Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 12
12 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað Þ jóðinni gefst á laugardag tækifæri til gefa sitt álit á tillögum stjórnlagaráðs í ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslu. Á kjörseðlinum verða sex spurningar þar sem hug­ ur þjóðarinnar verður kannaður en um er að ræða nokkur veigamikil atriði í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Fyrst verður spurt hvort til­ lögurnar eigi að vera lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, hvort náttúruauðlind­ ir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign, hvort það eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í stjórnarskrá, hvort persónukjör í kosningum til Alþingis verði heim­ ilað í meira mæli, hvort ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt verði í stjórn­ arskránni og hvort að í nýrri stjórn­ arskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan aðeins ráðgefandi Þjóðaratkvæðagreiðslan er einung­ is ráðgefandi en það þýðir að stjórnlagaráð, Alþingi eða ríkis­ stjórnin eru bundin af niðurstöðu þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa samt hingað til alltaf farið eftir niður­ stöðum ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslna en þrjár slíkar hafa verið haldnar hér á landi. Síðasta ráðgef­ andi atkvæðagreiðslan var haldin hér á landi árið 1933 en þá var kosið um afnám áfengisbannsins. Í atkvæðagreiðslunni á laugar­ dag geta kjósendur valið að svara ýmist öllum spurningunum sex sem eru á kjörseðlinum eða valið úr þær spurningar sem þeir óska að svara. Atkvæði telst gilt ef að minnsta kosti einni spurningunni er svarað. Gert er ráð fyrir að niður­ stöður atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir á sunnudag en landskjörstjórn hefur umsjón með atkvæðagreiðsl­ unni. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir síðan 25. ágúst síð­ astliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn höfðu rúmlega 8.700 greitt atkvæði utan kjörfundar síð­ degis á fimmtudag. Erfitt er að spá fyrir um kjörsókn í þjóðar­ atkvæðagreiðslunni um helgina en í þeim ráðgefandi þjóðaratkvæða­ greiðslum sem hafa verið haldnar á Íslandi hefur kjörsókn verið mest 71,5 prósent, árið 1908, en minnst 45,3 prósent, árið 1933. Stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd Alþingis hefur haft tillögur stjórn­ lagaráðs til umfjöllunar frá því að tillögunum var skilað til þingsins sumarið 2011. Nefndin fól fjögurra manna starfshópi lögfræðinga að fara yfir tillögurnar í heild en þeirri vinnu lýkur eftir að þjóðaratkvæða­ greiðslan um helgina fer fram. Fyrsta spurningin sem kjósendur eru spurðir í kjörklefanum er hvort þeir vilji að tillögur ráðsins verði lagðar til grundvallar breytingum á stjórnarskrá. Tillögurnar eru í níu köflum auk aðfaraorða en þær skiptast niður í 114 greinar. Náttúruauðlindir sameign þjóðarinnar Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, verði í sam­ eign þjóðarinnar. Önnur spurning á kjörseðlinum snýr að þessu atriði. Engin ákvæði eru til staðar í núgild­ andi stjórnarskrá um náttúruauð­ lindir að undanskildu ákvæði sem heimilar að réttur útlendinga til að eiga fasteignaréttindi eða hluti í fyr­ irtækjum á Íslandi sé takmarkaður. Tillögur um að náttúruauðlind­ ir séu sameign þjóðarinnar koma ekki sjálfkrafa í veg fyrir að auð­ lindirnar séu nýttar en sérstök ákvæði eru til staðar í tillögunum er kemur að nýtingu náttúruauðlind­ anna. Aðeins er tekið fyrir að auð­ lindirnar eða réttindi tengd þeim verði afhent til eignar eða varan­ legra afnota, að ekki megi selja þær eða veðsetja og að þær verði nýtt­ ar til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Í umfjöllun Lagastofnunar Há­ skóla Íslands kemur fram að ekki sé skýrt hvað falli nákvæmlega und­ ir þjóðareign ef henni er ætlað að stofna til eignaréttar. Þjóðareign sé í raun ríkiseign þar sem þjóðin sé of óákveðinn hópur til að geta talist eigandi einhvers. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tilraunir eru gerðar til að setja ákvæði um sameign náttúruauð­ linda í stjórnarskrá. Í skýring­ um stjórnlagaráðs við tillögurn­ ar kemur fram að stjórnvöld hafi fimm sinnum gert árangurslaus­ ar tilraunir til þess að festa ákvæði um slíka sameign í stjórnarskrá. Gunnar Thoroddsen, þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, auð­ lindanefnd, oddvitar ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks árið 2007 og oddvitar núverandi ríkisstjórnar hafa gert tilraun til að bæta náttúruauðlindaákvæði í stjórnarskrána.  Andstæðingar segja Andstæðingar ákvæðisins hafa bent á að umdeilanlegt sé hvort þjóð geti átt eignir og að þjóðareign sé í raun ríkiseign. Þá hefur verið bent á að ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað sé átt við með hugtakinu náttúruauðlindir.  Stuðningsmenn segja Þeir sem stutt hafa tillögur um sérstakt ákvæði um sameign nátt­ úruauðlinda hafa talað um að með ákvæðinu yrðu settar siðferðilegar skorður um hvernig úthluta skuli nýtingarleyfum á auðlindum. Þá hef­ ur verið bent á mikilvægi þess að óumdeilt sé að náttúruauðlindir séu í eigu þjóðarinnar þegar kemur að samningum við erlend ríki eða ríkja­ samtök. Um þetta er kosið n Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni Þjóðin spurð álits Í kosningunum um helgina gefst þjóðinni tækifæri til að segja skoðun sína á hugmyndum um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Ekki er víst að annað tækifæri gefist til að hafa áhrif á þá vinnu á næstunni nema þá þegar og ef kosið verður um nýja stjórnarskrá. Mynd GuðMundur viGfúSSon Tillögur ráðsins Fyrsta spurningin á kjörseðlinum er hvort tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar til grundvallar breytingum á stjórnarskránni. Í öðrum spurningum er ekki beint spurt um tillögurnar að því leyti að ekki er endilega verið að spyrja um útfærsluatriði ráðsins á þeim breytingum sem um ræðir. Mynd GunnAr GunnArSSon Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.