Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 30
seinna var það farið á hliðina. Við reyndum að bjarga því sem hægt var að bjarga en til einskis. Þegar áhlaupið var gert átti Ávöxtun útistandandi skuldir og ég réð ekki lengur við aðstæðurnar. Á þessum tíma var þetta eitt stærsta fyrirtækið á landsvísu og tapið varð mikið þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. En þessu var stjórnað af öðrum og þeir þurftu aldrei að taka neina ábyrgð á því,“ segir Ármann og vill meina að hér hafi bak- ari verið hengdur fyrir smið. Erfitt að mæta fólki Svarið við því hvort hann hafi ekki ver- ið sekur, átt sinn þátt í að svona fór, er svona: „Ég meina hver er sekur og hver er saklaus? Við getum orðað það sem svo að þetta var ódrengileg aðför að mér og mannorði mínu, það var ódrengilegt að draga mig í gegnum réttarkerfið og dæma mig fyrir aðstæð- ur sem ég réð ekki við. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á þig og segja að þú sért sekur. Ég var að reyna að reka fyrirtæk- ið á heiðarlegan máta. Ég var ekki að ræna fyrirtækið að innan eða koma peningum fyrir annars staðar. Ég tók ekki krónu út úr fyrirtækinu. Heimil- ið, listaverkin, bíllinn, það var allt tekið upp í þrotabúið. Ég stóð eftir gjörsam- lega eignalaus maður, svo mikill öreigi að ég var peningalaus, heimilislaus og bíllaus. Hvað viljið þið meira?“ spyr hann og svipurinn ber þess merki að þessi maður hefur upplifað vonleysi, depurð og uppgjöf. Aðspurður hvort það hafi ekki ver- ið erfitt að horfast í augu við fólk sem tapaði peningum á Ávöxtun bendir Ár- mann á að það sé alltaf verið að stela peningum af fólki. „Ég kom inn í við- skiptaumhverfi þar sem bankarnir rændu fólk. Við vildum breyta rang- lætinu í réttlæti og það gekk vel til þess að byrja með. En það var auðvit- að mjög erfitt að standa frammi fyrir því að sparifjáreigendur hefðu tapað fé. Fólk reiddist en þegar ég gekk frá gjaldþrota fyrirtæki án þess að hagnast um krónu á því þá leit ég svo á að ég væri með hreint borð og hreina sam- visku.“ Missti heimilið fyrst „Frá fyrsta degi þá gerði ég mér grein fyrir því hvað myndi gerast,“ segir Ár- mann og skenkir sér aftur í bollann. „Þannig að ég sagði við sjálfan mig: „Ármann, þú ert búinn að sýna þjóð- inni svo flottan stíl og nú skalt þú sýna þjóðinni að þú getir gengið í gegnum þessa erfiðleika með stæl.“ Ég ákvað að gefa aldrei neinum tækifæri til þess að sjá mig niðurlútan, þannig tókst mér að halda áfram þar til ég náði loks tök- um á aðstæðum, breytti um stefnu og fór að skrifa. Það skipti mig mestu máli að halda reisn og sýna hver Ármann Reynisson er í raun og veru. Ég get sagt ykkur það að ég get verið svo harður húsbóndi við sjálfan mig að svona rak ég mig í gegnum allan þennan djöful- gang þrátt fyrir mannsorðsmorð. Ég var staðráðinn í því að láta ekki slá mig niður þótt þetta væri svo mikið drama að ég þyrfti á öllum mínum sálarkröft- um að halda til þess að standast það. Auðvitað þurfti ég líka að glíma við reiði og niðurlægingu og allt það,“ seg- ir Ármann sem reyndi að fá útrás með því að ganga, lesa, fara á tónleika og lifa þessu listræna lífi sem honum var svo kært. Það var hans gæfa að eiga góða að, foreldrar hans stóðu þétt við bakið á honum og þegar hann lítur til baka sér hann að það voru þeir sem björg- uðu honum. „Foreldrar mínir voru mjög sterkir. Stundum fengu þeir nú að heyra það. Það komu alltaf móment þar sem ég þurfti að tala út en yfirleitt hafði ég nokkuð góða stjórn á reiðinni.