Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 34
34 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað lágu í valnum vegna ástarsorgar 30 ára Rússa, Dmitrij Vinogradov, í Moskvu á mið- vikudag. Í yfirlýsingu sem hann setti fram á netinu sagði hann að hann hataði mannkynið – merk- ingarleysi mannlegs lífs og lífið sjálft. Eina lausnin væri að útrýma nokkrum eintökum. Þrír karlmenn og tveir kvenmenn guldu fyrir ástarsorg Dmitrij með lífinu. Hann var handtekinn. Mýfluga varð að úlfalda: Drengur myrti móður sína vegna leigu Átján ára drengur, Benjamin K. Bishop, var nýlega ákærður fyrir að hafa myrt móður sína og sambýlismann hennar í Olds­ mar í Flórída þann 28. október síðastliðinn. Móðir Benjamins hét Imari Shibata og sambýlis­ maður hennar hét Kelley M. Allen og voru þau bæði 49 ára að aldri. Hringdi í neyðarlínuna Samkvæmt frétt The New York Daily News er vart hægt að ef­ ast um sekt Benjamins því hann mun hafa hringt sjálfur í neyðarlínuna og játað á sig morðin á skötuhjúunum. Sagt er að slík játning vegi mun þyngra en játning við yfirheyrslu því henni er hægt að ná fram með þvingunum. Aftur á móti er vart hægt að bera brigður á sekt manns sem hringir sjálf­ ur og segist hafa drepið tvær manneskjur sem síðar reynast svo sannarlega vera farnar yfir móðuna miklu. Deildu um vinnu Sagan segir að Benjamin hafi átt langa sögu ofbeldis ekki síst í garð móður sinnar, en hvern­ ig rifrildi milli mæðgina endaði með þeim ósköpum sem raun ber vitni er eitthvað sem erfitt er að fullyrða um með einhverri vissu, ekki síst vegna þess að ekki eru allir til frásagnar um þróun mála. Leiddar hafa verið að því lík­ ur að í þetta sinn hafi rifrildi leitt til reiði og síðar tvöfalds morðs og að sögn Benjamins hafði móðir hans sagt honum að fá sér vinnu og, eins og það væri ekki nóg, sagt honum að taka inn geðlyf, daginn áður en Benjamin framdi morðin. Ku móðir hans hafa verið þreytt á að hafa þessa landeyðu sem ekkert greiddi til heimilishalds­ ins inni á gafli hjá sér og vildi að hann tæki sig saman í and­ litinu og léti eitthvað af hendi rakna til heimilisins. Benjam­ in hugnaðist ekki sú hugmynd og upp úr sauð þegar sambýlis­ maður móður hans hafði á orði að hann gæti séð um sinn þvott sjálfur – sennilega lært á vélina og þvegið sjálfur. Engar áhyggjur af húsaleigu Hver veit nema það hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Í öllu falli komst Benjamin að þeirri niðurstöðu að hann léti ekki bjóða sér hvað sem er og tók málin í eigin hendur. Sennilega þarf hann ekki að hafa áhyggjur af starfsviðtölum og húsaleigu í langan tíma – jafnvel það sem eftir er ævinnar. n Derek Brown var ekki merkilegur maður n Vildi verða frægur Þ ú munt heyra af mér. Ég ætla að verða frægur,“ sagði Derek Brown, 47 ára sendi­ bílstjóri, við vinkonu sína. Derek vann á næturnar við að keyra út dagblöð og því freist­ andi að álykta að orð hans lýstu óskhyggju einni saman. En tveim­ ur morðum síðar var Derek orðinn fréttaefni. Þann 4. september, 2008, fengu kviðdómarar við Old Bailey­glæpa­ dómstólinn í Lundúnum að heyra að fórnarlömb Dereks hefðu verið tvær ungar mæður, en líkamsleifar þeirra höfðu ekki fundist. Xiao­Mei Guo, 29 ára, var fyrri til að hverfa. Hún og eiginmaður hennar voru ólöglegir kínverskir innflytjendur sem sáu sér far­ borða með því að selja ólöglega mynddiska á götum Whitechapel­ hverfisins í Lundúnum. Xiao­Mei hvarf 29. ágúst 2007. Þremur vikum síðar, 18. september, hvarf Bonnie Barrett, 24 ára kókaínfíkill sem hélt til í Whitechapel­hverfinu. Auðveldar bráðir Derek neitaði nokkurri aðild að morðum kvennanna, en sak­ sóknari fullyrti að hann hefði lokk­ að þær báðar heim til sín og í „kjöl­ far banvænna líkamsárása“ losað sig við líkin. „Báðar konur,“ sagði saksóknari, „tilheyrðu jaðarhópum. Báðar unnu á götunni og báðar voru auð­ veld bráð fyrir morðingja sem gekk út frá því að þeirra yrði ekki sakn­ að og að hvarf þeirra myndi ekki hrinda úr vör mikilli leit lögreglu. Hann hafði rangt fyrir sér.