Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 30
við upp náið samband. Hann var þá fráskilinn, átti þrjú börn með fyrrver- andi eiginkonu sinni. Ég var tuttugu og þriggja ára en hann tæplega fer- tugur, og börnin 7, 9 og 14 ára,“ seg- ir hún og segist hafa verið tilbúin í stjúpmóðurhlutverkið svo ung. „Mér fannst það ekkert mál að giftast full- orðnum manni og verða stjúpmóðir þriggja barna. Það hefur blessast ótrúlega vel. Ekki síst vegna þess að hann og barnsmóðir hans, Eva Kaaber, voru svo miklir vinir og með sameiginlega ábyrgð á börnunum. Við höfum til að mynda alltaf haldið jólin öll saman og það finnst mörg- um forvitnilegt.“ Vildi vera ströng móðir Björk og Sveinn Rúnar eiga tvö börn saman og fjölskyldan er því stór þegar allt er talið með. Björk finnst gott að vera foreldri og byggir mjög á eigin reynslu af erfiðum unglings- árum. „Það er svo gott að vera foreldri á Íslandi. Þegar stóru börnin voru unglingar vissi maður ekki hvað maður mætti og hvað ekki. Ég vildi vera ströng því ég hafði sjálf fengið of mikinn slaka og það var ekki til góðs. Svo byrjaði baráttan fyrir Íslandi án eiturlyfja og vegna þess að markið var sett hátt var einnig lögð vönduð vinna í að skoða forvarnir og áhættu- þætti. Þessari kunnáttu búum við að í dag. Bæði reynsla mín og okk- ar sem samfélags hefur gert mig og aðra foreldra öruggari í uppeldinu. Þegar börnin mín báðu um að fara á útihátíð gat ég sagt af öryggi. Nei það máttu ekki, af því ég elska þig. Ég bý við mikið barnalán og barnabarnalán sem ég er óendan- lega þakklát fyrir alla daga – lífið leik- ur við mig þó það taki stundum á.“ Halda áfram að lifa og starfa Bæði Björk og Sveinn Rúnar hafa glímt við geðsjúkdóma, Björk við þunglyndi og Sveinn Rúnar við geð- hvörf. Björk segist stundum taka sjálfa sig sem dæmi þegar hún ræð- ir fólk. „Mér finnst þetta ósköp ein- falt. Ef þú ert með sjúkdóm sem hef- ur áhrif á framgang þinn í lífinu þá þarftu að gera eitthvað í því. Ég tek mín lyf og sæki mér aðstoð þegar ég þarf á að halda. Það er tilhneig- ing í þessu samfélagi að gera meira úr sjúkdómnum en manneskjunni. – meira úr skerðingunni en tækifær- unum eða getunni. Þetta er líka dæmi um aumingja- gæsku; „Æ greyið – hún er veik“. En þannig er það ekki. Flestir sem eru með sjúkdóma og ná að takast á við sjálfa sig og tilveruna með hjálp heil- brigðiskerfisins ná að lifa góðu lífi þrátt fyrir sína sjúkdóma. Þeir eru jú kannski heil 90 prósent og það er það sem á að stjórna tilveru þeirra. Ekki það sem á skortir eða sjúkdóm- ur sem rýrir lífsgæði tímabundið eða á tímabilum. Enn tek ég fram að ég er meðvituð um alla þá sem tapa bar- áttunni gegn eigin heilsuleysi – og ég vil að við einblínum á þá. Vill verða ákveðin þingkona Blaðamaður spyr Björk hvernig þing- kona hún vilji verða. „Ég vona að ég geti haft áhrif á velferðarlöggjöfina. Að ég verði svona ákveðin alþing- iskona sem talar um það sem hún veit hvað er og lætur hitt liggja á milli hluta. Velferðarmálin, heilbrigð- ismálin og umhverfismálin skipta mig mestu máli. Og auðvitað vel- ferð atvinnulífsins, þar vegur þyngst bygging nýs Landspítala. Það þarf að fara í framkvæmdir og hika ekki of mikið. Því það er svo dýrt að bíða.“ Hún segist ekki ætla að verða fræg fyrir tal um samstöðu. Hún vill láta verkin tala. „Ég held að fólk eigi að láta verkin tala. Samstaða á Alþingi er orðinn einhver frasi. Í stjórnmál- um er tekist á um grundvallargildi. Við eigum frekar að gera í því að vera sammála um það að vera ósammála.