Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 36
1. sæti Kristbjörg Kjeld n „Þessi þrautþjálfaða og marg- reynda leikkona er sem klettur í ólgusjó íslenskrar leiklistar. Það er sama hvaða veður standa á henni, hvaða þrautir eru lagðar fyrir hana; hún sýnir ávallt stórleik og einstaka snilld. Kristbjörg er leikkona sem lætur ekki aldur og reynslu stöðva sig. Hún er í stöðugri leit og þróun og ber ávallt af hvar sem hún kem- ur fram.“ n „Það er einfaldlega ekki hægt að horfa fram hjá henni – einhver glæsilegasti ferill sem um getur. Drottningin í íslensku leikhúsi.“ n „Hvað getur maður sagt um Kristbjörgu Kjeld? Hún er svo fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem ein besta leikkona landsins. Hún er einfald- lega stórkostlegur listamaður.“ n „Einstök. Hún situr ætíð vel í þeim persónum sem hún leikur og hefur ekki fallið í þá gryfju eins og svo margir stórleikarar þegar þeir eldast, að leika bara sjálfan sig. Kristbjörg virðist alltaf koma á óvart og hafa sífellt meira að bjóða. Hún var frábær í Svörtum hundi prestsins og fær hárin til að rísa í þáttunum Steindinn okkar.“ n „Fyrir utan það hvað hún er mögnuð og dásamleg kona er hún einnig falleg leikkona. Ein af þeim flottu leikkonum af eldri kynslóðinni sem leikkonur af yngri kynslóðinni ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hún er náttúrutalent.“ n „Það er ekki til það hlutverk sem Kristbjörg ræður ekki við. Glæsileg leikkona.“ 36 19.–21. október 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Magnaður Mercury“ „Frjálsleg uppskrift í réttum hlutföllum“ The Great Pretender Rhys Thomas Astralterta Stuðmenn/Ágúst Guðm. DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leit að besta leikara og leikkonu Íslands í dag. Fjöl- margir komust á blað en það eru þau Kristbjörg Kjeld og Ólafur Darri sem standa uppi sem sigurvegarar. Kristbjörg Kjeld er kölluð drottningin í íslensku leikhúsi en Ólafur Darri þykir stórleikari í öllum merkingum þess orðs. Bes u leikararnir í dag Elva Ósk Ólafsdóttir „Allt sem hún gerir er svo hreint og ekta. Nær að skapa persónur sem maður skilur.“ Guðrún S. Gísladóttir „Ein merkilegasta leikkona okkar. Býr yfir einstöku sálardýpi sem hún nær að nýta sér í ómótstæðilega og djúpa persónusköpun hverju sinni.“ Margrét Vilhjálmsdóttir „Leikkona með ákaf- lega persónulegan stíl. Leikkona sem nær að skapa „femme fatale“ betur en nokkur íslensk leikkona getur.“ Margrét Helga Jóhannsdóttir „Ber af hvað skap- gerðarleik varðar, eins og vel mátti sjá í leik- ritinu Fjölskyldan og nánast öllu því sem hún hefur komið að. Hún gefur persónunum sem hún leikur mikla dýpt sem gerir þær trúverðugar og margbrotnar.“ Nína Dögg Filippusdóttir „Búinn að vera skotinn í henni frá því ég var unglingur. Verður að vera með. Æðisleg í Rómeó og Júlíu og ekki margar 38 ára sem vippa sér í hennar hlutverk.“ Brynhildur Guðjónsdóttir „Nægir að nefna Piaf, Brák og Fridu Kahlo.“ Elma Lísa Gunnarsdóttir „Geislandi, full af einlægni og hrokaleysi sem skín í gegn í karaktersköpun.“ Arnbjörg Hlíf Valsdóttir „Fangar áhorfandann og tekur hann með sér inn í þennan töfraheim sem leikhús er. Sú hæfni er ekki allra.“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir „Er algerlega á staðn- um alltaf. Og svo fer hún afar fallega með texta. Mér finnst það svo flottur eiginleiki hjá leikkonu.