Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Ómerkti dóm um barnaníð n Ákæra og vitnisburður fyrir dómi voru ekki þýdd líkt og lög mæla um M aður sem dæmdur var í héraði í tveggja ára fangelsi fyrir kyn­ ferðisbrot gegn tveimur stúlk­ um hefur fengið dóm sinn ómerktan. Hæstiréttur gerði Héraðs­ dómi Vesturlands að taka málið fyrir aftur þar sem málsmeðferð var ekki lögum samkvæmt. Hinn ákærði er frá Palestínu og tal­ ar arabísku. Hann bar fyrir sig að túlk­ ur sem fenginn var fyrir hann hafi ekki haft nægilegt vald á íslenskri tungu til þess að gegna starfi sínu ásamt því að túlkurinn hafi talað öðruvísi af­ brigði af arabísku, þar sem hann sé frá Marokkó. Það hafi valdið túlkunar­ örðugleikum og komið í veg fyrir rétt­ læta málsmeðferð. Hæstiréttur féllst ekki á að túlkur­ inn hafi ekki getað gegnt starfi sínu, en benti á að ákæra í málinu hafi ekki verið þýdd á arabísku, hvorki í orði né riti, né heldur hafi skýrslur vitna og brotaþola verið þýddar. Héraðsdómi er því gert að taka málið aftur fyrir. Maðurinn hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði, ásamt því að þurfa að greiða fórnarlömbum sín­ um, tveimur unglingsstúlkum, skaða­ bætur. Hann starfaði fyrir ungliða­ hreyfingu á Akranesi en meint brot áttu sér stað sumarið 2011. Fjórtán ára stúlku var honum gert að greiða eina milljón í skaðabætur, en hann var sagður hafa klætt hana úr peysu, strokið henni með hendi á brjóstum og kynfærum innan klæða og hafa látið hana fróa sér uns hann hafði sáðlát. Þrettán ára stúlku var honum gert að greiða 800 þúsund krónur, fyrir að hafa áreitt hana kyn­ ferðislega með því að hafa í allt að átta skipti kysst hana tungukossa á munn­ inn, strokið henni með hendi á brjóst­ um innan og utan klæða, á kynfærum utan klæða og beðið hana um að hafa við sig samræði. Þessi dómur var sem áður segir ómerktur og verður málið tekið aftur fyrir í héraði. n simon@dv.is Úreltar hug- myndir um kynjahlutverk Í Bleiku bókinni virðast áhuga­ mál stúlkna vera að dansa, sauma og þrífa en í Bláu bókinni virð­ ast áhugamál drengja einna helst tengjast bílum og geimferðum. Þetta má lesa úr þrautabókum fyrir börn sem gefnar er út af Setbergi. Myndir af bókunum hafa vakið athygli á Facebook og þykja skila­ boð bókanna vera sérstök og gefa til kynna mjög einfaldar og úreltar hugmyndir um hlutverk kynjanna. Bækurnar eru ætlaðar eldri leik­ skólabörnum eða yngri grunn­ skólabörnum. Aðallega er að finna myndir af strákum í þeirri bláu, en stelpum í bleiku bókinni og virðist því skýrt til hverra þeim er ætlað að höfða. Í báðum bókunum er um­ fjöllun um dýr og hlutverk þeirra en að öðru leyti eru bækurnar tals­ vert ólíkar. Í þeirri bláu er fjallað um geimfara og geiminn, risaeðlur, skordýr, fiðrildi og bíla en í bleiku bókinni er að finna stúlkur sem dansa, þrífa, sauma og hafa gaman af tuskudýrum. Vilhjálmur ákvað að víkja Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr­ verandi borgarstjóri, hefur ákveðið að víkja sem formaður Eirar. Þetta kom fram í yfirlýs­ ingu sem hann sendi frá sér á fimmtudag í kjölfar stjórnar­ fundar. Skuldir Eirar nema um átta milljörðum króna og þar af eru um tveir milljarðar skuldir við íbúa í íbúðum Eirar sem eiga að fá endurgreiðslu á búsetu­ réttindum í fasteignunum að leigutíma loknum. Komið hefur fram að Vilhjálmur hafi leynt stjórn félagsins upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu, en Vil­ hjálmur sór það af sér í DV á miðvikudag. Í yfirlýsingunni segist Vilhjálmur hafa barist fyrir hagsmunamálum eldri borgara um langt skeið og hann muni halda því áfram. Þrátt fyrir það hefur hann ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Eirar. n Segja Inga ekki hafa skilgreinda fötlun n Mjög ósátt með niðurstöðuna Þ etta er svo mikil svívirða að halda að þeir geti sagt mér að barnið mitt sé ekki fatlað. Þetta er svo svívirðilegt,“ segir Ágúst Kristmanns, fað­ ir Inga Kristmanns, um endanlegan úrskurð í kærumáli foreldra Inga gegn mennta­ og menningarmála­ ráðuneytinu. Inga, sem er 11 ára drengur með væga þroskahömlun, var synjað um inngöngu í Kletta­ skóla, sem áður hét Öskjuhlíðarskóli, í