekkert fúsk. Það eru svona hlutir sem við þurfum að huga vel að en æði margt í tillögum stjórnlagaráðs er út og suður og ekki hönd á festandi. Stjórnarskrá er markmið og þarf að vera meitluð og ígrunduð niður í kjöl. Það er mín skoðun að þá grunnvinnu eigi helstu sérfræðingar okkar í stjórnskipunarrétti og lögfræði að setja grunninn að m.t.t. þjóðfundar og annarra sem geta lagt orð í belg. Við eigum svo að kjósa um eitthvað sem er skiljanlegt og á mannamáli. Orðið fúsk í merkingu Bjarna Ben er því miður satt. Ingi Vilhjálmsson Þú segir: „ekki síst vegna þess að aðaleigendur ESB eru Þjóðverjar og Frakkar.“ Hvað áttu við með þessari setningu? Af hverju tengir þú Frakka og Þjóðverja við „Sovét“?  Árni Johnsen Vegna þess að í gegnum aldirnar hafa Þjóðverjar og Frakkar og reyndar fleiri Evrópu- þjóðir eins og Spánverjar, verið í fremstu víglínu nýlenduveldanna. Það er ekki ný saga heldur gömul. Það hefur sýnt sig vel á síðustu misserum hverjir ráða ferð í ESB. Þjóðverjar leggja til fjármagnið, Frakkar nýta það og svo fá ýmsir lurður og einhverja skyndibita sem ekki er á byggjandi. Ég treysti ekki ESB fyrir forsjá Íslendinga. Ekki frekar en ég hefði treyst Sovét. Við getum bara treyst á okkur sjálf og verðum að vera menn til þess. Sigurður Magnússon Hvernig fannst þér myndin hennar Herdísar Þorvalds?  Árni Johnsen Það var sumt ágætt í myndinni en það voru margar rangfærslur. Það var ekki reynsla fólksins í landinu, þ.e. bænda, sem hafði neinn vettvang í þessari mynd. Bændur verja sín beitilönd mjög vel því þeir eru að verja fram- tíð sína og landið um leið. Það kom ekki á óvart að Herdís var glæsileg í alla staði og setti mikinn svip á landslagið en mér fannst myndin í heild ganga of langt því það er ekki hægt að ákveða einhvers staðar inni í miðborg hvað er skynsamlegt í þessum málum. Það þarf að semja um hlutina til að þeir skili árangri. Ég held að beitin í landinu sé ekki stórvandamál en það þarf að passa upp á hana. Það er rétt hjá Herdísi. Jón Daðason Þarf ekki að friða marga íslenska timburbáta eins og gömul hús eru friðuð? Á ekki leggja niður húsafriðunarnefnd og stofna mannvirkjanefnd svo fleiri geti sótt um styrki?  Árni Johnsen Ég held það sé löngu tímabært að leggja mikla rækt við að verja íslensk tréskip. Þau hafa verið að hverfa frá okkur. Því miður hefur húsafriðunarnefnd þróast sem þröngur hagsmunahópur frænda og vina. Ég held það sé góð hugmynd að stofna nefnd sem verndar mannvirki; hvers eðlis sem þau eru á Íslandi. Ari Karlsson Á Alþingi 1996 sagðir þú í umræðum: „Það er kannski talið hart að segja það, en það er mín sannfæring að kynvilla sé skekkja.“ Hefurðu skipt um skoðun síðan þú lést þessi orð falla?  Árni Johnsen Það eru margar skekkjurnar sem eru í hugsun flestra einstaklinga ef því er að skipta. Erfitt að skilgreina það. En kynvilla, sem menn nota ekki núorðið í máli, hefur verið umdeild öldum saman í sögunni. Og það er kannski ofsagt að tala um skekkju en við skulum segja að það sé öðruvísi en það sem hefðbundið er. Sveinn Hansson Af hverju varð HRUNIÐ á Íslandi?  Árni Johnsen Hrunið á Íslandi var að hluta til heimshrun, það stærsta síðan á fjórða áratug síðustu aldar. Að öðru leyti var það hrun vegna þess að það brotnaði trúnaður milli eigenda og stjórnenda bankanna og íslenskra stjórnvalda. Og gróðapungar og fjárglæframenn réðu ferðinni þar sem enginn verðmæti voru á bak við þá pappíra sem þeir voru að véla um út og suður. Og því miður leika þeir enn lausum hala vegna getuleysis stjórnvalda. Örn Arnarson Árni ætlarðu að flytja fleiri álfa til Vestmanna- eyja?  