Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Page 50
50 Fólk 19.–21. október 2012 Helgarblað Hæst launuðu ungstirnin n Ungar söngkonur raða sér í fjögur af fimm efstu sætunum 2 Justin Bieber Aldur: 18. Tekjur á síðastliðnu ári: 55 milljónir dollara Kanadíska ungstirnið Justin Bieber hefur heldur betur slegið í gegn síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur, en plötur hans hafa selst í 12 milljónum eintaka frá árinu 2009. 21 milljón manns fylgist með öllum hans ferðum og gjörðum á Twitter, tónlistarmyndband við lag hans Baby er mest skoðaða myndbandið í sögu Youtube, og hann á 43 milljónir aðdáenda á Facebook, sem er meira en Facebook- aðdáendur Mitts Romney og Baracks Obama til samans. 3 Rihanna Aldur: 24. Tekjur á síðastliðnu ári: 53 milljónir dollara Barbados-dívan Rihanna nær nú í fyrsta skipti inn á listann þökk sé smellunum hennar We Found Love og Talk That Talk. Hún hefur komið fram á 85 tónleikum á síðustu tólf mánuðum og halar væntanlega inn einhverjar fúlgur fyrir ilmvatnið sitt Reb‘l Fleur sem hún kynnti nýverið. Rihanna á 53 milljónir aðdáenda á Facebook en aðeins rapparinn Eminem á fleiri aðdáendur en hún. F orbes hefur nú birt árlega lista sína yfir hæst launuðu leikarana í Hollywood, bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þá birti Forbes einnig lista yfir hæst launuðu stjörnurnar undir 30 ára aldri. Á listanum eru bæði karlar og konur sem skarað hafa fram úr í tónlist og leiklist. Ungar söngkonur eru þó áberandi á listanum og raða þær sér í fjögur af fimm efstu sætunum yfir hæst launuðu stjörnurnar undir 30 ára aldri. Twilight-leikkon- an Kristen Stewart er eina leikkonan á listan- um og vermir sjöunda sætið. 1 Taylor Swift Aldur: 22. Tekjur á síðastliðnu ári: 57 milljónir dollara. Taylor Swift fór í stórt tónleikaferðalag á þessu ári og hefur það töluverð áhrif á það að hún lendir nú í toppsæti listans. Hún kom fram á tón- leikum 65 sinnum á síðastliðnu ári og má ætla að fyrir hverja tónleika hafi hún halað inn um 1 milljón dollara. Plata hennar Speak Now, sem kom út árið 2010, selst einnig ennþá vel og hefur nú þegar selst í 5 milljónum eintaka um heim allan. Þá fékk hún tvö stykki Grammy-verðlaun á þessu ári fyrir lagið Mean. 5 Katy Perry Aldur: 27. Tekjur á síðastliðnu ári: 45 milljónir dollara Það eru aðeins tveir tónlistarmenn í sögunni sem hafa náð þeim árangri að eiga fimm smáskífur af sömu geislaplötunni á topplistum. Það eru Mich-ael Jackson og Katy Perry. Hún halaði inn nærri 60 milljónir dollara á síðasta tónleikaferðalagi sínu og hefur fengið mikla athygli eftir skilnaðinn við Russel Brand í desember síðastliðnum. 4 Lady Gag a Aldur 26. Tekjur á síðastliðnu ári: 52 milljónir dollara Íslandsvinkonan Lady Gaga fellur úr toppsæti sæti listans frá því í fyrra og niður í það fjórða. Skýringin á því er sú að h ún hefur ekki verið á tónleikaferðalagi síðasta árið, en heldur hins vegar sæti ofarlega vegna gífurlega áh rifa sinna í fjölmiðlum. Lady Gaga á stærstu aðdáend ahjörðina á Twitter en 24 milljónir manna fylgja henni eftir þar. Þökk sem fjölmörgum eldri vinsælum lögum og n ýjustu plötu hennar, Born This Way, halar söngkonan en n inn milljónir dollara á tónlistinni án þess gefa út nýtt ef ni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.