“ Xiao­Mei hafði, að sögn sak­ sóknara, hitt Derek á Whitechapel­ markaðinum og farið með honum heim til hans, því hann vildi kanna gæði mynddiskanna sem hún seldi – hún sást ekki eftir það. Þegar hún hvarf afplánaði eiginmaður hennar fangelsisdóm vegna sölu á fölsuð­ um mynddiskum, en synir þeirra, 11 og 12 ára, voru enn í Kína. Hjón­ in höfðu greitt kínverskri mafíu allháa upphæð til að komast inn í Bretland. Fjölskylduvinur tilkynnti um hvarf Xiao­Mei sex dögum eftir að hún hvarf, en eiginmaður henn­ ar losnaði ekki úr fangelsi fyrr en hálfum mánuði eftir hvarf hennar. Blóðblettir og bók um morðingja Kókaínfíkillinn og vændiskonan Bonnie Barrett var þekkt í sínum kreðsum fyrir að samþykkja kyn­ mök en hafa sig á brott með fé við­ skiptavina áður en samningurinn var fullkomnaður. Bonnie og Xiao­Mei áttu ekk­ ert sameiginlegt annað en að hafa horfið af yfirborði jarðar, en að sögn saksóknara voru til staðar vís­ bendingar, bæði beinar og óbein­ ar, sem tengdu þær Derek Brown. Derek ku hafa verið tíður viðskipta­ vinur vændiskvenna, hvað Bonnie varðaði og upptökur úr eftirlits­ myndavél sýndu Xiao­Mei í félags­ skap Dereks tæpan kílómetra frá þeim stað þar sem Bonnie hvarf. Í íbúð Dereks fann lögreglan blóðbletti á veggjum, gólfi og lofti auk þess sem gólfteppi hafði verið fjarlægt og veggfóður tekið af veggjum. Baðherbergið bar þess merki að hugsanlega hefðu lík kvennanna verið sundurhlutuð þar. Til að bæta gráu ofan á svart rak lögreglan augun í bókasafns­ bók – Killers – The Most Bar­ baric Murderers of Our Time – um morðingja og villimannslegustu morð síðar tíma. Blóðgreining benti til þess að Xiao­Mei hefði verið myrt í for­ stofunni, hugsanlega þegar hún reyndi að flýja, en Bonnie hafði endað lífdaga sína undir borði við hlið uppþvottavélar. Ekki merkilegur pappír Derek Brown var ekki af baki dott­ inn og hélt því blákalt fram að óþekktir innbrotsþjófar hefðu staðið að morðunum, en, merki­ legt nokk, lögðu kviðdómarar ekki trúnað á þá útskýringu. Þann 3. október, 2008, eftir að hafa velt málinu fyrir sér komust kviðdómarar að þeirri niðurstöðu að Derek væri sekur um bæði morðin. Þegar þar var komið við sögu höfðu þeir fengið frekari stað­ festingu á því að Derek væri ekki merkilegur pappír; árið 1989 hafði hann fengið sjö ára fangelsis dóm fyrir að nauðga konu fyrir fram­ an 14 mánaða son hennar. Að auki höfðu fimm fórnarlömb í sex kyn­ ferðisbrotamálum sem náðu yfir tvo áratugi borið kennsl á Der­ ek sem sökudólginn. Einnig hafði hann verið sterklega grunað­ ur í öðru morðmáli rétt fyrir utan Lundúnir. Derek var dæmdur til þrjá­ tíu ára fangelsisvistar 6. október, 2008, og haft var á orði að ef ætl­ un hans var að verða nýr Kobbi kviðrista, sem herjaði á vændis­ konur í Whitechapel­hverfinu, hefði honum mistekist hrapallega. Hins vegar varð hann þess vafa­ sama heiðurs aðnjótandi að verða fyrstur manna, svo lengi sem elstu menn muna, til að verða dæmdur fyrir morð þó engin fyndust líkin. n Whitechapel- morðinginn Morðinginn Derek Brown tókst ekki að sannfæra kviðdómara um sakleysi sitt. „Í íbúð Dereks fann lögreglan blóðbletti á veggj- um, gólfi og lofti auk þess sem gólfteppi hafði verið fjarlægt og veggfóður tekið af veggjum. Fórnarlömbin Bonnie og Xiao-Mei Lifðu báðar við jaðar samfélagsins. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.