Árni Johnsen Ef þeir hafa sam- band, þá geri ég það. Örn Arnarson Árni, þú veist að stjórnvöld dæma ekki menn, það gera dómstólar. Ætlarðu að halda því fram að Sjálfstæðisflokk- urinn eigi enga sök á hruninu?  Árni Johnsen Nei, ég held því ekki fram. Ég held að sjálfstæðismenn eins og menn í öllum flokkum hefðu átt að standa betur vaktina. Hitt er annað að hrun kemur yfir eins og eins konar slys og tengist kerfi sem er gríðarlega flókinn köngulóarvef- ur. Varnarkerfið í því, sem tengist víða í Evrópu, brást og menn sátu í súpunni. Ekki síst vegna heimatilbú- ins vanda sem stjórnmálamenn bera auðvitað einhverja ábyrgð á. Guðrún Konný Pálmadóttir Staðsetning torfkofans við hlið Skálholtskirkju er mjög umdeild svo ekki sé meira sagt, kemur til greina að færa hann vestur og niður fyrir kirkjuna eins og rætt hefur verið um?  Árni Johnsen Þú talar niður til sögulegra verðmæta með því að kalla Þorláksbúð torfkofa. Farðu í húsið og skoðaðu það áður en þú kemur með spurninguna aftur. Að færa sögulega byggingu er auðvitað ekki eðlilegt á Íslandi. Hugsanlega er þessi rúst sem byggð er upp, grunnur fyrstu kirkju í Skálholti – sem Gissur hvíti byggði um 1050. Myndir þú vilja flytja Þingvöll og Skeiðarársand? Ágúst Jónatansson Hvenær gefur þú út næsta disk með tónlist frá þér?  Árni Johnsen Það styttist vonandi í það. Ég er að vinna með íslenska tónlist. Svo er ég reyndar að vinna að tónlist í Aþenu og Kiev í Úkraínu. Kristinn Unnarsson Styður þú byggingu nýja Landspítalans við Hringbraut eða vilt þú frekar byggja á öðrum stað?  Árni Johnsen Ég held að það sé of langt komið þetta mál til að breyta því. Aðrir staðir hefðu vel komið til greina að mínu mati en það er búið að taka ákvörðun sem ég held að menn verði að vinna eins vel úr og hægt er. Aðalsteinn Agnarsson Ertu hlynntur frelsi almennings til handfæraveiða, frelsi sem kæmi landi og lýð í gang, ef svo er, því heyrist ekkert frá þér?  Árni Johnsen Almenningur hefur frjálst leyfi til handfæraveiða. En í takmörkuðu magni. Meðan við höfum kvótakerfi er eðlilegt að stórir og smáir sitji við sama borð því annars er fjandinn laus. Aðgangur að auðlindinni í hafinu er slíkt hagsmunamál að það verður að hafa leikreglur sem gilda fyrir alla. Ég hef hins vegar sérstakt yndi af trilluútgerð en einnig hún hefur verið herfilega misnotuð af kerfinu um árabil. Það eyðileggur svolítið sakleysið í þinni spurningu. Jóhann Jónsson Eru tröll, sjóskrímsli og einhyrningar velkomin til Vestmannaeyja líkt og álfar? Ég vona að engin sé mismununin hjá yfirnáttúrulegu skepnunum.  Árni Johnsen Ég hygg að allt sem hrærist sé velkomið til Vestmanna- eyja. Þar er mikil nálægð og miklar víddir, bein sjónlína til Brasilíu, suðurskautsins og Azor-eyja. Og ekkert land á milli. Ástasigrún Magnúsdóttir Er viðeigandi að þingmaður leiki í auglýsingum?  Árni Johnsen Alþingismenn eru venjulegt fólk og eru spegilmynd af íslenskri þjóð, líklega. Það er ekkert óviðeigandi að þingmenn bregði á leik ef það er á jákvæðum nótum. Nóg er af leiðindunum. Birgir Olgeirsson Hver er galdurinn á bak við góðan brekkusöng?  