Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 50
50 Fólk 19.–21. október 2012 Helgarblað Hæst launuðu ungstirnin n Ungar söngkonur raða sér í fjögur af fimm efstu sætunum 2 Justin Bieber Aldur: 18. Tekjur á síðastliðnu ári: 55 milljónir dollara Kanadíska ungstirnið Justin Bieber hefur heldur betur slegið í gegn síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur, en plötur hans hafa selst í 12 milljónum eintaka frá árinu 2009. 21 milljón manns fylgist með öllum hans ferðum og gjörðum á Twitter, tónlistarmyndband við lag hans Baby er mest skoðaða myndbandið í sögu Youtube, og hann á 43 milljónir aðdáenda á Facebook, sem er meira en Facebook- aðdáendur Mitts Romney og Baracks Obama til samans. 3 Rihanna Aldur: 24. Tekjur á síðastliðnu ári: 53 milljónir dollara Barbados-dívan Rihanna nær nú í fyrsta skipti inn á listann þökk sé smellunum hennar We Found Love og Talk That Talk. Hún hefur komið fram á 85 tónleikum á síðustu tólf mánuðum og halar væntanlega inn einhverjar fúlgur fyrir ilmvatnið sitt Reb‘l Fleur sem hún kynnti nýverið. Rihanna á 53 milljónir aðdáenda á Facebook en aðeins rapparinn Eminem á fleiri aðdáendur en hún. F orbes hefur nú birt árlega lista sína yfir hæst launuðu leikarana í Hollywood, bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þá birti Forbes einnig lista yfir hæst launuðu stjörnurnar undir 30 ára aldri. Á listanum eru bæði karlar og konur sem skarað hafa fram úr í tónlist og leiklist. Ungar söngkonur eru þó áberandi á listanum og raða þær sér í fjögur af fimm efstu sætunum yfir hæst launuðu stjörnurnar undir 30 ára aldri. Twilight-leikkon- an Kristen Stewart er eina leikkonan á listan- um og vermir sjöunda sætið. 1 Taylor Swift Aldur: 22. Tekjur á síðastliðnu ári: 57 milljónir dollara. Taylor Swift fór í stórt tónleikaferðalag á þessu ári og hefur það töluverð áhrif á það að hún lendir nú í toppsæti listans. Hún kom fram á tón- leikum 65 sinnum á síðastliðnu ári og má ætla að fyrir hverja tónleika hafi hún halað inn um 1 milljón dollara. Plata hennar Speak Now, sem kom út árið 2010, selst einnig ennþá vel og hefur nú þegar selst í 5 milljónum eintaka um heim allan. Þá fékk hún tvö stykki Grammy-verðlaun á þessu ári fyrir lagið Mean. 5 Katy Perry Aldur: 27. Tekjur á síðastliðnu ári: 45 milljónir dollara Það eru aðeins tveir tónlistarmenn í sögunni sem hafa náð þeim árangri að eiga fimm smáskífur af sömu geislaplötunni á topplistum. Það eru Mich-ael Jackson og Katy Perry. Hún halaði inn nærri 60 milljónir dollara á síðasta tónleikaferðalagi sínu og hefur fengið mikla athygli eftir skilnaðinn við Russel Brand í desember síðastliðnum. 4 Lady Gag a Aldur 26. Tekjur á síðastliðnu ári: 52 milljónir dollara Íslandsvinkonan Lady Gaga fellur úr toppsæti sæti listans frá því í fyrra og niður í það fjórða. Skýringin á því er sú að h ún hefur ekki verið á tónleikaferðalagi síðasta árið, en heldur hins vegar sæti ofarlega vegna gífurlega áh rifa sinna í fjölmiðlum. Lady Gaga á stærstu aðdáend ahjörðina á Twitter en 24 milljónir manna fylgja henni eftir þar. Þökk sem fjölmörgum eldri vinsælum lögum og n ýjustu plötu hennar, Born This Way, halar söngkonan en n inn milljónir dollara á tónlistinni án þess gefa út nýtt ef ni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.