Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 28
„Ég ætlaði að drekkja mér í fjörunni“ 28 Viðtal 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað R egnboginn er tvöfaldur, sólin felur sig á bak við skýin og það er úði úti svo rúðuþurrkurn- ar hamast á rúðunni. Svartur köttur læðist yfir götuna, fugl- arnir halda sig til hlés og það er ein- hver sérstök tilfinning í loftinu. Eins og himinninn sé blárri, litirnir bjartari og umhverfið áþreifanlegra. Eins og tím- inn sé stilltur á hægagang, kannski af því að á þessum þvælingi okkar um iðnaðarhverfið við Elliðaárvoginn erum við á leið aftur í tímann, aftur til níundar áratugarins þegar Ármann Reynisson byggði upp viðskiptaveldi, féll og fór í fangelsi, sviptur frelsinu og mannorðinu, og sá enga aðra leið út en að henda sér í hafið, ljúka þessu í eitt skipti fyrir öll. Hann ætlar að segja okkur söguna af því en fyrst þurfum við að finna heimilið hans, það er hér einhvers staðar innan um vöruskemmur, verk- stæði og iðnaðarfyrirtæki. Hér er enginn á ferli nema kötturinn svarti, einstaka vinnumenn og vörubílar. Svo sjáum við Ármann. Hann bíður okkar úti, stendur á tröppunum í fínpússuð- um lakkskóm, sparibuxum og tví- hnepptum silkijakka með slaufu um hálsinn, klæddur upp í anda gamalla tíma, svona var einkennisklæðnaður- inn þegar hann var viðskiptajöfur og veislugestur í fínustu boðum bæjarins. Sú var tíðin og hér er hann nú, brosir og spyr hvort hann sé ekki fínn, hann hafi klætt sig upp í tilefni dagsins. Vælir ekki yfir missinum Ármann býður okkur inn í íbúðina sem er í sjálfu sér nokkurs konar gallerí, allt í kring eru listaverk, af öllum stærðum og gerðum og raðað eftir kúnstarinn- ar reglum. Málverkin hanga á veggj- unum, styttur standa á borðum og alls kyns listmunir skreyta hillur og gólf. Ármann segist alinn upp við það að hugsa fallega og því hafi hann alltaf laðast að fegurð hlutanna. „Það er svo skrýtið að stundum er eins og hlutirnir vilji bara koma til mín,“ útskýrir Ármann og seg- ir sögurnar á bak við verkin af stakri nákvæmni og skilur ekkert eftir, fer meira að segja í gegnum fataskápana. „Þeir eiga alltaf að standa opnir því annars kemur fúkkalykt í fötin,“ seg- ir hann um leið og hann sýnir okkur hvar hann geymir hattana, hanskana og nærfötin, áður en hann leiðir okkur lengra inn ganginn að skáp sem stend- ur við vegginn og er fullur af dýrgrip- um sem Ármann hefur sankað að sér síðustu áratugi. Þar eru listmunir frá Egyptalandi hinu forna, Rómaveldi, Grikklandi hinu forna og Mesópótamíu og allt fram á daginn í dag. „Það tæki mig allan daginn að fara í gegnum allt þetta safn,“ segir hann stoltur en bend- ir á baug sem stendur í einni hillunni. „Hann er frá 2.000 árum fyrir Krist,“ segir hann. Þarna eru einnig pinni sem notaður var til þess að festa skikkjur Rómverja, listmunir úr fílabeini og lítil glerflaska sem var handmáluð að inn- an í Austurlöndum fjær fyrir 300 árum. „Samt missti ég mjög margt þegar Ávöxtun fór undir. En ef maður ætlar alltaf að vera að væla yfir því sem mað- ur missir þá er maður að eyðileggja framtíðina fyrir sér. Ég ákvað strax að horfa til framtíðar í stað þess að burð- ast með þennan bagga á bakinu ævi- langt.“ Vöggugjafirnar Hann segist líka vera heppinn, hann hafi fengið svo margt upp í hend- urnar. „Það var til dæmis ekkert ann- að en Guðs gjöf að vera allt í einu far- in að skrifa án þess að ætla mér það og kynna þjóðinni nýja bókmennta- grein. Þá er ég kominn að því sem skiptir mestu máli í lífinu, því að finna hvaða gjafir við fengum í vöggugjöf og nýta þær. Þar klikka flestir því þeir átta sig ekki á því hvað það býr mik- ið í þeim. Það eru allt of margir sem hafa hæfileika sem þeir nýta aldrei. Fólk skynjar sjálft sig ekki nægilega vel, það kafar ekki dýpra ofan í sálina á sér heldur flýtur það áfram yfirborðinu, upptekið af amstri dagsins.