Árni Johnsen Galdurinn á bak við góðan brekkusöng er glaðlynt fólk og söngvið, lagaval sem hentar flestum og að stjórnandinn syngi með fólkinu, en ekki fyrir það, í mjög þéttum takti. Hafsteinn Árnason Fyrir hvaða máli hefur þú mest barist fyrir á Alþingi, á líðandi kjörtímabili?  Árni Johnsen Ég er með í gangi í þinginu nær 40 mál; stór og smá. Á minni þingtíð hef ég skilað frá mér um 150 málum og sagt er að enginn þingmaður í sögu þingsins hafi skilað jafn mörgum málum inn í þingsali. Ég hef verið að vinna að málum varðandi hafnarlög í landinu, rétt landsbyggðar- hafnanna; Helguvíkurhafnar í Reykjanesbæ. Ég hef verið að vinna að úttekt á Schengen. Ég tel að við eigum að fara úr Schengen og spúla dekkið hjá okkur. Ég er að vinna að því að koma á tekju- réttindum sjómanna vegna vinnu fjarri heimilis. Eina stéttin á Íslandi sem nýtur ekki slíkra réttinda í dag. Ég er að vinna að uppstokkun rétt- arkerfisins og ýmsum hagsmuna- málum félaga og starfsstétta. Birgir Olgeirsson Af hverju viltu Ísland úr Schengen?  Árni Johnsen Í fyrsta lagi kostar Schengen okkur miklu meira en við höfum út úr því. Schengen hefur opnað Ísland fyrir alls kyns hrati víða úr heiminum, sérstaklega úr undirheimum annarra landa. Þetta hefur breytt lífssjónarmiðinu hjá okkur. Öryggið hefur minnkað, ofbeldið hefur aukist. Það þarf að marglæsa húsum og þetta Schengen hefur leitt yfir okkur stíl sem er ekki í anda íslenskrar hugs- unar. Þetta hét á sínum tíma að með inngöngu í Schengen þyrftum við ekki vegabréf. Kjaftæði. Viktoría Hermannsdóttir Hvað værirðu að gera ef þú værir ekki á þingi?  Árni Johnsen Það er svo margt sem ég hef yndi af. Kannski væri ég að berja höfðinu við steina og reyna að móta þá upp á nýtt. Eða vinna við kristniboð í Afríku, sem er nú kannski mikilvægara. Ég hef aldrei hugsað svona. Ef er ekki í mínum orðabanka. Það kemur þá strax eitthvað annað. Ástasigrún Magnúsdóttir Ertu femínisti?  Árni Johnsen Ég er alinn upp við mikið jafnræði kvenna og karla. Þannig vil ég hafa það. Ef það er að vera femínisti; þá er ég það. Einar Ólafsson Munt þú mæta og kjósa 20. okt? Ert þú tilbúinn að beita áhrifum þínum og hvetja fólk til að kjósa?  Árni Johnsen Ég ætla að kjósa og segja nei við fyrstu greininni. Ég vil vanda þetta betur. Birgir Olgeirsson Þú segir að Schengen opni Ísland fyrir glæpalýð en meginþáttur samstarfsins felst hins vegar í aukinni lögreglusamvinnu ríkjanna til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarf- semi. Hvernig gengur það upp?  Árni Johnsen Það er allt of mikið gert úr alþjóðlegri tengingu lögregluyfirvalda að mínu mati. Við hefðum hvort eð er aðgang að því. Það eru hagsmunir allra landa að sameinast í vörnum á þróun glæpa starfsemi. Það er bara einn liður í þessu dæmi og hefur verið ofgert að mínu viti. Áhrifin sem Schengen hefur á Ísland eru skelfileg og vega miklu þyngra að mínu mati. Jóhanna G Frá Ströndum Hvað sérðu þig leiða okkur í brekkusöngnum í mörg ár í viðbót?  Árni Johnsen Heillengi. Ástasigrún Magnúsdóttir Eftir svona langa setu á þingi, langar þig ekkert að prófa annan starfsferil?  Árni Johnsen Ég hef alltaf verið opinn fyrir öllum breytingum en ég held að núna vanti sérstaklega reynslubolta á Alþingi. Menn sem hafa lært af fólkinu í landinu; bæði verkvit og reynslu. Og eru inni í málum vítt um landið. Ég er með tugi mála í gangi í þinginu og ég er rétt að volgna. Ég hleyp ekki frá borði þó gefi á bátinn. Kristinn Unnarsson Getur Sjálfstæðisflokkurinn unnið með Hægri grænum t.d. eftir næstu kosningar?  