Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 42
42 Lífstíll 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Kaffi í hárið til að fá gljáa n Náttúruleg hárfegrunarmeðul Í bókinni Frábært hár, eftir Írisi Sveinsdóttur, er að finna hollráð og greiðslur við öll tækifæri. Í ein- um kafla bókarinnar er fólki gefnar uppskriftir að náttúrulegum meðul- um til hárfegrunar. „Frá örófi alda hafa konur og karl- ar viljað fegra hár sitt. Til er fjöldinn allur af náttúrulegum uppskriftum að ýmsum fínum efnum til að bera í hárið sem hver og einn getur búið til,“ segir Íris í bókinni. Hér að neðan er að finna tvær þessara uppskrifta. Kaffi og kamillute í hárið. Kaffi í hárið Fyrir dökkhærða er upplagt að nota kalt kaffi til að skola hárið eftir þvott. Hægt er að blanda dálitlu af volgu vatni út í kaffið og hella yfir hreint hárið. Það má jafnvel láta vera að skola það úr hárinu. Ef þetta er gert oft fær hárið fallegan dökkan gljáa og ekki spillir blessaður kaffiilmur- inn. Kamillute í hárið Kamilluskol er góð aðferð til að fá hárið til að gljáa og ef hún er fram- kvæmd eftir hvern þvott lýsist hárið með tímanum. Tveir pokar af kamillutei eru sett- ir í hálfan lítra af sjóðandi vatni og látnir standa í vatninu þar til það hef- ur kólnað nægilega mikið til að það brenni þig ekki. Kamilluteinu er hellt í nýþvegið hárið og það ekki skolað úr. n Heimatilbún- ar snyrtivörur Heimatilbúin fegrunarmeðul og snyrtivörur geta virkað mjög vel og stundum betur en flóknar sam- setningar efna sem þú kaupir í túpu eða krukku úti í búð. Ef þú notar matvæli eða annað heiman frá þér í fegrunarskyni skaltu samt ávallt gera ofnæmispróf á húðinni fyrst. 1 Ólífuolía sem augn-farðahreinsir Ólífuolía virkar mjög vel sem augnfarðahreinsir og mýkir viðkvæmt augnsvæðið á sama tíma. Olían leysir maskarann vel upp og sumir telja að hún hafi einnig góð áhrif á augnahárin og geri þau lengri og sterkari. 2 Aspirín gegn bólum Í verkjalyfinu aspiríni eru ýmis efni sem gagnast vel útvortis í baráttunni við bólótta húð. Þá getur aspirínið einnig jafnað húðlit með tímanum. Hitaðu nokkrar teskeiðar af vatni, settu tvær töflur af aspiríni út í og blandaðu saman. Berðu maskann á andlitið á þér og láttu bíða í fimm mínútur. Þrífðu svo af með vatni og endurtaktu þetta að minnsta kosti einu sinni í viku. 3 Jarðarber fyrir andlit og tennur Jarðarber innihalda náttúruleg efni sem jafna húðina, bæði litamismun og ör eftir bólur. Skerðu stórt jarðarber eftir endilöngu, kreistu safann úr því með gaffli og tættu örlítið af kjötinu með. Berðu safann á andlitið á þér, láttu bíða í tvær mínútur og þrífðu af með vatni. Þú getur einnig notað jarðarber í stað tannhvíttunarefna. Renndu jarðarberjum á tennurnar á þér nokkrum sinnum í viku og sjáðu árangurinn. 4 Gúrka gegn roða og bólgum Gúrka getur gert kraftaverk við bólgum og þrota í and- liti. Gríptu gúrku úr ísskápnum, skerðu í sneiðar og leggðu á andlitið. Gúrkan dregur úr bólgum og roða á skömm- um tíma og róar viðkvæm svæði. 