Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað Þ jóðinni gefst á laugardag tækifæri til gefa sitt álit á tillögum stjórnlagaráðs í ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslu. Á kjörseðlinum verða sex spurningar þar sem hug­ ur þjóðarinnar verður kannaður en um er að ræða nokkur veigamikil atriði í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Fyrst verður spurt hvort til­ lögurnar eigi að vera lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, hvort náttúruauðlind­ ir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign, hvort það eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í stjórnarskrá, hvort persónukjör í kosningum til Alþingis verði heim­ ilað í meira mæli, hvort ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt verði í stjórn­ arskránni og hvort að í nýrri stjórn­ arskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan aðeins ráðgefandi Þjóðaratkvæðagreiðslan er einung­ is ráðgefandi en það þýðir að stjórnlagaráð, Alþingi eða ríkis­ stjórnin eru bundin af niðurstöðu þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa samt hingað til alltaf farið eftir niður­ stöðum ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslna en þrjár slíkar hafa verið haldnar hér á landi. Síðasta ráðgef­ andi atkvæðagreiðslan var haldin hér á landi árið 1933 en þá var kosið um afnám áfengisbannsins. Í atkvæðagreiðslunni á laugar­ dag geta kjósendur valið að svara ýmist öllum spurningunum sex sem eru á kjörseðlinum eða valið úr þær spurningar sem þeir óska að svara. Atkvæði telst gilt ef að minnsta kosti einni spurningunni er svarað. Gert er ráð fyrir að niður­ stöður atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir á sunnudag en landskjörstjórn hefur umsjón með atkvæðagreiðsl­ unni. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir síðan 25. ágúst síð­ astliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn höfðu rúmlega 8.700 greitt atkvæði utan kjörfundar síð­ degis á fimmtudag. Erfitt er að spá fyrir um kjörsókn í þjóðar­ atkvæðagreiðslunni um helgina en í þeim ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslum sem hafa verið haldnar á Íslandi hefur kjörsókn verið mest 71,5 prósent, árið 1908, en minnst 45,3 prósent, árið 1933. Stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd Alþingis hefur haft tillögur stjórn­ lagaráðs til umfjöllunar frá því að tillögunum var skilað til þingsins sumarið 2011. Nefndin fól fjögurra manna starfshópi lögfræðinga að fara yfir tillögurnar í heild en þeirri vinnu lýkur eftir að þjóðaratkvæða­ greiðslan um helgina fer fram. Fyrsta spurningin sem kjósendur eru spurðir í kjörklefanum er hvort þeir vilji að tillögur ráðsins verði lagðar til grundvallar breytingum á stjórnarskrá. Tillögurnar eru í níu köflum auk aðfaraorða en þær skiptast niður í 114 greinar. Náttúruauðlindir sameign þjóðarinnar Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, verði í sam­ eign þjóðarinnar. Önnur spurning á kjörseðlinum snýr að þessu atriði. Engin ákvæði eru til staðar í núgild­ andi stjórnarskrá um náttúruauð­ lindir að undanskildu ákvæði sem heimilar að réttur útlendinga til að eiga fasteignaréttindi eða hluti í fyr­ irtækjum á Íslandi sé takmarkaður. Tillögur um að náttúruauðlind­ ir séu sameign þjóðarinnar koma ekki sjálfkrafa í veg fyrir að auð­ lindirnar séu nýttar en sérstök ákvæði eru til staðar í tillögunum er kemur að nýtingu náttúruauðlind­ anna. Aðeins er tekið fyrir að auð­ lindirnar eða réttindi tengd þeim verði afhent til eignar eða varan­ legra afnota, að ekki megi selja þær eða veðsetja og að þær verði nýtt­ ar til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Í umfjöllun Lagastofnunar Há­ skóla Íslands kemur fram að ekki sé skýrt hvað falli nákvæmlega und­ ir þjóðareign ef henni er ætlað að stofna til eignaréttar. Þjóðareign sé í raun ríkiseign þar sem þjóðin sé of óákveðinn hópur til að geta talist eigandi einhvers. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tilraunir eru gerðar til að setja ákvæði um sameign náttúruauð­ linda í stjórnarskrá. Í skýring­ um stjórnlagaráðs við tillögurn­ ar kemur fram að stjórnvöld hafi fimm sinnum gert árangurslaus­ ar tilraunir til þess að festa ákvæði um slíka sameign í stjórnarskrá. Gunnar Thoroddsen, þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, auð­ lindanefnd, oddvitar ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks árið 2007 og oddvitar núverandi ríkisstjórnar hafa gert tilraun til að bæta náttúruauðlindaákvæði í stjórnarskrána.  Andstæðingar segja Andstæðingar ákvæðisins hafa bent á að umdeilanlegt sé hvort þjóð geti átt eignir og að þjóðareign sé í raun ríkiseign. Þá hefur verið bent á að ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað sé átt við með hugtakinu náttúruauðlindir.  Stuðningsmenn segja Þeir sem stutt hafa tillögur um sérstakt ákvæði um sameign nátt­ úruauðlinda hafa talað um að með ákvæðinu yrðu settar siðferðilegar skorður um hvernig úthluta skuli nýtingarleyfum á auðlindum. Þá hef­ ur verið bent á mikilvægi þess að óumdeilt sé að náttúruauðlindir séu í eigu þjóðarinnar þegar kemur að samningum við erlend ríki eða ríkja­ samtök. Um þetta er kosið n Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni Þjóðin spurð álits Í kosningunum um helgina gefst þjóðinni tækifæri til að segja skoðun sína á hugmyndum um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Ekki er víst að annað tækifæri gefist til að hafa áhrif á þá vinnu á næstunni nema þá þegar og ef kosið verður um nýja stjórnarskrá. Mynd GuðMundur viGfúSSon Tillögur ráðsins Fyrsta spurningin á kjörseðlinum er hvort tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar til grundvallar breytingum á stjórnarskránni. Í öðrum spurningum er ekki beint spurt um tillögurnar að því leyti að ekki er endilega verið að spyrja um útfærsluatriði ráðsins á þeim breytingum sem um ræðir. Mynd GunnAr GunnArSSon Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.