Árni Johnsen Sjálfstæðisflokk- urinn hefur alltaf verið reiðubúinn að vinna með öllum flokkum. Það er skylda stjórnmálaflokka. Jóhanna G Frá Ströndum Hvaða alþingismaður finnst þér skemmtilegastur?  Árni Johnsen Það eru sem betur fer margir skemmtilegir þingmenn. Besti þingmaðurinn sem ég hef unnið með var Geir Gunnarsson heitinn alþýðubandalagsmaður í Hafnarfirði. Sá skemmtilegasti sem ég hef unnið með er Davíð Oddsson. Í dag er það Ólöf Nordal. „…Þetta er flokk- urinn sem skyldi eftir skuldir sem nema um 3 milljónum á hvern Íslending. Og ljúga að fólki að hægt sé að lækka hér skatta. Þetta er flokk- urinn sem ætlar að flytja skuldir af eigendum sínum og vinum þeirra niður á milli- og lágstéttina.“ Magnús Helgi Björgvinsson um þau orð Stefáns Ólafssonar prófessors að kostnaður ríkis- ins við endurreisn bankakerfisins hafi numið 414 milljörðum króna – helm- ingurinn hafi verið til kominn vegna Seðlabankans þar sem Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, var seðlabankastjóri. „Þetta er forsvars- mönnum Kringlunn- ar algjörlega til há borinnar skammar.“ Ellert Grétarsson í athugasemd við frétt DV.is þar sem greint var því að forsvars- menn Kringlunnar rukki björgunar- sveitir um 300 þúsund krónur fyrir að vera í Kringlunni og selja Neyðarkall. Kraftvélar ehf. buðust til að greiða kostnaðinn. „Það er ekki á hverjum degi sem ég er sammála Árna Johnsen eða öðrum úr Sjálf- græðisflokknum en þarna er ég á sama máli. Ísland úr Schengen sem allra fyrst og fylgja því svo eftir með tiltekt í þjóðfélaginu.“ Páll Árnason um þau orð Árna Johnsen á Beinni línu DV.is, að Íslendingum væri betur borgið utan Schengen-samstarfsins. „Þetta var alveg ótrúlega vel heppn- að djók. Ég ætlaði aldrei að hætta að hlæja.“ Eyvindur Karlsson við frétt DV.is þar sem rætt var við Freyju Haraldsdóttur sem gerði grín að sjálfri sér og viðhorfunum í samfélaginu í Hraðfréttum síðastliðinn fimmtudag. „Jæja lítum á björtu hliðarnar. Þeir eru ekki að gera neinum öðrum mein.“ Daníel Magnússon í athugasemd við frétt DV.is þar sem greint var frá vafasömu myndbandi sem snjóbretta- bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir birtu á heimasíðu sinni. Á mynd- bandinu má sjá ýmsa einstaklinga framkvæma ýmsa vafasama gjörninga, meðal annars drykkju, uppköst, nekt og fífldirfskuleg brögð á snjóbrettum um víðan völl. „Ef einstaka lögreglu- mönnum er heimilt að halda fundi í Val- höll og lesa upp úr skýrslum lögreglunnar og almenningi er svo bannaður aðgangur, þá getur það ekki verið lögum samkvæmt, það er alveg ljóst og full ástæða til að kæra slíkt.“ Ásdís Jónsdóttir í athugasemd við frétt DV.is þar sem greint var því að Eva Hauksdóttir ætli að kæra Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Ástæðan er synjun hans um að veita henni afrit af skýrslu sem Geir Jón Þóris- son, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um búsáhaldabyltinguna. 26 Umræða 19–21. október 2012 Helgarblað Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 27 27 25 M y N D Ir S IG Tr y G G U r A r I 35 14 22 Nafn: Árni Johnsen Aldur: 68 ára Menntun: Kennarapróf frá KÍ 1966 Starf: Þingmaður Sjálfstæð- isflokksins Árni Johnsen hefur setið á þingi meira og minna frá árinu 1983 og stefnir nú á fyrsta sætið í sínu kjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.