Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 52
52 Fólk 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 9.–11. nóvember Föstudagur09 nóv Laugardagur10 nóv Sunnudagur11 nóv Söngleikir kvikmynda ­ sögunnar í Salnum Söngvararnir og leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Orri Huginn Ágústsson og Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir flytja ódauðleg lög úr söngleikjum sem áhorfendur hafa grátið yfir og hlegið með í Salnum í Kópavogi. Á föstu- dagskvöld verða flutt lög úr vinsælustu söngleikjum kvikmyndasögunnar. Salurinn 20.00 Lög Óðins í Austurbæ Í Austurbæ verður flutt dagskrá með þekktum lögum sem Óðinn Valdimars- son flutti á sínum ferli. Það er 12 manna hópur norðlenskra hljóðfæraleikara og söngvara sem flytur öll helstu lög Óðins, eins og: Í kjallaranum, Eins kaldi, Útlaginn, Ég er komin heim auk fjölda annarra. Austurbær 20.00 BÍÓ: DOX í Bíó Paradís BÍÓ:DOX, nýr heim- ildamyndaklúbbur Bíó Paradísar, stendur fyrir heimildamyndahátíð dagana 9.–15. nóvember í Bíó Paradís. Þema BÍÓ:DOX hátíðarinnar er List en alls verða fimm heimildamyndir sýndar á hátíðinni sem allar eiga það sameiginlegt að gefa okkur innsýn í líf listamanna og lista. Á föstudag verða sýndar myndirnar Jiro Dreams of Sushi klukkan 18.00, opnunar- mynd hátíðarinnar, Searching for Sugar Man klukkan 20.00 og Woody Allen: A Documentary klukkan 22.00. Bíó Paradís 18.00–22.00 Il Trovatore í Hörpu Óperan Il Trovatore eftir meistara Giuseppe Verdi er ópera sterkra tilfinn- inga – saga um ástir og hefnd. Tónlistin iðar að sama skapi af rómantík, fögrum laglínum og hrífandi aríum og kórum. Il Trovatore verður sýnd næstu laugardaga í Eldborgarsal Hörpu. Harpa 20.00 Skrímslið litla systir mín Skrímslið litla systir mín snýr aftur á svið í Nor- ræna húsinu í nóvember. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur hjá áhorfendum síðastliðinn vetur. Verður sýnd á sunnudögum klukkan 16.00. Norræna húsið 16.00–17.00 Hún er ekki hér því hún er svo fræg n Fjölmenni í útgáfuhófi vegna bókarinnar Stelpur geta allt Ú tgáfu bókarinnar Stelpur geta allt eftir Kristínu Tómas­ dóttur var fagnað í Eymunds­ son í Austurstræti á mið­ vikudaginn. Bókin inniheldur 22 reynslusögur ólíkra stúlkna sem hafa náð frábærum árangri á ein­ hverju sviði, upplifað eitthvað óvenjulegt eða sérstakt. Margar þeirra voru í útgáfuhófinu, sem og nokkrar fyrirmyndanna sem einnig svara spurningum í bókinni. Kristín hélt stutta tölu og þakkaði stelpunum fyrir alla aðstoðina við bókina. Þá kallaði hún hverja og eina upp til að taka við eintaki af bókinni. Þegar kom nafni Nönnu Bryndísar Hilmarsdóttur, söng­ konu hljómsveitarinnar Of Mon­ sters and Men, sem er ein stelpn­ anna í bókinni, þá staldraði Kristín við. „Nanna Bryndís, hún er ekki hér því hún er svo fræg,“ sagði hún og vakti mikla kátínu viðstaddra. Stelpur geta allt er þriðja bók Krist­ ínar og í samtali við DV á miðviku­ daginn sagði hún bókina jafnframt þá skemmtilegustu sem hún hefði skrifað, þar sem hún ylti minna á henni sjálfri en hinar tvær. n Forsetaframbjóðandi Andrea Ólafsdóttir, fyrrverandi forseta- frambjóðandi, mætti í útgáfuhófið og leist vel á nýjustu bók Kristínar. Dansstelpa Leikarinn Gunnar Hansson og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansari mættu með dóttur sína í Eymundsson. Unnur er ein af stelpunum í bókinni og er þar í viðtali ásamt vinkonu sinni Emilíu Benediktu Gísladóttur. Stelpur geta allt Kristín afhenti öllum stelpunum sem mættu í útgáfu- hófið eintak af bókinni. Hópurinn stillti sér svo upp fyrir ljósmyndara og á myndinni má glögglega sjá að stelpurn- ar er jafn ólíkar og þær eru margar. Ánægð með bókina Rithöfundurinn Kristín Tómasdóttir er að vonum ánægð með útkomuna. Hér er hún ásamt Ólafi Ragnars- syni og Pétri Má Ólafssyni, útgefendum sínum hjá Veröld. Fyrirmyndin María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV er ein fyrirmyndanna í bókinni. Hún mætti í útgáfuhófið með syni sínum, Hilmari Árna. Bráðger Brynja Brynja Björg Halldórsdóttir var alltaf á undan samnemendum sínum í grunnskóla. Hún kláraði vinnu- bækurnar sínar samdægurs og vildi fá meira krefjandi verkefni. Hún mætti í útgáfuhófið ásamt ömmu, móður og systur. Stelpur Ugla Stefanía Jónsdóttir og Mamiko Dís Ragnarsdóttir eru báðar í bókinni. Ugla Stefanía ræðir opinskátt um hvernig það er að vera transkona. Galdrastelpa Steinunn Jónsdóttir er ein stelpnanna í bókinni. Hún er þrettán ára og kann ýmislegt fyrir sér í göldrum. Steinunn sýndi gestum í hófinu listir sínar í gær og vakti mikla lukku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.