Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 8
„Mannlegur harmleikur“ n Margrét Friðriksdóttir stefnir Hægri grænum vegna launaskuldar Þ etta er mannlegur harm leikur. Það er ekkert við þessu að segja, við sjáum okkur mögu- lega knúna til að kæra hana vegna meints fjárdráttar,“ segir Guð- mundur Franklín Jónsson, formað- ur Hægri grænna um mál Margrét- ar Friðriksdóttur. Margrét er grafískur hönnuður og tveggja barna móðir en hún bar Guðmundi Franklín Jóns- syni, formanni Hægri grænna, ekki góða söguna á Smugunni á fimmtu- dag. Þar sagðist Margrét hafa tekið að sér vinnu fyrir flokkinn haustið 2010 við vefsíðugerð auk þess sem hún tók að sér ýmis önnur viðvik fyrir flokkinn, meðal annars að stofna bankareikn- ing fyrir hann. Hún hafi hins vegar fengið lítið borgað, aðeins 120 þús- und krónur og kveðst eiga inni hund- ruð þúsunda. „Hann reyndi að borga mér með því að láta mig, og annan mann sem hann skuldaði laun, hafa mat sem hann fékk í Fjölskylduhjálp- inni,“ segir Margrét sem hefur falið lög- manni að innheimta launaskuldina. Hún segir einnig að Guðmundur hafi reynt að láta hana viðurkenna fjársvik og að hún hafi dregið sér fé og reynt að fá hana til að skrifa undir yfirlýs- ingu sem Guðmundur samdi sjálfur. Í yfir lýsingunni átti Margrét að játa á sig fjárdrátt og skuldbinda sig til að tala ekki um mál Hægri grænna opinber- lega. Margrét skrifaði þó ekki undir og hefur nú ákveðið að stefna Guðmundi og Hægri grænum. „Hann heldur að hann geti klórað sig út úr þessu með því að hóta mér lögreglu, kæru og fangelsi. Ég læt bara ekkert hóta mér eða hræða mig til hlýðni. Rétt skal vera rétt. Ég er bara að fara fram á laun fyrir vinnu sem ég vann fyrir hann og ekk- ert meira en það,“ segir Margrét. Guð- mundur segir málið vera mjög sorglegt en að svo stöddu vilji hann ekki tjá sig um það frekar. n 8 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað Þ eir fá þær aldrei. Þeir eru eitthvað að reyna að sprikla en eru bara í ruglinu. Þeir eru á mjög gráu svæði,“ seg- ir bolvíski útgerðarmað- urinn Jakob Valgeir Flosason sem á í deilum við fjármögnunarleig- una Lýsingu um eignarhald á sex fasteignum. Eignirnar eru inni í fé- laginu Sýr ehf. sem er í eigu Jakobs Valgeirs og viðskiptafélaga hans Ást- mars Ingvarssonar. Þessar eignir eru metnar á ríflega tvo milljarða króna í ársreikningi Sýrs fyrir árið 2010. Eignirnar sem um ræðir eru Köllunarklettsvegur 2, Lyngháls 9, Grensásvegur 8, Grensásvegur 10, Síðumúli 23–25 og Ármúli 2. Sýr ehf. gerði kaupleigusamninga við Lýs- ingu árið 2007 um kaup á eignun- um. Jakob Valgeir segir að deilt sé um stöðu lánveitinga Sýrs við Lýs- ingu og endurútreikninga á lána- samningum félagsins. Fleiri dómsmál Jakob Valgeir segir að staðan sé sú að leigutakar Sýrs ehf., meðal annars Advania, áður Skýrr, hafi neitað að greiða leigu til Sýrs á þeim forsend- um að slíkt væri mismunun gegn kröfuhöfum Sýrs, það er að segja Lýsingu. „Það eru fleiri, fleiri dóms- mál í gangi út af þessu. Okkur er sagt að það sé svo mikil óvissa með Sýr að leigutakarnir vilji ekki að við mis- munum kröfuhöfum.“ Stál í stál Hann segir að fyrir vikið sé komin upp sú staða að Lýsing vilji ekki taka við peningum Sýrs og að einhverjir af leigutökunum vilji ekki greiða leigu til Sýrs. „Þetta er orðið mjög skraut- legt. Lýsing vill ekki leyfa okkur að borga af lánunum því þeir vilja rifta kaupleigusamningunum. Við erum líka búnir að bjóða þeim að gera upp skuldina á einhverju sanngjörnu verði, 1.800 milljónir eða eitthvað. En þeir vilja það ekki,“ segir Jakob Valgeir. Útgerðarmaðurinn segir að í desember í fyrra hafi Sýr verið búið að gera munnlegt samkomulag við Lýsingu um uppgreiðslu á láninu. „En þeir sviku það á einni helgi.