“ Barnatryggingar Hún segir margt ógert í velferðarmál- um sem glatist verði farið í skatta- lækkanir. Meðal þess sem hún vill koma í framkvæmd er að styðja betur við barnafjölskyldur. Hún hef- ur kynnst því í starfi sínu hjá borginni að vandi efnalítilla barnafjölskyldna er víðtækur. „Stuðningur við barna- fjölskyldur er ekki nægilega mikill og hann er tilviljanakenndur. Ég á svo- lítið heiðurinn af hugmyndum um svokallaðar barnatryggingar. Mér er annt um þessar hugmyndir mínar og það er meðal annars vegna þeirra sem mig langar á þing. Í dag fær fólk á vinnumarkaði ekkert greitt með börnum sínum annað en barna- bætur en fólk með sömu mánaðar- greiðslur frá Tryggingastofnun fær mikla viðbót vegna barna sinna plús barnabæturnar. Við sýndum fram á það að við gætum náð foreldrum allra barna upp fyrir lágtekjumörk með þeim hætti að deila út stuðningi með öðrum hætti. Fólk leggur ekki á sig þann kostnað að fara á vinnu- markað vegna þessa kjaramunar.“ Björk hefur einnig í langa tíð beitt sér fyrir frekari stuðningi við leigj- endur. „Ég hef verið að móta hús- næðisstefnu í borginni og líka hjá ríkinu. Stuðningur við leigjendur er nánast enginn. Það eru nánast engir sem fá óskertar bætur nema öryrkjar vegna þess að þeirra bætur teljast ekki til tekna. Það er lágtekju- og millitekjufólk sem verður illa úti á leigumarkaði. Á næsta ári verða tekin fyrstu skrefin til að bæta stöðu leigj- enda en í dag erum við að hjálpa of mörgum að eignast húsnæði.“ Stéttaskipting íslenskra barna Björk er umhugað um stöðu barna eftir hrun. Hún segir brýnt að láta sig stöðu þeirra varða. Í dag sé það stétta- skipt hvaða tómstundir börn sæki. Börn efnaminni foreldra komast vart í tónlistarnámi og þetta vill hún leið- rétta. „Foreldrar þessara barna hafa ekki efni á því að senda börn sín í tónlistar- nám. Aðgengi að tónlistarnámi er of lítið og mér finnst að á grunnstigi eiga að flytja það í skólana. Skólarnir eiga að bjóða upp á þetta á skólatíma. Það er stefnan okkar en þetta tekur svo óskaplega langan tíma. En þróunin er í þessa átt. Stétta- skipting barna hefur aukist. Fátæk- ari börn fara ekki í tómstundir sem kosta mikið en eru duglegri í öðru. Þau eyða til dæmis meiri tíma með foreldrum sínum og heimsækja oftar vini og vandamenn, sem er töluvert mikilvægt og hefur gott forvarnar- gildi.“ Yfirgengileg neysluhyggja og sjúkdómsvæðing Hún minnir á að samvera sé ekki neyslutengd. „Það sem liggur mér næst hjarta er þessi yfirgengilega neysluhyggja sem tröllríður samfé- laginu. Foreldrum finnst þeir ekki geta gert neitt fyrir börn nema borga fyrir það. Það getur verið heilmik- ið ævintýri að fara í strætó með mömmu og pabba niður að höfn. Björk hlær að þessari minningu. „Það virðist engu breyta þótt það verði hrun á Íslandi. Íslendingar hafa ekki mikið breyst, þeir kaupa. Við eigum heimsmet í iPad-eign, eins og öllum hinum tækjunum fyrir hrun. Við eigum líka heimsmet í því að eiga snjallsíma. Á sama tíma skil ég foreldra sem gleyma sér í vinnu. Ég hef sjálf oft gleymt mér. Gleymi því til dæmis aldrei hvað sonur minn sagði við mig sjö ára gamall. Hann spurði: Mamma hvenær getum við farið í svona frí þar sem þú ert að prjóna og ég er bara að leika mér á gólfinu?“ Björk hlær að þessari minningu. Neisti og barnalán „Algengasti bíll einhvern tímann var Land Cruiser!“ Hún brosir. „Mað- urinn minn á reyndar gamlan Land Cruser-jeppa “ segir hún og brosir. „En sem betur fer hefur hann látið breyta honum í metanbíl. Við erum með tvö bíla og breyttum þeim báð- um. Ég varð fyrst til að fá einkabíl breytt í metanbíl.“ Bíleignin virðist ekki hafa skapað gjá á milli þeirra. Björk og eiginmað- ur hennar Sveinn eru afar ástfangin. Björk segir neistann á milli þeirra sí- fellt loga. „Um daginn setti ég á Face- book að við hefðum verið að elskast í Grímsnesi, fólki fannst það fyndið,“ segir hún og hlær. „En hann er voða- lega skotinn í mér þessa dagana. Okkar ást er sterk og það er alltaf þessi neisti á milli okkar.“ n 30 Viðtal 19–21. október 2012 Helgarblað „Kannski verð ég svona alþingisveik Tekur á eigin málum Bæði Björk og Sveinn Rúnar glíma við geðsjúkdóma. Björk við þung- lyndi og Sveinn Rúnar við geðhvarfasýki. Björk segist oft taka sjálfa sig sem dæmi þegar hún ræðir við skjólstæðinga sína. „Mér finnst þetta ósköp einfalt. Ef þú ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á framgang þinn í lífinu gerðu þá eitthvað í því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.