Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 23
Að sjálfsögðu er þetta tjón Fólk tekur bara með sér kakó Mér leið kjánalega Bensíninu var stolið af bíl Sigríðar Örnu Arnórsdóttur. – FréttablaðiðTískubloggarinn Pattra Sriyangonge gaf eiginhandaráritanir í Kringlunni. – DV Merkingarlaust ákvæði! Spurningin „Já, ég ætla að nýta rétt minn.“ Óli Hjörtur Ólafsson rekstrarstjóri á Dollý „Já, ég ætla að gera það.“ Guðrún Katrín Eiríksdóttir 52 ára bankamaður „Að sjálfsögðu, maður þarf þó að gefa sér nokkrar klukkustundir til þess að kynna sér efnið.“ Edda Kristín Hauksdóttir 52 ára kennari „Já, ég ætla að kjósa.“ Margrét Adolfsdóttir 46 ára kennari „Að sjálfsögðu.“ Haraldur Jóhannsson 84 ára blaðamaður Ætlar þú að kjósa? Til hamingju Ísland! G egnsæi er eitt af því sem við munum fá með nýrri stjórnar- skrá og af þeim sökum segjum við: -Já! Auðvitað vill bláa höndin ekki fá gegnsæi að glíma við. Og ekki vill skyrdrengurinn með gullskeiðina og vafningana sjá neitt slíkt. Hann hefur nefnilega áttað sig á því að ný stjórnar- skrá mun færa almenningi það sem almenningur hefur verið að krefjast um langa hríð. Af þessum sökum sendi skyrdrengurinn fjölpóst til vina sinna. En þar er svo mikið um lygar og hræðsluáróður, að ég veigra mér við að vitna í þann óhróður sem þar er á ferð. Hann lýgur þegar hann segir, að hér sé ekki um þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða. Því það sem um ræðir, er þjóðar- atkvæðagreiðsla og niðurstöður henn- ar verða lagðar til grundvallar því sem á eftir kemur. Þegar skyrdrengurinn heldur því fram að meginstoðir stjórn- skipunar okkar hafi ávallt reynst vel, þá fer hann vægast sagt afar frjálslega með sannleikann, enda er hann alltaf að reyna að gleyma Ráninu sem sum- ir kalla hrun. Hann veit að stjórnskip- unin var einsog míglekur hlandkoppur þegar Dabbi litli, blaðasnápur og Hall- dór hinn brosmildi leyfðu fólki einsog Finni Ingólfssyni og öðrum dillibossum helmingaskiptaveldisins að stela hér öllu steini léttara. Ótti skyrdrengsins er þó endanlega opinberaður þegar hann segir: „Það er ekki stefna Sjálf- stæðisflokksins að koma í veg fyrir allar breytingar á stjórnarskránni. Það er aft- ur á móti ljóst að það er engin þörf fyrir að umskrifa hvert einasta ákvæði og að um slíkt offors verður aldrei sátt.“ Hér er áfram talað undir rós. Um leið og því er haldið fram að sjálfstæðis- menn vilji breyta stjórnarskránni, eru þeir hvattir til að gera það ekki. Skyr- drengurinn er að reyna að gleyma því, að hann, einsog aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, tók þátt í og samþykktu að láta semja nýja stjórnarskrá. En far- ið var útí þá sálma vegna þess að hér höfðu óábyrgir stjórnmálamenn gefið þjófum fullkomið frelsi. En í framhaldi af tilvitnuninni, er kannski eðlilegt að varpa fram eftirfarandi spurningum: Hvenær hefur verið fullkomin sátt um eitthvað? Hvenær hefur komið fram krafa um fullkomna sátt? Er hægt að krefjast þess í lýðræðisríki að fullkomin sátt náist um svo mikið sem eitt einasta grundvallaratriði? Ég veit um eitt dæmi; það var þegar Alþingi ákvað að láta skrifa nýja stjórnarskrá, þeirri tillögu voru allir þingmenn samþykkir. Ennþá verður fjórflokkurinn aurinn, ennþá grasserar spillingin hjá innstu koppum í búri stjórnmálaelítunnar. Ennþá hljóta sægreifar óverðskuldaðar afskriftir. Ennþá er verið að troða á lítil- magna okkar yndislegu þjóðar. Í dag skulda stjórnmálaflokkarnir meira en 700 milljónir, jafnvel þótt þeir úthluti sér hálfan milljarð úr ríkissjóði á árinu sem nú er senn á enda. Ég hvet alla Íslendinga til að mæta á kjörstað og sýna í verki að þessi þjóð á betra skilið en lygaþvælu spilltra stjórnmálamanna. Við eigum að heimta réttlæti og það gerum við með því að krefjast þess að tillaga stjórn- lagaráðs verði lögð til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Á Fróni lifir frábær þjóð sem fornar geymir sögur; alltaf stillt og alltaf góð og yndislega fögur. S varthöfði hefur ítrekað bent hús- félaginu sínu á þá augljósu stað- reynd að hugtakið sameign er al- gjör markleysa. Þetta hefur hann gert í þeirri von að geta sloppið við að skúra fjandans ganginn. Það var reynd- ar Jónína í íbúð 501b sem kom þessari rugluðu setningu inn í lög húsfélags- ins. „Gangurinn er sameign húsráð- enda,“ stendur þar og frá upphafi hefur Svarthöfði mótmælt af ákafa. „Þetta er markleysa!