Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 24
24 Umræða 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað
S
amband ungra sjálfstæðis-
manna (SUS) hefur fjórða
árið í röð lagt fram tillögur
að breytingum á fjárlögum
næsta árs. Mörgum kann að þykja
þessar hugmyndir framúrstefnu-
legar og jafnvel öfgafullar. Það er
hinsvegar tímabært að Ísland, og
önnur Vesturlönd, horfist í augu
við þá staðreynd að það er ekki
hægt að halda áfram að eyða um
efni fram. Gegndarlaus halla-
rekstur, skuldasöfnun og peninga-
prentun ríkja á Vesturlöndum er
víða farin að bitna harkalega á
lífskjörum fólks og mun gera það
í enn ríkari mæli í framtíðinni ef
ekki verður gripið strax í taumana.
Sparnaðartillögur ungra sjálf-
stæðismanna eru settar fram á
hugmyndafræðilegum grunni í
þeim tilgangi að benda á hvernig
ríkisreksturinn gæti verið betri og
einfaldari en hann er nú. Þannig
er tillögunum ætlað að gefa mynd
af því hvernig haga mætti ríkisfjár-
málum betur. Líta má á tillögurnar
sem nokkurs konar hugmynda-
banka en ekki heildstæðar til-
lögur. Fáir eru sammála öllum
tillögunum en allir ættu að vera
sammála einhverjum þeirra. Ef
svo er þá er tilganginum náð.
En hvernig myndi draumaland
ungra sjálfstæðismanna líta út?
Tökum dæmi af nokkrum svið-
um þjóðlífsins og um leið af lið-
um í fjárlögum næsta árs sem við
myndum vilja hlífa skattgreiðend-
um við.
Velferð, menntun og öryggi
Í draumalandinu er staðinn vörð-
ur um heilbrigðis-, velferðar-,
mennta- og löggæslumál. Það felst
í hugmyndum um minni ríkissjóð
að ríkið geri það sem miklu máli
skiptir – og geri það vel. Í drauma-
landinu myndi þjóðarsjúkrahúsið
ekki búa við lélegan tækjakost. Lífi
og velferð fólks væri ekki stefnt í
hættu með því að notast við tæki
sem bila í miðri aðgerð. Þjóðar-
sjúkrahúsið þyrfti ekki að sætta sig
við niðurskurð á niðurskurð ofan á
sama tíma og þjóðarhljómsveitin
fengi hærri fjárframlög og nýjan
húsakost. Í draumlandinu yrði
forgangsraðað á annan veg. Menn
myndu frekar byggja hátækni-
sjúkrahús en hátæknitónlistarhús.
Þar yrðu ekki settar 740 milljónir
á ári í þjóðarhljómsveitina og ekki
560 milljónir í tónlistarhús.
Frjáls landbúnaður
Landbúnaður í draumalandinu
er blómlegur, enda er hann laus
við of mikil ríkisafskipti. Þar búa
sauðfjárbændur ekki við fátæktar-
mörk í kæfandi faðmi ríkisstyrkja.
Það eru engar framleiðslu- og
verðstýringar, en á sama tíma yrðu
engar 12 milljarða beingreiðslur
til bænda. Þá borga bændur sjálf-
ir 430 milljónir í Bændasamtökin,
410 milljónir fyrir skógrækt og
landgræðslu, 400 milljónir í mat-
vælarannsóknir, 160 milljónir í
landbúnaðarrannsóknir, 110 millj-
ónir í Veiðimálastofnun, 50 millj-
ónir í greiðslur vegna riðuveiki,
40 milljónir í Framleiðslusjóð
landbúnaðarins og 20 milljónir
í hagþjónustu landbúnaðarins.
Landbúnaður draumalandsins er
í heilbrigðri samkeppni við önnur
lönd, enda eru engir tollar, vöru-
gjöld eða innflutningstakmarkan-
ir á góðum erlendum landbúnað-
arvörum. Þetta skilar sér í betri,
fjölbreyttari og ódýrari vörum fyrir
neytendur.