apríl á þessu ári. DV hefur fjallað töluvert um mál Inga en synjunin um inngöngu í skólann var byggð á þeim forsendum að Ingi væri með væga þroskahömlun án viðbótar­ fötlunar og uppfyllti þar af leiðandi ekki inntökuskilyrði skólans. For­ eldrarnir kærðu synjunina og fengu lokaúrskurð um málið á miðvikudag eftir langa þrautagöngu. Þau segja Inga ekki líða vel í almenna skóla­ kerfinu og vilja að hann fái að upp­ lifa sig í jafningjasamfélagi sem sé til staðar fyrir hann í Klettaskóla. Neitað um nýja greiningu Í úrskurðinum sem þau fengu send­ an til sín er meðal annars sagt að „… Ingi hafi ekki skilgreinda fötlun skv. lögum um málefni fatlaðs fólks, þótt hann hafi hreyfiþroskarösk­ un og ofvirkniröskun umfram væga þroskahömlun.“ Foreldrar Inga furða sig á því mati sem þarna kemur fram. Grein­ ingin sem byggt er á er frá Grein­ ingar­ og ráðgjafarmiðstöð ríkisins og er frá því Ingi var 5 ára en for­ eldrar hans segja honum hafa hrak­ að mikið síðan sú greining var gerð. Foreldrar hans hafa reynt að fá nýja greiningu á Inga en verið neitað um það. Með kærunni fylgdu umsagnir nokkurra sérfræðinga, meðal annars sálfræðinga og heila­ og taugasjúk­ dómalæknis, sem voru sammála því að Ingi ætti að vera í sérskóla en þessar umsagnir voru ekki teknar til greina í úrskurðinum. „Samkvæmt þeirra mati á grein­ ingunni frá Greiningarmiðstöðinni þá sjá þeir ekki að hann falli undir lög um fatlaða og er hann að þeirra mati ófatlaður,“ segir Ágúst afar von­ svikinn og reiður yfir úrskurðinum. Ekki rétt boðleið Faðir Inga gagnrýnir vinnubrögð ráðuneytisins sem og seinagang í málinu. „Í úrskurðinum kemur fram að við höfum ekki farið rétta boðleið. Við hefðum átt að sækja um í gegn­ um Kópavogsbæ þar sem við erum búsett í stað þess að sækja um sjálf. Þetta segja þeir núna öllum þessum mánuðum seinna en ég hef aldrei heyrt á þetta minnst fyrr. Það er eins og þeir séu að reyna fegra þetta eða eitthvað. Það er náttúrulega fárán­ legt að við sækjum um í apríl og það var aldrei nefnt einu orði við okkur að við værum að gera þetta vitlaust. Svo er það notað sem veigamikið at­ riði í úrskurðinum,“ segir hann. For­ eldrarnir kærðu synjunina í maí en fengu ekki svar fyrr en í enda ágúst. „Við vitum að skýrslan sem ég átti að hafa andmælarétt um var tilbúin 13. júlí en hún var ekki send til okkar fyrr en 20. ágúst,“ segir hann en fjöl­ skyldan beið og vonaðist eftir því í allt sumar að fá jákvætt svar um að Ingi kæmist inn í skólann. Áframhaldandi barátta Synjunin var þeim mjög erfið þar sem þau höfðu haft vonir um að Ingi fengi notið sín í jafningjasamfélagi í Klettaskóla. Ágúst segir Inga hafa hrakað mikið undanfarið og líði ekki vel í skólanum. Hann sé mikið einn og njóti sín ekki líkt og hann geri innan um önnur börn með þroska­ hömlun – þá upplifi hann sig sem jafningja. Þrátt fyrir að samnemend­ ur hans séu honum góðir þá sé hann langt á eftir þeim í þroska og finni til vanmáttar síns. „Hann er í sérúr­ ræði núna og það gengur mjög brös­ uglega. Honum leiðist og finnst þetta leiðinlegt enda er hann mest einn. Við finnum gríðarlega mikinn mun á honum. Hann er miklu leiðari, upp­ stökkari og bara miklu erfiðari. Og það hefur áhrif á alla fjölskylduna.“ Ágúst segir að þó baráttan sé orðin löng þá hafi fjölskyldan ekki gefist upp. Þau ætla að sækja aft­ ur um fyrir Inga í Klettaskóla og nú í gegnum Kópavogsbæ. Þau ætla einnig að kæra úrskurð ráðuneytis­ ins til umboðsmanns Alþingis. „Við munum sækja um aftur í vor. Við gefumst aldrei upp, það kemur ekki til greina. Þetta þýðir bara áfram­ haldandi baráttu fyrir okkur.“ n Ófatlaður Samkvæmt úr- skurði ráðuneytisins er sagt að Ingi hafi ekki skilgreinda fötlun samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Faðir hans segir svívirðilegt af ráðuneytinu að halda þessu fram. „Gefumst aldrei upp“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Honum leiðist og finnst þetta leiðinlegt enda er hann mest einn Ómerktur dómur Hvorki ákæra í málinu né vitnaskýrslur fyrir dómi voru þýddar fyrir ákærða, og taldist því málsmeðferðin vera óréttlát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.