“ Útgerðarmaðurinn segir að Lýs- ing hafi meðal annars reynt að kyrr- setja eignir Sýrs ehf. Deila um tæpar 770 milljónir Í ársreikningi félagsins fyrir 2010 kem- ur fram að félagið deili meðal annars um hvort skuldir félagsins eigi að vera rúmlega 2.700 milljónir króna eða tæplega 1.950. Miðað við orð Jakobs Valgeirs bauðst Sýr til að gera skuldir félagsins við Lýsingu upp með nokkru lægri upphæð en útreiknaðar heildar- skuldir þess. Lýsing metur skuldir Sýrs hins vegar sem svo að þær séu nærri einum milljarði króna hærri. Orðrétt segir um þessa deilu í ársreikningi félagsins: „Í byrjun árs 2011 barst Sýr ehf. endurútreikning- ur á lánum hjá Lýsingu hf. Niðurstaða endurútreikningsins gefur skuld upp 2.716 millj. kr. eða 1.192 millj. kr. lækkun á lánunum. Lögfræðingur Sýr ehf. hefur farið yfir endurútreikn- inginn og gert athugasemd við hann og telur að rétt staða lánanna í lok árs 2010 eigi að vera 1.949 millj. kr. eða 767 millj. kr. lægri fjárhæð. Stjórn- endur Sýr ehf. hafa falið lögfræðingi sínum að fara fram á leiðréttingu á endurútreikningnum. Í ársreikningi félagsins ári 2010 er lægri fjárhæðin færð sem skuld við Lýsingu ehf., eða 1.949 millj. kr.“ n Deila um tveggja milljarða eignir n Jakob Valgeir Flosason og Lýsing í hár saman n „Á mjög gráu svæði“ „Þetta er orðið mjög skrautlegt Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Deilur fyrir dóm Jakob Valgeir segir að deilur Sýrs og Lýsingar séu komnar fyrir dóm. Deilt er um fasteignir sem verðmetnar eru á rúma tvo milljarða. Borðaði graut undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk óvenjulega tilkynningu á fimmtudagsmorgun frá áhyggju- fullum ökumanni. Sagði maður- inn að við hlið sér á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar væri karl um þrítugt og í aftursæti bifreiðarinnar væri barn. Það var ekki það sem vakti athygli manns- ins heldur hátterni ökumannsins. „Sá virðist hafa verið eitthvað seinn fyrir því maðurinn var að borða graut undir stýri að sögn þess sem tilkynnti málið til lög- reglu, en fullyrt var að um hafra- graut hafi verið að ræða. Það er að sjálfsögðu ekki lögbrot að borða hafragraut enda er hann bæði hollur og góður, en betra er að gera það í eldhúsinu heima eða á kaffistofunni í vinnunni,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hvetur ökumenn til að hafa hug- ann við aksturinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var hinn svangi ökumaður með hafragraut- inn í skál og notaði síðan skeið til að skófla honum upp í sig. „Það má líka koma fram að hinn sami hélt áfram að borða grautinn sinn eftir að græna ljósið kviknaði og því átti borðhaldið sér einnig stað meðan á akstrinum stóð. Skráningarnúmer bílsins fylgdi ekki með tilkynningunni og því hefur lögreglan ekki náð að ræða við manninn með hafra- grautinn. Lesi hann hins vegar þetta er maðurinn beðinn um að láta svona atvik ekki endurtaka sig enda getur það skapað hættu í umferðinni,“ segir lögreglan að lokum í tilkynningu til fjölmiðla. Keypti miðann í Stórahjalla Stálheppinn Íslendingur sem var einn af þremur vinningshöfum miðvikudagsins í Víkingalottóinu keypti vinningsmiðann sinn hjá N1 í Stórahjalla í Kópavogi. Óhætt er að segja að viðkomandi muni aldrei sjá eftir því að hafa komið þar við enda vann hann sér inn rúm- lega 103 milljónir króna. Þetta er í 21. skipti sem fyrsti vinningur í Vík- ingalottóinu kemur til Íslands og sá næststærsti til þessa. Í mars síðast- liðnum vann heppinn Íslendingur 107 milljónir í Víkingalottóinu. Harmleikur Guðmundur segir ekkert um málið að segja annað en að það sé mann- legur harmleikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.