5 Ís við stórum svita-holum Ef andlitið er rautt og svitaholurnar áberandi þegar þú kemur úr sturtu er besta ráðið að bleyta handklæði með ísköldu vatni og leggja á andlitið. Leyfðu þessu að virka í fimm mínútur og andlitið verður miklu heilbrigðara og ferskara fyrir vikið. Kuldinn lokar jafnframt svitaholunum og þær verða minna áberandi. Settu þetta á diSkinn þinn G ranateplafræ, kíví og rósakál eru nokkrar af þeim tegund- um matvæla sem mættu rata oftar á diskinn hjá okk- ur. Hollusta grænmetis og ávaxta er óumdeilanleg og reynum við flest að borða slík matvæli dag- lega. Við erum þó kannski föst í að velja alltaf sama grænmetið og mættum breytta aðeins til öðru hvoru. Á Mens´s Health er fjallað um grænmeti og ávexti sem við gætum neytt meira af en þar segir að þess- ar tegundir séu sérstaklega góðar fyrir veturinn. Þó sumar tegundanna fáist ekki hér á landi er ekki úr vegi að kynna þær fyrir Íslendingum svo þeir geti prófað þær á ferðalögum er- lendis. Granateplafræ Granatepli er upprunnin í Vestur-Asíu og rækt- uð víða í hitabelti og heittempruðu beltun- um. Þau eru oftast rauð- eða brúnleit, fremur súr með mörgum rauðum fræjum í hlaupkenndum safa, einn elsti ávöxtur sem þekktur er. Fræin innihalda mikið af fjöl- fenóli eða „polyphenols“ sem hefur mikla andoxunarhæfileika og vinnur gegn sýkingum. Gott er að strá fræj- unum yfir hafragrautinn til að gefa honum bragð. Rósakál (Brussels Sprouts) Fjarlægið ysta lagið, snyrtið stilkana og blandið saman við ólífu- olíu og salt. Setjið í eldfast mót og steikið í ofni við 220°C þar til kálið verður brúnt. Döðluplóma (Persimmon) Andoxunarefni í ávext- inum geta hjálpað til við að hafa hemil á sykursýki og þeim frumuskemmd- um sem fylgja sjúkdóminum. Berið döðluplómu fram með hráskinku og ferskum mozzarellaosti. Blaðlaukur Blaðlaukur hentar vel í alla rétti þar sem gert er ráð fyrir að nota lauk, svo sem í salöt, súpur, pott- rétti og margt fleira. Hann má sjóða í vatni eða steikja í smjöri og gufusjóða á eftir. Hæg- lega má nota blaðlauk sem aðalrétt, smjör- steiktan og bakaðan með skinku- eða beikonbitum og osti. Ljóst skaft- ið þykir ljúffengast en grænu blöðin eru næringarríkust. Kíví Eitt stykki inniheldur um það bil 100 milli- grömm af C-vítamíni sem gefur ónæmiskerf- inu auka kraft. Settu nokkr- ar kívísneiðar út í spínatsalatið. Rófur Rúllaðu einni eða tveimur rófum inn í álpappír og bakaðu við 180°C í klukku- tíma eða þar til þær eru eldað- ar. Skerðu þær niður í tenginga og stráðu þeim út á salatið. Bættu feta- osti við og úðaðu smá valhnetuolíu út á. Guava Einn bolli af hráu guava inniheldur meina en 8.500 míkrógrömm af andoxun- arefninu „lycopene“ sem hjálpar til í baráttunni við kransæðasjúkdóma. Gott er að borða ávöxtinn sem nasl með gráð- osti og fíkjum. Ávöxturinn er aldin trés af sápu- berjaætt sem vex í suðaustanverðri Asíu. Skærrauður og hærður, ögn súr á bragðið. Garðakál (Kale) Bragðið er örlítið beiskt en til að minnka það má snöggsteikja það með ólífuolíu, balsamediki, hvítlauk og furuhnetum. Mikið notað í matargerð í Dan- mörku en kálið þolir frost og var fyrr á öldum eina grænmetið sem menn gátu lagt sér til munns að vetrarlagi. Blaðgrænt grænmeti er ríkt af kalki, magnesíum, járni, kalín, fos- fór, sinki og er fullt af A-, C-, E-, og K-vítamínum. Einnig inniheldur það mikið af trefjum, fólínsýru, blað- grænu og mörgum öðrum næringar- efnum. Pómeló Inniheldur mikið af „flavanones“- andoxunarefni sem hjálpa til við að hefta fjölgun krabbameinsfrumna. Gott er að setja þá út á ís, ásamt öðrum ávöxtum. Ávöxturinn er aldin samnefnds trés af glóaldinætt sem er upprunnið í suðaustanverðri Asíu. Hann er stór, perulaga, með rauðleitt, þykkt hýði og þurrt og gróft aldinkjöt. n n Hollusta sem við ættum að tileinka okkur á veturna Grænmeti og ávextir Allir eru með- vitaðir um hollustu þessara matvæla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.