Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 9.–11. nóvember 2012 og leika sér. Á sumrin kom hann heim til þess að vinna og safna sér fé og að námi loknu stofnaði hann eigið fyrir­ tæki, Ávöxtun. Allt í einu stendur hann upp og fer fram. Skömmu síðar kemur hann aft­ ur inn í stofu með marokkóskt kaffi í silfurkatli og heimagert konfekt á silfurfati, gengur á milli okkar gestanna og býður okkur dreitil og mola. Þar sem hann stendur fyrir framan okk­ ur reynir hann að útskýra Ávöxtunar­ málið með einföldum hætti – hvað hann var að gera og hvernig hann féll og endaði í fangelsi. Fyrst segir hann frá því að í gegnum fyrirtækið Ávöxtun hafi hann stundað verðbréfaviðskipti, verslað með verð­ bréf, spariskírteini ríkissjóðs og fast­ eignaverðbréf, auk þess sem þeir hafi verið fyrstir til þess að kaupa Euro­ og Visa­sneplana. Seinna hafi þeir far­ ið að kaupa fyrirtæki, yfirtaka skuldir, vinna fyrirtækin upp og selja þau aft­ ur. En þá hljóp snurða á þráðinn seg­ ir Ármann: „Á síðustu árunum sem Ávöxtun starfaði lokuðu bankarnir fyr­ ir fyrirgreiðslur til fyrirtækja sem við áttum og þrengdu að okkur. Við vor­ um atvinnurekendur með allt að 300 manns í vinnu og í stað þess að bank­ arnir keyptu viðskiptaskuldirnar eins og áður til þess að halda fjárstreyminu gangandi þá fórum við að kaupa við­ skiptaskuldir þessara fyrirtækja í gegn­ um Ávöxtun. Við ætluðum okkur aldrei að fara þessa leið en neyddumst til þess svo hægt væri að halda þeim gangandi.“ Skjöldur fyrir óréttlætið Svona gekk þetta fyrir sig þar til stjórnarformaður Ávöxtunar neitaði að taka frekari þátt í þessu og yfirgaf fyrirtækið með þeim orðum að þessi gjörningur stæðist ekki lög. Ármann segir að þá hafi þeir sem eftir stóðu reynt að finna aðrar leiðir. „En þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis tekur það alltaf einhvern tíma að snúa blað­ inu við og fara að vinna aftur á réttum forsendum. Þetta var kallað fjárdráttur en við litum svo á að við værum bara að kaupa kröfur. Stundum greiddum við fyrirfram fyrir viðskiptakröfurnar. Fyrir þetta vorum við dæmdir. Nokkrum árum síðar þóttu þetta eðlilegir viðskiptahættir, nema hvað við vorum eins og stuttbuxnadrengir miðað við það sem síðar kom. En á þessum tíma var viðskiptalífið í fjötr­ um,“ segir Ármann og bætir því við að við myndum eflaust fara að hlæja ef við fengjum tækifæri til þess að hverfa aftur til níunda áratugarins og sjá haftasamfélagið sem hér var við lýði. Eftir dvölina í Bretlandi hafi hann ekki séð aðra kosti í stöðunni en að reyna að bylta stöðnuðu fjármála­ kerfi með því að taka upp annars konar viðskiptahætti en hér tíðkuð­ ust þá. Fyrir vikið hafi hann þurft að þola árásir manna sem stóðu vörð um kerfið og kærðu sig ekkert um neinar breytingar. „Það var svo hagstætt að halda kerfinu eins og það var. Seðla­ bankanum var stýrt eftir hentisemi stjórnmálamanna og lítill hópur græddi mikið. Þegar menn lifa í svona óraunverulegum heimi þá hata þeir þá sem koma inn á markaðinn með nýjungar og reyna að gera það sem er rétt að gera.“ Hann sest aftur í sætið og segist ætla að segja okkur svolítið merki­ legt. „Svo þegar Ávöxtun hrundi þá gátu þeir skýlt sér á bak við það og sagt að svona hafi nú farið fyrir þeim sem ætluðu sér að breyta kerfinu. Þannig að þið sjáið að þetta Ávöxtunardæmi var margfalt dýpra en margir gera sér grein fyrir. Ég sé það best í dag að það átti alltaf að knésetja fyrirtækið.“ Blæddi hratt út Þótt Ármann segist ekki bitur eða sár vegna þess sem gerðist þá talar hann engu að síður um hrun Ávöxtunar sem hryðjuverkaárás og er sannfærður um að henni hafi verið stýrt úr Seðlabank­ anum, í gegnum bankaeftirlitið og Al­ þýðubandalagið. Hann segir að fyrir­ tækið hafi farið á hliðina eftir að það var til umfjöllunar í fjölmiðlum heila helgi og að þar hafi núverandi forseti íslenska lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, verið áberandi. „Í kjölfarið misstu viðskiptavinir okkar traust á fyrirtækinu og á mánudagsmorgni mættu þeir í hrönnum til að taka fjár­ muni sína út. Það var gert áhlaup á fyrir tækið og klippt á viðskiptakeðj­ una. Eftir fyrsta daginn blæddi fyrir­ tækinu hratt út, tveimur mánuðum „Ég ákvað að gefa aldrei neinum tækifæri til þess að sjá mig niðurlútan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.