“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir „Viðkunnanleg og hæfileikarík leikkona. Stelpurnar voru það sem þær voru aðallega vegna hennar.“ LEIKKONUR 2. sæti Halldóra Geirharðsdóttir n „Einstaklega snjöll. Kamelljón leiklistarinnar. Kemur ávallt á óvart með óvæntri nálgun á persónur og texta.“ n „Allt sem hún segir á leiksviðinu er satt. Hún er í beinu sambandi við eig- in kviku og hreyfir því við áhorfendum. Hún kemur áhorfendum alltaf í opna skjöldu.“ n „Óttalaus og mennsk. Ætti bara að leika aðalhlutverk.“ n „Hún er bara svo mikið yndi. Frábær í Elsku barn, stórgóð í Regínu og ennþá betri í Barbara og Úlfar. Leikkona af guðs náð.“ n „Hefur einhverja fágæta útgeislun og kraft sem gefur skýrt til kynna að hún fari sínar eigin leiðir. Ég ímynda mér alltaf að hún geri hlutina aldrei alveg eins tvisvar.“ 3.–4. sæti Unnur Ösp Stefáns- dóttir n „Sú leikkona af yngri kynslóð sem óhætt er að binda hvað mestar von- ir við. Eftir að hafa hrist af sér ungæð- ið og kafað dýpra og af einlægni, hefur hún náð að skapa sér sess sem skapgerðarleikkona sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni.“ n „Frábær í Elsku barn þar sem hún sannaði sig sem ein albesta leikkona landsins.“ n „Hefur fengið gríðarlega erfið hlutverk að glíma við á síðustu leikárum. Hún nær að vera svo fallega einlæg og varnarlaus á sviðinu og skapar þannig svo heilar og trúverðugar persónur.“ 3.–4. sæti Ilmur Kristjánsdóttir n „Stórkostleg leikkona. Gef- ur sig alla í hlutverkin sem gerir hana mjög trúverðuga sem leikkonu. Hefur sýnt á sér margar hliðar á leik- sviðinu í gegnum árin og því eru henni allir vegir færir. Jafnvíg að túlka gleði og sorg. Ilmur eru í algjöru uppá- haldi.“ n „Ótrúlega fjölhæf leikkona, hefur til að bera útgeisl- un á sviði. Ræður við kó- mík, en það býr sannleikur í hinni oftuggnu klisju að það sé kúnst að kunna kómík; kómíker getur leikið drama en ekki kannski öfugt.“ n „Jafnvíg á gamanleik og drama. Hefur gríðarlega útgeislun og augljóslega húmor fyrir sjálfri sér.“ 5.–7. sæti Edda Björg Eyjólfsdóttir n „Með yndislega útgeislun sem gerir það að verkum að maður elskar hana! Frábær leikkona sem getur brugðið sér í hvaða gervi sem er. Áfram Edda Björg!“ n „Án efa besta gamanleik- konan á Íslandi. Hún sýndi það hins vegar og sannaði í hlutverki sínu í Fjalla-Eyvindi að hún er stórkostleg skap- gerðarleikkona líka.“ 5.–7. sæti Harpa Arnardóttir n „Gríðarlega spennandi og skapandi lista- maður. Kemur alltaf með eitt- hvað nýtt – gengur nærri sér og geng- ur langt í sinni leit.“ n „Fáránlega sér- stök leikkona, með geggjaða sköpunargleði. Engin íslensk leikkona hefur teikn- að jafn brjálaða karaktera; dæmi er Lára í Steinar í djúpinu.“ 5.–7. sæti Ólafía Hrönn n „Afskaplega vannýtt. Algjör díva og unun að horfa á hana fást við eitt- hvað bitastætt.“ n „Ólafía Hrönn er gæðastimpill. Ef hún er að leika, þá langar mann að fara og sjá verkið. Sögur fara líka af ósjálfráðum þvaglátum gesta þegar Ólafía Hrönn stígur á svið sem ann- ar helmingur Hannesar og Smára. Toppleikkona.“ ÞÆR VORU LÍKA NEFNDAR: ÁLITSGJAFAR: Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona Erla Tryggvadóttir útvarpskona Hildur Eir Bolladóttir prestur Inga Henriksen söngkona Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Jón Atli Jónasson leikskáld Kolbrún Halldórsdóttir fyrrv. alþingismaður Kristín Eva Þórhallsdóttir fjölmiðlakona Viðar Eggertsson stjórnandi útvarpsleikhússins Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.