“ Ármann varð gjaldþrota eft- ir að fyrirtækið féll og það fyrsta sem hann missti var heimilið. „Bústjórinn byrjaði á því að selja heimilið mitt og senda mér sölusamning með upplýs- ingum um hvenær nýir aðilar tækju við. Það var byrjað á því viðkvæmasta. En ég missti ekki bara veraldlega hluti heldur litaði þetta öll samskipti, nema við foreldra mína og að vissu leyti systkini mín. Það flosnaði upp úr vinasamböndum og ég einangraðist heima hjá mömmu og pabba. Síðan fór ég að leigja litla skonsu á Lauga- veginum þar sem ég reyndi að aðhaf- ast eitthvað. Erfiðast var að vera nánast peningalaus. Það var á mörkunum að ég stæði undir mánaðarlegum afborg- unum af þessu húsnæði, staða mín var nú ekki glæsilegri en það.“ Með sparislaufuna í fangelsi Að lokum féll dómur og Ármann var dæmdur í ársfangelsi. Hann hóf afplánun á Kvíabryggju árið 1992, rétt fyrir jólin. „Það var eins og að koma inn í annan heim. Ég hafði aldrei komið inn í eins fábrotið um- hverfi og hitt fólk eins og það sem ég sat inni með,“ segir Ármann sem var enn staðráðinn í að láta ekkert smána sig. „Eftir allt sem á undan var gengið var það ákveðin hvíld að komast inn á Kvíabryggju. Málinu var loks lokið.“ Á Kvíabryggju var ekkert við að vera og Ármann þurfti að hafa fyrir tímanum sjálfur. Dagarnir fóru í það að skrifa dagbækur, lesa bókmenntir, hlusta á tónlist – aðallega klassíska, ganga, skokka og nota líkamsræktar- tækin. „Þetta var eins og nokkurs kon- ar háskóladvöl. Ég notaði tímann til þess að viða að mér þekkingu og las mér til um efni sem mér fannst ég ekki vita nægilega mikið um en sleppti því alveg að lesa bækur um viðskipti,“ segir Ármann. „Á sama tíma þá fylgdist ég með þessum ógæfumönnum sem voru þarna með mér, þarna voru morðingi, nauðgari, kynferðisglæpamaður, dópistar og dópsölumenn. Þið ætt- uð að sjá andlitin, menn voru órakað- ir og í druslum. Ég var innan um það sem venjulega er kallað rusl. Mér var bara hent í ruslakistuna en ég sagði við sjálfan mig: „Ármann, allt í lagi, þú ert í ruslakistunni en þú heldur alltaf standard“, svo ég klæddi mig upp á jólunum og var með mína sparislaufu.“ Þakklátur á Kvíabryggju Þrátt fyrir að hann hafi skorið sig úr þá segir hann að samfangar hans megi nú eiga það að hann hafi aldrei beinlínis orðið fyrir aðkasti. „Ég hafði það þannig að ég hélt alltaf smá fjar- lægð og hleypti þeim aldrei inn í her- bergið mitt. En ég talaði við þá þegar ég fann að það var móment til þess og þeir voru tilbúnir til þess að ræða málin. Þannig kynntist ég þeirra lífi og í fyrsta sinn áttaði ég mig á því hvað ég hafði átt gott líf, lífið hafði leikið við mig og ég varð þakklátur fyrir það. Það þurfti að draga mig niður til helvítis til að ég áttaði mig á því. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti bara sætt mig við að vera þarna í ár og þakkað fyrir það. Eins veitti ég því athygli að helvít- ið fylgdi alltaf huganum. Við höfum frjálsan huga og við getum stýrt hon- um í hvaða átt sem við viljum. Þannig að ég ákvað að festast ekki í því að ég væri einhver tukthúslimur, líta bara þannig á að ég væri bara í þessum að- stæðum og reyna að gera gott úr því, þannig að mér leið aldrei eins og ég væri í fangelsi.