Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 40
40 Lífstíll 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Aspirín kemur í veg fyrir krabbamein n Regluleg neysla aspiríns í litlu magni virðist hafa jákvæð áhrif N iðurstöður nýlegrar rann- sóknar vísindamanna við Harvard-háskóla sýna fram á að verkjalyfið aspirín getur dregið úr líkum á ákveðnum tegundum krabbameins. Sé aspirín tekið inn annan hvern dag í litlu magni virðist það sérstaklega draga úr líkum á magakrabbameini og krabbameini í þörmum. Sem dæmi má nefna að þá virtust kon- ur sem tóku þátt í rannsókninni, og innbyrtu 100 milligramma töflu af aspiríni annan hvern dag, 43 pró- sentum ólíklegri til að fá krabba- mein í þarma eftir 20 ár en aðrar konur. Þá voru þær í 36 prósenta minni hættu á því að fá maga- krabbamein. Nokkrar eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg neysla á aspiríni í litlu magni geti dregið úr vexti krabbameins og dregið úr útbreiðslu þess eftir greiningu, en fyrr en nú hafði ekki tekist að sýna fram á fyrirbyggjandi áhrif verkja- lyfsins. Sérfræðingar eru þó ekki alveg með það á hreinu hvernig aspirínið dregur úr líkum á krabbameini en þeir telja að það dragi úr eitrunar- áhrifum ýmissa efna á líkamann. Þrátt fyrir að aspirín sé hálf- gert undralyf, en það einnig talið draga úr líkum á hjartaáföllum og heilablóðföllum, þá hentar það ekki öllum. Það getur valdið magasári og húðblæðingum hjá sumum. Stundum er þó nóg fyrir þá einstaklinga að minnka skammtinn til að koma í veg fyrir aukaverkanirnar. n Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ egar ég kom upp undir brún fjallsins varð allt í einu fjandinn laus. Ég hafði tekið ljóshærða hundinn með mér. Að venju var tíkin spölkorn á undan mér. Skyndilega sá ég að hún tókst á loft. Í skelfingu sá ég að hún feyktist allt að 300 metra undan æðisgengn- um vindinum. Hún var eins og einkaflugvél í snertilendingu. Svo náði hún að stöðva sig, mér til léttis. Í sömu andrá náði vindurinn heljartökum á mér og ég fór í loftköstum á eftir hund- inum. Þetta var á óveðursdaginn mikla þegar fólkið fauk unnvörp- um um allt land. Sérstaklega átti þetta við í grennd við turninn við Höfðatún þar sem fólk bókstaf- lega veltist um í ofsaveðrinu. Ég hafði fylgst með þessu eins og þjóðin öll. Þetta var eitt versta veður sem gengið hafði yfir land og þjóð. Mestur var atgangurinn á tímabilinu frá klukkan ellefu til klukkan eitt. Svo róaðist þetta allt saman, að því er mér virtist. Ég hef verið iðinn við að ganga á fjöll undanfarin tvö ár. Það hefur verið skýr stefna mín að láta ekkert aftra því að halda áætlun. Þannig hef ég brotist upp á Úlfarsfell, sem sumir vilja kalla Reynisfell, í öllum mögulegum veðrum. Þesi árátta að láta aldrei undan síga á sér rót í því að ég óttast að hætta heilsubótinni ef takturinn helst ekki. Á föstudeginum hvassa kom ég heim um miðjan dag. Það hvein og söng í húsinu en ég brá mér samt í göngugallann. Eigin- konan horfði á mig með spurnar- svip. „Ætlarðu virkilega á fjallið?“ spurði hún alvarleg. Ég sagðist halda áætlun. Hún hristi höf- uðið. Uppgangan var óvenju létt. Eftir á að hyggja var það vegna þess að vindurinn var í bakið. Þetta var næstum því eins og að svífa upp brekkur og hjalla. En svo breyttist allt. Í gegnum sortann sá ég að hundurinn hafði náð að stöðva sig. Æðisgenginn vindurinn hafði feykt mér um koll. Í ör- væntingu reyndi ég að læsa höndum og fótum í svörðinn en stormurinn gaf engin grið. Ég bókstaflega valt yfir fjallið. Til að bæta gráu ofan á svart hafði stormur- inn flett mig klæðum. Ég var ber- holda í ofsaroki. Í örvæntingu reyndi ég að snúa við en það var vonlaust. Ég hraktist yfir há- bunguna og áleiðis niður hinum megin. Ljóshærði hundurinn fylgdi með. Eftir því sem ég komst neðar í hlíðina Reykjavíkur megin dró úr vindstyrknum. Loks náði ég að stoppa og hringja. Ég sló inn númer eiginkonunnar og sagði henni af háskanum. „Hvað var ég búinn að segja þér?