Engin pilsfaldakapítalismi
Almenningur í draumalandinu
þarf ekki að borga hærri skatta til
að niðurgreiða rekstur þjónustu-
og eftirlitsstofnana fyrir atvinnu-
lífið. Þar er atvinnulífið sjálft látið
greiða fyrir þann kostnað sem það
veldur ríkinu. Til dæmis borgar
sjávarútvegurinn sjálfur 1,4 millj-
arða á ári fyrir rekstur Hafrann-
sóknastofnunar, 700 milljónir
fyrir Fiskistofu, 250 milljónir fyrir
Rannsóknarsjóð til að auka verð-
mæti sjávarfangs og 20 milljónir
fyrir Verðlagsstofu skiptaverðs.
Gagnsæ stjórnmál
Stjórnmálaflokkarnir í drauma-
landinu standa á eigin fótum og fá
ekki 300 milljónir á ári úr vasa skatt-
greiðenda. Flokkarnir ákveða ekki
sjálfir hversu miklu þeir skammta
sér af skattpeningum landsmanna.
Þeir ráða hinsvegar sjálfir hvern-
ig þeir fjármagna sig með frjálsum
framlögum og hvernig þeir upplýsa
kjósendur sína um fjármál sín. Því
gagnsærri og heiðarlegri sem fjár-
mál flokkanna eru því viljugra er
fólk til að kjósa þá og styrkja.
Þau ríku borga
Þau ríku í draumalandinu krefj-
ast ekki ókeypis þjónustu frá rík-
inu, sem þau geta auðveldlega
borgað sjálf. Þannig þarf ekki að
skattleggja allan almenning til að
niðurgreiða þjónustu til þeirra.
Hinir ríku borga til dæmis fyrir
skólagöngu barna sinna og fyrir
heilbrigðisþjónustu fjölskyldunnar.
Gæluverkefni
Í draumalandinu er fólk ekki
skattlagt til að fjármagna ýmis
gæluverkefni og áhugamál stjórn-
málamanna sem almenningur
hefur aldrei heyrt um. Slík verk-
efni eru fjármögnuð með frjáls-
um framlögum frá þeim sem
það vilja. Þannig eru skattgreið-
endur ekki neyddir til að setja 10
milljónir í Hið íslenska fornrita-
félag, 12 milljónir í Vestnorrænt
menningarhús í Kaupmannahöfn,
150 milljónir í Vinnustaðanáms-
sjóð, 2 milljónir í Listskreytinga-
sjóð, 45 milljónir í Jöfnunarsjóð
alþjónustu (já, þið lásuð rétt), 73
milljónir í Kristnisjóð, 14 milljón-
ir í Félagsmálaskóla alþýðu og 3
milljónir í Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu. Þeir eiga hrós
skilið sem vita hvað alþjónusta er,
og ekki síst þeir sem geta fært rök
fyrir því af hverju þurfi 45 milljón-
ir á ári til að jafna hana. Þá verða
engir ríkisstyrkir til trúfélaga í
draumalandinu heldur munu þau
fjármagna sig með félagsgjöldum,
eins og hver önnur félög.
Hvað má gera fyrir
sparnaðinn?
Draumalandið notar þá peninga
sem sparast til að greiða niður
skuldir sínar sem leiða til enn
meiri sparnaðar því þá þarf það
ekki að greiða 88 milljarða á ári
í vexti. Í kjölfarið lækkar það
skatta á fólk og fyrirtæki svo
almenningur þurfi ekki að borga
meirihluta tekna sinna í skatta.
Skattalækkanir á fyrirtæki skila sér
í sterkara atvinnulífi sem skapar
fleiri störf, hærri laun og meiri
skatt- og gjaldeyristekjur fyrir
þjóðarbúið. Í draumalandinu er
því minna atvinnuleysi og meiri
kaupmáttur. Lífskjör eru því mun
betri og öryggi borgara meira,
enda búa þeir við löggæslu og
mennta- og heilbrigðiskerfi sem
eru ekki látin mæta afgangi. Þar
búa borgarar í samfélagi þar sem
það er afgangurinn sem er látinn
mæta afgangi, en ekki öryggi og
velferð íbúanna.
Dra malandið
Auglýsingar á vegum SUS
„Menn myndu
frekar byggja
hátæknisjúkrahús en
hátæknitónlistarhús
Aðsent
Davíð
Þorláksson
Formaður SUS