“ Foreldrarnir misstu heilsuna Að ári liðnu átti Ármann að ljúka af- plánum en þegar það virtist ekki ætla að ganga eftir þá herti Ármann upp hugann og ákvað að taka örlögin í sín- ar hendur. „Varnarlausari mann er vart hægt að finna en fanga. Það vissu embættismenn sem voru búnir að finna ómerkilegt fjögurra ára gamalt mál sem var óuppgert í réttarhöldun- um og átti nú að fara með í gegnum réttarkerfið. Á meðan átti ég að dúsa í fangelsi og bíða rólegur eftir því að ég myndi einhvern tímann losna út. Ég tók því ekki þegjandi og hljóð- alaust og ákvað að fara í hungurverk- fall og fremja sjálfsvíg væri málið enn óleyst að þremur sólarhringum liðn- um. Ég ætlaði að drekkja mér í fjör- unni og var búin að finna besta stað- inn til þess. Það var búið að rústa fyrirtækið mitt, heimilið, mannorðið og þegar það átti að halda áfram gat ég ekki tekið því. Það var nóg komið og ég ákvað að fara þessa leið.“ Hann segist hafa verið í geðshrær- ingu og öskrað á þá sem reyndu að ræða við hann. „Þegar það er ekki lengur hægt að tala við fólk getur þú ekkert annað en gargað á það, þá fer það loks að skilja þig. Það var meira að segja sendur geðlæknir á mig og sömuleiðis prestur staðarins. Ég ætl- aði ekki að láta draga mig lengur á asnaeyrunum. Ég vildi bara ljúka þessu. En níðingsverkið gekk fram af for- eldrum mínum og reyndist þeim of- viða. Þeir fundu fyrir heilsubresti enda orðin langþreytt á illskunni sem son- ur þeirra var beittur. Þetta bitnar alltaf á nánustu ættingjum. Allt í einu fékk móðir mín sykursýki og fyrir hjartað. Þau brotnuðu bara saman. Að lokum fór svo að ráðuneytis- stjóranum í dómsmálaráðuneytinu ofbauð ástandið og kom skikk á málið. Seinna fékk ég að heyra að forstöðu- maðurinn á Kvíabryggju taldi þetta ljótustu endalok á fangavist sem hann hafði orðið vitni að.“ Nýtt upphaf Nú er Ármann búinn að klára kaffið úr könnunni og nær í meira kaffi, skenk- ir sér í þriðja bollann og býður upp á meira konfekt. Á meðan segir hann frá því af hverju hann ákvað að láta lítið fyrir sér fara í þrettán ár eftir að hann kom af Kvíabryggju. „Í fyrsta lagi þá er ekki mikil reisn yfir því að vera í fjölmiðlum á meðan maður gengur í gegnum mikla erfiðleika því þá er hætt við að maður segi eitthvað sem betur hefði mátt kyrrt liggja. Eins gerði ég mér grein fyrir því að ef ég væri á síð- um blaðanna þá yrði þetta Ávöxtunar- mál dregið upp aftur. Til að byrja með voru erfileikarnir svo miklir að ég varð að vera einn með sjálfum mér, ég var ekki í neinu stuði til þess að vera í kringum annað fólk. Eftir að fangelsisvistinni lauk þá fór ég smám saman að koma mér fyrir og kynnast nýju fólki. En vitið þið hvað? Ég sé ekki eftir neinum. Ég þekkti þetta fólk og er þakklátur fyrir þann tíma sem leiðir okkar lágu saman en ég á enga samleið með því lengur. Mér þarf ekki að sárna það þótt það hafi gefið skít í mig. Ég hugsa bara jákvætt. Auðvitað voru fyrstu árin erfiðust. Það tók mig nokkur ár að verða alveg laus undan reiðinni en það tókst þegar ég fór að biðja fyrir fólkinu sem tók þátt í þessu. Ég var alinn upp á trúar- legum forsendum, afi minn var trú- boði, og þegar þú þarft að takast á við svona niðurlægingu ferðu ósjálfrátt að leita aftur í ræturnar. Við hrunið skynj- aði ég eitthvert afl sem stóð með mér.