Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 52
„Töframenn eru skemmtilegir nördar“ 52 Fólk 19.–21. október 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 19.–21. október Föstudagur19 okt Laugardagur20 okt Sunnudagur21 okt Leigumorðingi á Akureyri Leikritið Leigu- morðinginn verður frumsýnt í Samkomu- húsinu á Akureyri þann 19. október. Eftir fimmtán ár í starfi er Henri Boulanger sagt upp. Í geðshræringu sinni gerir hann tilraun til þess að svipta sig lífi. Tilraunin misheppnast og í kjölfarið ákveður Henri að ráða sér leigumorðingja til þess að ljúka verkinu. Sérstætt og gráglettið verk um ástina og dauðann. Samkomuhúsið á Akureyri 20.00 Læti á Gamla Gauknum Fjórar frambærilegar þungarokksveitir munu koma fram á Gamla Gauknum föstudagskvöldið 19. október. Yfirskrift tónleik- anna er Einhver andskotans læti sem vís- ar í að hér eru á ferðinni alvöru rokksveitir sem kalla ekki allt ömmu sína. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir miklum hljóðstyrk, tvöfaldri bassatrommu, rífandi gítar og rymjandi söng ættu að halda sig heima. Hljómsveitirnar fjórar eru Wistaria, Angist, Aeterna og Blood Feud. Gamli Gaukurinn 22.00 Il Trovatore í Hörpu Óperan Il Trovatore eftir Giuseppe Verdi verður frumflutt í Eldborg en þetta er ópera sterkra tilfinninga, saga um ástir og hefnd. Tónlistin iðar að sama skapi af rómantík, fögrum laglínum og hrífandi aríum og kórum.Nokkrir framúrskarandi listamenn á sviði tónlistar og leikhúss sameina krafta sína í þessari haustupp- færslu Íslensku óperunnar árið 2012. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Carol Crawford heldur um tónsprotann að þessu sinni og kór og hljómsveit Íslensku óperunnar taka enn fremur þátt í verkefninu. Harpa 20.00 Mannakorn í Háskólabíói Mannakorn blása til tónleika í Háskólabíói á laugardag. Þar flytja þeir félagar klassískar Mannakorna-perlur í bland við efni af nýjasta diskinum ásamt Ellen Kristjáns- dóttur, Stefáni Má Magnússyni, Benedikt Brynleifssyni, Þóri Úlfarssyni og Kjartani Valdemarssyni. Tónlist Mannakorna er fyrir löngu orðin þjóðareign og með nýja diskinum, Í blómabrekkunni, bætist enn í viðamikla söngbók hljómsveitarinnar. Háskólabíó 20.00 Bubbi leggur land undir fót Í haust mun Bubbi heimsækja lands- byggðina auk þess sem hann mun koma fram á höfuðborgarsvæðinu. Heiti tónleikaraðarinnar að þessu sinni er Þorpin og vísar Bubbi þar annars vegar til landsbyggðarinnar og hins vegar til síðustu geislaplötu sem hann sendi frá sér og ber nafnið Þorpið. Selfosskirkja 20.30 É g skil ekki af hverju það eru engar stelpur í félaginu. Það er mér hulin ráðgáta. Við höf- um heyrt af einni stelpu en hún vildi ekki koma. Kannski eru stelpur bara ekki jafn miklir nördar og við. Það eru samt mjög margar stelpur að töfra úti í heimi,“ segir rokkarinn og töframaðurinn Ingó Geirdal sem er forseti Hins ís- lenska töframannagildis en árleg sýning félagsins verður haldin í Salnum í Kópavogi á laugardaginn. Félagsmenn í Hinu íslenska töframannagildi eru 20 talsins en félagið hefur verið starfrækt frá ár- inu 2007. Ingó segir að þótt flestir töfra-mannanna í félaginu séu áhugamenn þá séu þrír eða fjór- ir sem starfi við fagið á atvinnu- grundvelli. „Til að komast inn í fé- lagið þarftu að mæta á fund og sýna brögð. Það kemst ekki hver sem er þarna inn,“ segir hann og bætir við að töfrabrögð séu heillandi á svo margan hátt. „Til að ná langt þarftu að vera fingralipur, fljótur að hugsa og geta leyst vandamál. Svo þarftu líka að vera með góða framkomu og útgeislun auk þess sem góð tímasetning er mikilvæg,“ segir hann og játar því að vissulega séu töframenn upp til hópa ákveðnir nördar. „En það má segja að við séum skemmtilegir nördar.