“ spurði hún með raddblæ sem gaf til kynna að hún hefði ekki hugmynd um það sem gengið hafði á hjá mér og tíkinni. Ég sagði henni að ég hefði fokið yfir fjallið og bað hana að sækja mig. Hún kom. Á heim- leiðinni nefndi hún það í þrígang að hún botnaði ekkert í þessu ferðalagi. Sandblásið bakið og sært stolt var mér áminning um að stundum viðraði illa fyrir fjall- göngur. Ljóshærði hundurinn n Næringarfræðingur segir kaffið meinhollt n Jafnast á við bestu ofurfæðu S amkv Næringarfræðingur- inn og rithöfundurinn Glenn Matten vill hreinsa kaffi af ásökunum um að vera óhollt fyrir heilsuna. Í grein sem hann ritar á Huffington Post segir hann það allt of algengt að öfgafullir næringarfræðingar hendi fram vandræðalegum stað- reyndum um neysluvenjur, hvað sé að best að innbyrða og hvað beri að forðast. Sjálfur er hann ekki hrifinn af öfgum og hendir fram fimm stað- reyndum um gagnsemi kaffis sem allar eru byggðar á niðurstöðum vísindalegra rannsókna sem hann vísar í. Matten bendir þó á að vissu- lega henti kaffi ekki öllum, sérstak- lega ekki barnshafandi konum og konum með börn á brjósti. Þá geti áhrif koffíns valdið kvíða og svefn- leysi hjá einhverjum og jafnvel hækkað blóðþrýstinginn. Fyrir þá sem ekki falla í þann flokk mælir Matten með hóflegri kaffidrykkju. Og hér eru ástæðurnar: Vörn gegn sykursýki Rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg kaffidrykkja getur dregið úr líkum á sykursýki um allt að 60 prósent. Vötnun Það er mikill misskilning- ur að koffíndrykkir, líkt og kaffi, hafi þvagræsandi áhrif og þurrki því upp líkamann. Það er bara enn önnur næringarfræðimýtan. Þvert á móti stuðlar regluleg kaffi- drykkja að réttu vatnshlutfalli lík- amans og hentar því vel sem hluti af daglegri vökvainntöku. Verndar heilann Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á að kaffidrykkja vinnur á móti taugahrörnunarsjúkdómum líkt og Parkinsonsveiki og Alzhei- mers. Andoxunarefni og ofurfæða Það er mjög algengt að að kaffi sé einfaldlega talið óhollt og falli því síður en svo í flokk með ofur- fæðu. En það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Kaffið er mjög ríkt af andoxunarefnum og gagnast okkur á sama hátt og matvæli sem hafa verið flokkuð sem ofurfæða. Glenn grípur svo sterkt til orða að segja: „bláber og grænt te, víkið frá, við höfum nýja þungavigtar- fæðu í flokknum.“ Verndar lifrina Sú undarlega fullyrðing hefur farið eins og eldur í sinu um heim- inn að ætlir þú að afeitra líkama þinn þá verðir þú að sleppa kaffinu. Þessi fullyrðing er byggð á misskiln- ingi, því í raun virkar kaffið sem of- urfæða, mun betur í baráttunni við ýmsa sjúkdóma en nokkur afeitr- unarkúr. Kaffið getur til að mynda dregið úr líkum á skorpulifur og jafnvel lifrarkrabbameini. n 5 ástæður til að drekka kaffi Kaffið er meinhollt Glenn Matten, næringar- fræðingur og rithöfundur, bendir á fimm ástæður til að drekka kaffi. 1 2 3 4 5 Undralyf Ný rannsókn sýnir fram á aspirín getur dregið úr líkum á krabbameini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.