“ hrópaði Svarthöfði upp yfir sig á fundi húsfélagsins: „Merkingarlaust ákvæði, sem hljómar kannski vel í aug- um sumra, en er forarpyttur lögfræðilegs misskilnings!“ Kliður fór um hópinn. Þetta áttu þeir sem ekki eru lögfróðir erfitt með að skilja. „Hvað meinarðu maður?“ spurði Steinar í 301a, mjög hissa. „Það þýðir bara að við eigum þennan gang saman.“ Svarthöfði varðist þeirri sterku hneigð að kalla Steinar í 301a siðspilltan kommún- istavitleysing. Í staðinn setti hann upp lögfræðingagleraugun, og tók upp þétt- an doðrant. „Steinar minn,“ sagði hann með valdsmannslegri röddu er hann fletti upp í húsfélagslögunum. „Í fyrsta lagi, þá fellur sameign ekki að eignarréttar- hugtakinu,“ kvaddi Svarthöfði upp, en uppskar lítið annað en skilningsleysi í nautskukenndum augum almúga- fólksins. „Í öðru lagi getur óafmarkað- ur og óskilgreindur hópur manna, eins og húsfélagið okkar, ekki farið með þær heimildir sem felast í eignarrétti, svo sem umráðarétt og hagnýtingarrétt, og greint er frá á blaðsíðu 607 í húsfélags- lögunum.“ Svarthöfði talaði hátt, skýrt en hratt. „Í þriðja lagi getur húsfélag ekki talist að- ili að eignarrétti þar sem engum afmörk- uðum aðila er til að dreifa til að skuld- binda húsfélagið eða bera ábyrgð á því að húsfélagið standi við skuldbindingu sína. Að framangreindu virtu verður að telja að sameign getur ekki talist eignar- réttarlegt hugtak og húsfélagið getur því ekki átt eignir!“ hrópaði Svarthöfði af ákefð. Stutt þögn tók við, enda voru heimsk- ingjarnir að átta sig á rökunum. En niðurstaðan var afdráttarlaus. Skyndi- lega ræskti Guðmundur í 201c sig. „En hérna, hvað ef við eigum þetta bara saman?“ spurði hinn áttræði vélvirki ringlaður. Svarthöfði andvarpaði. „Það er ómögulegt! Markleysa! Rökleysa! Bull!“ hrópaði hann. „Vitið þið ekki að orð þýðir ekki neitt ef því eru ekki gerð lögfræðileg skil?!“ Almúginn vissi þetta ekki og skildi ekki. Vandræðaleg þögn varð næstu fimm mínúturnar, þar til Jónína stakk upp á að slútta fundinum og bera fram kaffið. Næstu mánuðina heyrði Svarthöfði svo útundan sér hvar almúginn bullaði. „Hei, ég var að skúra sameignina ,“ sagði Jóhann í 402b eitt sinn. „Marklaust hjal – þú getur ekki skúrað eitthvað sem er ekki til!“ fussaði Svarthöfði og skellti hurðinni. Öruggur tollstjóri Öryggismyndavélum fjölgar ár frá ári í miðborginni en samkvæmt úttekt árið 2010 beindust 290 myndavélar að almenningsrýmum. Iðnaðarmenn unnu að því í vikunni að setja upp öryggismyndavélar á hús tollstjóra. Þar með þéttist net eftirlitsmyndavéla enn frekar. Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Umræða 23Helgarblað 19.–21. október 2012 Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari vildi fá fólk á völlinn. – DV 1 Garðar „deitaði táning“ Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunn- laugsson beinir athyglinni að ungum aldri kærustunnar. 2 „Þetta er mannlegur harm-leikur“ Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, vill ekki tjá sig um ásakanir Margrétar Friðriksdóttur. 3 Segir Guðmund Franklín hafa haft í hótunum við sig Margrét Friðriksdóttir, grafískur hönnuður og tveggja barna móðir, segir formann Hægri grænna skulda sér laun. 4 Einfeldni ekki ólögleg Sakborn-ingar í umfangsmiklu fjársvikamáli krefjast sýknu, vægustu mögulegu refsingar eða refsilauss dóms. 5 Afskrifa meira en milljarð hjá Jakobi Eignarhaldsfélag í eigu útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda félagsins. 6 Þetta hlýtur að hafa verið sárt Þýskur tónlistarmaður reynir að stökkva út í frosna sundlaug og brjóta ísinn en án árangurs. 7 „Það er búið að ljúka því máli á farsælan hátt“ Bryndís Sigurjónsdóttir, skólameistari Borg- arholtsskóla, segir búið að ljúka máli þar sem nemandi veittist að kennara sínum með ofbeldi í september síðastliðnum. Mest lesið á DV.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.