“ Varð að skrifa Í bókinni kemur fram að Ármann hafi heyrt raddir í fangelsinu sem sögðu honum að hann yrði að skrifa til þess að leiðrétta mál sín. Hann staðfestir það og segir að um leið og hann hafi byrjað að skrifa hafi hann fundið fyr- ir því að það stæði einhver fyrir aftan hægri öxlina á honum. „Allt í einu var ég knúinn að skrifborðinu og þá var eins og ég fengi himnasendingu yfir mig.“ Árið 2001 kom fyrsta bókin út og nú eru þær orðnar tólf. Ármann er sáttur við afraksturinn, segir það skrýtið að hann fái aldrei neina um- fjöllun frá bókmenntaliðinu eða út- hlutun úr starfslaunasjóði rithöfunda. „Það eru einhverjir fordómar. Þegar fyrsta bókin kom út gekk ég nánast á vegg og fékk að heyra það að ég ætti ekkert inni hjá fréttastofu RÚV. Það var eins og fólk þyldi ekki að ég skyldi rísa upp aftur. En smátt og smátt fóru fjöl- miðlar að taka við sér. Höfundur sem auglýsir aldrei bækurnar sínar og er „late bloomer“ eins og ég getur ekkert verið ann- að en þakklátur fyrir viðtökur eins og ég hef fengið. Mér hefur tekist að kynna nýja bókmenntagrein fyr- ir þjóðinni og stimpla hana inn í ís- lenskar bókmenntir á 21. öldinni,“ segir Ármann sem segist núorðið lifa meira og minna af vinjettuútgáfunni sem er alfarið í höndum hans. „Ég get ekkert annað en verið ánægður með það hvað bækurnar berast víða, þær eru á bókasöfnum í New York í vestri og Kalkútta á Indlandi í austri. Þá hefur háskólinn sem hýsti kapp- ræður Obama og Romney fyrir for- setakosningarnar í Bandaríkjum, Hofstra-University, keypt alla útgáf- una. Um daginn sagði prófessor við skólann mér að hann væri að vinna að rannsóknum á þessu efni. Þannig að ég er að fá viðbrögð frá bókmennta- fræðingum á alþjóðavísu.“ Fann gleðina Það sem meira er, hann var líka beðinn um að kynna leikhús listamanna. „Ég hlæ með sjálfum mér því ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti það. Á bak við þessi kvöld stendur fólk sem er á með- al þeirra flottustu af yngri kynslóðinni í listaheiminum í dag. Er það ekki Guðs gjöf fyrir mig að vera kominn innan um svona skapandi fólk?“ spyr hann með gleðiglampa í augum. „Mér þarf ekki að sárna það sem á undan er gengið. Mér hefur tekist að sigla á ný mið. Á sínum tíma var ég alltaf innan um eldra fólk og núna er ég alltaf elstur,“ segir Ármann og bæt- ir því hlæjandi við að á leikhús lista- manna læðist þó alltaf einn og einn á hans aldri sem kemur til þess að sjá hvort hann sé að flippa út. Bróðir hans mætti til að mynda á eitt kvöldið til þess að kanna málin en Ármann hefur líklega aldrei fengið betra hól frá bróð- ur sínum en eftir það. Þannig að þrátt fyrir allt er hann sáttur, sáttur við farinn veg og sáttur við stöðu sína í dag. „Ég get ekki ann- að en verið glaður og hamingjusamur yfir því hvað allt hefur farið vel og hvað lífið er komið í jákvæðan farveg,“ segir hann að lokum og kveður. n 30 Viðtal 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað „Ég stóð eftir sem gjörsamlega eignalaus maður, svo mikill öreigi að ég var peningalaus, heimilislaus og bíllaus. „Menn voru órakaðir og í druslum. Ég var innan um það sem venjulega er kallað rusl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.