Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 37
Menning 37Helgarblað 9.–11. nóvember 2012
N
afnið á sýningunni er
skírskotun í myndefnið sem
er verulega friðsælt,“ segir
listamaðurinn Þorlákur
Morthens, betur þekktur
sem Tolli. Hann opnaði myndlista
sýningu undir nafninu Friður þann 1.
nóvember og stendur hún yfir til 14.
nóvember í Smiðjunni listhúsi í Ár
múla 26.
„Um leið er þetta endurspeglun á
eigin viðhorfi og það er oft sem frið
sælt viðhorf vex upp úr ófriði. Menn
átta sig ekki á því fyrr en þeir eru búnir
að fá nóg af hinu og það er nákvæm
lega það sem mér finnst vanta í þetta
samfélag okkar.“ Sýning Tolla er að
hans eigin sögn innlegg í umræðuna,
sem oft getur verið óróleg.
Innlegg í ófriðsamlega umræðu
Tolli bendir á að myndlist endur
spegli gjarnan aldarspegilinn og það
sé gerð krafa um að hún taki pólitíska
afstöðu, sé gagnrýnin, óvægin og jafn
framt krefjandi. „Um leið gleymum við
því hvað fegurðin er oft vanmetin. Og
hvað fegurðin getur verið skilyrðislaus
fegurð þó hún sé pólitísk. Það fer eft
ir því inn í hvaða hring hún er að fara.
Þess vegna upplifi ég þessar ljóðrænu
myndir, sem endurspegla hugarró og
frið, sem innlegg í umræðuna sem er
mjög óróleg.“
Aðspurður hvort myndirnar á sýn
ingunni hafi þá að einhverju leyti póli
tíska skírskotun segir hann það vera
spurningu um viðhorf og hvaða aug
um maður lítur á hlutina, í raun sé
pólitík í öllu. „Þegar þú kemur með
skilyrðislausa fegurð inn í þetta sam
félagslega rými þá er það í raun orðið
viðmið,“ útskýrir Tolli.
„Gamlir frakkar frá
kaldastríðsárunum“
En hver er hans sýn á hið pólitíska
samfélag? „Maður verður að gera
sömu kröfu til stjórnmálanna og við
gerum til okkar sjálfra og fjölskyldu
okkar og fyrirtæki til starfsmanna, og
það er að menn taki sig saman í and
litinu og taki ábyrgð á sjálfum sér sem
manneskjum. Og að menn séu hæfir
til að axla þá ábyrgð sem þeir þurfa að
takast á við.“
Þá finnst honum reiði og gremja
vera einkennandi fyrir íslenska stjórn
málamenn og það sé þeirra Akkilesar
hæll. Hann vill að stjórnmálamenn
hugi betur að andlegu hliðinni. „Þeir
verða að pæla í því, í fyrsta lagi hverj
ir þeir eru sem einstaklingar, ekki sem
stjórnmálamenn. Og næsta skref er að
skoða hvað þeir eiga sameiginlegt en
ekki hvað sundrar þeim. Síðan flytja
umræðuna þannig að hún endi á því
hvernig má gera þetta samfélag far
sælt og mannúðlegt. En það gerist
ekki nema menn geri upp þetta gamla
karma fortíðarstjórnmála sem gera út
á reiði. Þetta eru bara gamlir frakkar
frá kaldastríðsárunum sem menn eru
að klæða sig í og ég segi bara, hendum
þessu.“
Tolli vill að ungt fólk komist til
áhrifa og umbylti stjórnmálunum á
Íslandi. Það skipti ekki máli í hvað
flokki einstaklingarnir eru, þeir verði
að taka sig saman og kasta gömlu
kaldastríðsfrökkunum. „Það er von
andi að ný kynslóð í stjórnmál
um myndi sér sjálfstæða afstöðu til
þess hvernig hún skilgreinir sig sem
stjórnmálamenn. Það er enginn
að tala um að breyta hugmynda
fræðinni sjálfri, heldur hvernig þú
nálgast hana og berð hana fram.“
Málverk á
útivistarfatnaði
En pólitíkin er
ekki það eina sem
er Tolla hugleikið
þessa dagana, því
hann er að vinna að
fatalínu í samstarfi
við Cintamani sem
lítur dagsins ljós næsta vor. Um er að
ræða alhliða útivistarfatnað, allt frá
bolum upp í úlpur, þar sem myndlist
Tolla fær að njóta sín. „Það er rosa
skemmtilegt að vinna með þessu
fólki. Þarna tekur Cintamani þenn
an pól í hæðina sem er lífsgleði, hug
rekki og eldmóður. Það liggur í orð
anna hljóðan því Cintamani á rætur
sínar að rekja í goðsagnir búddism
ans og hindúismans og stendur dá
lítið fyrir þetta,“ útskýrir Tolli.
Hans eigin hugmyndafræði fer vel
saman við hugmyndafræði Cinta
mani en fyrirtækið hefur þó svolítið
frjálsar hendur með það hvernig út
koman verður. „Eitt er að vera með
málverk og svo koma möguleikar
og úrlausnir á því hvernig hægt er
að setja þetta yfir á flíkur og efni.“
Tolli segir hönnuði Cintamani því
taka jafn mikinn þátt í verkefninu og
hann. „Þetta er helvíti töff og ég hef
rosa gaman af þessu. Þetta er eitt
hvað sem mér hefði aldrei tekist að
gera einum en það er mjög gaman að
fara í svona samstarf.“
Þá má segja að með þessu sam
starfi sé draumur að rætast hjá Tolla
því það hefur lengi blundað í honum
að færa málverkin sín yfir í nytjahluti.