“ Á sýningunni mun sænskur heimsþekktur töframaður sýna listir sínar auk Ingós, Einars eins- taka og Jóns Víðis, svo einhverjir séu nefndir. „Þetta er hinn frægi Tom Stone en ég kynntist hon- um þegar ég bjó í Svíþjóð. Þá var ég að skemmta á veitingastaðnum Magic Bar í Stokkhólmi og hann kom á sýninguna og kynnti sig. Við höfum haldið vinskapnum síðan og þar sem ég var kosinn forseti Hins íslenska töframannagildis fannst mér tilvalið að fá hann til að skemmta á fjölskyldusýningunni okkar.“ Hægt er að lesa meira um sýn- inguna á vefsíðunni toframenn.is n Forseti Ingó skilur ekki af hverju það eru engar stelpur í Hinu íslenska töframanna- gildi en býst við að þær séu ekki jafn miklir nördar og karlmennirnir. Tom Stone Ingó kynntist töframanninum Tom Stone þegar hann bjó í Svíþjóð. Tom er þekktur um allan heim innan bransans. n Ingó Geirdal er forseti Hins íslenska töframannagildis Þ etta er rosalega skörp stelpa og klár,“ segir tónlistarmað- urinn Herbert Guðmunds- son um unnustu sína Lísu Dögg Helgadóttur, en hún aðstoðar hann við textasmíð á nýrri plötu sem er væntanleg og ber nafnið Nýtt upphaf. „Fyrst byrjaði hún að hjálpa mér við að leiðrétta texta og breyta línum sem voru kannski ekki alveg nógu góðar. Svo þegar ég sá að hún var svona sleip í þessu þá spurði ég hvort hún væri ekki til í reyna við einn texta. Og hún gerði þennan fína texta við lagið Camilia.“ Um er að ræða ellefu laga plötu sem Herbert vann ásamt Þóri Úlfars- syni tónlistarmanni en Friðrik Sturluson á stóran hluta af textum plötunnar. Ljóst er að Herbert hef- ur ekki setið auðum höndum í tón- smíðinni því þetta er önnur plata hans á tveimur árum. Eilíf ást Herbert er himinlifandi yfir því að hafa haft unnustuna sér innan hand- ar við gerð plötunnar en ásamt því að vera með puttana í textunum þá hlustaði hún á lögin og gaf álit sitt áður en hann gekk frá þeim. „Það var alveg alveg æðislega gott að hafa hana. Hún var svona hálfgerður pródúsent,“ segir Herbert sem grun- ar einnig að Lísa geti sungið, þó hann hafi ekki enn fengið hana til þess. Það vakti töluverða athygli þegar Herbert og Lísa fóru að vera saman snemma á þessu ári en það eru 26 ár á milli þeirra, en það var framlag Herberts í Söngvakeppni Sjónvarps- ins, lagið Eilíf ást, sem leiddi þau í fang hvors annars. Lísa heillaðist af laginu og hófu þau að spjalla saman á Facebook í kjölfarið. Ekki leið á löngu þar til Herbert fór á skeljarnar við Tjörnina í Reykjavík og dró hring á fingur Lísu. Parið trúlofaði sig hinn 31. maí síðastliðinn og í hringana er að sjálfsögðu grafið „Eilíf ást“. Lísa var vinningurinn Herbert segir lífið með Lísu vera ein- tóma hamingju. Þau finni ekkert fyrir aldursmuninum en hann viður- kennir þó að hann sé duglegur í ræktinni til að halda sér í formi fyrir ástina sína. „Þetta bara blómstrar og við eigum ofsalega vel saman. Hún er yndisleg kona.“ Herbert fær ekki nóg af því að rifja það upp hvernig þau kynntust. „Það er svo rómantískt að kynnast svona í gegnum lag. Ég var náttúrulega alveg á því að ég væri að fara að vinna Eurovision en ég vissi ekki að vinningurinn væri þessi yndislega kona.“ Það má með sanni segja að nafn nýju plötunnar, Nýtt upphaf, sé við- eigandi enda nýtt upphaf hjá ást- föngnu pari sem vann að henni. n solrun@dv.is Duglegur í ræktinni fyrir ástina n Herbert gerir nýja plötu með aðstoð unnustunnar, Lísu Daggar Semja saman Lísa Dögg Helgadóttir, unnusta Herberts, var honum til halds og trausts við gerð nýju plötunnar. mynd arnoLd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.