“ Eftir hálftíma spjall á ganginum um listaverk og fataskápa, fortíð og framtíð, býður Ármann okkur, blaða- manni og ljósmyndara, inn í stofuna þar sem samtímaverkin ráða ríkjum. Þar hanga þrjú portrettverk af hon- um sjálfum, eftir Snorra Ásmundsson, Huldu Vilhjálmsdóttur og það þriðja eftir Ágúst heitinn Petersen. Það prýð- ir einnig kápuna á nýjustu vinjettubók Ármanns sem er sjálfsævisöguleg frá- sögn af Ávöxtunartímabilinu í lífi hans. Af því að hann var alltaf að mála sál- ina en ekki andlitið, segir Ármann: „Ég hefði ekki haft myndina utan á káp- unni ef það væri einhvers konar ljós- mynd af mér. En af því að hún er svona óræð þessi mynd og ég er kannski svo- lítið óræð persóna þá passaði það.“ Hér eru líka verk eftir Jón Óskar, Sverri Ólafsson, Elínu Ástu og Kristján Davíðsson, sem hann segir að sé persónulegur vinur hans. Ætlaði að vera viðskiptajöfur Síðan snýr hann sér að okkur þar sem við stöndum í miðri stofunni og seg- ir að nú sé hann að fá uppreisn æru sinnar. Því hafi hann ráðist í að skrifa sjálfsævisögu í vinjettustíl þar sem hann gerir upp Ávöxtunartímann í lífi sínu. „Nú finnst fólki mín saga eins og úr ævintýrunum. Af því að ég lét aldrei neinn berja mig niður. Ég hélt alltaf andanum og andlitinu, þótt ég hafi vissulega farið í gegnum mjög erfið ár og þetta hafi stundum ver- ið dálítið óhugnanlegt. Eftir banka- hrunið þá heyri ég að fólki finnst flott hvernig mér tókst að skapa lífi mínu nýja stefnu. Ég kom hvergi nærri bankahruninu og nú finnst mér fólk hafa fengið aðra sýn á þetta Ávöxtunarmál.“ Hann segir að lífið sé svo stórkost- legt. Það sé eins og hann hafi verið leiddur inn í veröld sem hann ætlaði sér aldrei að stíga fæti inn í. „Ég ætl- aði bara að vera viðskiptafrömuður, standa mig í lífinu, njóta þess að vera til og lifa góðu menningarlífi. Ég vildi verða flottur maður og það átti allt að ganga flott. Að verða rithöfundur var ekki á dagskrá nema síður væri. En kannski sem betur fer var öllu um- turnað, heiminum var snúið á hvolf og ég fór í aðrar áttir. Við það öðlast mað- ur ákveðinn þroska.“ Aðspurður hvar hans staður í íbúð- inni sé sest hann í einn stólinn sem fylgir sófasetti með doppóttu mynstri í drapplituðu og fagurlega útskornum örmum. Í þennan stól sest hann alltaf með kaffi í svona tuttugu mínútur á milli þrjú og fjögur alla daga og dáist að útsýninu sem nær yfir Esjuna og Elliðaárdalinn. „Svo get ég sagt ykk- ur annað. Ef ég er einn heima á föstu- dags- eða laugardagskvöldum og ætla bara að hafa það huggulegt með sjálf- um mér þá næ ég í flösku, opna hana um níu leytið og sest hérna með flott kristalsglas,“ segir Ármann sem myndi aldrei drekka áfengi úr öðru en krist- alsglasi og klárar alltaf þær flöskur sem hann opnar, enda ekkert varið í vín sem hefur verið látið standa. Aðþrengdir í Ávöxtun Ármann hefur aldrei verið í sambúð, gefur lítið út á ástarsambönd og seg- ist aldrei verða einmana. „Ef ég mætti orða það þannig þá fullnægi ég sjálf- um mér mjög vel. Ég hef alltaf eitthvað fyrir stafni og mér finnst nauðsynlegt að hafa þetta rými til þess að vera einn með sjálfum mér. Ég er dálítill einleik- ari. Þótt ég hafi verið í nánu sambandi úti í London þá hentar þetta mér bet- ur. Þegar ég fór í lagadeildina þá leið mér eins og ég væri í hlekkjum og þurfti að brjótast úr þessu.“ Það var þegar hann féll í lög- fræðinni í Háskóla Íslands sem hann hélt út í heim til þess að nema við- skiptafræði fyrst við The London School of Foreign Trade og síðan við The London School of Economics. Þar bjó hann á Baker Street, kynntist menningarlífinu og naut þess að lifa Ármann Reynisson var viðskiptajöfur sem lifði fínu lífi, féll og endaði í fangelsi. Staðráðinn í að halda reisn klæddi hann sig upp á Kvíabryggju og mætti meira að segja með sparislaufuna í jólaborðhaldið. Hann ákvað síðan að taka örlögin í eigin hendur, fór í hungurverkfall og hótaði sjálfsvígi þegar hann sá fram á að þurfa að dúsa lengur í fangelsi en til stóð vegna þess að það átti að höfða nýtt mál á hendur honum. Hann lítur um öxl, gerir upp við liðna tíð og gleðst yfir því hvernig lífið leiddi hann óvænt á ánægjulegri brautir. „Ég ætlaði bara að vera viðskipta- frömuður, standa mig í lífinu, njóta þess að vera til og lifa góðu menningarlífi. Ávöxtunarárin Ármann naut lífsins á toppnum áður en allt hrundi og hann varð vinjettuhöfundur. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.