Það er að hans mati mjög ónýttur og
skemmtilegur möguleiki málverks
ins.
Vinna við fatalínuna er vel á veg
komin og fer hún í framleiðslu um
áramótin. Með vorinu lítur svo af
raksturinn ljós í verslunum Cinta
mani. n solrun@dv.is
„Þetta er helvíti töff“
n Málverk Tolla á fatnaði frá Cintamani nPólitíkin honum hugleikin
Friður Nafnið á sýningunni er skírskotun í
myndefnið og er verulega friðsælt, að sögn
Tolla.
Fegurðin er viðmið „Þegar þú kemur með skilyrðislausa fegurð inn í
þetta samfélagslega rými þá er það í raun orðið viðmið,“ útskýrir Tolli.
Nóg að gera Tolli er í
samstarfi við Cintamani
en málverk hans munu
líta dagsins ljós á
útivistarfatnaði frá
fyrirtækinu næsta vor.
„Segir allt sem
segja þarf“
Hrafnhildur
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
„Skemmtanagildið
í fyrirrúmi“
„Hröð, skelfileg
og grípandi“
NBA 2K12
PS3
Eldvitnið
Lars Kepler
Á stöðugu ferðalagi
og það er líf í húsinu. Það eru
margir fundir haldnir við þetta
borð,“ segir hún og leggur hönd á
borðið.
Hefur búið í sjö löndum
„Ég er búin að sitja alls staðar í
kringum þetta hringborð sem list
sköpun er,“ segir Hanna og grípur
til myndlíkingarinnar þegar hún
hefur útskýrt bakgrunn sinn fyrir
blaðamanni en hún hefur komið
víða við á ferli sínum. Hún er með
BFApróf í myndlist frá Parsons
School of Design í París og New
York, meistaragráðu frá Chelsea
College of Art and Design í London
og framhaldsgráðu í gagnrýnum
fræðum frá Listaháskólanum í
Malmö. Hún starfaði í fyrstu sem
myndlistarmaður en fyrir fjórtan
árum sneri hún sér að sýningar
stjórn, fræðslu og tengdum störf
um. Þá hefur hún verið leiðsögu
maður á fjöllum í meira en 20 ár.
„Það hentar mér vel að vera
á hreyfingu, það skiptir mig ekki
máli hvort sú hreyfing er í tíma eða
rúmi – eða huglæg,“ segir hún og
brosir. „Síðustu fjórtán árin hef ég
búið á Íslandi og hef alið drenginn
minn upp hér. Ég fór 19 ára til
Parísar í myndlistarnám, þaðan fór
ég og var hluta námsins í New York.
Svo flutti ég til Berlínar og þaðan til
London þar sem ég fór í meistara
nám í myndlist. Ég bjó líka í Japan
um skeið, nálægt Tókýó, í borg sem
heitir Tsukuba,“ segir hún frá.
Lenti í sandbyl
Á meðan Hanna bjó erlendis
starfaði hún sem leiðsögumað
ur á sumrin. Hún hélt þeim störf
um áfram þegar hún fluttist alfarið
til Íslands fyrir um það bil fjórtán
árum.
„Ég hef notið þess mjög að
starfa sem leiðsögumaður og þess
vegna hef ég haldið því áfram þó
að aðalstarf mitt hafi verið á öðr
um vettvangi. Ég tók mér að vísu
nokkurra ára frí frá þeim leiðöngr
um þegar sonur minn var lítill en
hef starfað sem leiðsögumaður í
hjáverkum í yfir 20 ár.“ Í sumar fór
Hanna í tvær ferðir og segist hafa
verið svo lánsöm að hafa komist
á sína uppáhaldsáfangastaði á Ís
landi. Í annarri ferð sinni lenti hún
í sandbyl og þurfti aðstoð björg
unarsveitar.
„Ég fór í tvær ferðir í sumar
en fór í þeim um landið allt, svo
til. Önnur var um Vestfirði, Aust
firði og Suðurland. Sú síðari var
tjaldferð á hálendinu. Þá var ein
göngu gist í tjaldi í 12 daga og ég
fékk að fara á alla uppáhaldsstað
ina mína á fjöllum,“ segir hún og
brosir og nefnir sem dæmi Öskju
og Gæsavatnaleið. „Og veðrið
var stórkostlegt en þetta óvenju
lega hlýja veðurfar olli aftur á
móti miklum vatnavöxtum norð
an jökla. Á leið úr Nýjadal í Öskju
lentum við í ógöngum á Dyngju
hálsi þegar fjaðrirnar að aftan
brotnuðu. Við komumst samt yfir
Flæðurnar en þá tók við sandbyl
ur á Dyngjusandi. Vegna vatna
vaxtanna voru björgunarsveit
ir á svæðinu og þær sóttu okkur
og ferjuðu okkur á tjaldsvæð
ið í Dreka. Ég held að samferða
fólki mínu hafi þótt þetta mik
ið ævintýri. Ég var fyrst og fremst
mjög þakklát björgunarsveitar
mönnunum, að þurfa ekki að vera
10 klukkutíma þessa hálftíma leið
með fullan bíl af fólki!” n